Ísafold - 29.11.1890, Blaðsíða 4

Ísafold - 29.11.1890, Blaðsíða 4
384 fram að færa, skyldur að annast það einn, ef móð- irin er dáin ? Sv.: Jú. 598. Nú hefir þessi sami maður móður sína að annast, hvoit er honum þá skyldara að fram færa hana eða barnið, ef hann ekki getur staðið straum af hvorutveggja ? Sv.: Honum er óskyldara að frara færa móður sína (eptir skilningi lagamanna á 4. gr. í reglugj. */, 1834). 599. Hversu mikill hiti á að vera í barnaskólum, á meðan að börnin eru í skólanum ? Sv.: Svo mikill, að kuldi bagi ekki nám þeirra og heilsu þeirra sje borgið. 600. Hafa handverksmenn leyfi til að láta lær- linga sína vera ótakmarkað langan tíma við vinnu, ef til vill langt fram á nótt? Sv.:ííei, ekki að jafnaði—fráleitt lengur en venju- legan vinnutíma fullorðinna sveina. 601. Hvernig á jeg að ná upp því sanna hjá vitnum þeim, sem jeg hef vitnað undir eitthvert málefni, þegar þau þræta fyrir að muna það rjetta, eða álíta sig ekki skyld að bera neitt um það málefni? Sv.: Stefna þeim vitnastefnu og reyna, hvort vitnaeiðurinn læknar ekki í þeim minnisleysið o. s. frv. 602. Er það leyfilegt að skipa mig í sóknarnefnd, þegar staða mín er sú, að jeg er öðrum háður sem pakkhúsmaður við verzlun, og hefi þar svo mikið að gjöra, að jeg all optast ekki kemst heim til að borða, en verð að láta bera matinn til mín á daginn, og þannig hef engan tíma til umráða fyr en kl. 10 á kvöldin; eða getur presturinn látið sekta mig fyrir óhlýðni, þótt jeg ekki gegni sókn- arnefndarstörfum, þegar svona stendur á ? Sv.: Lögmæt afsökun er það ekki, sem spyrj- andi ber fyrir sig, enda fer aðalstarf sóknarnefnd- ar (meðhjálparastarfið) sjaldnast fram á virkum dögum, heldur að eins á helgum. En ráð er samt fyrir spyrjanda að leita úrskurðar æðra kennivalds en prestsins, áður en hann fer að láta úti fyrir óhlýðni i þessu efni. Proclama. Hjermeð er samkvœmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 skorað á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi húskonu Guðrúnar Guðlaugsdóttir frá Hringveri á Tjörnesi, að Ijsa kröfum sínum og sanna þcer fyrir undirskrifuð- um skiftaráðanda áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu (þriðju) birtingu þess- arar auglýsingar. jafnframt er skorað á erfingja nefndr- ar Guðrúnar að gefa sig fram og sanna erfðarjett sinn. Skrifstofu þingeyarsýslu 22. oktbr. 1890. ______ B. Sveinsson-__________ Proclama. Hjermeð er samkvœmt lögum 12. aþríl 1878 og oþnu brjefi 4. janúar 1861 skor- að á alla þá, er telja lil skuldar í dánar- búi ekkjumanns Halldórs Sigurðssonar frá Bakka á Tjörnesi, að lýsa kröfum sínum og sanna þœr fyrir undirrituðum skiftaráð- anda áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu (þriðju) birtingu þessarar auglýs- ingar. fafnframt er skorað á erfíngja nefnds Halldórs, að gefa sig fram og sanna ertðarjett sinn. Skrifstofu fingeyjarsýslu 22. oktbr. 1890. B. Sveinsson. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt dómi og þar eþtir gjörðu fjár- námiverður við 3 uppboð, sem haldin verða þ. 19. jan., 2. cg 16. febrúar 1891 hvern dag kl. 11 f. m. boðinn uþp og seldur helmíngur af timbur-íbúðarhúsi á Oddeyri tilhe\randi skósmið O. A. Lied. Hin 2 fyrstu uppboðin framfara hjer á skrifstof- unni hið 3. i húsinu, er selja skal. Skrifstofu bæjarfógeta á Akureyri 7. nóvemb. 1890 St- Thorarensen. í verzlun H. Th. A. Thomsens nýkomið með Lauru: Kornvörur Nauðsynjavörur Kartöflur, kál, súpujurtir, laukur, Jólatrje, kerti, epli, hnetur, konfekt, Járnvarningur sá er uppseldur var. Saumavjelar. Sjöl, silkibönd, jerseilíf, jerseidúkur, skozkur svuntudúkur, og yfir höfuð allar þær vefn- aðarvörur, er uppseldar voru. Miklar birgðir af alls konar nytsömum og fall- legum jólagjöfum, sem eru til sýnis í sjer- stöku herbergi. Gengið er inn um vefnaðar- búðina. Jóla - Basar. I verzlun H. Th. A. Thomsens héfir komið með þessari ferð gufuskipsins mjög mikið af ýmsum snotrum munum, sjerlega heppileg- um í jólagjafir. Munirnir eru til sýnis í nýju stóru herbergi, sem við þetta tækifæri verð- ur tekið til afnota fyrir verzlunina. tS* Inngangur er úr fataefnabúðinni. Með Laura komin nú aptur hin alþjóðlegu lO-kr.-Úr- Einum hreppstjóra, sem hafði keypt fleiri lO-kr.-úr, varð þetta að orði, er hann heyrði að einhverjir voru að halda öðrum úrum fram, bæði að verði og gæðum: »pað er ehki til neins að amast við peim alþjóðlegm. þau eru nú komin vlðs vegar um land og reyn- ast ágætlega. I næstu viku verður farið að undirbúa hinn fjölskriiðuga JOiþA-BAZAR með alls konar nettum, fágætum og vel völdum Jólagjöfum, beint frá London, og margbreyttum og hent- ugum leikföngum fyrir smáfólkið. Rvik ’.8. nóv. 1890 p. s. |»orl. O. Johnson. Einmitt þessi orð: »|>að er ekki til neins að amast við þeim alþjóðlegu• verður hjer eptir stand- andi orðatiltæki, hvar sem þessi lO-kr.-úr verðanefnd. SAMPELLA, ný og mjög vönduð að efni og saum er til kaups með töluverðum afslætti. Rit- stjóri vísar á. Góð kaup. Undirrit. selur með niðursettu verði til jóla: 50 pör tilb. karlmannsskó.........7 kr. 50 a. 25 — —............................7 — 00 - 20 — ýmis konar kvennerfiði.....5 kr.—8 kr. Einnig tek jeg að mjer smíði á alls konar SKÓFATNAÐI, eptir því sem hver óskar. Jeg skal að eins nefna verð nokkurra tegunda: Kvenn-fj.stígvj. bezta, teg. kálfsk. 10 kr.—10.50 ----góð teg. hrossleð. 9 kr.—9.50 Kvennfj.-skó, bezta hrossleð. (Buenos Ayres).............. 8 kr.—8.50 Karlm.skó, ág. kálfssk. kr. 9.50—10.00—10.50 -----gott---------nr. 2 kr. 8.50—9.00 Alls konar kvennerfiði úr geita- skinni, lakkskór..............kr. 9.00—11.00 Hvergi fæst betra verð. Hvergi jafnvandaður skófatnaður. Yinnustofa : 5. Skólavörðustíg. 5. Rvík 27. nóv. 1890. L. G. Lúðvígsson. Undirritaður tekur að sjer allskonar trjesmíði og leysir það af hendi fljótt og vel. Óseyri við Hafnarfjörð. Haraldur Möller snikkari. Peningasparnaður 11 er það, að koma og kaupa nýkomnu [|j| vasaúrin, þessi Ijómandi karla- og kvennaúr, og allskonar gullstáss, svo sem úrkeðjur, brjóstnálar, kapsel, jpi hringi, sjalprjóna, karlmanns-háls- prjóna, manchettu- og brjósthnappa m. m. þ>á saumavjelarnar, sem allir keppast nú eptir, því þær saurna helm- ingi fljótara en vanalegar saumavjelar og eru mjög ódýrar. þar að auki fylgir með þeim margt, er hraðar verkinu mjög. Úrverzhm Reykjavíhur nr. 7 Aðalstræti. Teitur Th. Ingimunda rson. 1 Nýjasta uppgötvun um bæjarbygg- ingar og húsabyggingar á Islandi. Trjávið má spara að miklu og járn- þök þarf ekki að brúka. Nánari upplýsingar síðar. Ungur maður óskar eptir atvinnu helzt við verzl- un hjer í bænum. Tilboð sendist ritstjóra „ísafoldar11 i lokuðum seðli, merkt: 134. Mig undirskrifaðan vantar jarpskjótta hryssu mið- aldra marki: biti fr. h. gagnbitað vinstra; hvern sem hitta kynni hross þetta bið jeg gjöra mjer aðvart, eða lcoma þvf til mín að Gröf í Mosfellssveit Sigurður Oddsson. Frímerki keypt! Alls konar brúkuð frimerki bæði forn og ný bæði í hópakaupum og heilum söfnum, eru keypt fyrir hátt verð af R. Kromann 23 0stergade Kjöbenhavn K. Fyrirspyrjendur verða að láta fylgia burðareyri und- ir svarið. Öllum mínum skiptavinum og fleirum bæði í Árness- og Rangárvallasýslu gef jeg til vitundar að jeg verð þar bráðum á ferð með ýmsa vandaða muni af silfursmíði. þetta læt jeg menn vita svo þeir ekki láti leiðast til að kaupa neitt þess kon- ar af öðrum, sem kynnu að koma á undan mjer með óvandað glingur af smíðatagi. Reykjavík 29. nóvember 1890. Benidiht Asgrímsson. Forngripasafnið opið hvern mvd. ög Id. kl. 12 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 12-2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12- 2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2 - 3 Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. f hverjum mánuði kl. 5 6 Veðurathuganir í Reykjavlk, eptir Dr. J. Jónassen, 4 1 nóv. Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- mælir(millimet.) Veðurátt. ánóttn|um hád. fm. em. fm. em. Mvd.'.6. 0 + I 762.0 762.0 Sa h d Sv hv b Fd. 27. -T- I 0 762.0 754-4 Sv h d S h d Fsd. 28, Ld. 29. O -T- 3 + 3 74'-7 7366 74I.7 8 hv d Sv h b Sv hv d Undanfarna daga sama ókyrrð á veðri, optast á suðvestan, annað kaslið hægur, hitt hvass með hryðj- um og brimi í sjónum; héfir snjóað í nótt (aðf.nótt h. 29.) af útsuðri, svo hjer er nú al-hvít jörð. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.