Ísafold - 03.12.1890, Page 3

Ísafold - 03.12.1890, Page 3
387 frá rótum og byrja þarf aptur frá upphafi, og má jafnvel ekki byrja aptur fyr en eptir langa bið og ef til vill skaðvæna; mörg hundruð manna farið ónýtisför á fund, sumir langar leiðir, svo mörgum dagsverkum nem- ur fyrir hvern fundarmann, auk allrar ann- arar fyrirhafnar fyrir málinu ; afleiðingin svo megn gremja almennings, sem ekki erláandi, og jafnvel vonleysi um nokkurn góðan á- rangur af hvaða viðleitni sem er á að neyta löglegrar hlutdeildar í úrslitum almennra og mikilvægra mála yfir höfuð. Vegna þeirra miklu og mjög tilfinnanlegu óþæginda mun að vísu vera í lengstu lög sneitt hjá að láta fornleg smíðalýti varða ónýtingu, með því íka að lengi má bíða eptir galla-lausu laga- smfði, hvort heldur er hjá æðri eða lægri lagasmiðum. Með kostum hinna nýju samþykkta má telja regluna um niðurburð hrogna á ve'trarvertíð. því hæla allir, og búast við góðum árangri af, ef hlýtt verður. En hylmi menn hver með öðrum brot gegn slíkum fyrirmælum, af heimskulegri græðgi í smávægilegan stund- arhag, þá eiga þeir engin verndarlög skilið fyrir sinn atvinnuveg. Aurasjóður. Greinin í Isaf. 29. okt. þ. á. um aurasjóði virðist þegar hafa borið sýnilegan ávöxt. Good-Templarafjelagið hjer í bænum hefir sem sje sett á stofn aurasjóð fyrir Unglinga- Stúku sína og samþykkt reglur þær, er hjer fara á eptir, samdar af sjerstaklega tilkjörn- um manni. Ætti almenningur hjer í bænum að láta sjer bæði ljúft og skylt að hlynna að þeim vísi, —ekki svo mjög í auðsafns-skyni, heldur sem hagfeldum smáskóla fyrir börn og unglinga til að nema og temja sjer þá mikilvægu dyggð og kunnáttu: að nýta og spara. »það ungur nemur, gamall temur«. Hver mun orsök þess, að hjer er svo margt af fyrirhyggjulausum ráðleysingjum, mönnum, sem ekki hugsa lengur en til næsta máls, vesalingum, sem enga stjórn hafa á sjer til að treina og fara sem bezt með það sem þeir fá handa á milli, hvort heldur eru karl- ar eða konur, —hver mun orsökin, nema sú, að vanrækt hefir verið að innræta þeim og kenna þeim verklega áminnzta auðfræðislega dyggð, sem þessari þjóð er svo einkar-áríð- andi að nema og stunda. Reglurnar eru svo látandi: I. Unglingastúkan setur á fót aurasjóð, er hún ábyrgist, og skal framkvæmdarnefnd stúk- unnar velja fjehirði hans og bókara fyrir hvern ársfjórðung. II. Fjehirðir innfærir í þar til gjörða dag- bók allt fje, er hann tekur við og allt fje er hann lætur af hendi; hann geymir allt fje og verðbrjef sjóðsins og sjer um ávöxtun ann- aðhvort með því að koma því á vöxtu í lands- bankanum, eða með því að lána það sem bráða- byrgðarlán til einstakra manna gegn sjálf- skuldarábyrgð tveggja áreiðanlegra manna, sem ekkert eru við sjóðinn riðnir, en til slíks láns skal hann þó í hvert skipti hafa sam- þykki framkvæmdarnefndar stúkunnar. III. Bókari skal á fundum innfæra allar tekjur og gjöld aurasjóðsins í þar til gjörða aðalbók og skal henni haga svo, að af henni megi Ijóslega sjá allan hag sjóðsins; vexti alla skal bókari reikna út oginufæra þáí dálk innleggjanda við árslok eða þegar innstæðan er öll tekin út. A hverjum ársfjórðungi skal bókari gefa reikning yfir allar tekjur og gjöld aurasjóðsins; reikningurinn yfirskoðast af fjár- málanefndinni og úrskurðast á fundi stúk- unnar. IV. það sem tekjur sjóðsins fara fram úr gjöldunum, skal leggja í varasjóð til að stand- ast óhöpp; verði aurasjóðurinn lagður niður fellur varasjóður hans til stúkunnar. V. Um innlög í aurasjóð Unglingastúk- unnar gilda reglur þær, er nú skal greina: 1. gr. Aurasjóður Unglingastúkunnar tek- ur, upp á ábyrgð hennar, til geymslu og á- vöxtunar, við innlögum meðlima stúkunnar, þó svo, að innstæða eins innleggjanda fari eigi við það fram úr 10 kr. 2. gr. Sá, sem í fyrsta skipti leggur fje í sjóðinn, fær brjefspjald með árituðu nafni sínu og númeri á dálki hans í aðalbókinni; | brjefspjaldi þessu skal ætíð skila aptur, ef öll ' innstæða er tekin úr sjóðnum, en ef það er ■ tínt, þá falla 25 a. af innstæðunni til aura- sjóðsins. 3. gr. Fje sem inn er lagt eða út er tek- ið, innfærir fjehirðir aurasjóðsins samstundis í dagbók sína, en bókari innfærir það jafn- framt í dálk innleggjanda í aðalbókinni. 4. gr. Vextir reiknast af heilum krónum í eyris fyrir hvern almanaksmánuð af hverri krónu, sem verið hefir allan mánuðinn í sjóðnum, þó eigi í minni pörtum en heilum aurum um árið, og leggjast þeir við árslok við innstæðuna. 5. gr. Sá, sem vill fá nokkuð útborgað af ínnstæðu sinni, verður að skýra frá því næsta dag áður, sem sjóðurinn er opinn; þó má einnig fá það útborgað fyrirvaralaust, ef því verður við komið. Fjeð útborgast að eins til eigandans sjálfs, og sje hann barn, verður það að hafa til þess leyfi forráðamanns síns. 7. gr. Með aðvörun, sem lesin er upp í heyranda hljóði á 3 fundum stúkunnar í röð, má segja lausu fje, sem er á vöxtum í hon- um með 3 mánaða fyrirvara; eptir gjalddaga greiðast engir vextir af því, og sje það eigi hirt innan tveggja ára, fellur það til aura- sjóðsins. 8. gr. Aurasjóðurinn er opinn til að taka við innlögum og borga út fje á hverjum fundi stúkunnar. Aukaútsvör í Reykjavík 1891, eða niðurjöfnun til sveitarþarfa eptir efnum og ástæðum.—Niðurjöfnunarnefndin hefir nú ný' lokið starfi sínu. það er örlítið meira en í fyrra, sem hún hefir nú átt að jafna niður, eða 20,502 kr., í stað 20,296 kr. þá. Hjer eru taldir, þeir sem eiga að greiða 30 kr. eða þaðan af meira í aukaútsvar næsta ár (útsvarið næsta ár á undan er sett milli sviga fyrir aptan nafnið, til samanburðar): Andersen skraddari (60) .... Amundi Ámundason útvegsbóndi (40) Árni Thorsteinson landfógeti (350) Benidikt Kristjánsson prófastur (55) Björn Guðmundsson múrari (38) Björn Jensson adjunkt (50) . . . Björn Jónsson ritstjóri (100) . Björn Kristjánsson bæjargjaldkeri (140) Björn M. ólsen adjunkt (90) . . Brydes verzlun (500) ............ Christensens verzlun................. Daníel Bernhöft bakari (36) . . . 75 37 350 55 36 40 110 140 100 500 300 36 Eggert Briem f. sýslumaður (60) . . 70 E. Th. Jónassen amtmaður (315) . . 315 Einar Jónsson snikkari (63) .... 63 Einar Sigvaldason í Skuld (32) ... 32 Einar Zoega hótelhaldari (60) .... 60 Eiríkur Briem docent (115) .... 130 Endresen bakari (80) ..............75 Eyjólfur þorkelsson úrsmiður (45) . . 45 Eyþór Felixson kaupmaður (280) . . 280 Fischers verzlun (550).................. 550 Fjelagsprentsmiðjan.......................40 Fredriksen bakari (65) ...... 75 Geir Zoega kaupmaður (420) .... 320 Geir T. Zoéga adjunkt (50) .... 55 Guðbrandur Finnbogason konsúll (110) 120 Guðl. Guðmundsson málaflutningsm. (38) 45 Guðm. Kristjánsson skipstjóri (33) . . 30 Guðm. Ólsen bókhaldari (28) .... 30 Guðm. Thorgrímsen kaupmaður (68) . 65 Halberg bóteleigandi (160)...............160 Halldór Daníelsson bæjarfógeti (125) . 160 Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari (125) 125 Halldór Jónsson bankagjaldkeri (40) . 40 Halldór þórðarson bókbindari . . . 100 Hallgr. Melsteð landsbókavörður (35) . 40 Hallgr. Sveinsson biskup (285) . . . 290 Hannes Hafstein landritari (60) . . . 100 Hansen Joh. faktor (90)...................85 Hansen Ludv. faktor (80)..................85 Helgi Hálfdánarson lector (175) . , . 175 Helgi Helgason kaupmaður (60) ... 65 Helgi Jónsson kaupmaður (70) ... 30 Herdís Benediktsen ekkjufrú (100) . . 100 Indriði Einarsson revisor (70) ... 70 Jakob Sveinsson trjesmiður (70) ... 70 Jensen, Emil, bakari (45).................45 Jespersen hótelhaldari (60) .... 60 Jóhann þorkelsson dómkirkjuprestur . 100 Jóhanne Bernhöft ekkjufrú (155) . . 155 Johannessen M. kaupmaður (40) . . 50 Jónas Helgason oi'ganisti (85) ... 85 Jónas Jónassen dr. med. (205) . . . 205 Jón Guðnason kaupmaður (35) ... 30 Jón Jensson yfirdómari (190) .... 190 Jón Ólafsson útvegsbóndi (63) ... 58 Jón Pjetursson háyfirdómari (280) . . 280 Jón þorkelsson rektor (210) .... 210 Jón Ó. þorsteinsson kaupmaður (35) . 40 Knudtzons verzlun (500)................. 480 Kristín Bjarnadóttir ekkja (50) ... 50 Kristján Jónsson yfirdómari (120) . . 130 Lárus E. Sveinbjörnsson háyfirdóm. (325) 325 Magnús Benjamínsson úrsmiður (36) . 36 Magnús Einarsson í Melkoti (42) . . 38 Magnús Ólafsson snikkari (55) .... 50 Magnús Stephensen landshöfðingi (430) 430 Markús Bjarnason skipstjóri (50) ... 50 Morten Hansen skólastjóri....................45 Ó. Finsen póstmeistari (140) .... 150 Ólafur Amundason faktor (85) . . . 100 Ólafur þórðarson bókhaldari (40) . . 36 Ólafur Bósenkranz stúdent (55) ... 55 Páll Melsteð sögukennari (80).... 80 Pálmi Pálsson cand. mag. (30) ... 30 Pjetur Eggerz fyrrum kaupm. (40) . . 40 Pjetur Pjetursson biskup (500) . . . 500 Rafn Sigurðsson skóari (38) .... 38 Rydén skraddari (35) 45 Schierbeck landlæknir (200) .... 220 Schou steinhöggvari (30)..................30 Sigfús Eymundarson agent (255) . . 220 Sighvatur Bjarnason bankabókari (42) 42 Sigurður Kristjánsson bóksali (45) . . 45 Sigurður Melsteð f. lector (175) . . . 175 Sigurður E. Waage verzlunarstj. (50) . 60 Slimona verzlun (200)................... 250

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.