Ísafold - 20.12.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.12.1890, Blaðsíða 3
Herra »Lagar«-burgeis! £>jer segið uinmælí mín »lumpin« (W.-girzka) og útlendingsleg. Yður er það nú vist eins kunnngt og flestum, livað er »lumpið«, en um það, að þjer sjeuð glöggur í íslenzku, ber hvorki nafn yðar nje orðfæri vott. jpjer párið allt af nafnið Val- garður með útlendu Wigwams-vafli, þrátt fyrir það að þetta w hefir verið í mörg ár eins og reyr af vindi skekinn fyrir gysi og aðfinningum manna. Valgarður sál. grái mun hafa ritað V, ekki W; en úr því hans er hjer minnzt, þá kem- ur mjer til hugar: Ætli það hefði eigi verið ólíku fyrirgefanlegra, að þjer hefðuð tekið upp viðurnefni þessa nafna yðar, heldur en að hnupla nafni frá Sigurði sál. skáldi? Breiðfjörðs-nafnið fer yður hvort sem er litlu betur en Ijónshúðin skepnunni, sem fór í hana forðum. Og — þá er ekki minni munur á málfærinu ! Jeg vil nú stinga upp á þvi, að ef þjer fáizt til þess að skila aptur Breið- fjörðs-nafninu, þá verðið þjer framvegis lát- inn halda tvíklofaða vaffinu óátalinn, og yð- ur enda þolað að víkka það um fáein prik. En væri yður nú ekki hollara að hætta að »staulast« við pennasköpt, en labba heldur við eitthvert af axarsköptunum yðar? Hollast mun sniglinum að halda sig í kuð- unginum, og Breiðfjörð á »Lagarnum«. Beykjavík 19. des. 1890. Sigm. Guðmundsson. Mannalát- Hinn 25. f. mán. audaðist Einar bóndi Bjarnason í Hrísnesi í Skaptár- tungu, merkisbóndi roskinn nokkuð, búhöld- nr góður, faðir þeirra síra Bjarna Einarssonar í jbykkvabæ og Jóns bónda á Hamri. Ný- lega eru og dánir þessir bændur sunnlenzkir: Jón Hávarðsson á Kollabæ 1 Fljótshlíð, Páll Eyjólfsson á Iragerði og Jón Einarson á Hólum í Stokkseyrarhreppi. Hinn 29. okt. í haust, andaðist í Dölum í Fáskrúðsfirði uppgjafaprestur síra Stefdn Jónsson, er síðast þjónaði Kolfreyjustað, á áttræðisaldri, fæddur 23. apríl 1818 á Skeggja- stöðum í Norður-Múlasýslu, vígður 1844 kap- ellán til föður síns, Jóns prests Guðmunds- sonar á Hjaltastað, fekk Garð í Kelduhverfi 1855 og Presthóla 1862, en Kolfreyjustað 1874; lausn frá prestsskap fekk haun 1887. Ekkja lifir eptir hann, 4 synir og 3 dætur, — dæturnar giptar þar eystra, og synirnir 3, allir í bændastjett eða verzlunar. + Stefán prestur Jónsson. Deyja frændur, Deyja vinir; Mjög hefi’ jeg margs að sakna. Harmasögur Að höndum mjer Berast með hverju brjefi. Föður er jeg sviptur, Sviptur vini. Allt kemur senn að svinnum. Haust var í dalnum Hinnsta sinni— Nú næðir þar napur vetur. Hyrfi jeg aptur Heim í dalinn— Hvers myndi’ jeg hafa að sakna? Vinar, sem öllu Verulegu Fölskvalaust ástum unni. Hyrfi jeg aptur Heim í dalinn— Hvers myndi’ jeg hafa að sakna? Vinar, sem trúði Og vildi eigi Hið heilaga hafa að skopi. Hyrfi jeg aptur Heim í dalinn— Hvers myndi’ jeg hafa að sakna? Vinar, sem ávallt Með alúð rækti Og kærleika köllun sína. Hyrfi jeg aptur Heim í dalinn— Hvers myndi’ jeg hafa að sakna? Vinar, sem allt, er Var íslenzkt, virti, Væri það gott og göfugt. Hyrfi jeg aptur Heim í dalinn— Hvers myndi’ jeg hafa að sakna? Vinar, sem öllum Vinum sínum Og ættmönnum óbrigðull reyndist. Margt er það fleira, Er mætti’ jeg sakna: Skemmtilegs viðtalsvinar, Fróðs vinar, er Var frjáls í anda. Nú sdauft er um dali auða«. Grátið þó eigi, Gengins vinar Ættmenn og eiginkona ! Verkamenn guðs í verki dyggir Lifa og deyja í drottni. Bjarni Jónsson. Barðastr.sýslu vestanv. 21. nóv. »Veðrátta hefir allt haustið verið storma- og úrkornu- sömu, fram til veturnótta, eigi mjög stór- kostleg úrfelli, og allt af þíður. En þá tók að snjóa með nokkru frosti. Hefir þó ávallt tekið upp snjóinn í byggð annað kastið, því einlægir umhleypingar hafa mátt heita, og mesti rosi í veðri optast nær, bleytuhríðar, með ofsa-stormum á stundum, svo aptur frost á milli, svo allt hefir hlaupið i gadd og gler- ung, og beit orðið hálfslæm. Að eins dagur og dagur komið við og við, sem logn hefir verið og gott veður. Vikutíma, 9.—15. þ. m., var þó gott og stillt veður lengst af. Frost hefir aldrei mikið orðið, hæst 1. þ. m. -f- 5° B., en aptur optar nokkur hiti, mestur 21. f. m. 10° B. og 7° B. 13. þ. m. En þetta úrfella- og umbleypingasama tíðar- far hefir verið óhollt og afhrakasamt fyrir skepnur. þ>að er líka farið þegar að brydda á bráða- pest á sumum bæjum. Fiskiafli svo sem enginn í haust; helzt reitingur í Dölum; enda varla gefið nokkurn tíma. Hitasótt og kvef að stinga sjer niður á börnum, á sumum að líkindum barnaveiki, og úr henni líklega eitt nýdáið í Tálknafirði, en 4 liggjandi, allt á sama heimili. Heldur óhraustleiki á ýmsum fullorðnum líka, venju fremur, kvef o. fl. Strandasýslu sunnanv. 9. des.: það sem af er þessum vetri, hefir tíðarfar mátt heita gott; reyndar nokkuð óstillt á stundum, en stór-illirðra laust. Hagi hefir allt af verið nógur og nú sem stendur er næstur alveg auð jörð. Bosknu fje er ekkert gefið hjer enn, og ekki þörf á því, en lömb voru þar á rnóti tekin snemma á gjöf nfl. 2. nóvember- mán. víðast hvar. Kíghósti gengur hjer á nokkrum bæjum og leggt allþungt á börnin; fá börn hafa samt dáið úr honum enn sem komið er. Eyjafirði 2. desbr. »Fyrri helming sept- embermánaðar var hlýtt veður en rigninga- samt, en þá kólnaði veðrið og varð talsverð snjókoma á fjöllum og afrjettum og lítið eitt í byggð. Meðaltal hitastiga (Celsius) allan mánuðinn var + 5,38. Suðvestan veður eru hjer opt skæð í þessum mánuði, en nú var það ekki nema hinn 8. og urðu þó engar sjerlegar skemmdir að því. Bigningadagar voru 14 og snjódagar 4. Fyrri helming októbermánaðar var allgott veður, en fremur rirkomusamt. þ>á gerði norðauhret og snjóaði á fjöll. Vikutíma þar á eptir var gott og blítt veður; þá kom ann- að hretið og úr því voru óstillingar og snjó- koma töluverð. Meðaltal hitastiga allan mán- uðinn var + 0,61. Begndagar voru 6 og snjódagar 9. Fyrsta þriðjung nóvembermánaðar voru frost töluverð, mest -f- 17 stig; en þá hlýn- aði og gjörði hlákur, svo jörð var auð allan þennan mánuð. Veður var frernur stillt lengst af, en þó voru allmikil suðvestanveður hinn 18. og 19. og hinn 28. og 29. Meðal- hitastig þennan mánuð var -f- 1,44. Allan þennan tíma hefir átt verið lengst við suður. Menn urðu hjer varir víð jarðskjálptakipp kl. milli 9 og 10 um kvöldið hinn 22. Begn- dagar voru 6 en snjódagar 9. Grasvöxtur varð hjer í meðallagi eða fram- undir það og nýting allgóð, þegar á allt er litið, en þó varð heyskapur nokkuð enda- sleppur hjá mörgum sakir rigninganna í sept- ember; enda má varla kalla óskemmt það, er seinast náðist inn. J>ó má segja, að hey- byrgðir sje fremur í betra lagi, enda áttu flestir nokkuð eptir frá vetrinum á undan. Heimtur urðu allgóðar á endanum, þótt illa vióraði í fyrstu göngum, og fje mun hafa verið álíka að vænleik og í fyrra sumar, enda var víðast hvar, ef ekki alstaðar, í góðu standi í vor, er var. A bráðapest hefir nokk- uð borið á einstöku bæjum, en ekki má það almennt heita. Allar líkur eru fyrir því, að talsvert fleira fje hafi verið sett á í haust en í fyrra haust. Víst er það, að menn í þessu hjeraði hafa náð sjer mjög á þessum tveim seinustu ár- um eptir harðindabálkinn, einkum að því er sveitabændur snertir. Fiskiafli varð hjer nokkur seinni part sumarsins, en þó má hann eigi góður heita. Hins vegar öfluðu flest hákarlaskipin vel, og er þó óvízt, hvort sá atvinnuvegur er til gagns fyrir hjeraðið í heild sinni. Nokkuð hefir reitzt af síld í lagnet síðan um veturnætur. Mikið fluttist hjeðan af fje í haust, og voru menn almennt vel ánægðir með þá verzlun. Verð á tvævetrum sauðum (eldri sauði er hjer varla um að tala) var frá 17— 18,75 kr. og veturgamalt á 12 kr. að meðal- tali. Mikið kom af peningum fyrir þessa vöru, einkum af ensku gulli, svo flestir fjár-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.