Ísafold - 06.12.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.12.1890, Blaðsíða 2
390 aeuLLi!ll....i1.. l:j l .1 ...jíl'ls™ sjer að breyting þessi mundi tefja fyrir eða tálma brúargjörð á jpjórsá. m.—g. Óviðurkvæmilegur undirróður. það er hljóðbært orðið, að nokkrir mót- stöðumenn fiskisamþykktanna nýju, er urðu svo gjörsamlega undir á hjeraðsfundinum síðast — hinir höfðu ferfalt afl atkvæða —, hafa gjört tilraun eða tilraunir, eina eða fleiri, til að fá málið ónýtt eptir á með áskorun til amtmanns um að synja samþykktunum stað- festingar. Hvað sem líður skoðunum manna á inni- haldi samþykktanna, eða efnishlið málsins, þá er fyllsta ástæða til að mótmæla þessari aðferð, frá almennu sjónarmiði, sem allsendis óviðurkvæmilegri. Með hjeraðsfundinum er málið útkljáð af almennings hálfu. þar.ogá sýslufundinum áður, hafa rjettir málsaðilar átt kost á að leiða hesta sína saman. þangað gátu þeir safnað liði eptir vild sinni og mætti, og með öllum tiltækilegum ráðum. þar var þess löglega varnarþing eða lögmætur vjettvangur. Til löglegra úrslita þar eða framgangs málsins heimta lögin ekki að eins einfaldan meiri hluta, heldur tvo þriðjunga atkvæða. En nú urðu málalyktir þær á fundinum, að frum- vörpin gengu fram ekki að eins með svo miklum atkvæðamun, að tveir væri á móti einum, eins og lögin heimta, heldur voru fjórír d móti einum. Minni hlutiun hafði þess vegna tapað málinu svo langsamlega, með helmingi rneiri atkvæðamun en lög láta duga, þótt ströng sjeu í þessari grein. Eptir þennan gagngjörða ósigur tekur þá minni hlutinn til þeirra óyndisúrræða, að reyna til að hafa áhrif á málið eptir á, eptir að allri löglegri meðferð þess er lokið af almennings hálfu, og þá auðvitað á laun við meiri hlutann: beita til þess ráðum, sem hinum er ókunnugt um, og röksemdum, sem hinir fá hvorki að heyra nje sjá og veitist því ekki kostur á að hrekja. Allir hljóta að sjá, að þetta er ósvinna. Eða hvað mundi sagt um þann málspart, er tæki sig til eptir að mál væri fullsótt og -varið fyrir dómi og lagt í dóm frá beggja hálfu, og ritaði þá dómaranum áskorun um að dæma sjer í vil, þrátt fyrir það, þótt öll gögn hafi gengið í móti honum fyrir rjetti, og styddi þar mál sitt með ýmsum röksemd- um, sönnum og ósönnum, eins og gjörist, á laun við hinn málspartinn, þannig, að hann ætti eigi kost á að svara þeim ? Mundi nokkur meta slíkt öðru vísi en sem fullkomna ósvinnu og í dómarans augum til þess eins, að svipta hann öllu áliti á þeim málsparti, er slíkt tæki til bragðs? Borið hefir það við, að einhverjir út í frá hafa reynt til að spilla því, að lög frá alþingi næðu konungs staðfestingu. það gerðu síðast í fyrra nokkrir íslenzkir kaupmenn í Khöfn, og er alkunnugt, hve ómildan dóm menn hafa lagt á það, sem maklegt er. Um það hefir merkismaður, og það enginn offrelsis- maður, komizt svo að orði, að stjórnin — ráðgjafinn — hefði bara átt að vísa þeim á dyr. En svo óviðurkvæmilegt sem það er, þá hefði hitt þó verið hálfu verra, ef minni hluti þingmanna sjálfra, þeirra er því hafa verið mótfallnir, að það eða það lagafrum- varp gengi fram, hefði ritað stjórninni ávarp eða áskorun um, að staðfesta ekki frumvarpið. Slíkt hefir og aldrei við borið, og mun líklega aldrei við bera. En einmitt það, einmitt þetta gjörir minni hlutinn í fiskisamþykktar- málinu. Sjálfir iöggjafarnir, er í minni hluta urðu á hjeraðsfundinum, rita eptir á stað- festingarvaldinu áskorun um, að staðfesta ekki frumvörpin! Hjer er enginn dómur á það lagður, hver rjettara hafi fyrir sjer eða vitrari sje í til- lögum sínum um löggjafarraál það, er hjer um ræðir og fiskisamþykktarfrumvörpin hljóða um. Minni hlutinn getur, þó smár sje, ekki nema 1 á móti 4, haft allt eins rjett fyrir sjer eða rjettara ; hann getur vel verið vitrari, glöggskyggnari, framsýnni, ó- hlutdrægari o. s. frv. En—hver er kominn til að staðhæfa, að svo sje ? Hver getur um það borið, svo óyggjandi sje ? það eitt, að mótstöðumenn frumvarpsins hafa á löglegum vjettvangi sýnt sig að vera ferfalt færri en hinir, að eins 1 á móti 4, — það eitc getur þó ekki nægt til þess að dæma vitið og ó- hlutdrægnina alla þeirra megin! Eða mun nokkur treysta sjer til að bera á móti því, að í meiri hlutanum sjeu allt eins margir vitrir menn og vel að sjer, gætnir og ósjer- plægnir, eins og í minni hlutanum, jafnvel að tiltölu við atkvæðamuninn, þótt mikill væri, hvað þá heldur hinseginn ? En hjer þarf raunar í engan matning að fara um slíkt. Lögin hafa sem sje sjálf skorið úr því atriði. þau segja, heimildarlögin fyrir fiski- samþykktunum, að verði ágreiningur meðal hjeraðsbúa um fiskisamþykktarmál, þá skuli sá flokkurinn, sem verður hálfu fjölmennari á hjeraðsfundi, álítast hinum vitrari og bet- ur viljaðri til almenningsheilla. Löggjafinn ætlast sem sje jafnan til, að það sem vitur- legra er og betur gegnir, verði ofan á, og með því að segja að meiri hlutinn skuli ráða, hefir hann lýst hann hinum vitrari og betri. Einhverja úrlausn verða lögin að hafa ; þau mega til ; og þessa hafa þau valið, þótt ó- brigðul sje engan veginn. f>au hafa meira að segja búið talsvert tryggilegar um í því efni en almennt gjörist. Að öllum jafnaði er einfaldur meiri hluti, einn fram yfir helm- ing, einhlítur til þess, að fá að ráða. Hjer er farið miklu lengra. Hjer er heimtaður svo mikill atkvæðamunur, að tveir sjeu um einn. Og, eins og áður er sagt, var atkvæða- munurinn á hjeraðsfundinum í Hafnarfirði enn þá tvöfaldur á við það, tvöfalt meiri en lögin heimta frekast, eða eins og 4 á móti 1. Með því að samþykkja fiskisamþykktar- frumvörp á lögmætan hátt, á lögmætum fundi og eptir löglegan undirbúning, hafa hjeraðs- menn gjört allt sem í þeirra valdi stendur til þess að fá sinn atvinnuveg verndaðan með lögum á þann hátt, er þeir kjósa, álíta hag- feldastan. Annarleg áhrif á málið úr því er lögleysa, markleysa, ósvinna. það er stað- festingarvaldið eitt, sem afskipti má og á að hafa af því úr því, —til að samþykkja eða synja samþykkis. Og það ættu þeir að vita, sem hugsa sjer að hafa áhrif á það yfirvald, til þess að ógilda það sem meiri hlutinn hefir komið sjer saman um, að þeir sýna eigi ein- ungis staðfestingarvaldinu megna ókurteisi með því að gjöra ráð fyrir, að það Ijái eyra ólögmætum tillögum—, tillögum, sem fara launstigu, á bak við rjetta málsaðila, sýslu- nefnd og hjeraðsfund, heldur ætlast þar að auki sjálfsagt til, að það synji staðfestingar af ólöglegum ástæðum. |>ví heimild amt- mannsins til staðfestingasynjunar er talsvert takmörkuð í lögum 14. des. 1877. f>að er sagt þar, að hann megi synja staðfestingar, ef hann álíti ákvarðanir í samþykkt »ganga of nærri rjetti manna eða þröngva um af at- vinnufrelsiii o. s. frv., en þar með er auðvit- að nánast ef eigi eingöngu átt við utanhjeraðs- menn (nTredjemands Eet« stendur í hinni dönsku þýðingu laganna frá 1877, og sýnir það, hvern skilning stjórnin hefir lagt í orð- in), enda mætti lengi bíða þess, að engum minnihlutamanni innanhjeraðs þætti eigi of nær gengið rjetti sínum eða atvinnu sinni þröngv- að með slíkum lögum og þvílíkum, svo sem t. d. laxveiðilögum (bannað að þvergirða o. s. frv.), æðarfriðunarlögunum, húsbyggingarlögum í kaupstöðum (vegna brunahættu) o. s. frv. Ein- mitt vegna þess, að það horfir til almennings- heilla, þá leggur meiri hlutinn sjálfur á sig ýms atvinnubönd í þessum dæmum og öðr- um, en það er tilgangslaust, ef minnihlutinn er eigi látinn hlýða því líka, og því miuni sern liann er, því viðsjárminna er það. Af nálægt 440 atkvæðisbærum mönnum í þessu máli hjer í bænum og á Seltjarnarnesi er mælt að forsprökkum mótmælaskjalsins til amtmanns hafi lánazt að krækja í framt að 100 til undirskriptar. Nú brennur það ó- sjaldan við um slíkar undirskriptir, að önn- urhvor þeirra að meðaltali eða kann ske vel það sje sprottin af bónþægð fullt eins mikið og af bjargfastri sannfæringu. En gjörum ráð fyrir, að hjer sje engri slíkri bónþægð til að dreifa, og látum undirskriptirnar vera 100, og allar studdar hreinni og helgri sannfær- ingu,—það verður samt hjer um bil sama hlutfall eða lítið hærra á tölu þessara skjal- legu mótmælenda í þessu plássi gagn- vart allri kjósendatölunni hjer (á nesinu og í bænum), eins og var á Hafnarfjarðarfundin- um milli þeirra, er atkvæði greiddu með frura- vörpunum og móti. Má þó ganga að því vísu, að vandlega hafi leitað verið hjer í plássinu eptir undirskriptum—sem eru nokk- uð ómaksminni en ferð suður í Hafnarfjörð, —og að því sje hjer í þessu plássi í hæsta. lagi 4. hver maður samþykktunum mótfall- inn, en hinir með. það er með öðrum orð- um, að þó svo væri, sem ekki er, að þetta væri lögmætt og í alla staði viðurkvæmilegt ráð til að hafa áhrif á úrslit málsins, þá væri alls enginn ávinningur að því fyrir mót- mælendur. f>að sýnir sem sje einmitt hið sama, sem fram kom á Hafnarfjarðarfundin- um: að 4.—5. hver maður er frumvörpunum mótfallinn; en svo lítill minni hluti eru ekki dæmi til að ráðið geti lögum og lofum í þeim málum, sem almenningi er ætlað að. hafa atkvæði um. þó það væri nú látið gott heita og lögmæt aðferð (sem ekki er), að safna undirskriptum eptir á með og móti, eptir að málið er lög- lega útkljáð frá almennings hálfu á hjeraðs- fundi, þá liggur í augum uppi, að slík undir- skriptasmölun ætti þá að rjettu lagi að ganga jafnt yfir allt hjeraðið, er samþykktin á að ná yfir, með og móti, en Reykvíkingar og Seltirningar ekki að hagnýta sjer nágrennið við staðfestingarvaldið til að skapa sjer einka- -aðgang að eyra þess, á bak við hina. Væri leitað undirskripta um allt hjeraðið, er ekki ólíklegt, eptir öllum atvikum, að at- kvæðamunurinn með og móti yrði jafnvel öllu meiri en á Hafnarfjarðarfundmum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.