Ísafold - 03.12.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.12.1890, Blaðsíða 2
386 fengið að kenna á því opt og tíðum. |>ann- ig kom t. d. ein kona til mín í fyrra sumar og bað mig að láta gera við fjaðrastígvjel, sem hún hafði keypt í búð fyrir 6 kr.; verð- ið var ekki hátt. Stígvjelin voru rifin frá sólunum, og sólarnir tánir inn í saum. Hún sór sig um, að hún hefði að eins gengið á þeim einu sinni vestan af Bakkastíg hjer í bænum til kirkju og heim aptur. Stígvjelin voru því í rauninni afardýr. Mundi ekki hafa verið hyggilegra fyrir þessa konu, að kaupa sjer vandaða íslenzka ristarskó fyrir 6 kr., sem til þessara notkun- ar gátu án aðgerðar dugað henni í mörg ár? Skófatnaður sá, sem flutzt hefir í búðir, hefir skapað verðið á skófatnað hjá skósmið- um,vegnaþess,aðmenn hafaekkigetað almennt gert greinarmun á haldgóðum og ljelegum stígvjelum, sem von er, þar sem skósmiðirnir sjálfir hafa ekki til þessa dags verið fullviss- ir um, hvaða leðurtegundir hjer fyrir þetta land og vorar óhreinu og grýttu götur væru haldbeztar. Jeg fyrir mitt leyti gætti þess ekki nógu vel í upphafi, þegar jeg, eptir að hafa þó stjórnað skóverkstæði í 6 ár, byrjað á ný að halda uppi þessu verkstæði, sem jeg nú hefi, hvaða yfirleður hjeldu bezt fyrir okk- ar land. Jeg valdi því þau yfirleður, sem á f>ýzkalandi voru dýrust og haldbezt, en ein- initt þau yfirleður hafa haldið hjer verst. Hefi jeg því fyrst nú fyrir skömmu lært til hlítar að þekkja af reynslunni, hvaða leður- tegundir bezt halda hjer í yfirleður og sóla, og læt því nú sauma öll yfirleður á verk- stæði mínu. En þótt útlendur skófatnaður svlki marg- an mann, þá er það þó ekki eins hættulegt fyrir iðnað þessa lands í þeirri grein, eins og ef skósmiðirnir sjálfir hjer færu að búa til jafnljelegan skófatnað] og selja sem góða vöru. f>að getur engum manni dottið í hug, sem nokkuð þekkir til leðurverðs, að trúa því, að skósmiðir, sem selja að eins eina og eina skó, geti selt bærilega karlmanns-fjaðraskó fyrir 7 krónur parið. Ef jeg fer sem skósmiður 1 búð leðursala í Kaupmannahöfn, og kaupi mjer efni í vel vandaða karlmannsfjaðraskó (ekki hástígvjel), þá kostar það þetta : Yfirsólar......kr. 2,25 Bindsólar......— 0,50 Kappar......— 0,35 Hælaleður.....— 0,50 Bandir......— 0,08 Leður á milli sólanna . — 0,30 Saumþráður, bik, vax, sverta — 0,15 kr- 4,13 Yfirleður nr. 1........ — 4,00 Að fullgera skóna er meðalmanns dagsverk, sem ekki getur minna reiknazt en 3 kr.......— 3,00 Beikni meistarinn sjer svo 10/» af efninu í skóna, verður það ... — 0,81 Og svo sem 6 aura fyrir verkfæra- slit, húsnæði, hita og ljós . . . — 0,06 Samtals kr. 12,00 Slíkir skór eru venjulega seldir íJKhöfn fyrir 14—15 kr. jpess ber að geta, að leðursalar í Höfn telja sig hafa minna upp úr að selja niður- rist leður, en leðrið í heilum húðum, svo ekki hækkar það verðið á efninu í skóna, þótt það sje allt rist. Fari jeg til leðursala í Khöfn og kaupi efui í mjög [Ijelega karlmannsskó, þá kostar það þannig: Leður í allan botninn . kr. 2,10 Yfirleður úr klofnu leðri eða vatnsleðursskæklum ¦— 2,50 Saumþráður, vax, bik, sverta — 0,15 kr_ 475 Fyrir að botna skóna og blanka þá — 2,25 10°/« af efninu í skóna .... — 0,47 Verkfæraslit, hiti, Ijós og húsnæði, sem er langt of lítið í lagt . . — 0,06 Samtals kr. 7,53 f>ótt hjer sje ekkert gert fyrir vanhöldum, svo sem tapi við lán, rýrnun á skófatnaði fyrir geymslu, erfiðislaunin reiknuð mjög lág, og ágóði skósmiðsins af efninu sje einnig mjög lágur, þá er ekki hægt að selja beztu karlmannsfjaðraskó undir 12 kr. og þá lje- legustu minna en 7 kr. 53 a. í Kaupmanna- höfn. Geta þá skósmiðir hjer, sem fá efni sitt frá Höfn, selt beztu karlmannsskó fyrir 10 kr. 50 a. parið og hina lökustu fyrir 7 kr. parið ? Geta þeir fengið efnið ódýrara hingað upp komið frá Höfn en álíka stórir skósmiðir þar? Eru þessir 10 kr. 50 a.-skór áreiðan- lega af beztu tegund ? Jeg hlýt að efast um það allt saman. þrátt fyrir það, þótt almenningi sje boðið ódýrt skóleður og ódýrir skór, þá get jeg fullvissað menn um það, að þeir geta ekki fengið áreiðanlegt og haldgott skóleður útlent, að minnsta kosti ekki hjá mjer, fyrir minna verð fyrir borgun út í hönd en 1 kr. 10 a. til 1 kr. 20 a. pundið, og ekki bcztu karl- mannsfjaðraskó hvorki hjá mjer nje þeim, sem við mig skipta, undir 12 kr. parið, og er jeg viss um, að kaupmenn kaupa ekki ó- dýrara skóleður en jeg, eptir gæðum, og reikna sjer ekki minni ágóða af því en jég, og skósmiðir kaupa ekki verkefni dýrara hjá mjer en hjá útleudum leðursölum. Færi menn mjer heím sanninn um hið gagnstæða, ef þeir geta. Rejkjavík 2/]2 1-90. B.TÖRN KniSTJÁNSSON. Fiskisamþykktamálið. Margir munu hafa búizc við öflugri mót- spyrnu gegn hinum nýju fiskisamþykktum hjer við Faxaflóa, en fram kom á Hafnar- fjarðarfundinum 26. f. m. : ekki nema 70 atkv. móti, en 292 með. Af þessum 70 voru 19 úr Beykjavík (en 24 með þaðan), 14 af Sel- tjarnarnesi og 37 úr Bosmhvalaneshreppi. Og eptir fundinn er jafnvel að heyra á sumum mótstöðumönnunum, sem þeir hugsi þó raunar heldur gott en illt til samþykkt- anna. Hinir áköfustu eru auðvitað jafnstæltir og áður; en ættu þeir að ráða, í hvað litlum minni hluta sem eru, ef til vill 1—2 af hundraði, þá væri eins gott að hætta alveg að hugsa til að hafa nein sameiginleg lög eða reglur um nokkurt almennt atvinnumál. |>að sem gerir lítt eða alls ekki unandi við hina eldri samþykkt, er örðugleikinn að fá henni fram fylgt. Eptirlitið ætlað launa- lausum samverkamönnum þeirra, er lögin brjóta, og yfirvaldi lítt kleyft að hafa svo stöðug nain og röggsamleg afskipti af því ináli, sem þörf væri á, ef duga skyldi. Hefði verið mannað út skip í hverri veiðistöð með lögreglumönnum og ekki ætlað annað að vinna en gæta reglu og löghlyðni á sjónum, — það hefði verið vegur; en dýrt mundi það hafa þótt. Eptirtektavert er, hve margir kjósendur sátu heima í þeim plássum, þar sem helzt var búizt við mótspyrnu gegn frumvörpunum; t. d. af Seltirningum 24 af 42 (einir 18 sóttu fundinn), og í Bosmhvalaneshreppi 21 af 58;, Beykjavík gerir það þó bezt : þaðan koma 43 af 395 kjósendum þar, og af þeim 43 eru 24 með frumvörpunum, eins og áður er á vik- ið. Hafi mótspyrnan móti þeim verið mjög áköf í þessum plássum, þá hefir hún neytt sín furðu-linlega. Hitt virðist öllu líklegra, að mótspyrnan hafi verið mest eða því nær eingöngu hjá örfáum mönnum, sem er ef til vill illa við allar samþykktir eða sameigin- legar reglur um rekstur þessarar atvinnu, eu að almenningur hafi verið og sje hinum nýju samþykktum hlynntur í þessum plássum líka. Á sjálfsagt óáuægjan með eldri samþykktina. sinn þátt í því, eða ekki sízt sá ókostur heunar í framkvæmdinni, að laganetið vildi opt reynast veigalítið, er ánetja skyldi »stóru flugurnar«; en slíkt er slæmur galli. — Dm hina hrepp- ana, Njarðvíkur, Vatnsleysustrandar, Garða og Bessastaða, er það að segja, að þaðan var ekki nokkurt eitt atkvæði gegn frum- vörpunum. Sumir hafa þá skoðun, að Beykjavík eigi að vera fyrir utan allt þetta samþykktabrask, eða þá að rangt sje að láta það gilda fyrir Beykjavík, sem sýslunefndin í Gullbringu- og Kjósarsýsln, gjörir. En það er hugsunarlaus- lega talað. Beykvíkingar haguýta hið sama sjávarsvæði til aflabragða eins og hrepparnir með flóanum sunnanverðum ; það væri því að útiloka þar allar fiskisamþykktareglur, ef þeir ættu ekki að vera sömu löguin háðir og hin- ir, sern þar stunda sjó. Enda samþykkti meiri hluti bæjarstjórnarinnar nú að eiga þátt í hinum nýju samþykktum, og eins sóttu menn hjeðan hjeraðsfundinn sem löglegir málsaðilar og greiddu atkvæði með þeim (meirihlutinn). Svo er og ráð fyrir gjört í heimildarlögunum frá 14. desbr. 1877. Einkaleyfi Garðmanna til ýsulóðarbrúkun- ar á tilteknu litlu svæði um vetrarvertíð er auðvitað veitt þeim til ívilnunar eða nokk- urs konar jafntjettis: uppbót fyrir það, að. þeir mega ekki fara að veiða fisk í net fyrir 7. apríl, þótt kominn sje þá í Garðsjó fyrir löng ef til vill, en hinir, sem innar búa, jafn- skjótt sem hann kemur til þeirra eptir þann tíma, en fyr búast menn eigi við honum svo- langt að jafnaði. En þeirra (Garðbúa) litli fiskifloti, 30-40fleytur, með litlum lóðum fremur og hóflegar brúkuðum, meinlítill fyrir fiski- göngu, að áliti sjómanna, eða alveg meinlaus í samanburði við 400—500 skip með miklu meiri lóðum hvert, sargandi dag og nótt. Vafasamt hafði sumum þótt orðið »ýsulóð«, er stendur í fyrra frumvarpinu, og er það raunar ófimlegt af sýslunefndinni, að velja ekki full-skýr orð, í máli, sem hún ætti þó að vera. orðin sæmilega vön við að fjalla um. Meiri hluti sýslunefndarmanna—allir, sem við voru staddir—hafði lýst því yfir á hjeraðsfundinum, á undan atkvæðagreiðslu, að orð þetta væri almennt haft um lóð, sem þorskur væri veiddur með á vertíð, en meining þeirra, væri og hefði verið, að banna notkun sjer- hverrar lóðar á hinu tiltekna tímabili, er veiða mætti á þorsk, þyrskling eða ýsu. Annars ríður ekki lítið á, að vel sje gengið frá skrásetning slíkra frumvarpa. |>að er annað en garnan fyrir alla hlutaðeigendur, þegar svo vill slysalega til, að eitt vanhugsað orð eða orðatiltæki veldur því, að málið ónýtist

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.