Ísafold


Ísafold - 29.11.1890, Qupperneq 1

Ísafold - 29.11.1890, Qupperneq 1
Kenrnr út 4 miðvikudögum og. laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlímánuð ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. i Austurstræti 8. XVII 96 Reykjavík, laugardaginn 29. nðv. 1890 í>ilskipa-útgerð. Eptir Edílon Grímsson, skipstjðra. II. Eins og eg hef sagt hefir verðlaunamað- ur ...... kr. 220,50 sá sem er ráðinn fyrir kaup mið- að við sama afla . . . — 228,00 en hálfdrættingurinn sem fæðir sig sjálfur að öllu nema miðdags- mat ..... — 224,00 J>á er að bera þetta kaup fiskimanna sam- an við það, að hann hefði róið á opnum bát báðar vertíðir og sótt kaupavinnu um slátinn. |>að mun mega telja. góðan meðalafla á sexmannafar, að 1 hlutur yfir báðar vertið- ir, vetur og vor, verði að vigt 4£ skpd. Jeg ætla nú samt að gjöra hann það : 3 skpd. saltfisk nr. 1 á 50,00 . kr. 150,00 1 — smáfisk 40,00 . . . — 40,00 | — ýsu 30,00 . • • — 15.00 Samtals kr. 205,ÖÖ Kostnaður sem á þetta leggst er: salt í aflann 4 kr. skpd. kr. 18,00 fæði báðar vertíðir . — 52,50 netakostnaður o. fl. . — 30.00 — 100,50 Afgangur kr. 104,50 Verkun sleppi eg. Hana ætla jeg raski af uflanum að borga, þ. e. hausum og lifur. Svo kemur sumarkaupið, sem jeg gjöri 2 kr. á dag, í 2 mánuði. Verður það að frá- dregnum ferðakostnaði kr. 86. Agóðinn verð- ur þá kr. 190,50, eða 30 kr. minna en að hafa verið háseti á þilskipi. Af þessum einfalda samanburði á afla þil- skipa og báta geta allir sjeð, að fullt eins arðsamt er fyrir góða fiskimenn að vera á þilskipi eins og að róa á opnum bátum. Jeg skal að vísu játa, að þessi reikningur minn er nokkuð byggður á ágizkan, einkum hvað báta-aflann snertir. En jeg er helzt hræddur um, að jeg reikni hann of hátt. Að kunnugra og reyndra manna áliti er það talin góð vetrarvertíð, ef hlutur á sexmannafar er 3 skpd., og þá er.vel yfir að láta, ef vorver- tíðarhlutur nær 1\ skpd. að jafnaði. Væri svo að jeg hefði reiknað þetta fullhátt, geta allir sjeð, að jeg hef ekki viljað halla máli bátanna. þá verður munurinn samt enn meiri, hvað arðsamara er að vera á þilskipi. það eru líka mörg þilskip nú orðið, sem afla meira en jeg hef hjer gjört ráð fyrir, og góðir fiskimenn á þilskipi draga mikið meira en 3000, opt 4—5000 þúsund. Til frekari sönnunar því, að þilskipaútgjörð- in sje arðsamari en bátaútgjörð, vil jeg laus- lega taka til samanburðar þilskipaútveg kaupm. G. Zoéga, sem öllum fremur hefir sýnt og sýnir dugnað og framtakssemi í hon- um. Nú hefir hann 6 þilskip. A þeim hafa atvinnu hálft árið Ö0 manns. Gjörum svo afla hvers eins og áður 160 skpd. það verða samtals 960 skpd, sem gjörir með helming af trosfiski 45,240 kr.; og verður þetta 12,900 kr. meira en sami mannafli hefði getað aflað á báta og á því að vera í kaupavinnu að auki 2 mánuði um sláttinn. Er þó mun- urinn í raun rjettri mikið meiri; því aðgæt- andi er, að þilskipaaflinn er allur dreginn úr sjónum, en nokkuð af hinu, þ. e. sumarkaup mannanna á landi, eru peningar, sem eru að eitis fluttir til í landitiu; því til að fá sama afla og þilskipin þyrftu 27 sex-manna- för með 162 mönnum báðar vertíðir. Ennfremur má taka fram tii gildis þilskipa- útgjörðinni þá miklu atvinnu, sem meðfram er á landi fram yfir bátana; við getum sjeð, að af þessum skipum kaupmanns G. Zoéga með þeim afla setn jeg hefi gjört, þ. e. 950 skpd, eru verkunarlaun af aflanum 3 kr. skpd. 2,850 kr., sem fátækt og atvinnulítið fólk á landinu nýtur. Jeg þykist þá hafa sýnt og sannað, að þil- ekipaútgjörðin sje þess verð, að menn fari að leggja sem mest kapp á að fjölga þilskipum til þorskveiða. Jeg get líka bent mönnum á, að þeir sem mest hafa lagt kapp á að eignast þilskip nú í seinni tíð, eru einmitt kaupmenn. þetta getur maður varla ætlað að þeir gjörðu, ef það væri skaði. það er þó almanna rómur, að sú stjett vilji sjá sinn hag. Yilji menn nú líta á sjávarútveginn í heild sinni, einkum sunnanlands, þá vona jeg að engum blandist hugur um, að hið stærsta spor, sem stigið yrði honurn til framfara, er einmitt að reka sem mest þilskipaútgjörð. Meðan ekki fjölgar betur þilskipum við Faxa- flóa er það víst, að sjávarútvegur þar á sjer éngra verulegra framfara von. það er allt af verið að höggva í sama farið, sultur og seyra annað árið þegar aflinn brestur á bátana, og aflaleysisárin eru allt af að koma og tala til manna að eiga þilskip, svo hægt sje að sækja aflann þar sem hann er að finna. J>ví hinn fyrsti og stærsti kostur þilskipanna er, að á þeim má bera sig eptir aflanum hvar við land sem hann er, og allt af er fiskur einhversstaðar kringum íslands strendur. Á þilskipum er öll aðbúð betri og notalegri en í verbúðum, hættan mikið minni en á opnum bátum og atvinna meiri og arðsamari. Eitt, sem talið hefir verið að stæði þil- skipaútgjörð fyrir framför, er, að svo fátt væri um hæfilega skipstjóra á þau. Á þessu verð- ur nú bót fengin að vonandi er. Nú höfum við fengið sjófræðiskennslu í landinu, og marg- ir ungir og efnilegir menn, sem farnir eru að hafa hug á að nema siglingafræði, svo þess verður víst ekki langt að bíða, að fremur vanti skip en hæfilega formenn. J>að er annars engan veginn svo lítið, sem sjómennska á þilskipum hefir kippt áfram hin sfðari árin. Menn hafa fengið furðu mikla verklega þekking og æfing í ýmsu, sem að sjómennsku á þilskipum lýtur. Mönnum hefir lærzt að fiska á dýpri miðum en áður, og mörg af innlendum fiskiskipum fylgjast nú orðið með Frökkum bæði djúpt og grunnt og afla að tiltölu við mannafla, sem á skip- unum er, allt eins vel eins og Frakkar og aðr- ir útlendingar. Ísíirzka kempan. í 29. blaði «J>jóðviljans» frá 16. sept. í haust rís hinn óþekti ritstjóri upp á móti mjer með dálitlu sprikli og sporðaköstum, útaf fáeinum athugasemdum frá mjer í «J>jóð- ólfi» um þingmannsefni eitt ísfirzkt og ferðalag þess um Eyjafjarðarsýslu í sumar. «J>jóðviljinn» hafði áður flutt mönnum allfjörugt skrifaða frásögu af ferðum mínum um Dalasýslu, þeg- ar jeg kom þar hvergi nálægt, en sat um kyrt í Reykjavík, —nvort sera ritstjóraun hefur þá verið að dreyma einhvern fagran draum eða hann hefur sjeð ofsjónir í vökunni, eins og sumum þessum nýgræðingum, er þykjast miklir en eru ekki, hættir svo mjög til nú í seinni tíð. I vandræðum sínum verður nú rítstjórinn að grípa til þess að rangfæra orð mín. J>að eru líka einatt úrræðin fyrir sumum þessum ritgörmum, að reyna að láta líta svo út, sem andmælendur þeirra segi allt annað en það, sem þeir hafa sagt, því ef orðin eru tilfærð rjett, geta þeir ekkerc sagt á móti. En— einhvern veginn verða bjálfar að bjarga sjer; ritstjórinn hefur það t. d. eptir mjer, að jeg álíti þar mestu óhæfu (»það hafi vakið mína vandlætingasemi«), »að sýslumaður Skúli Thor- oddsen«—ekki að gleyma tignarnafninu— »skyldi eiga undirbúningsfundi með eyfirzk- um kjósendum«; en hins er gætt, að minnast ekki á ummæli mín um aðferðina í veiðiför þingmannsefnisins, hversu sannleikanum var umsnúið, eins og t. d. nú er einnig gjört í tjeðri grein »J>jóðviljans« til míu, hversu reynt var að gjöra hvítt svart og svart hvítt, og þá jafnframt ekki sparað flaðrið og fleðulætin, til að koma sjer í mjúkinn hjá mönnum, og fleira þessu líkt. Og svo hefur ritstjórinn ekki önnur ráð en að vekja upp föður Skúla sýslumanns, til þess að hjálpa sjer til að glíma við þessa rangfærslu-drauga sína, tekur svo á því, er hann hefur til, og ryður fram vísunni um hann Sólskjöld heit- inn, er hann svaf og dreyrudi í fjósinu, þann- ig hljóðandi: Sólskjöldur, Sólskjöldur minn ó! Sólskjöldur, mildasti herra, o. s. frv. Hvort vísa þessi sje heppileg til að kveða niður drauga, skal jeg láta ósagt, en hitt er ekki nema náttúrlegt, þó ritstjóra »J>jóðvilj- ans« verði jafnvel ósjálfrátt af munni einhver ljóð um Sólskjöld gamla, því tunguni er tam- ast, hvað hjartanu er næst, og það er kunn- ugra en frá þurfi að segja, að herra Sólskjöld heitinn er í einu og öllu fyrirmynd ritstjór- ans, og líkist hann honum vitandi eða óaf- vitandi, svo að þar er varla nokkur munur á. Hverjum liggur t. d. ekki í augum uppi, sem nokkuð þekkir til »J>jóðviljans«, hversu ritstjórann dreymir, og það ekki í eitt sinn heldur sí og æ, að hann sje einhver stórvægi- legur stórgripur, sem allir hljóti að knjekrjúpa fyrir, að hann sje sá sem öllu ráði með veldisprotann á lopti í hægri hendi, hinn sættmalandi unga sinn, þennan þrifalega »þjóðvilja«, ennfremur að hann höggvi niður

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.