Ísafold - 26.11.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.11.1890, Blaðsíða 2
378 hátíðar í Berlín, og átti skörungurinn hjer forkunnarfögnuði að mæta, jafnt af hálfu keisarans og fólksins. Keisarinn flutti hon- um sjálfur í broddi foringjafylkingar þakkar- ávarp og heillaóskir, en 1 salnum var skotið upp þeim varðliðsfánum keisarans, sem born- ir hafa verið til sigurs í mörgum orustum undir forustu Moltkes. Gjöf keisarans var nýr marskálkssproti, dýrustu gimsteinum prýddur. Bismarck kom ekki til hátíðarinnar en sendi vini sínum heillaóskir í hraðfrjett- arboði. Ymist um talað, en sum blöð sögðu að Bismarck hefði kennt lasleika þá daga. Frakkland. Hjeðan ekkert nýlundulegt að segja, því það er ekki nýtt, þó orð sje á haft, hversu dekurslega þeir láta hvorir við aðra, Frakkar og Bússar, þegar svo ber und- ir. Byrir skömmu giptist dóttir Mohrenheims senfliherra Bússa í París (áður í Khöfn) frönskum fyrirliða, og var það gert að miklu fagnaðarefni lýðs og blaða. Sum þeirra kom- ust svo að orði, að hjer hefði gefið að lfta samvígslu Prakklands og Bússlands. Hvað undir öllu býr er bágt að vita fyr en fram líður, en einu hafa menn tekið eptir: að sjaldan hefir verið meiri stillingarblær á stjórn- arfari Frakka en nú, hvort sem litið er eptir á þingi eða utanþings. En á fullráðið sam- band við Bússa vilja þó fæstir trúa. SvÍSS. Enn er ekki allt í rjettum stell- ingum í Ticino (Tessin), og stundum hefir legið við friðspellum, t. d. þá, er sambands- stjórnin bauð hinum fyrri ráðherrum að setj- ast í sæti sín fyrst um sinn. Víða brytt á óeiru höfuðflokkanna, frelsisvina og klerka- liða (t. d. í Freiburg). Italía. Nýjar kosningar fara nú í hönd f seinni hluta þ. m., en Crispi hefir haft heldur en ekki á spöðunum með ræðufundi í ýmsum borgum, og brýnt það fyrir fólkinu, hvert h&mingjubragð þá var fundið, er Italíu var komið í bandalag við fýzkaland og Aust- urríki. A öllu mun þurfa að halda við kosn- ingarnar, því þeirri trú sem hann prjedikar kasta nú fleiri og fleiri, og þeir einkum, sem líta á, í hvert vandræðaástand fjárhagur Ítalíu nú er kominn, en um það er vígbún- aðinum mest að kenna. Til nýs ráðasamburðar hafa þeir Crispi og Caprivi mælt sjer mót í Mílanó þessa daga (6.—9. þ. m.). Portúgal- Samningurinn við Englend- inga um Zambeselöndin o. fl., er að svo miklu leyti enn ósopið kál, að þingið hefir ekki viljað á hann fallast. — Sá maður, Chry- sostomo að nafni, sem loks tókst að skipa ráðaneytið, er af þjóðvinaliði, og verður að tala heldur borginmannlega á þinginu. Lík- legt þó talið, að hann láti sendiboðann í Lundúnum ná í einhverja tilhliðrun af Salis- burys hálfu, svo að til fulls gangi saman. Grikkland. Kosningunum lauk svo, að Trikupis varð að víkja úr sæti fyrir Delyannis. Sumir spá að hann verði ógætnari en hinn gagnvart Tyrkjanum, sem reyndist fyrir nokkr- um árum. Nýlega hefir Delyannis tekiðþessu fjarri. Hann segir sem hinn, að Grikkir eigi enn til mikils að telja hjá Tyrkjanum eptir þjóðerniskröfum, og þeir verði að vera reiðu- búnir til að sækja mál sitt með vopnum, hvenær sem kallið kemur og færi gefur. Frá Ameríku- Tollalögin eru eitt af því, sem samveldismeDn (repúblíkana) og sjer- veldismenn (demókratra) greinir á um. Sann- veldismenn hafa hlaðið svo miklum fjebirgð- um saman í fjárhirzlu ríkisins, að stundum hefir þótt vant að vita, hvað við þær dyngj- ur skyldi gera, og þó spöruðu þeir sízt að auðga sig og sína á þeim gnægtum með öllu móti. Hinir hafa viljað hleypa tollunum niður, og Cleveland barst þetta fyrir um leið og hann lagði hömlur á fjárdráttarbrögð em- bættismannanna. Hjer stakk aptur í stúf, er þeir Harrison og Blaine komu til vald- anna. I byrjun októbers urðu þau nýmæli að lögum, sem Mac-Kinleyslög eru kölluð, eptir höfundi þeirra frá Ohio og framsögu- manni. þessi lög auka stórum á tolla á öll- um aðfluttum varningi, og verða að fullu flutningsbanni fyrir margt frá vorri álfu. A slíku hart tekið, sem vita mátti, í flestum blöðum Evrópulanda, og Gladstone sagði svo í einni ræðu sinni, að þetta van- hyggjuráð hlyti að bitna á þeim sjálf- um þar vestra. Hefði hann hugsað að eins um samveldismenn, þá hefir spá hans átt sjer skamman aldur. I fyrra dag biðu samveldismenn fullan ósigur við kosningarn- ar til fulltrúadeildarinnar í Washington og við landstjórakosningarnar. Hversu mikinn atkvæðaafla eða yfirburði þeir hafa á því þingi, sem byrjar í vor 4. marz, verða seinni frjettir að greina. Forseti Bandaríkjanna situr enn á veldisstóli 2 ár, en enginn efast nú um, að einhver skörungur af hinna flokki taki við af honum. þau eru enn nýbrigðatíðindi frá Ameríku, að yfirhirðir Mormóna hefir óhelgað fjölkvæni eptirleiðis, og við það fá Mormónar þegnlegt jafnrjetti við aðra ríkisþegna Bandaríkjanna. Japan- þar er til löggjafarþings kosið, hins fyrsta í sögu Asíuþjóða. þriðji partur þingmanna er stjórninni móthverfur, og með- al flokkanna þeir, sem íöðrum löndum mundu nefndir þjóðernismenn eða þjóðvinir, og vilja stemma stigu fyrir ráðríki ixtlendra ríkja og aðkominna manna. Milli íslands og Englands, — milli Englands og Ameríku Dálítil ádrepa um íslenzkar gufustcipsferðir. |>að hefir sannarlega verið ritað svo mikið um vesalings-»Thyru« í Bvíkurblöðunum, að fáa mun fýsa að heyra meira henni viðvíkj- andi. En þó langar mig til að láta líka í ljós skoðun mína um það mál, af því jeg hef bæði verið farþegi á mörgum gufuskipum og átt talsverð viðskipti við ýms gufuskipa- fjelög. Jeg get ekki annað en verið samdóma þeim ritgjörðum, sem f blöðunum hafa birzt, um það, að »Thyra« sje að flestu leyti óhæf sem strandferðaskip hjer við land. En hvernig skip eiguin vjer þá að fá? Jeg held með svipuðum farþegarúmum sem á fólksflutningsskipum þeim, er fara á milli Bretlands og Bandaríkjanna. A þeim eru þrjú farþegarúm, 1., 2. og 3. káeta. »Dekks- pláss«, eins og selt er á »Laura« og »Thyra«, ætti ekki að vera til, með þvl að veðráttan hjer við land er svo köld og hráslagafull, að heilsu manna er misboðið með því að eiga að liggja eða standa á þiljum uppi á næturþeli. Fyrsta farþegarúmi sleppi jeg að svo- stöddu. En svo kemur annað farþegarúm — vel að merkja á »Thyra«. þetta farþegarúm er að flestu leyti svo laklega útbúið, sem verða má að mínu áliti, og jeg er sannfærður um, að bæði skipstjórinn og stjórn gufuskipafjelags- ins viðurkenna þetta fyllilega. |>essi önnur káeta, sem svo er kölluð, er í stafni skipsins, þar sem sjógangsins gætir svo mjög, að í vondu veðri eru menn þar engu betur farnir en fangar, þar eð ómögulegt er að komast upp úr holu þessari vegna holskeflanna, sem dembast yfir þessi smávöxnu skip framanverð. Að innan er káeta þessi svo þröng, svo dimm, svo loptlítil og opt svo óþrifaleg, að eigi er við unandi. |>jónustusveinninn sjest að eins með höppum og glöppum, því að hann hefir nóg að vinna að stjana undir þjónustuhjúin í fyrstu káetu ; önnur káeta er hjer um bil aukaverk hans. Brytinn eyðir ekki of miklu fje til þess, að halda skutilsveina; hann hugsar máske, eins og gjörist, meir um sinn hag en um góða líðan náungans. |>á sný jeg mjer að þriðja farþegarúmi. |>að þarf að vera ódýrt, og getur því eigi orðið gott, en mikill munur gæti verið á því og »dekkplássi«. þ>að ættu að vera glugg- ar á endilöngum hliðum skipanna með járn- hlerum fyrir iunan; þá mætti nota meira eða minna rúm af lestinni — eptir þörfurn — fyrir 3. pláss farþega. Enn fremur þarf slíkt pláss að hafa góðan utnbúning til lopt- breytinga (vera vel «ventilerað»). Timburmaður skipsins getur slegið upp borðafletum, er menn geta legið í með því að hafa hálm eða hey á fletbotninum. jpegar þetta pláss væri eigi notað fyrir menn, mætti kippa fletunum nið- ur og loka járnhlerunum fyrir gluggunum, svo kassar og annað skran gæti eigi brotið gluggana. Menn eru sfkvartandi út af farangurs- skemmdum eða farangurstapi. En þetta er þeim opt og einatt sjálfum að kenna: ónýtar umbúðir, lausir og ónýtir merkiseðlar o. s. frv. |>að ætti hver heilvita maður að skilja, að mikill þungi getur lagzt á það góz, sem undir er í lest, og svo bætist hreifing skipsins við þyngslin; en eitthvað af gózinu verður að vera undir, og sjeu umbúðir ónýt- ar, eru afleiðingarnar auðsæjar. Skipsmenn verða eigi sakaðir um slíkt. það, sem þó er allra-öfugast við þennan gózflutning, er það, að menn flytja skyr- tunnur, smjörbelgi, hvalsþvesti^ o. þ. h. sem »passagergods«! I öðrum löndum liðist éng- um slíkt, því »passagergods« er föt manns og þar tilheyrandi daglegar smánauðsynjar, og annað eigi. Hitt á að sendast fyrir borg- un, sem aðrar vörur, i lestinni. En hvernig getur sá, er hefir keypt sjálfum sjer far á þilfari og tekið með sjer t. d. skyrbelg, ætl- azt til, að belgurinn verði rjetthærri en sjálfur eigandinn? Ætli belgurinn fái ekki líka að vera á þiljum uppi? Auðvitað. Svo kemur kafaldsstormur svo mikill, að sjór gengur yfir allt skipið. Hver á þá að passa þessa ýmsu belgi, poka og kassa, sem á dekk- inu eru? Ekki get jeg skilið, að það sje skylda skipstjóra, þegar góz þetta er flutt borgunarlaust. Erlendis yrði það eigi hans skylda. Flutningsgjald á varningi farþega ætti að vera fremur lágt og ætti að vera í lestinni; með góðum umbúðum og merkjum mundi honum óhætt, og kvörtununum fækka.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.