Ísafold - 13.12.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.12.1890, Blaðsíða 2
398 jeg efast um, að garðyrkjan sje eins gömul hjer á landi og höf. segir. Kartaflan fluttist að minnsta kosti ekki hingað til lands fyr en eptir miðja 18. öld. I sambandi við þetta má nefna skýrslurnar frá Jóni Jóakimssyni, sem eru aptast í ritinu, og eru þær eflaust mjög þarflegar, og fróðlegar eru þær, en helzt til er lítið af skýringum og athugasemdum við þær. 5. Fdein orð um reikningshald, er afar- nauðsynlegt fyrir hvern mann að kynna sjer, sem hugsar eður langar til að vita hvernig efnum sínum líður. [Keikningshald það, er kennt er í grein þessari, er mikils til of marghrotið til þess, að hagfelt reynist þeim sem það er ætlað. Kitstj.]. Og eins 7. Settu mjólkina svo fljótt sem verða md. 6. ritgjörðin er um rotun og álúnseltu d skinnum. |>á kemur yfirlit yfir árin 1888 og 1889. Er þá upp talið innihald þessa árgangs Búnaðarritsins. í heild sinni er að mínu áliti óhætt að ljáka lofsorði á Búnaðarritið, því þó gallar sjeu á því, þá eru þó kostirnir meira en jafnvægi þeirra, og er ritið því að mínu áliti vel kaupandi. En komi það út optar, sem jeg vona og óska, þá vildi jeg helzt mega frá biðja eins strembna fæðu og »Agrip af jarðfræðh er, og »Um fóðrun búpenings« í fyrsta árgangi, þótt fyrirsögnin sje glæsileg. í öðrum árgangi þess er ekkert af þess háttar ritgjörðum og er hann að því leyti beztur. En aptur vil jeg biðja um sem mest af öðru eins og er eptir Einar Asmundsson, Torfa Bjarnason o. fl., en þó einkum og sjer í lagi eitthvað um framkvæmdir og nýjar tilraunir frá búnaðarskólunum, og yfir höfuð sem mest af leiðbeinandi ritgjörðum. Yísindalegar rit- gjörðir um hvaða efni sem er eiga naumast heima í alþýðlegu riti; það ætti að gefast út sjer eður í vísindalegu tímariti, t. d. af Náttúrufræðisfjelagið gæfi út tímarit. Ólafur. REIKNINGSBÓK handa alþýðuskólum, eptir Morten Hansen. Reykjavík. 1890. IV+74 hls. Ymsir munu ætla, að það kunni að vera óþarfi að gefa út nýja reikningsbók, með því að reikningsbækur þær, er vjer höfum, full- nægi þörfum þjóðarinnar í því efni. Reikningsbók Eiríks Briems prestaskóla- kennara hefir áunnið sjer þá hylli almenn- ings, að fyrri hluti hennar, fram að öfugri þríliðu, hefir verið prentaður 5 sinnum, á tæp- um 20 árum, enda hefir hún þann kost, að vera ljóst og skilmerkilega samin ,og sæmilega greindir ruenn geta lært reikning af henni nærri tilsagn- arlaust. Vegua þess er hún sjerstaklega hent- ug fyrir þær sveitir, þar sem ekki er hægt að koma á neinni skólakennslu. Aptur á móti er hún óhentugri til notkunar í skólum, þar eð dæmin í henni eru heldur fá, og svörin jafnóðum við hvert dæmi, nema í við- auka þeim, er höfundurinn hefir bætt við síðustu útgáfurnar. |>á er reikningsbókin eptir f>órð lækni Thoroddsen. Hún er ekki eins ljóslega sam- in. Aptur á móti er hún hentugri til kennslu í skólum, þar eð svörin eru í öðru lagi; en hún hefir þann höfuðgalla, að nemandinn verður að stríða við svo háar tölur, að hætt er við að hann þekki naumast gildi þeirra, en í daglegu lífi þarf ekki að gera ráð fyrir, | að allur fjöldi manna þurfi að reikna nema með fáeinum þúsundum, enda er hættara við að nemendurnir læri reikninginn hugsunar- laust, þegar þeir bisa við afarháar tölur, sem aldrei koma fyrir í lífinu, heldur en þegar þeir venjast á að reikna dæmi úr lífinu með lægri tölum. priðja reikningsbókin er handa byrjöndum, eptir .Tóhannes Sigfússon, kennara við gagn- fræðaskólann í Flensborg. I henni eru ekki nema eins konat tölur og dæmin Ijett og auðveld. En í engum þessara þriggja reikningsbóka er trygging fyrir því, að nemandinn læri að reikna tölurnar nema eins og vinnuvjel, sem leysir verk sitt vel af hendi, sje hún stillt rjett, en að öðrum kosti ekki. pví verið getur, að kennaranum gleymist eða hann sje ekki vel lagaður til að kenna börnum verk- lega reikninginn, nema bókin minni hann á skyldu sína í hvert sinn. Hin nýja reikningsbók Mortens Hansens skólastjóra sneiðir hjá þessum steiui. Sje nákvæmlega kennt eptir heuni, má telja það nokkurn veginn víst, að nemendurnir fái ljósa hugmynd um þýðingu talnanna í dag- legu lífi. f>að er að þakka kúlnagrindinni, sem svo er kölluð og höfundurinn hefir rutt til rúms hjer á landi. A fyrstu 16 blaðsíðum bókarinnar er ná- kvæm leiðbeining handa kennarunum um það, hvernig kenna skuli börnum fjórar reikn- ingstegundirnar í eins konar tölum eingöngu með kúlunum á kúlnagrindinni, þannig, að þau hafi lært samlagningartöfluna, frádrátt- artöfluna, margföldunartöfluna og deilingar- töfluna og sjeu orðin leikin i að reikna allar þessar aðferðir áður en þau byrja að reikna á spjald. En auðvitað þarf kennarinn þá að láta börnin vera vel leikin í öllum þeim æf- ingum, sem kenndar eru í bókinni um þetta efni. Reyndar getur verið, að börn verði nokkuð lengur að læra undirstöðuatriði reikn- ingsins, heldur en ef þau byrja þegar á því að reikna á spjaldi, en þeim tíma er ekki varið til ónýtis, verði það til þess að kenna nemandanum að hafa betri not náms síns en ella mundi. f>á koma dæmi í eins konar tölum, og eru þau öll með fáum tölum, eins og öll dæmin í bókinni yfir höfuð (jeg hef að eins í einum stað tekið eptir dæmi með miljón), en aðal- áherzlan er lögð á, að kenna nemendunum að beita kunnáttu sinni sem bezt. Meiri hlutinn af dæmunum segir höf. í formálan- um að sje sniðinn eptir dæmunum í reikn- ingsbókum Ohr. Hansens kennara í Óðinsey í Danmörku, sem búið er að prenta af á aðra miljón expl. Engin svör eru við dæmin, nema reikningurinn er sýndur á einu eða fleirum dæmum í hverri aðferð, en reiknings- reglurnar eru óvíðast nefndar, því kennaran- um er ætlað að kenna nemendunum þær munnlega, og af því sjest, að bókin er ætluð fyrir skólabók, enda fá ekki aðrir keypt svörin við dæmin en kennarar, svo trygging sje fyrir því, að nemendurnir hafi þau ekki. Margföldunar- og deilingardæmin eru höfð samhliða, sitt á hvorum dálk á sömu blað- síðunni, eins og hjá Chr. Hansen, og sýnist það benda á, að höf. ætlist til, að þær sje kenndar jafnhliða, enda væri það eðlilegt. príliða með heilum tölum kemur þegar á eptir margföldun og deilingu í margs konar tölum, en þríliða með brotum á eptir deil- ingu í brotum. Á eptir tugabrotunum koma rúmar fjórar blaðsíður um tugamálið eða metramálið frakk- neska, og hvernig eigi að hagnýta sjer það, og er það sjerlega lipurt og skilmerkilega, samið. Kver þetta er að mínum dómi yfir höfuð svo vel samið, skipulega og greinilega, og flest dæmin svo vel valin, að jeg álít sjálf- sagt, að bókn verði tekin til að kenna eptir í öllum barnaskólum vorum, og það enda þó kúlnagrindin sje ekki notuð. m. KVÖLDMÁLTÍÐARBÖRNIN, eptir Esajas Tegnér. Þýtt heiir: Bjarni Jónsson. Rvík 1890. 36 bls. Iivæði þetta, frægt kvæði, eptir frægt skáld og viusælt mjög af alþýðu manna hjer á landi, er hin eigulegasta fermingargjöf handa börnum, þótt smá sje. pað er að nokkru leyti prýðisfögur fermingarræða, í fögrum, háfleygum ljóðum, kveðnum af mikilli anda- gipt, þó eigi vandskildari en svo, að engu barni á fermingaraldri með meðalgreind og þekkingu er ofætlun að hafa þess full not. pýðingin virðist hafa tekizt dável. Hún er yfir höfuð lipur og látlaus, og þó haldið hinum hátíðlega blæ, sem á frumkvæðinu er. Aptan við »Kvöldmáltíðarbörnin« er smákvæði eptir sama höfund, »Hið eilífa«. Almenningur hefir ekkert sjer til afsökun- ar, ef hann tekur ekki kveri þessu mæta-vel. Útlendar frjettir. Með kolaskipinu Mid-Lothian kom lít.ið eitt af enskum blöðum frá byrjun þ. mán., til hins 4. par er langmest rætt um ólán það, er Parnell hefir ratað í, — hinn frægi höfuðfor- ingi íra í frelsisbaráttu þeirra við Breta. Er svo að sjá, sem sannazt hafi á hann fyrir skemmstu, eða sannað þyki, að hann hafi átt fyrir mörgum árum hneyxlanlega vingott við konu annars manns, er O’Shea heitir og er eða var írskur þingmaður. Höfðu fjand- menn Parnells vakið mál þetta í haust, til að svala heipt sinni á honum. Sumir flokks- menn hans vildu segja skilið við hann, er þessi ófrægð vitnaðist um hann, eða að hann Iegði niður forustuna og jafnvel þingmennsku líka. En aðrir vildu hans forsjá og forustu hlíta jafnt sem áður ; töldu engan jafnvel til höfðingja fallinn. Hefir af því spunnizt mikið sundurlyndi og flokkadráttur með Irum, utan þings og innan. Parnell ritaði þjóð sinni ávarp, brá ýmsum merkismönnum og þjóð- skörungum brigzlum. Meðal annars sagði hann þar frá trúnaðarmálum, er þeim Glad- stone hafði á milli farið og lutu að fyrir- huguðum stjórnarhögum Ira. Gladstone lýsti það ranghermt mestallt, og þótti þá Parnell ber orðinn að ósannsögli. Fjölgaði þá fjandmönnum hans um allan helming. Eigi var honum vikið frá forustuvöldum, er síðast frjettist; en óvænlega þótti áhorfast nokkuð. Var þingað um forustumál þetta dögum saman f Lundúnnm, af þingliði Ira; stýrði Parnell sjálfur þeim fundum og ljet eugan bilbug á sjer finna. Óttuðust margir mikinn hnekki fyrir málstað íra af þessum athurðum og bjuggust jafnvel við, að stjórnin enska mundi nú sæta góðu færi til þing- lausna og nýrra kosuinga, meðan los og sundrung væri á liði frelsismanna og írska

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.