Ísafold - 13.12.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.12.1890, Blaðsíða 3
399 flokksins. Alþýða manna á írlandi yar enn Parnell fylgjandi af alhuga, að því er heyra mátti á blöðum og fundamótum. En kenni- valdið írska, erkibiskupar (4) og biskupar (nær 30), hafði áfellt hann þunglega í yfir- lýsingarskjali, og telur sem margir aðrir skylt að meta meir sjálfrforræðismál Ira en for- vígismann þess, er verið hefir. Hollandskonungur, Vilhjálmur þriðji, ný- lega dauður, á áttræðisaldri. Ríki tekur eptir hann á Hollandi dóttir haus ung, en drottning hans stendur fyrir stjórn meðan hún er eigi komin til lögaldurs. En í Lux- emburg, þar sem Vilhjálmur konungur var hertogi, tekur ríki Adolph hertogi af Nassau. Bandamenn í Norður-Ameríku gengu áþing í Washington 1. þ. m. sem vandi er til. I boðskap forseta, Harrisons, er minnzt á toll- lögin alræmdu, er komust á í haust og bök- uðu stjórnarliðinu ósigur í fylkisþingakosn- ingum í f. mán., og talar forseti drjúgmann- lega um heillavænlegan ávöxt þeirra fyrir land og lýð, er fram líða stundir. IJm 380 milj. króna hafði orðið afgangs kostnaði af tekjum Bandaríkjanna síðasta fjárhagsár (er endaði 30. júni í sumar), og er því sem fyr varið til skuldalúkningar. Ófriður vakinn af Indíönum, í Dakota meðal annars. Höfðu ráðizt á hvíta menn og drepið nokkra; var hafður liðsbúnaður í móti þeim. Gufuskipið Mid-Lothian, frá Leith, 853 smálestir, skipstj. David Gaie, kom hingað 10. þ. m. frá Skotlandi með kolafarm til Brydesverzlunar, nál. 8000 skpd. Lagði fyrst af stað 11. f. m., frá Blyth á Skot- landi, hreppti aftakaveður daginn eptir fyrir norðan Skotland og sneri aptur til Stornoway í Suðureyjum. Stórsjóir gengu yfir skipið, brutu björgunarbátinn og fleira ofan þilja, en sjór rann niður í lestina, og tók út einn skipverja, danskan, sem drukknaði þar; skipstjóri meiddist á höfði og braut í sjer rif ; stýrimaður meiddur, vjelstjóri veikur, og skipshöfnin öll Ijemagna af þreytu og vosbúð. Varð að ráða nýtt fólk á skipið og gjöra við það f Stornoway. f>ar lá það þangað til 4. þ. m. Gekk síðan vel ferðin hingað.— Verð Heyrnarlausi maöurinn. f>ið hafið að líkindum nóga unga pilta yðar á meðal, sem stúlku getur litizt á«. Jeg hlustaði eptir því, hvort hún svæfi enn þá; jú, í hellinum var kyrð og dauða- þögn, og hellismunninn var að mestu hulinn myrtusviðargreinum. »Guðlausi níðingur#, æpti hann aptur; »hjer stoða enginn undanbrögð: annaðhvort verðið þjer að gera, að meðganga, eða...!« Hann setti tvíeggjaðan hníf fyrir brjóst mjer. »Drepið mig!« svaraði jeg, og Ijet mjer ekki bregða. »Nei, bíðið þjer dálítið við. Ef jeg segði yður nú, hvar Jósepha er niður komin, viljið þjer þá lofa mjer því, að fyrir- gefa henni, og láta mig taka út hegninguna fyrir okkur bæði?« »Hundurinn þinn frakkneski!« svaraði hann; »jeg er enginn barnamorðingi. Jeg gef henni líf«. — »En við ekki«, heyrði jeg hina segja lágt á bak við mig. f>á varð jeg staðráðinn í því, að segja ekki á kolunum er 5 kr. 75 a. skpd., nema í stórkaupum 25 a. minna. Mannalát. Hinn 4. þ. mán. andaðist hjer í bænum ekkjan Quðriin Kristjánsdóttir fædd 29. desbr. 1817, ekkja Sigurðar Hákon- arsonar söðlasmiðs, »sómakona í sinni stjett, guðhrædd og ráðdeildarsönu. I lok f. m. andaðist heiðursbóndinn Böðvar Jónsson á Dagverðarnesi á Rangárvöllum. 69 ára gamall, fæddur í Koti á Bangárvöllum árið 1821. Ólzt hann þar upp hjá foreldr- um sínum Jóni bónda Magnússyni og Höllu Pálsdóttur konu haDS, unz hann fór að búa á jörðinni Dagverðarnesi í sömu sveit vorið 1849 og bjó þar síðan allan sinn búskap til dauðadags eða rúml. í 41 ár. Sama árið kvæntist hann þórunni Eyjólfsdóttur, bónda Jónssonar á Hærri-f>verá í Fljótshlíð, og lifðu þau saman í hjónabandi í 40 ár; andaðist hún í nóvembermánuði f. á. jpegar hann byrjaði búskap, hafði jörðin Dagverðarnes verið í eyði í 7 ár, og hann fjekk ekki nema sem svaraði einu lambsfóðri af túninu, en með stökum dugnaði og eljusemi græddi hann þó upp tún, sem hann fjekk af framt að 100 hestum árlega, girti allt túnið, húsaði allan bæinn, er var algjörlega í rústum, byggði heyhlöðu og fjölda fjenaðarhúsa. Græddist honum vel fje, enda voru þau hjón bæði jöfn að kalla mátti að elju og iðjusemi. Abúð- arjörð hans er einhver hin örðugasta, sem dæmi munu til. Allar slægjur að túninu undanteknu verður að sækja að 2—4 mílur vegar og vatn fæst ekki nær en 1 mílu, nema leysingarvatn á vetrum. En eins og þau hjón voru ötul að afla fjár, svo voru þau og hjálpsöm við aðra. Sjálf áttu þau ekki nema eitt barn, en tóku til fósturs 6 börn, flest án alls endurgjalds, og eptir því voru þau ætíð fús á að liðsinna bágstöddum. Böðvar sál. var allvel greindur maður, en tók þó ekki þátt í almennurn málum, enda var fáum kunnugt um gáfur hans nema þeim, sem honum voru nákunnugir, því hann ljet svo lítið á sjer bera, og var mjög grand- var í orðum og verkum. |>órunn sál. kona hans var sómakona og skörungur, en mátti ekkert aumt sjá. til hennar;—bara að hún segði þá ekki til sín sjálf. »Jósepha hefir verið mjög alúðleg við mig frá því við sáumst,« mælti jeg, »og jeg verð að játa, að jeg þóttist verða var við, að hún vildi mjer vel; en jeg hefi ekki sjeð hana síðan jeg flýði heiman frá yður. f>egar jeg komst að því, að mjer mundi ekki óhætt, kvaddi jeg hana og hjelt af stað. Hún varð mjög döpur í bragði, og sagðist mundi fara innan skamms fótgangandi á fund frænku sinnar, sem væri í einhverju klaustri; þjér vitið sjálfsagt, hvað þessi frænka hennar heitir, og hvað þetta klaustur er. Hvort hún hefir ætlað sjer að ganga í klaustrið, veit jeg ekki;—en þar getið þjer að líkindum fundið hana. Svo var að sjá sem þetta örþrifsráð mitt hefði góð áhrif á hinn harðbrjóstaða bónda. |>að glaðnaði allt í einu yfir honum. Hann lagði þegar af stað heimleiðis, og sagði um leið við fjelaga sína: »Verið þið nú fljótir, og kveljið þið hann ekki mjög mikið. Hann er ekki verri en aðrir fjelagar hans«. Með fráfalli þeirra hjóna hefir sveitarfje- lag þeirra því beðið mikiun skaða, og allir þeir, sem þekktu þau, munu minnast þeirra fyrir eljusemi, starfsemi, brjóstgæði og ráð- vendni. Hjálmar Sigurðarson. Siðalögmál nítjándu aldar ofanverðrar. f>ú finnur að ekki er allt með feldi, Að allvíða stendur myrkra-veldi, Að löstunum þegnar þess leika sjer, Sá leikur, það athæfi blöskrar þjer. En, heyrðu mig! Kemur það við þig ? Nei, það skaltu láta eiga sig. Láttu allt fara sem verkast vill, f>ótt verði afdrifin ljót og ill. Að berjast við illt er óðs manns ráð, J>að áttu að varast í lengd og bráð. Hví fórstu að segja sannleikann? |>jer sæmdi betur að þegja um hann; — Að því spakmæli áttu að hyggja, Að »opt má hið sanna í kyrðum liggja«. Um sanna lesti þú skalt þegja, Frá þeim hinum lognu skaltu segja. »Hver maður er næstur sjálfum sjer«, J>að sáluhjálparreglan er. Hver maður á að hugsa um sig, Hvað koma aðrir menn við þig? Hvað sem þú vinnur heimi í |>á »hafðu« töluvert »upp úr því«. »Einn f félagi« áttu að lifa Er það vænst til sannra þrifa. Atölur skammta áttu’ úr hnefa, En ótakmarkað að fyrirgefa Alla lesti hjá öðrum mönnum, f>að er að lifa í kærleik sönnum. Ekki geta þeir gjört að því |>ótt glæpanna steypist þeir í dý. Grein að kunna á góðu og illu Er gott, en hafnaðu þeirri villu Að aftra því, sem illt er, því J>að á að blómgast heimi í. Láttu aðra menn eina um sig. Anægður vertu með sjálfan þig. Ef þú finnur að öðrum, góði! Ávallt skaltu það gjöra í hljóði. Nú fóru þeir að taka ráð sín saman, og fórst það svo, að jeg gat varla varizt hlátri. Einn vildi láta hengja mig á vanalegan hátt; annar vildi láta hengja mig öfugan, fæturna upp en höfuðið niður. Hinn þriðji vildi líka láta hengja mig þannig, en með þeim viðauka, að jeg skyldi hanga með höfuðið ofan í maura-búi, svo að þeir gætu skemmt sjer við að horfa á mig gretta mig — að hann sagði; hinn fjórði vildi láta slíta mig í sund- ur í miðjunni á milla tveggja eika. En uppástunga hins fimmta var samþykkt í einu hljóði: »Longa«, mælti hann, »er nú með flokk sinn í fjöllunum tæpa mílu hjeðan. Jeg fann hann í gær, og sagði hann mjer, að snemma í dag mundi hann verða staddur í Fuestadalnum. Hann sagði, að þar ætti fram að fara heldur skemmtileg aftaka óbóta- manna. J>eir ætla að hafa þangað með sjer sex franska þorpara og brenna þar á báli lifandi. J>að er bezt, að þessi verði sá sjö- undi, svo að hann geri sitt til að auka viðhöfnina*. f>essu ráði fylgdu þeir — forsjónin hlýtur að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.