Ísafold - 22.11.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.11.1890, Blaðsíða 1
íCemur út á nuðvikudögum og, laugardögum. Verð árgangsins (lo^arka) 4 kr.; erlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlímánuð ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 94. Reykjavik, laugardaginn 22. nóv. 1890 Fiskisamþykktarmálið. _______ I Heimildarlögin fyrir íiskisamþykktnm sýslu- nefnda ætlast til, að hjeraðsbúar i fiskipláss- únum ráði sjálfir veiðiaðferð sinni og allri tilhögun á fiskiveiðunurn, ekki eins og hverj-1 um lízt í þann og þaun svipinn, því það væri sama sem fullkomið stjórnleysi, heldur -eins og meginþorri hjeraðsbúa verður ásáttur um og biudur ákveðuum regluni, eptir lög- mætan undirbúning, er yfirvöld hafa eptirlit með, amtmaður síðast; hann staðfestir sam- þykktirnar, ef meðferð málsins reynist liafa lögleg verið og þær koma eigi í bága við þess kyns lög önnur, er hjeraðsmönnum er óheim- ilt að breyta með slíkum samþykktum, og hafa þær þá fullkomið lagagildi. Með áminnztu eptirliti eiga hjerðsbúar einir að ráða þessu atvinnumáli sínu. |>að er á þeirra ábyrgð, þeirra not og gjald, hvort þeir ráða því vel eða i)la. |>ví er rjett, að þeir ráði því og aðrir ekki. Getur vel verið að vísu, að þá bresti þekkingu til að haga því svo viturlega, sem bezt má kjósa; en því verð- ur að tjalda sem til er, og það er að svo stöddu að fara í geitarhús ullar að leita að ætla sjer að grípa upp meiri og betri þekk- ingu á því efni annarsstaðar, meðal annara en fiskimanna sjálfra eða út.vegsmanna, hvort heldur er meðal lærðra eða leikra. Abyrgð og þekking fer því saman, — þekkingin það sem hún nær; enda á svo að vera. Fiskisamþykktarmál það, er hjer er nú á ■dagskrá, í sjávarsveitunum hjer við Faxalióa sunnanverða, varðar mörg þúsund manna, jafnvel tugi þúsunda, þar sem eru eigi einungis hjeraðsmenn sjálfir í þessum sveitum, er lifa mest á sjónum, heldur einnig mikill fjöldi manna úr öðrnm sveitum og sýslum, jafnvel fjarlægum landsfjórðungum. Br því eðlilegt, að það sje allmikið áhugamál, og ættu rjett- ir hlutaðeigendur þá að láta það á sannast í Verkinu, með því að sækja almennilega hjer- aðsfund þann í Hafnarfirði 26. þ. m., er ráða- skal málinu til lykta, undir staðfesting amt- •manns. Fiskisvæðið hjer í Faxaflóa sunnanverðum ær að því leyti einkennilegt og ólíkt því er víða gjörist annarstaðar, að þótt það liggi fyrir opnu hafi, þá svipar því talsvert til stöðu- vatns, með ekki mjög breiðum ósi, er fiskurinn gengur optast innum frá hafi—við Garðskaga; þar er aðaláliinn fyrir fiskigönguna. Nú er það sjálfsögð regla um stöðuvötn, að veiðieigend- ur þar hafi sameiginlega veiðiaðferð, þá er sízt spilli veiðinni yfir höfuð, t. d. með því að girða fyrir ósinn, eða hver fyrir öðrum t, d. með því að hrúga öllum veiðarfærum nið- ur á einn lítinn blett, hverju ofan á annað, og stórskemma þau svo þegar upp er dregið. |>að er þetta, sem formælendur nýrra fiski- samþykkta hjer munu vilja hafa fram: að meiri hluti eða allur þorri veiðieigenda 4 umræddu fiskisvæði geti komið sjer sam- an um og öðlazt löghelgi fyrir þeirri veiði- aðferð, er þeir ætla hyggilegasta og almenn- fngi happadrýgsta. Fyrir tilmæli hlutaðeigenda eru prentuð hjer frumvörp sýslunefndarinnar í Gullbringu- og Kjósarsýslu, þau er leggja skal fyrir hjer- aðsfund 26. þ. m., eins og þau voru sam- þykkt á sýslufundi 29. f. m., með tilkvödd- um 3 fulltrúum úr bæjarstjórn Reykjavíkur, —til þess að almenningur hafi þau fyrir sjer, er til umræðu og atkvæða kemur : I. Frumvarp til sampykktar um brúkun ýsu- lóðar í sunnanverðum Faxaflóa. 1. gr. I þeitn hreppum og bæjarfjelagi, sem samþykkt þessi nær yfir, sem er Rosm- hvalanesshreppur, Njarðvíkurhreppur, Vatns- leysustrandarhreppur, Garðahreppur, Bessa- staðahreppur, Seltjarnarnesshr. og Reykja- víkurbær, má enginn leggja ýsulóð í sjó á tímabilinu frá 1. janúar til 11. maí ár hvert, hvort sem fiskimeun eiga heima í hreppnum þessum eða róa þaðan styttri eða lengri tíma. Heimilt skal þó þeim, sem búsettir eru í Garði, að leggja lóðir þær, er þéir eiga sjálf- ir, fyrir utan beina iínu, Kolbeinsstaðavörðu um Útskála og ekki dýpra en svokallað «Djúpaskarð». 2. gr. í hreppum þeim, sem samþykkt þessi nær yfir, skipar sýslumaður tilsjónar- menn svo marga, sem þörf er á, til að gæta þess, að eigi sje brotið á móti samþykkt þessari, en í Reykjavík skipar bæjarfógetinn sömuleiðis hæfilega marga tilsjónarmeun. 3. gr. Nú verður fiskimaður brotlegur á móti 1. grein, skulu þá skipaðir tilsjónarmenn upptaka og flytja í land lóðir þær, sem brúk- aðar eru gangstætt ákvæðum hennar, þótt yfirvald eigi hafi úrskurðað, en tafarlaust skulu þeir tilkynna lögreglustjóra upptökuna og málavöxtu, og skal hann með úrskurði á- kveða, að lóðin skuli höfð í haldi unz eig- andi eða umboðsmaður hans sýnir vottorð lögreglustjóra um það, að sá, sem veiðarfær- in voru upptekin fyrir, sje sýknaður með dómi eða málssókn gegn houum niðurfallin, eða að hann hafi greitt sektir þær, sem hon- um hafa verið gjörðar, eða sett fyrir þeim fullgilda tryggingu. 4. gr. Afii sá, sem fenginn er með aðferð sem er á móti 1. grein, skal upptækur vera, og andvirði hans rennur að hálfu í fátækra sjóð og 1 til uppljóstrarmanns og £ til þess, sem upp tekur. Sá er brotlegur hefir orðið, greiði þess utan sekt frá ð—500 kr., er skipt- ist á sama hátt og aflinn. Sektir og audvirði afla tilfalli fátækrasjóði í þeim hreppi, sem sá, er brýtur, rær frá. II. Frumvarp til sampykktar um ýmisleg atnði, er snerta fiskiveiðar á opnum skip- um fyrir Rosmhvalaneshrepp, Njarðvíkur- hrepp, Vatnsleysustrandahrcpp, Garðalirepp, Bessastaðahrepp, Seltjarnarnesshrepp og Reykjavíktírbœ. 1. gr. í þeim hrepþum og bæjarfjelagi, sem samþykkt þessi nær yfir, serh eru Rosm- hválanesshreppur, Njárðvíkurhreppur, Vatns- leysustrandarhreppur, Garðahreppur, Bessa- staðahreppur, Seltjarnarnesshr. og Reykja- víkurbær, má enginn Ieggja þorskanet í sjó fyr en 7. apríl ár hvert. 2. gr. Nú verður fiskimaður brotlegur móti 1. gein, 3kulu þá skipaðir tilsjónarmenn upp taka og flytja í land net þan, sem lögð eru gagnstætt ákvæðum hennar, þótt yfir- vald hafi eigi úrskurðað, en tafarlaust skulu þeir tilkynna lögreglustjóra upptökuna og málavöxtu, og skal hann með úrskurði ákveða, að netin skuli höfð í haldi, unz eigandi eða umboðsmaður hans sýnir vottorð lögreglu- stjóra um það, að sá, er netin voru upp tek- in fyrir, sje sýknaður með dómi, eða mál- sókn gegn honum niður fallin, eða að hanu hafi greitt sektir þær, sem honum hafa verið gjörðar, eða sett fyrir þeim fullgilda trygg- ingu. Afli sá, sem fenginn er með aðferð þeirri, sem er móti 1. grein, skal upptækur vera, og andvirði hans renna að hálfu í fá- tækrasjóð og að J til uppljóstrarmanns og J ti þess, sem upp tekur. Sá sem brotlegur verð- ur, greiði þar að auki sekt frá 5—500 kr., sem tilfalli þeim sömu og afiinn, í sama hlut- hlutfalli. 3. gr. Hinn 7. apríl ár hvert og upp frá þeim degi er mönnum heimilt að leggja þorskanet hvar, sem þeir vilja; þó má ekki leggja þorskanet á hraun með landi fram; varðar sektum frá 5—50 kr., ef gjört er. 4. gr. Fyrir innan Stakk við Hólmsberg skulu allir fiskimenn á svæði því, sem sam- þykktin nær yfir, skyldir að bera niður á fiskimiðum, einkanlega þar, sem hraun er í botni, hrogn úr öllum fiski, sem aflast á tímabilinu frá 14. marz til 11. maí ár hvert, nema þau hrogn, sem höfð eru til manneldis og beitu. Skulu hreppsuefndir í hverjum hreppi hafa eptirlit með því, að eptir þessu sje breytt. Brot gegu þessari grein varðar sektum frá 10—100 krónum. 5. gr. Ekki skal upp draga þorskanet fyr en bjart er af degi, og eigi skal draga upp þorskanet síðar á degi enum sólarlag, að við- lögðum sektum frá 10—50 krónum. 6. gr. Enginn, sem til fiskjar rær, skal varpa grjóti því, sem til seglfestu hefir verið notað, í sjó, nema brýna nauðsyn beri til, Varðar sektum frá 10-—50. 7. gr. Sektir allar eptir 3.—6. gr. falla að hálfu til fátækrasjóðs, að hálfu til uppljóst- ursmanns. Sekt og afli tilfellur þeim fá- tækrasjóði, sem sá, er brýtur, rær frá. 8. gr. I hreppum þeim, sem samþykkt þessi nær yfir, skipar sýslumaður tilsjónar- menn, svo marga, sem þörf er á, til að gæta þess, að eigi sje brotið á móti samþykkt þessari. I Reykjavíkurbæ skipar bæjarfóget- inn sömuleiðis hæfiléga marga tilsjónarmenn. 9. gr. fað, sem eigi er tekið upp í safn- þykkt þessa úr hinum eldri samþykktum frá 9. júui 1885 og 11. jan. 1888, fellur úr gildi, þá er samþykkt þessi hefir náð gildi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.