Ísafold - 26.11.1890, Page 1

Ísafold - 26.11.1890, Page 1
Kemur út á miðvikudögum og. laugardögum. Verð árgangsins (iO+arka) 4 kr.; erlendis $ kr Borgist fyrir miðjan júlímánuð ÍSAFOLD XVII 95 Reykjavik, miðvikudaginn 26. nóv. Uppsögn (skrifleg) bundin við iramót, ógild nema komln sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. 1890 Dominion linan, kommgleg brezk póstgufuskip, stytztu leið til Ameriku. Sem authoriseraður útflutningsstjóri og aðalerindsrekt hins konunglega brezka gufiiskipafjelags „Dominion línunnar", gjöri jeg hjer nieö kunnugt, aö jeg tekst á hendur fyrir nefnt fjelag aö flytja fólk úr Austur-Skaptafellssýslu í Suöur- amtinu, öllu Noröur- og Austuramti íslands, og Strandasýslu í Yesturamtinu, til Vesturheims á næsta sumri, með beztu kjörum. Skip pessarar línu fara frá Liverpool til Quehec og Montreal einusinni í liverri viku, þau eru meöal hinna stærstu og hraðskreiðustu í heimi og eru oröin heimsfræg fyrir pægilegan og góðan útbúnað. Feröaseölar fást til Winnipeg og annara staöa í Canada og Bandaríkjanna. Vesturfarar, sem flytja sig meö þessari línu, hafa á skipum fjelagsins allra bezta fœði og auk þess læknishjálp ókeypis alla leið. Jeg sje um aö vesturfarar liafi túlk alla leiö, og mun aö öðru leyti láta mjer aunt um, að þeim líöi sem bezt á meðan þeir eru í minni og fjelagsins umsjón. Peir sem kunna aö vilja flytja sigmeö „Dominion línunni", og óska frekari upplýsinga, geta snúiö sjer til mín eða undiragenta minna, sem jeg mun síðar auglýsa. Vcpnafirði 20 okt. 1890. Sveinn Brynjólfsson, útflutningsstjóri. Útlendar frjettir. Kaupmannahöfn, 7. nóv. 1890. Danmörk- Upphaf þmgsetunnar er svo líkt því sem verið hefir að undanförnu, að fæstir búast við öðrum lyktum en þeim sem orðið hafa ár af ári á þingstreitum Dana. Fjárlögin heimildarlausu fyrir umlíðandi ár leiddu vinstrimenn enn á aftökustað í fólks- þinginu, en tóku við þeim síðan af hendi Estrúps og lögðu þau í frumvarpahirzluna — allt á gamla vísu. Sum af málsmetandi blöðum þjóðverja taka nú undir aðfinningar og ámæli vinstri blaðanna við stjórnina að því er Hafnarvígin snertir og fleiri varnaráð, og kalla það auð- sætt, að andvígið varði þjóðverja og enga aðra, og að Danir hyggi til sambands við fjendur þýzkalands. Minnzt á, hvað Danir eða stjórn þeirra leggi hjer á hættu, í stað hins, að leita samkomulags við Norð- menn og Svía um að sitja hjá öllum ófriði og snúa þar bökum saman, er á yrði leitað. Svíaríki. Kosningarnar gengu svo toll- frelsisyinum í vil, að þeir hafa um 60 atkvæði yfir hina fram í neðri deildinni, og þá nokk- urra atkvæða yfirburði, ef til deildasamgöngu kæmi (sameinaðs þings). England. Englendingar eru hvervetna glöggvir um gagn sitt, og það reyndist í samningunum við þjóðverja og Portúgals- menn um landaráð í Afríku, og hið sama kom fram við ítali fyrir skömmu. þeir vildu koma sjer saman við Englendinga um merkjalínu landnáms síns upp frá Massófú og Rauðahafsströnd, og sögðust vilja hafa þann bæ eða kastala á sínu valdi, er Kass- ala heitir — miðsvæðis milli Nílár og strandar. »Guðvelkomið«, sögðu Englendingar; »en skyldu nú Súdanslönd bera aptur Egiptum í hendur, þá verður bærinn þeim að fylgja«. Yið þetta sló öllu í þögn, en sagt, að ítalir muni þó vekja til máls á ný um samningana. -— Annars er sagt, að ríki falsspámannsins sje að leysast sundur, en allir vita, að drott- invald Englendinga fylgir þar Egiptum, sem ríki þeirra færist aptur suður á bóginn í Afríku. Fyrir skömmu var einn af Gladstoningum kosinn í autt þingsæti eptir mann af Torý- liði. Aðalumtalsefni blaðanna lengi þing- málafundir þingskörunganna um allt ríkið, en hæst hefir bergmálið látið af ræðum Gladstones gamla í Edinborg og víðar. Höfuðefnið sjálfsforræði Ira, sem hann kallar höfuðmál ríkisins, er hljóti að bera sigur úr býtum. Flest blöð á meginlandinu taka svo á afstöðu málanna á Englandi, að Gladston- ingar eigi sjer sigurinn vísan við næstu kosn- ingar. þeirra mun nú vart lengi að bíða. Þýzkaland. Seinast í september hjelt Vilhjálmur keisari hernaðarleika í Slesíu í viðurvist Franz Jósefs keisara og Saxakon- ungs, og báru blöðin margt af fóstbræðra- legum viðurmælum keisaranna, en í byrjun októbermán. gisti þýzki keisarinn tignarbróður sinn í Vínarborg vikutíma í blíðu og við- hafnarríku yfirlæti. Allt slíkt er vel fallið til að efla traustið til þrenningar-sambands- ins, friðarvarðarins í álfu vorri. Til storkunar við granna sína (Austurríki) komast sum blöð Rússa svo að orði : »bandalagið óyggj- andi, og þýzkaland ræður hjer mestu, en það vill gera Rússum svo til hæfis á Balk- ansskaga, sem lengst má fara. jþað heldur Austurrfki í taug og það þorir ekki að koma sjer svo við þar eystra, sem sumir þegnar keisarans (Ungverjar) óska. Með öðrum orð- um : friðurinn — og hans óska sjer allir — er það ástand óhaggað, sem nú nýtur við í Balkanslöndunumm. Hitt auðvitað, að þeim þykir engu haggað, þó þjóðverjar leyfðu Rússum að færa sig eylítið upp á skaptið. Hinn 1. október liðu sósíalistalögin undir lok, og var þá glatt á hjalla í Berlín, sem nærri má geta, og nú eru þangað margir aptur komnir til bólfestu, sem út hefir verið vísað. Bismarck og hans fylgismeijn spá ööld og herfilegum afdrifum. Sósíalistar hrósa hjer miklum sigri, en forustumenn þeirra minna líka á án afláts, að fara með hann sem varlegast og forðast alla svæsni, þvl það muni þó sízt góðu gegna að gera keisarann sier móthverfan; það hafi á Bismarck sannast. Höfuðblað þeirra er »Berliner Volksblatt« og ritstjóri þess Lieb- knecht. Hann er einn af höfuðskörungum sósíalista og hefir opt átt hörðu að sæta, t. d. landflótta og kastalavarðhaldi (1872—74). A fund þeirra í Halle í miðjum okt. komu um 900 fulltrúa, en þar rætt og samþykkt- argreinir gerðar um nýja skipun fjelagsins og tiltækilegustu ráð og reglur, og hafði það allt hófsbrag, sem á var fallizt. Eitt var það, að flytja fortölur sósíalista og kenningar út til bændafólksins. En með því, að ræð- urnar tóku til þeirra, sem hjer gæta helzt hjarða, þá varð um að ræða, hvernig sósíal- istar skyldu horfa við kirkju og trú. Niður- staðan varð hjer um bil sú, að láta kirkjuna liggja í þagnargildi, en hvern einstakan trúa því, er hann lysti. Minnzt var á, hverjar ófarir Bismarck sjálfur hefði farið fyrir ka- þólska hernum. Liebknecht talaði langt er- indi um uppfræðing og vísindi og um afl þeirra og sigursæli. Við trúna á vísindin yrðu menn að láta sjer hlíta í þolinmæði, án þess að misbjóða hugsunarfrelsi manna og tilfinningum. Hinn 27. f. m. varð Moltke hershöfðingi nfræður að aldri. Keisarinn bauð honum til

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.