Ísafold - 20.12.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.12.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum og. laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr o'gist fy.'ir miðjan júlímánuð ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v:ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 102 Reykjavík laugardaginn 20. des. 1890 Sakir útreiknings vaxta af sparisjóös- innlögum o. íi. veröur landsbankinn lok- aöur frá 22. desbr. til 3. janúar næst- komandi, að báðum dögum meðtöldum. Komi eittlivað fyrir á pessu tímabili, •er bráðra aðgjörða parf við, og snertir bankadeildina, geta menn snúið sjer til framkvæmdarstjóra, er mun sjá um af- greiöslu á pví, ef nauðsyn ber til. Reykjavik 13. desbr. 1890. L. E. Sveinbjörnsson. Kirkjuvigslan á Eyrarbakka. Herra Hallgrímur biskup kom heim aptur úr kirkjuvígsluferð sinni 16. þ. m. Frá einum viðstöddum hefir ísafold fengið svolátandi fróðlega og ýtarlega skýrslu um vígsluathöfnina, ásamt lýsingu á hinni nýju kirkju: »Vigsla hinnar nýju kirkju á Eyrarbakka íór fram 3. sd. í Aðventu 14. þessa mán. Auk biskupsins voru þar eptir undirlagi hans viðstaddir og tóku þátt í vígsluathöfninni 5 prestvígðir menn : prófastur síra Sæmundur Jónsson í Hraungerði, prestarnir síra Isl. Gíslason í Arnarbæli og síra Jón Steingríms- son í Gaulverjabæ, og aðstoðarprestarnir síra Ólafur Helgason á Eyrarbakka og síra Ólaf- ur Sæmundsson í Hraungerði. Sóknarprest- urinn síra Jón Björnsson gat sökum sjúkleika eigi verið við vígslu þessarar kirkju, sem hann með áhuga sínum og kappsamlegu fylgi hefir átt drjúgastan þátt í að reisa á þeim stað, þar sem ekkert guðshús áður var til, en þörfin á því mikil. Kirkjan er fagurt og allstórt hús með kór- útbyggingu og forkirkju og þar upp af mjög snotrum turni, sem neðst er ferstrendur, þá áttstrendur og efst keilumyndaður; upp lir toppinum er allhá járnstöng með veðurvita og ýmsu öðru skrauti. Niðri í kirkjunni eru 11 bekkir hvoru megin; loptpallar eru uppi til beggja hliða, hvílandi á súlum, líkt og í dómkirkjunni í Reykjavík, með 2 langbekkj- um hvoru megin, en þverpallur fremst á -milli hliðarpallanna, ætlaður fyrir hljóðfæri og söngmenn. Hvelfing allhá er yfir sjálfri kirkjunni, og er hún bundin saman með nokkrum járnbitum yfir þvera kirkju. Daginn fyrir vígsluna var hringt eina stund með klukkum kirkjunnar. A meðan sam- kringt var vígsludaginn, rjett á hádegi, gekk biskupinn og allir fyrnefndir prestar, allir í hempu, sóknarnefndin (Einar Jónsson kaup- maður, Guðmundur bókhaldari Guðmundsson og Sigurður Grímsson) ásamt faktor Nielsen, settum sýslumanni Sigurði Briem og kandi- úat Birni Bjarnarsyni, alls 12 manns, í há- tlðagöngu, tveir og tveir saman, úr íbúðar- húsi Lefolii-verzlunar, þar sem þeir höfðu safnazt saman, til kirkjunnar. þegar flokk- urinn kom að kirkjudyrum, hætti hringingin, en á meðan gengið var inn eptir kirkjugólfi og inn í kórinn var leikið á harmonium án orða og söngs (præludium). Gekk biskup þegar fyrir altarið og tók við biblíunni, ka- leik og patínu og handbókinni, setn prófast- ur og prestarnir báru, og setti þessa hluti á altarið, og gjörði þvínæst bæn sína fyrir alt- arinu, en hátíðagönguflokkurinn skipaði sjer til sæta f kórnum báðu megin. Síra Ólafur Sæmundsson las þá í kórdyrum inngangsbæn- ina við kirkjuvígslu. Yar síðan sunginn og leikinn á harmonium sálmurinn 595: »Ó maður, hvar er blífðarskjól«, og að honutn enduðum hjelt biskup vígsluræðuna fyrir altar- inu og hafði fyrir texta 100. sálm Davíðs. I lok ræðunnar mælti hann : »Látum oss nú heyra fyrirheit og áminningu guðs-orðs«. Stóð þá fyrst upp prófastur, síðan síra Is- leifur og loks síra Jón, og lásu upp úr biblí- unni nokkrar valdar ritningargreinar (2. Mós. b. 20, 24.—2. Kor. 6, 16. — Esaj. 2, 3 — Sálm. 43, 3—4 — Hebr. 10, 23—25). þar næst mælti biskup : »1 umboði míns helga embættis vígi jeg nú þessa kirkju í nafni guðs föður, sonar og heilags anda. Jeg helga þennan stað og skil hann frá öllum verald- arglaumi og veraldlegum störfum, svo að hann sje guðshús«. þá lýsti hann blessun yfir kirkjunni, guðsþjónustunni og hinurn helgu athöfnum, sem þar ættu fram að fara: skírn, kvöldmáltíð, fermingu og hjónavígslu, með uokkrum orðum uin hverja athöfnina fyrir sig. Að lyktum las hann Eaðirvor og blessaði yfir söfnuðinn. þá var sunginn sálmurinn 229 : »Sannleikans andi, lát sann- leikans ljós þitt oss skína« ; í byrjun hans gekk biskup frá altarinu og settist í kór meðal klerkanna, en prófastur fór fyrir altari og skrýddist, og tónaði því næst guðspjallið. Eptir það var sunginn sálmurinn 95 : »Vjer týnuin opt Jesú í heimi hjer«. þá steig að- stoðarprestur síra Ól. Helgason í stólinn og prjedikaði iit af guðspjallinu, svo sem venju- legt er. Eptir prjedikun var sunginn sálm- urinn 562 : »Inndælan blíðan, blessaðan fríðan« ; gekk þá síra Isleifur Gíslason fyrir altari og tónaði kirkjuvígslu-kollektu og bless- aði yfir söfnuðinn. Útgöngusálmur var 596 : »1 þennan helga herrans sal«; að honum enduðum las sóknarnefndarmaður Guðm. Guðmundsson hina venjulegu bæn í kórdyr- um. þá gekk biskup, klerkar, sóknarnefnd o. s. frv. út úr kirkjunni í sömu röð og þeir höfðu gengið inn í hana, og var athöfninni þar með lokið. Kirkjan, sem enn er ómáluð, hafði verið skreytt með laufsveigum og blómum á ýmsum stöðum og á annan hátt. Veður var hið fegursta: bjartviðri og sólskin með hægu frosti. Kirkjan var svo full uppi og niðri sem frekast mátti verða, enda reyndist, að hún hafði rúmað full 600 manns, en nokkrir höfðu orðið frá að hverfa sakir rúmleysis, og fáeinir stóðu úti fyrir. Auk fjölmenns safn- aðar af Eyrarbakka og Stokkseyri voru margir aðkomnir úr Kaldaðarness, Gaulverjabæjar og Arnarbælissóknum, og enn nokkrir lengra að. — Söngurinn fór prýðilega fram undir stjórn organista Jóns Pálssonar og sungu þar sameinaðir 2 allstórir og vel æfðir söngflokk- ar, annar frá Eyrarbakka, en hinn frá Stokkseyri«. Önnur kirkja, er vígð hefir verið af bisk- upi á þessari öld hjer á landi, svo skráð sje, er dómkirkjan í Reykjavík, eptir að hún var endurbyggð 1848. Vígði hana þá Helgi biskup Thordersen 28. okt. það ár, með að- stoð tveggja vígðra rnanna : þáverandi presta- skólaforstöðumanns (en síðar biskups) dr. P. Pjeturssonar og dómkirkjuprests síra Ás- mundar Jónssonar ; er þó eigi þess getið, að þeir tveir hafi tekið annan þátt í vígsluat- höfninni en að þeir gengu í hátíðargöngu með biskupi í kirkjuna og báru heilaga ritn- ingu og nokkur ornamenta kirkjunnar. I kaþólskri tíð var lögboðið hjer á landi, að biskupar vígðu kirkjur og bænahús. Segir svo í Kristinna laga þætti Grágásar (Sthb.) 15. kap. : »Byscop er skylldr þa er hann fea um fiorðung. at koma i lognepp hvern sva at menn nae funde hans. oe vigia kirkior oo savnghus eða böna hus« o. s. frv. En í Kristnarjetti Árna biskups (frá 1275) er svo að orði komizt : »Vígia skal kyrkiu sidan gör er. enn sá sem gera lætr geri sæmilega veitzlu ímóti biskupi ok fái til þá luti sem þarf.--------Enn ef kyrkia brenn upp edr lestiz annars kostar. sva at nidr fellr öll edr meiri lutr. þá skal vígia endr görua kyrkju. Enn þó at kyrkio ráf brenni upp edr fúni edr nidr falli lítill lutr af veggium. þa skal egi vígia endr bætta kyrkiu. þvíat í veggium vigiz kyrkia«. (Útgáfa Gr. J. Thorkelins 1777, bls. 27). Með siðabótinni lagðist niður, að biskupar vígðu kirkjur, og hefir það að minnsta kosti verið mjög fátítt slðan. Algengast er, að hlutaðeigandi sóknarprestur gjöri það sjálfur og einn saman. Fáein orð um leysing vistarbandsins. ii. (Síðari kafli). Að lausamenn muni, þegar vistarbandið er leyst, í betri árum haga sjer svo sem jeg nú hef bent á, er auðvitað ekki nema get- gáta; en svo verður og að vera um flest, sem síðar á að birtast á leiksviði ókomna tímans ; hjer er að mestu um óleikinn leik að ræða, sem ekkert verður um sagt öðru vísi en sem ágizkun. I lakari árum aptur á móti, einkum ef þau fylgdust að í röð, mundu margir hætta við lausamennskuna og gjörast árshjú; mundi þá án efa kaupgjaldið heldur lækka, eins og það auðvitað hlýtur að hækka nokkuð þegar vel árar, og fremur verður vinnuhjúaekla af því, að margir kjósa þá heldur lausamennskuna ; en þessi hækkun og lækkun kaupgjaldsins eptir því sem í ári

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.