Ísafold - 13.12.1890, Page 1

Ísafold - 13.12.1890, Page 1
ÍCemu! út á miðvikudögum og. laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlimánuð ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. Reykjavík, iaugardaginn 13. des. 1890 XVII ÍOO. || Nýjasta uppgötvun um bæjabygg- ingar og húsabyggingar á íslandi. Trjávið má spara að miklu, og járnpök eru óþórf. f>egar jeg á ferð minni í fyrra kom við í Hamborg, hitti jeg þar verksmiðjueiganda, J. H. C. Karstadt að nafni, sem býr til eld- traustan dúk til þess að klæða með hús ut- an og innan. Dúkur þessi er þykkur, líkt og stórskipa-segldúkur, og í hann er borið efni, sem eldur vinnur ekki á. í prentaðri lýsingu á þessum dúk segir svo: »Hann er áreiðanlega vatnsheldur, breytist ohvorki við hita, kulda, rigningu, þurk, »hagl, logn eða storm. Stendur fyrir eldi- »bröndum og eldfjúki, og þolir furðu-vel »eldsloga. þegar dúkurinn er orðinn harð- #ur af áhrifum loptsins, sviðnar hann að »eins á löngum tíma, þegar um hann leik- »ur ljós logi. Hann er sterkur, og ber »því mikinn þunga, er samt teygjanlegur »og beygjanlegur. Útlitið er snoturt, þokka- »legt og breytist ekki. Af því hann er »hvorki kulda- nje hitaleiðari, heldur hann »húsum þeim, sem klædd eru með honum, »köldum á sumrum, en hlýjum á vetrum, #og sparar því eldsneyti kuldatíma ársins. »Dúkur þessi hefir undir opinberri umsjá »verið reyndur að eldþoli, og hefir innan- »ríkisstjórnin á Saxlandi tekið hann gildan »sem eldtrausta þekju«. Á iðnaðarsýningunni í Hamborg 1889 á- vann verksmiðjueigandinn sjer verðlaunapen- ing úr silfri fyrir dúk þennan. |>egar jeg sá þennan dúk, komu mjer í hug torfþökin heima á Islandi, og reyndar járn- þökin líka, sem bæði eru dýr, súgmikil og köld, og að hagfelldara mundi vera að nota þennan dúk á bæjaþök, húsaþök og hús- Veggi, þar sem dúkurinn gerir húsin hlý, súglaus og vatnsþjett, ef hann er rjett lagð- ur, og er auk þess langt um ódýrari en járn- þak. Svo má geta þess, að ef dúkur þessi er hafður á bæjaþök eða húsaþök og veggi, nægir að hafa flett borð undir hann í stað- inn fyrir fulla »málsborðs«-þykkt. Jpannig sparast borðviðurinn um helming, ef menn kaupa málsborð og fletta þeim sjálfir; nægir því t. d. að kaupa í súð á 12 álna langa baðstofu hjer um bil 40 borð, f staðinn fyrir •80, og ef menn hugsuðu sjer að byggja bað- stofuþakið þannig — sem bezt mundi vera—, að hafa fyrst heila súð úr flettum borðum, tyrfa hana síðan með vel þurru torfi eða reiðing, eða hylja með þykku lagi af vel þurrum mosa, leggja svo annað trjeþak utan yfir úr flettum borðum undir dúkinn, í stað- inn fyrir að leggja hann á rimla, þá færi samt ekki meiri borðviður í þannig lagt þak, en ger-zt hefir hingað til, og má nærri geta, að slíkt þak raundi endast mjög lengi, þar sem enginn raki gæti komizt að því, og að það mundi verða mjög hlýtt, og losa húsiu við hið óheilnæma lopt, sera slagi hefir í för með sjer. Eins er munurinn mikill á reiðslu og öllum flutning á þessum dúk eða t. d. járn- plötum, þar sem dúkur í þak á 12 álna langri baðstofu með 5 ál. löngum sperrum mundi vega 160 pund, eða vera meðalklifjar á hest, en járnplötur á jafnstórt þak mundi verða fullar klifjar á 5 hesta. Jeg vil og taka það fram, að hátt ris á þannig gerðum bæjaþökum er með öllu óþarft, og mætti með lægri þökum en vanalega gerast spara efnið að miklutn mun. A þýzkalandi er dúkur þessi einatt lagður á rimla, og er þar haft nokkuð langt á milli þeirra; en tryggilegra raundi hjer, þar sem stórviðri eru svo tíð, að hafa rimlana nokkuð þjetta. A þann hátt mætti þekja heyhlöður, fjárhús, hesthús, skemmur o. s. frv. Og þar sem torfveggir eru, ætti dúkur- inn að ná út af þakinu út af ytri veggbrún, því með því móti eru veggirnir varðir skemmdum af vatni, en vatnið er hið mesta skaðræði fyrir torfveggi. Nauðsynlegt væri að þekja timburkirkjur allar utan með þessum dúk, og eins íbúðar- hús úr timbri. Dúkur þessi er á þýzkalandi málaður 5.—6. hvert ár með sams konar efni og í hann er borið í upphafi; endast 6—8 pd. af þessu efni til að mála með 900 ferh. fet og kostar hvert pund hingað komið 60 aura. Er þessi málning því bæði ódýrari og haldbetri en venjuleg málning. Málningin er borin á dúkinn með hörðum bursta. Af því dúkur þessi er ætlaður til að hylja veggi bæði utanhúss og innan, ér hann með ýmsum litum, og er verksmiðjuverðið á dúkn- um, fluttum til Keykjavíkur, um 1 kr. alinin meira en 1J álnar breið (1 al. lð þuml. á breidd), nema hann sje gyltur, silfurlitaður eða eirlitaður, þá nokkuð dýrari. Dúkurinn er festur með þar til gerðum tinuðum smásaum. jþað hlýtur að geta orðið almenningi til gagns að taka þessar athugasemdir til greina, og íslenzkum bæjabyggingum sjerstaklega til mikilla umbóta. Keykjavík 11. desember 1890. Bjökn Kkistjánsson. BÚNAÐARRIT. Útgefandi Hermann Jónasson. Driöja og fjóröa ár. Rvík 1890. Jeg var einn af þeim, er þráði mjög að sjá Búnaðarritið, eptir þenna tveggja ára hvíldartíma þess, og einn af þeim, er óska að það útbreiðist sem mest, en samt með því skilyrði, að það samsvari tilgangi sínum — gjöri sem mest gagn — »beri nafn með rentu«. þetta bindi ritsins, er kallað er 3. og 4. árg., þótt ekki sje stærra en einn árgangur áður, hefur inni að halda : 1. Agrip af jarðfrœði. Kitgjörð þessi er að mestu útdráttur úr nokkrum af fyrirlestr- um C. F. A. Tuxens, sem er einn af kennurum við landbúnaðarháskólaun í Khöfn, með smá-atriðum úr öðrum bókum. Sárlítið er eptir þýðandann sjálfan (útgef.), og þvf minna er af nýju í henni, sem ekki er heldur von, því það er víst óhætt að segja, að jarð- fræðislegar rannsóknir hjer á íslandi eður með íslenzka jörð þekkist ekki, sem nokkra þýðingu geti haft hvað jarðyrkju eður ræktun jurta snertir. En lakast er, að jeg er hræddur um að ritgjörð þessi sje heldur strembin fyrir flesta alþýðumenn vora, því Tuxen kennir mönnum, sem hafa töluverða þekking á undirstöðuatriðum jarðfræðinnar (efnafræði, eðlisfræði o. s. frv.), og sem má heita að hafi stöðugt fyrir augum sjer ýmsar tilraunir og nýjustu rannsóknir, og hagar því fyrirlestrum sínum eptir því, en um alþýðu- menn hjer á landi er ekki því að heilsa, og vart mundi svona þungskilin jarðfræði vera kennd í hinum lægri búnaðarskólum erlendis, nema með því betri dæmum og skýringum. Er jeg því hræddur um, að ritgjörð þessi komi ekki fyllilega að notum. Helzt gæti hún orðið þannig að liði, að með góðum kennara mætti nota hana við kennslu í bíin- aðarskólum, en þá virðist sem hún hefði átt að koma út sem sjerstæð bók og þá nokkuð fyllri, en ekki í alþýðlegu riti. Ekki skal jeg að svo sfcöddu dæma um, hversu efnið er rjett meðhöndlað í henni. Til þess hef jeg ekki yfirfarið hana nægilega, en all-lipurt er hún rituð; þó eru einstök orð, sem jeg felli mig ekki vel við, en slíkt er full vorkunn, því oss vantar orð yfir ýms nöfn, sem koma fyrir í heuni. 2. Hver ráð eru til að hvetju bœndur al- mennt til meiri framtakssemi í bímaði ? — Ritgjörð þessi er einhver með þeim beztu í sinni röð af þeirn er jeg hef lesið, og er auð- sjeð að hinn gamli, þjóðkunni búhöldur og menntamaður, Einar Asmundsson í Nesi hefur vitað, um hvað hann var að skrifa og að hann talaði til alþýðunnar: einfalt, skorin- ort og blátt áfram, en ekki uppbelgdur af vísindalegum rembingi. Fyrir þessa einu ritgjörð er Búnaðarritið vel kaupandi, því hana ætti hver maður að lesa, sem ann framförum landsins, og þá undir eins breyta sem bezt eptir henni. 3. Fáeinar athugasemdir um verzlun sveitabœnda, eptir Torfa Bjarnason, er einnig mikið góð hugvekja, en eins og höfundurinn viðurkennir, er ekki ætíð gott að dæma næringargildi matvælanna eingöngu eptir efnasamsetningu þeirra. Eins hygg jeg að allir sjeu honum ekki samdóma um, hver matvaran sje kostnaðarminnst til lieimilis- brúkunar, því reynslan verður að skera úr þvl eins vel og efnafræðin. f>að væri bæði fróðlegt og gagnlegt, að sem flestir reyndir og gamlir búmenn skýrðu frá sinni reynslu í þessu efni. 4. Garðyrkjan, eptir Árna Pálsson. Fátt er af nýju í þessari ritgjörð; en hún er að því leyti gagnleg og fróðleg, að hún skýrir manni frá hversu, óvenju-mikinn hagnað hafa má af garðyrkju, og hefði jeg fyrir mitt leyti gjarnan heldur viljað skýrslur og ritgjörðir líkt og þessa, en minna af jarðfræði. En

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.