Ísafold - 22.11.1890, Blaðsíða 4

Ísafold - 22.11.1890, Blaðsíða 4
376 maður hrosshár við hendina, tekur maður ofurlítinn vönd af því (annars má hafa til þess tog, hamp eða ull) og leggur hann flat- an á milli álma vírsins á til dæmis fjögra þumlunga bili í þann endann, sem lykkjan er ekki á ; því næst skal setja báða hina lausu enda vírsins fasta í skrúfstykki, og spýtu eða sívalt járn í lykkjuna, svo að auð- veldara sje að snúa, og skal snúa þangað til að vírinn er orðinn eins og tvinnaður streng- ur. f>á er lampasópurinn búinn. í. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878, sbr. o. br. 4. jan. 1861, er hjermeð skorað á alla þá, sem til skuldar telja í dánar- og fjelagsbúi Kle- mensar sál. Bjarnarsonar, sem andaðist að Brautarholti í Kjalarneshreppi 22. ágúst 1888, og eptirlátinnar ekkju hans Hólmfriðar Jóns- dóttur, sem til þessa hefir setið í óskiptu búi, að tillcynna skuldir sinar og sanna þœr fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birtingu auglýsingar þessarar. pær kröfur, sem eigi eru komnar til mín fyr- ir pann tima, verða eigi teknar til greina. Skrifstofa Kjósar-og Gullbringusýslu 10. nóv. 1890. Franz Siemsen. Skotfjelag Reykjavíkur hefur nú stofnað nýja deild, til iðkunar líkamsæfinga (Gymnastik, Cricket, boltaleik o. s. frv.). |>eim sem óska að taka þátt í þessum æfingum og skemmtunum, gefst kostur á því, gegn því að borga 4 kr. árlegt tillag, og er þar í innifalin notkun skothússins og leikvallarins, sem útbúinn verður kringum skothúsið, ásamt kauplausri tilsögn af fimleika- kennara hins lærða skóla. J>eir sem þátt vilja taka í þessu, eru beðnir að snúa sjer til þeirra verzlunarstjóra L. Hansens, Joh. Hansen, og Ólafs Eósinkrans leikfimiskennara. Reykjavík 20. nóvember 1890. Guðbr. Finnbogason p. t. formaður. Hrafnslappir keyptar. Með því að hrafnar eru hinn skaðlegasti vargur í æðarvarpi hjer við Kollafjörð, hefir varpeigendum og ábúendum á varpeyjum hjer komið saman um, að reyna að eyða þeim sem mest má verða. Pyrst um sinn verða því 15 aurar borgaðir fyrir hverjar ívær hrafnslappir, sem afhentar verða í búð kaup- manns G. Zoéga & Co í Beykjavík. Fluttur!, fluttur! er úrsmiður Teitur Th. Ingimundarson upp á lopt í Nr. 7 í Aðalstræti. Aðgjörðir á úrum fást þar fljótt vel og billega. Heimilis-iðnaðarskóli Reykjavíkur. Fyrir velvild bæjarstjórnarinnar verður heimilis-iðnaðar-skólanum haldið áfram í vetur í borgarasalnum. Byrjar á morgun síðari part dags 4—6, Allir velkomnir, meðan húsrúm leyfir. Matth. Mattliíasson. VANTAR af fjalli rauðan lola veturg., mark : standfjöður fr., biti aptan vinstra. Bið jeg þá er hitta kynnu tjeðan fola, að koma honum til min að Miðdal i Mosfellssveit. Páll Gestsson. I OSKILUM er hjá mjer rauður foli tvævetur mark: gagnbitað vinstra. Miödal i Mosfellssveit. Guöm. Einarsson. PUNDIZT hefir á næstliðnu sumri skammt frá Vilborgarkeldu kvennpils með litlu af pening- um í vasanum. Kjettur eigandi vitji þess til undirskrifaðs mót því að borga fundarlaun og auglýsingu. Heiðarbæ 21. nóvember 1890. Guðbjörn Sveinbjarnarson. ÓSKILAKIND. í haust var mjer dregin hvít gimbur veturgömul með minu marki, sem er tvírifað í stúf hægra, sneiðrifað fr. standfj. apt. v. en þar eð jeg á ekki kind þessa, getur rjettur eigandi snúið sjer til mín og samiö við mig um markið og borgað þessa arglýsingu. Skeiöahreppi 8. nóvember 1890. Ólajur ó/eigsson á Fjalli. VIÐ UNDIRSKRIFAÐIJR tökum að okkur smíði og aðgjörðir á reiðtýgjum og yfir höfuð á öllu því, sem að söölasmíöi lýtur og leysum það af hendi svo fljótt og ódýrt sem framast má verða. Hvergi eins vandað str.íði. Vinnustofa okkar er i Vesturgötu nr. 55 Reykjavik 2 2. nóv. 1890. Ólajur Eiríksson Árni Jónsson söðlasmiður. söðlasmiður. Á nœsta fundi Ungl.st. Æskan Nr. 1. (kl. 10) verður leitað álits tjeðrar st. um fundarflutning og stofnun aurasjóðs. Framkvæmdarnefndin. Styrktarsjóður W. Fischers. þeim sem veittur er styrkur úr sjóðnum, verður útborgaður hann 13. dag desembermánaðar næst- komandi í verzlunum W. Fischers í Reykjavík eða Keflavik, og eru það þessir : börnunum Sig- urði Gunnari Guðnasyni i Keflavík og þorkötlu þorkelsdóttur í Tjarnarkoti í Vogum 50 kr. hvoru; ekkjunum Ragnheiði Sigurðardóttur Reykjavík og þórunni þórarinsdóttur í Reykjavík 75 kr. hvorri; og öllum eptirnefndum ekkjum 50 kr. hverri: Önnu Eiriksdóttur í Reykjavik, Benóniu Jóseps- dóttur í Bakkakoti á Seltjarnarnesi, Ástríði Er- lendsdóttur í Reykiavík, Guðnýu Ólafsdóttur í Keflavík, Guðrúnu Sigfúsdóttur í Reykjavík, Jór- unni Jónsdóttur í Landakoti (Bessastaðahreppi), Kristínu Jónsdóttur í Reykjavík, Rannveigu Jóns- dóttur sama staðar, Soffiu Jónsdóttur í Nýjabæ (Vatnsleysuströnd), Solveigu Bjarnadóttur í Keflavík, þuríði Sigvaldadóttur á Stóru-Vatns- leysu. S tjórnendurnir. VIOLIN gott er til sölu. Ritstj. vísar á. Skósmíðaverkstæði °g leðurverzlun g<P“Björns Kristjánssonar^BQ er í VESTURG ÖTU nr. 4. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. 1 - 2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 12-2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12-2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2-3 Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. í hverjum mánuði kl. 5 6 Veðurathuganir í Reykjavlk, eptir Dr. J. Jónassen. Hiti nóv. <á Celsius) Loptþyngdai- mselir(milliinet.) • Veðurátt. |ánóttu|um hád. fm. | em. fm em. Mvd.19.1 ° Fd. 20. 4- 2 Fsd. 21, -j- 2 Ld. 2 2. j -ý- 2 + 1 + 0 + ( 734- t I 754.4 735- 6 1 739.1 729.0 1 7442 746.8 Vhvd Sa hv d Nv hv d N Ii b O d ■sv hv N h d Hin mesta ókyrrð á veðri; hleypur úr einni átt í aðra á sama sólarhringnum ; h. 19. hvass á vestan með mikilli rigningu, iogn um kveldið Og farinn að frysta , aðfaranótt h. 20. genginn I austur-landsuður með regni og rokhvass; eptir hádegið genginn til útsuðurs hvass með jeljum og farinn að frysla að kveldi h. 21. austan-landnorðan hvass að morgni og íyrir hádegi genginn til vesturs-útnorðurs með slyddu- byl, bægur að norðan að kveldi. í morgun (22.)hæg norðangola, bjart veður. Snemma morguns kl. (4—5) h. 21. þrumur. Ritstjóri Björn JónsBOn, cand. phil. Prentsmiðia Isafoldar. landar þínir hafa þegar myrt alla fjelaga mína; sömu förlög bíða mín að öllum líkind- um; yfirgefðu mig meðan tími er til, og forðaðu sjálfri þjer ! Farðu ! yfirgefðu mig, jeg bið þig fyrir það«. Hún aftók það í alla staði. »Jósepha !« mælti jeg, og kyssti á ennið á henni; »fylg mjer þá; fylg þú mjer, fyrst þú annt mjer út af lífinu. Jeg vildi feginn geta forðað bæði þínu lífi og mínu ; en hversu xná það takast ? Hvert ættum við að flýja ? Nú er niðamyrkur um allt, leiðir ókunnar okkur, megin-herinn í tíu mílna fjarlægð, og hitt tekur þó út yfir, að líklegt er, að þessi voðalegu morð nái um allt land, og að jeg sje, ef til vill, hinn eini franskur maður hjer á laDdi, sem er enn í lifandi manna tölu« »Við erum tvö !« mælti hún; »jeg er ekki spænsk framar; jeg afneita fósturjörð minni, frændum og vinnm, öllum nema þjer. j?ú ert hinn eini ættingi minn, hinn eini vinur minn; og þar sem þú ert, Róbert, þar á jeg heima«. það er ekki hermaunlegt að gráta, en jeg segi yður það satt, herra minn, að jeg gat ekki tára bundizt. Jeg kenndi í brjósti um þetta elskuverða barn, er uuni mjer um alla hluti fram, unni mjer einum og engu öðru. »Hver8u langt er hjeðan þangað sem þitt land tekur við ?« mælti hún. »Hundrað mílur«, svaraði jeg, og stundí við. Henni ógnaði þessi vegalengd. »Róbert«, mælti hún, »jeg veit af fylgsni hjer uppi í fjöllnnum. Við skulum forða okkur þangað. þar er þjer óhætt, og á daginn fer jeg heim að sækja þjer vistir, og fæ þá um leið fregnir af afdrifum fjelaga þinna. Kom þú, Róbert; hin heilaga mey getur enn miskunnað sig yfir okkur«. Við hjeldum af stað. |>að var erfið ferð og glæfraleg. Ljósið var brunnið upp í ljós- beranum. Við urðum að brjótast með mestu varkárni gegn um þjetta runna, yfir holt og hæðir og djúpar dældir. Að baki okkar heyrðum við gleðióp, vopnabrak og fagnaðar- skot samsærismannanna. Ljós loguðu í hverjum glugga á heimilum þeirra, og til beggja hliða og á bak við okkur úði og grúði af kyndlum þeirra. En fram undan okkur gnæfði hinn hái, skógivaxni fjallgarður; en þangað var ferð okkar heitið. |>að var farið að birta af degi, þegar við vorum komin upp á hina fremstu íjallbrún. Við námum staðar, og lituðumst um. »J>arna«, mælti Jósepha, og benti niður í skuggalegt dalverpi, — »þarna er griðastaður okkar; jeg þekki það; það er hellir fyrir neðan fossinn þarna. J>ar getum við verið öldungis óhult fyrst um sinn. Enginu veit af hellinum, nema jeg og sauðamaður okkar, gamall fauskur, sem nú er búinn að liggja í kör í meira en ár. En áður en við höldum lengra áleiðis, skulum við fá okkur ofurlítinn bita, eptir þessa erfiðu næturgöngu«. Við settumst niður í grasið. Jósepha leysti upp böggulinn, breiddi klút á kjöltu sína, og tíndi á hann dálítið af brauðmolum og flkj- um. Við borðuðum með góðri lyst, og gleymdum um stund hinum voðalegu morð- vörgum þar fyrir neðan Ejallsræturnar. Eins og skipbrotsmaður, sem hefir bjargað sjer upp á eyðidrang úti í reginhafi, hlustar ókvíðinn á ýlfrið í storminum og stunur hins æðandi hafs, eins hlustuðum við þarna ofan

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.