Ísafold - 26.11.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.11.1890, Blaðsíða 3
379 Fargjald með þessum dönsku og ensku skipum, er sigla til íslands, er mjög hátt, í samanburði við það, sem á sjer stað með hinum miklu Atlanzhafsskipum. Frá Glasgow til New-York, sem er um 3000 enskar mílur, kostar far og fæði með 170 kr., sama sem ð kr. 66 a. hverjar 100 mílur enskar. En frá Rvík til Granton, sem er um 800 enskar raílur, kostar farið í 1. káetu 90 kr. og fæði í 7—8 daga á 4 kr. um 30 kr., eða alls 120 kr., sama sem 15 kr. hverjar 100 enskar mílur. A 2. káetu frá Glasgow til New-York kostar far með fæði 108 kr., frá Rvík til Granton far með fæði um 86 kr. Ferðalagið frá Rvík til Skotlands getur opt kostað mann miklu meira, þegar skipið tefst, þar sem fæðispeningar eru tekn- ir fyrir dag hvern, líkt og á veitingaskálum. A þessum Atlanzhafsskipum er fæði og all- ur aðbúnaður svo stórum mun betri en á skozku og dönsku skipunum, að því verður alls eigi jafnað sarnan. þar fylgír fæði með í kaupinu, þegar maður kaupir farseðil, svo ferðin verður eigi dýrari, þó skipin tefjist, sem sjaldan ber til, en margir hjerlendir vita, hvað færeyzku illviðrin hafa kostað þá, er skipin hafa orðið að liggja marga daga veð- urteppt. Vegna þessa mikla mismunar á að- búnaði og viðurværi væri öllu rjettara að bera saman 1. káetu á dönsku og skozku skipunum, sem hingað ganga, við 2. káetu á Atlanzhafsskipunum. Verður þá niðurstaðan sú, að með sama viðurgjörningi ferðast maður fyrir 3 kr. 60 a. hverjar 100 enskarmílur áAt- lanzhafi, en fyrir 15kr. hverjar 100 mílur enskar millí íslands og Skotlands. Og ekki þarf að hæla Slimon fyrir framför eða umbætur í þessu efni, því auk þess að binda sig sama fargjaldi og dönsku gufuskipin hefir hann sýnt þann höfðingsskap, að skrúfa fæðið upp í 6 kr. nærri því (6/6) á dag, í stað 4 kr. á dönsku skipunum, til þess að ekki skuli hallast á þó að þau sjeu 2—3 dögum lengur á ferðinni vegna tafar á Færeyjum! Sama er hlutfallið hvað vöruflutning snert- ir. Yfir Atlanzhaf er flutningsgjald á hverju teningsfeti 90 a., sama sem 3 a. hverjar 100 mílur enskar, en milli Reykjavíkar og Gran- ton 67^- a. teningsfetið, sama sem 8$ a. hverjar 100 mílur enskar. Með öðrum orðum: þre- falt dýrara að koma vörum með gufuskipum milli íslands og Skotlands, heldur en milli Englands og Ameríku. Jeg hefi átt nokkur viðskipti við danska gufuskipafjelagið og skipstjóra þess, þáser hingað sigla, og hefir það og þeir æfinlega brugðizt vel við sanngjörnum og rökstuddum kröfum mínum, og trúi jeg því naumast, að ekki megi með lagi fá töluverðu hrundið í lag af því, er nú er mest ábótavant; en það nudd, slettur og brigzl til skipstjóranna, er opt hefir brytt á, gjöri fremur að skaprauna þeim og spillir fremur en bætir fyrir málefn- inu, og er þeim til lítils sóma, er svo skrifa. Að endingu: Islendingar kunna naumast að ferðast nema á hestbaki; þeir sjá þá vel, ef eitthvað fer aflaga, og eru fljótir að taka í bagga, gjöra við móttök o. s. frv. En eimur- inn á enn ekki vel við þá, og að ferðast með eimskipum er þeim enn fremur ólagið. Seinna læra þeir það, og má ske jafnvel að stjórna þeim. Reykjavík, 2B. nóv. 1890. S. G Póstskipið Laura (Christiansen) kom hingað 23. þ. m. um kvöldið. Með því kom frá Khöfn fröken Vilhelmina Oddsdóttir (á Stað í Grindavík) af heimilisiðnaðarskóla í Svíþjóð, og bakari (Bagge) til Eyrarbakka; en frá Ameríku Ingvar Friðriksson beykir (frá Eyrarbakka) með konu sinni og tveir Islend- ingar aðrir. Aflabrögð. Hjer aflaðist vel í gær, af vænni ýsu helzt. Fiskur er fyrir og afli væri góður hjer við Faxaflóa ef betur gæfi á sjóinn. 1 Fiskisamþykktarfundurinn í Hafn- arfirði í dag. Telefónfrjett kl. 2: »Fundur nýlega byrjaður. Akaflega fjölsóttur. Krökt af fólki i dag fyrir fund um allan fjörðinn (Hafnarfjörð) úti og inni. Af Strönd og úr Njarðvíkum maður frá hverju heimili hjer um bil, og sumum fleiri en einn. Kapp og áhugi mikill á báðar hliðar, fylgismanna nýrra samþykkta, og hinna, sem móti standa. Tal- ið víst samt, að löglegur rneiri hluti (f) fáist fyrir samþykktarfrumvörpunum« (eins og þau eru í Isaf. 22. þ. m.). Mannalát. «Hinn 26. október síðastlið- inn andaðist að heimili sínu Glæsibæ í Skagafirði frú Sigríður Jóhannesdóttir. Hún var fædd 23. janúar 18ðl í Kristnesi í Eyja- firði. Hinn 31. júlí 1879 giptist hún manni sínum, Árna hjeraðslækni Jónssyni. — Attu þau hjón saman 4 börn; af þeim lifa 2, en 2 eru dáin. Frú Sigríður sáluga var góð kona og gáfuð, en jafnan var liún mjög heilsu- laus, og gat því ei notið hæfilegleika sinna eins og ella. Hún var kona vinsæl, virt og elskuð bæði af heimili og á. Er hennar því saknað af öllum, er hana þekktu, sem einu- ar meðal hinna merkustu og beztu kvenna þessa hjeraðs. Fjölsótt jarðarför hennar fór fram á Reynistað hinn 10. nóvember». Úr Húnavatnssýslu skrifað 16. þ. m.: «Ný- lega (5. þ. m.) drukknaði Sigurður Jónsson, merkur bóndi í Hindisvík á Vatnsnesi, á leið heim til sín frá Blönduósi, og með honum einn ungur maður og duglegur, Guðmundur Eiríkssou á Valdalæk. iþeir voru 2 á bát. Sigurður var orðlagður sjómaður, enda þrek- maður mesti. Hann mun hafa verið nálægt sjötugu». Bjargráðamál. Herra F. A. Walker, doktor í guðfræði og prestur í London, sem tvö hin síðustu sum- ur hefur ferðazt með strandferðarskipunum hjer við land og tvisvar embættað í dóm- kirkjunni í Reykjvík, hefur skýrt »The Mission to Deep Sea Fishermen« frá bjargráðastarfa mínum og hvatt fjelagið til að styrkja við- leitni mína, hefur komið því til leiðar, að fjelag þetta, sem vinnur til eflingar og fram- fara sjómönnum bæði í andlegum og líkam- legum bjargráðum, hefur með brjefi frá 22. sept. þ. á. veitt mjer og sent mjer nú með »Lauru« ýmsan ullarfatnað og rit, til hagsmuna þeim sjómönnum, sem framfarir vilja þýðast. þar sem jeg nú fyrir fyrsta (1.) desember þ. á. á von á skýrslum frá Bjargráðanefnd- unum, mun jeg útbýta fatnaði þessum »að verðleikum«, eða sem þóknun (premíu) fyrir viðleitni þeirra að starfa að bjargráðum. Skrá yfir Bjargráðanefndir í Vesturamtinu og Norður- og Austuramtinu kemur í næsta blaði »Isafoldar«. Reykjavík 25. nóv. 1890, 0. V. Gíslason. Leiðarvisir ísafoldar. 588. Jeg er lausamaður og leita mjer atvinnu að sumrinu hvar sem bezt gengur, en geng í skóla að vetrinum í þrjú ár. lír heimilt að leggja á mig fátækraútsvar þar (í þeim hreppi), sem jeg skrifa mig til hcimilis, þau ár, sem jegstunda skólanám ? Sv.: Nei, ekki nema spyrjandi hafi fast aðsetur í þeim hreppi ekki skemur en 4 mánuði af árinu (lög »/, 1889). 589. Jeg er ráðinn ársmaður hjá búnaðarfjelagi. Br eg ekki beinlínis vinnumaður fjelagsins, þó eg fyrir utan árskaup mitt fái þá peninga, sem veitt- ir eru af opinbsru fje þessari sveit fyrir barna- kennslu. Og er jeg þá ekki undanþeginn hrexjpa- vegagjaldi ? Sv.: Jú, ef spyrjandi er búlaus. 590. Jeg hefi fyrir bón landsdrottna tekið part úr jörð til afnota, án þess að hafa þar hús, fólk eða fjenað. Er eg skyldur að borga af þeirri ábúð lögskipaðar tíundir ? Sv : Nei. Spyrjandi er eigi rjettnefndur „leigu- liði“ (lög 12. jan. 1884, 24. gr.) 591. Eiga foreldrar ekki jafnan heimting ,á, að sóknarprestur þeirra staðfesti börn þeirra í þeirra eigin sóknarkirkju ? Sv.: Nei, engin lög fyrir því; prestum að eins leyft að gjöra það (kgsbr. 29/6 1744). 592. Eru sóknarmenn skyldir að aðvara prest sinn degi áður en þeir eru til sakramentis, eða hefir presturinn vald til að vísa monnum frá sakra- menti í það sinn, ef hann veit það ekki fyr en hanu ætlar út í kirkjuna? Sv.: Jú, lög eru fyrir því (tilsk. 27. maí 1746 — láta prest vita „nokkru áður“, svo hann geti tal- að við þá einslega, ef honum þurfa þykir). 593. Hvort hefir faðir eður móðir að óskilgetnu barui meiri rjett til að ráða samastað þess, ef sitt lýst hvoru, og faðirinn leggur með þvi að 2/s, en móðirin 'jft Sv.: Móðirin, hún ræður ein og það meira að segja þó að hún leggi alls ekkert með barninu, en laðirinn að öllu leyti. 594. Getur sá, sem á að taka inn meðlag með sveitarómaga, ekki heimtað, að meðlagið sje látið með því verði, sem er á hverju fyrir sig i verð- lagsskránni? Sv.: Jú. Proclama. Hiermeð er samkvæmt lögum 12. aprll 1878 og opmc brjefi 4. jan. 1861 skorað a alla þd, er telja til skuldar i dánarbúi húskonu Guðrúnar Guðlaugsdóttir frá Hringveri á Tjörnesi, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir undirskrifuð- um skiftaráðanda áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu (þriðju) birlingu þess- arar auglýsingar. jafnframt er skorað á erfingja nefndr- ar Guðrúnar að gefa sig fram og sanna erfðarjett sinn. Skrifstofu þingeyarsýslu 22. oktbr. 1890. B. Sveinsson- Proclama. Hjermeð er samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjef 4. janúar 1861 skor- að á alla þá, er telja til skuldar i dánar- búi ekkjumanns Halldórs Sigurðssonar frá Bakka á Tjörnesi, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir undirrituðum skiftaráð- anda áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu (.priðju) birtingu þessarar auglýs- ingar. fafnframt er skorað á erfíngja nefnds

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.