Ísafold


Ísafold - 17.12.1890, Qupperneq 1

Ísafold - 17.12.1890, Qupperneq 1
Kemut út á míðvikudögum og. laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr orgist fyrir tni ðjan júlímánuð ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 101 ! Reykjavík, miðvikudaginn 17. des. ___íí 1890 Sakir útreiknings vaxta af sparisjóðs- innlögum o. fl. veröur landsbankinn lok- aður frá 22. desbr. til 3. janúar næst- komandi, að báðum dögum meðtöldum. Komi eittbvað fyrir á pessu tímabili, er bráðra aðgjörða parf við, og snertir bankadeildina, geta menn sníiið sjer til framkvæmdarstjóra, er mun sjá um af- greiðslu á pvi, ef nauðsyn ber til. Reykjavík )3. desbr. 1890. L. E. Sveinbjörnsson. Fáein orð um leysing vistarbandsins. i. pað gegnir nærri furðu, hve lítið er minnzt ú leysing vistarbandsins ; hjer má þó segja að sje um alþjóðarmál að ræða, og það mikilsvert, og því er áríðandi að skoða það frá sem flestum hliðum, bæði til að skýra það fyrir þjóðinni sjálfri, og til að gjöra full- trúum þjóðarinnar hægra fyrir, er það kemur á dagskrá alþingis, sem sjálfsagt verður innan skamms. Eins og auðvitað er, tekur breyting sú, sem hjer er um að ræða, fyrst og fremst til hjúanna; verði vistarskyldubandið leyst, öðlast þau rjettindi, sem þau höfðu ekki áður; þau þurfa úr því ekki að vera í vist fremur en þau sjálf kjósa, en mega vera laus, án þess að kaupa leyfi til þess. En með því nú að það verða hjúin, sem hjer græða rjettindi, skyldi maður ætla, að uppástungan um breytinguna væri frá þeim komin ; en svo er ekki; má vera, að það sje sönnun þess, að vistarbandið kreppi ekki neitt tilfinnanlega að hjúunum. Og þó er hjer um hapt að ræða ; á það reka hjúin sig þegar þau vilja vera laus; þá verður annaðhvort að kaupa út- göngudyr, eða eiga einhvern húsbónda að, sem slítur bandið og brýtur lögin borgunar- laust. En þótt vistarbandið kreppi ekki almennt tilfinnanlega að hjúunum, þá er samt fyllsta ástæða til að leysa það. Uppástunga um þessa rjettarbót til handa vinnuhjúunum er komin frá hinum frjáls- lyndari, hngsandi mönnum þjóðarinnar. En það verður tæplega sagt, að málið hafi fengið byr hjá þjóðinni. Prá hjuastjettinni hefur engin upphvatning komið opinberlega, enda er þess tæpast að vænta, þegar á allt er litið; en húsbændur margir að hinu leytinu munu vera málinu lítt sinnandi, sumir jafnvel hafa ýmugust á því að gjöra hjer nokkra breyt- ingu frá því sem verið hefir. Sem ástæðu gegn leysing vistarbandsins hef jeg heyrt bændur bera það fyrir, að efnaminni mönnum einkum mundi erfiðara að fá hjú, með því að margir mundu, ef vistarskyldan yrði af tékin, verða lausir, en hinir vista sig hjá þeim, sem vel gjörðu við þá, og gyldu vel kaupið. þessi ástæða er ekki nema hugarburður einn. Hjá efnaminni bændum eru eins og stendur víðast fá vinnuhjú, og sjaldnast kaupdýrt fólk, en venjulega unglingar eða fullorðið (roskið) fólk, sem lítið kaup tekur, og mundi slíkt fólk fást eptir sem áður, þótt vistarbandið yrði leyst. því að dæma eptir því, hvernig ýmsurn lausamönnum hefir vegnað í lausa- mennskunni, og það dugandi mönnum sumum hverjum, og meðan þeir svo að segja voru einir um hituna að því er atvinnu suerti —- þá þarf tæplega að gjöra ráð fyrir, að ó- reyndir unglingar, sem til fárra verka kunna, mundu leggja á þá hættu, að fara að verða lausir, og þótt þeir tækju það kannske fyrir, mundi reynslan brátt sýna þeim, að hollara væri fyrir slíkt fólk að vista sig til árs, enda myndi ef til vill hyggilegra að binda þessi rjettindi við víst aldursár, t. d. fullmyndugs- aldurinn, og væri með því fyrirbyggt, að óreyndir unglingar færu að hleypa sjer út í lausamennsku. Ymsir bera kvíðboga fyrir, ef vistarbandið verður leyst, að af því muni leiða átroðning °g þyngsli fyrir bændur af hendi lausamanna á þeim tímum árs, sem lítið væri um atvinnu, eða þegar fiskiveiðar brygðust, en þær mundu verða aðal-atvinnuvegur allflestra lausa- mannauDa. það er ekki óhugsandi, að þetta gæti komið fyrir ; en það væri of mikið rænn- leysi af bændum, að ala einhleypa menn án þess að taka sanngjarna borgun fyrir, enda mundu lausamenn ekki ætlast til slíks, að minnsta kosti allur þorri þeirra. það er einnig líklegt, að það lag kæmist á, að þeir, sem að sjó færu, rjeðu sig sem mest upp á umsamið kaup (gerðu sig ekki út sjálfir), og hefðu þeir þá, um vertíðir, heimili að að hverfa, eins þótt afli brygðist. Jeg ætla að ýmsir menn gjöri sjer hug- mynd um, að leysing vistarbandsins hljóti að hafa stórkostlega byltingu í för með sjer, og að þetta gjöri þá mótfallna breytingunni; en það er ekki, þegar betur er aðgætt, nein ástæða til að hugsa að svo fari, og sízt að tilbreytingar þær, sem verða kunna, eptir að vistarbandið er leyst, verði til tjóns fyrir þjóðina. Ymsir hínir gætnari og hyggnari menn í hjúastjettinni munu hafa þá skoðun, að þegar þeir eru í góðum vistum og hafa í kaup frá 70—100 kr., auk fata og allrar að- hlynningar, þá jafni þetta sig svo upp og verði að öllu samanlögðu, þegar litið er á um lengri tíma, drýgra en að vera lausa- menn, þótt þeir sem slíkir ár og ár í bili ynnu sjer töluvert meira inn ; því fiskiveið- arnar, sem verða mundu aðal-atvinnuvegur margra, eru stopular, og önnur atvinna þá jafnan lítil og enda engin á sumum tímum árs. það munu því ávallt verða töluverður hluti vinnuhjúa, sem gengur í ársvistir sem áður, og það líka dugandi menn. En setjum nú svo, að margir af vinnu- mönnum færu að eiga með sig sjálfir; án efa yrði sjórinn sú uppspretta, sem þeir drægj- ust að á þeim tímum árs, sem þar er afla von. það væri ekkert nýtt, heldur endurtekn- ÍDg hins sama, sem um langan tíma hefur átt sjer stað; því allar vetrarvertíðir fer að sjó meiri hluti vinnumanna úr sveitum, svo að á snmum bæjum er enginn karlmaður eptir, og yíir höfuð er á þeim tíma árs svo fátt dugandi fólk í sveitum, að tæpast verð- ur sagt, að fjenaður verði hirtur svo vel, sem æskilegt væri. Yor og haust eru og margir úr sveitum við sjó, þótt mikið færri sjeu en um vetrarvertíðina. þessi tilhögun hefur verið til ómetanlegs tjóns fyrir landbúnaðinn; það mun ókomni tíminn áþreifanlega færa mönnum heim sannínn um. Munurinn yrði nú eptirleiðis einkum fólg- inn í því, að landsmenn stunduðu útróðra sem sínir eigin menn, þar sem þeir áður stunduðu þá sem annara hjú. A sumrum muudu lausamenn leita sjer atvinnu í sveit- um við heyskap, svo varla er að óttast, að þar muudi fremur en til þessa verða ekla 4 vinnukrapti á þeim tíma árs, sem hans þarf helzt; og með því að haustafli er tíðum rýr framan af hausti, mundi varla þurfa að kvíða því, að bændur í sveitum, sem fátt ársfólk hefðu, og þess þyrftu, gætu eigi fengið þessa sömu menn til að vinna hjá sjerýms haustverk, t. d. fram yfir rjettir; þá mundu lausamenn hverfa aptur að sjónum, og þá hefst líka sá tími,—með því veðrátta er þá opt stirð orðin—- sem húsbændur víða hvar hafa eigi beinlínis neitt að gera með aðra karlmenn en þá, sem þarf til að hirða skepnurnar. A þeim árum, er sæmilega aflast um ver- tíðir og ekkert sjerstakt tjón ber að hendi, inun enginn efi á því, að duglegir og reglu- samir menn á tímabilinu frá vetrarvertíðar- byrjun til haustvertíðarloka vinna sjer meira inn en venjulegu vinnumannskaupi nemur,— þótt nú komi auðvitað til greina margvísleg útgjöld, sem margir ef til vill ekki hugsa út í eða hafa hugmynd um, af því að allt var svo sem lagt þeim í hendur, meðan þeir voru annara hjú. En með haustvertíðarlokum hefst líka sá tími, sem fram á þessa daga mundi eigi hafa verið um mikla atvinnu að gjöra, hefði hún átt að skiptast margra á milli; það er því hætt við, að lausamenn á þessu tímabili hafi litla atvinnu, að undan- teknum fáum mönnum, sem kunna til sjer- stakra verka, t. d. smíða, vefnaðar og því um líks. Eru því líkur til, að margir hverjir verði á þessu tímabili að setjast að því, sem áður var aflað, eyða en afla ekki, og er þá ekki lengi að fara hver krónan. En vera má og, að atvinnuleysið á þessum tíma árs knýi ötula og hugsandi menn til að finna sjer upp eitthvað til að hafa fyrir stafni, til að búa sjer til veg þar, sem enginn vegur var áður, og það er sannfæring mín, að leysing vistarbandsins geti á þennan hátt leitt til þess, að auka iðnað í landinu, og það er ætlun mín, sem jeg vona að reynsl- an staðfesti, að lausamennirnar læri að nota tímann betur, þegar hann er orðinn þeirra eign, heldur eu þeir gjöra, sumir

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.