Ísafold - 31.12.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 31.12.1890, Blaðsíða 1
Kemur ut á miðvikudögum og. laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan jíilíiriánuí ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema kornic sj« tllútgefanda fyrir t.okt. Af- greiðslust. í Aiistumtrreti R. XVII 104. Reykjavík miðvikudaginn 31. des. 1890 Hvernig stöndum vjer? ii. Vegagjörð er að vísu enn í bernsku á voru landi, en þó verður ekki annað sagt en að vjer sjeum teknir að vakna til meðvitundar um nytsemi góðra samgangna. Svo má kalla, að vjer sjeum nú fyrst á hinum síðustu ár- um farnir að leggja vegi, sem nokkur mynd sje á, síðan vjer fórum að fá leiðbeiningu útlendra manna í þeim efnum. Áður ljetum vjer hreppstjóra og sýslumenn skipa fyrir um slíkt,—en það er annað að vera hrepp- stjóri og sýslumaður en vegagjörðarmaður. Brúin á Jökulsá á Dal hefir verið endurbætt ekki alls fyrir löngu, ný brú gerð á Skjálf- andafljót og þar að auki nokkrar smábrýr a aðrar ár, og nú stendur til að fyrsta hengi- brú yfir eina mestu stórá landsins verði lögð á sumri komanda. En vegna stærðar lands- ins í samanburði við fólksfjöldann hljóta vegir vorir að verða dýrir að tiltölu, og naum- ast mun hægt að koma þeim í nokkurn veg- inn þolanlegt horf, nema töluvert meira fje sje varið til þeirra en gjört hefir verið hing- að til. Samgöngnrnar á sjó hafa tekið þeim endurbótum, að gufuskip fer fram með strönd- um landsins og kemur stundum inn á hinar helztu hafnir þrisvar a ári. Fyrsti málþráðurinn hefir verið lagður hjer á landi milli Beykjavíkur og Hafnarfjarðar, og er ótrúlegt annað en að fleiri muni á eptir fara innan skamms. í stað þess að stunda fiskiveiðar eingöngu á opnum skipum hafa nokkrir menn komið sjer upp þiljubátum, og hefir það borið flest- um þeirra jafnari arð en opnu skipin. En sá er galli a, að flest öll skip vor smærri og stærri eru óvátryggð og geta því skipskað- arnir komið æði hart niður á þeim, sem verða fyrir þeim. ]pað er enginn efi á því, að al- menningur gæti komið sjer upp þilskipum með því að ganga í hlutafjelög, þar sem kostnaðurinn er flestum einstaklingum ofvax- inn. Opnu skipin hafa tekið töluverðum endurbótum, og segl eru höfð á hverri fleytu, eem ekki var títt fyrir mannsaldri í sumum veióistöðum landsins. Til framfara sjávar- útvegsins má telja notkun lýsis og seglfestu- poka, sem líkíndi eru til að verði almenn áður en langt um líður. Aptur á móti kunna rnjög fáir sund, og virðist engin von að það komist í betra horf nema landsstjórnin taki það mál að sjer, og ætti þá að gera hverjum nýjum formanni að skyldu að hafa numið sund. Sjómannafræði hefir verið kennd hjer í bænum um nokkur ár, og nú er stýrimanna- skóli bráðum kominn á laggirnar. Fram á 18. öld var eingöngu flutt mjöl til landsins, en þá var fyrst farið að nota handkvarnirnar, og stöndum vjer enn víðast í sömu sporum og þá, og er furða, hvað vjer erum framtakslitlir með að fjölga mylnunum, slík þrælkunarvinna og tímatöf sem hand- kvarnamölunin er. Handiðnamönnum hefir fjölgað til muna upp á síðkastið, og hefir þeim töluvert farið íram í því, að gjöra smíðisgripi sína snotrari en áður var. Hélztu iðnaðarframför má telja þá, að vjer höfum fengið nokkra steinsmiði, 3em kunna að höggva grjót til húsagjörðar, og getur það orðið mikilsvert í skóglausu landi, þegar fram í sækir. Prentun og bókband hefir tekið miklum umbótum á fáum árum. Hraðpressur eru komnar í helztu prentsmiðjurnar, og sumir bókbindarar hafa fengið sjer vjelar til að ljetta að nokkru fyrir vinnu sinni. Land vort er ekki auðugt að þeim efnum sem úr jörðu éru grafin. Helzt hefir verið unnið að brennisteinsnámi, eingöngu af út- lendum fjelögam, en slíkt er hætt nú sem stendur, og sama er um kalknámuna 1 Esj- unni,—hvort sem það er eingöngu að kenna ókleyfum kostnaði eða að nokkru leyti ó- hagkvæmu fyriikomulagi. Laxveiðarnar hafa ekki enn þá skipað það öndvegi, er þeim ber gagnvart selveiðunum. Laxa- og silungsklaki því, er byrjað var á nokkrum stöðum fyrir fáum árum, virðist ekki hafa verið haldið áfram. Skyldi slíkt ekki vera sprottið eins mikið af hviklyndi, eins og fátækt, fyrir utan aðrar orsakir ? Æðarræktarfjelagið við Breiðafjörð má telja með mikilverðustu framförum á síðustu árum, og hefir þingið þar gripið í sama streng til verndar þeim bjargræðisvegi. Verzlunarvörur vorar hafa aukizt mjög á síðasta mannsaldri. Einkum hefir hrossa- og sauðaverzlun bætt að góðum mun úr pen- ingaskorti landsins, landsbankinn verið stofn- aður, söfnunarsjóðurinn og sparisjóðir að rísa á legg hingað og þangað smátt og smátt. 9- B ar d en f le t h, stiptamtmaður og konungsfulltrúi. II. (Síðari kafli). I staðþriggjamannastjórnarinnar, er Krieger hafði stungið upp á, lagði Bardenfleth það til, að stefnt væri saman helztu umboðslegum embættismönnum landsins á fundi við og við, þar sem ræða mætti í sameiningu framkomn- ar uppástungur og komast þá að ákveðinni niðurstöðu, er annars væri lítt vinnandi veg- ur eða þá ekki öðru vísi en með seinlegum brjefaskiptum. Á þann hátt gerði hann sjer von um að fá mætti meiri einingu í stjórn landsins, mismunandi skoðanir jafnast og stjórninni veitast tök á að ráða eitthvað af til fullnustu í mörgum mikilsvarðandi mál- um, er lágu á döfinni—segir hann. »|>étta ráð aðhylltist stjórnin fúslega, og sumarið 1839 koma helztu og skynbeztu embættismenn landsins saman í fyrsta sinn undir minni forustu; ætla jeg óhætt að fullyrða, að á þeim fáu samkomum, sem þessi embættis- mannasamkunda átti með sjer—því hún lagð- ist auðvitað niður þegar alþingi var sett á stofn—hafi mörg mikilsverð mál verið rædd og íhuguð og allvel úr þeim ráðið, svo að sum þeirra rnátti leiða til lykta þegar í stað, en sum fengu svo góðan undirbúning, að það greiddi mikið fyrir, er pau komu til umræðu á alþingi á eptir, er það kom saman í fyrsta sinn 1845. Opt bar mikið á milli skoðana manna á fundi þessum, og var, eins og gjörist, barizt fyrir ófgunum á báðar hliðar, en sann- eikurinn venjulega mitt á milli, og bar stund- um við, að þeir, sem börðust hver fyrir sinni skoðun, voru ekki sem samvizkusamastir í röksemdafærslunni«. Hann tjáir sig sjálfan hafa verið jafnan miðlunarmann af náttúru- fari, og bakað sjer stundum fyrir það ámæli fyrir fylgisleysi, en aldrei getað horfið fyrir það frá þeirri skoðun, að meðalhófið sje far- sælast. |>etta er það sem heitir í sögu landsins »nefndarfundur íslenzkra embættismanna 1839 og 1841«. Stofnun þessi stóð sem sje ekki lengur. Fundir stóðu 4 vikur hvort árið. Voru í nefndinni auk stiptamtmanns amt- mennirnir báðir (Bjarni Thorsteinsson og Bjarni Thorareusen), biskup landsins (Steingr. Jónsson), háyfirdómarinn (þ\ Sveiubjörnsson), Arni Helgason stiptprófastur og nokkrir sýslumenn : Páll Melsteð, er síðar varð amt- maður, Björn Blöndal, Jón Jónsson frá Mel- um og Stefán Gunnlögsson landfógeti. Bard- enfleth var eigi fundarstjóri nema fyrra árið; Hoppe hið síðara, hann var þá orðinn stipt- amtmaður. Snörpum deilum eða orðahnippíngum sjer eigi móta mikið fyrir í Nefndartíðindunum. En þau eru sýnilega eigi nema örlítið, dauft ágrip af umræðunum, og hnekkja því engan veginn þeirri sögusögn hins virðulega fundar- stjóra, að hinir hágöfugu embættisöldungar hafi haft það til stundum að spretta dálítið úr spori. Allt gerðist að luktum dyrum, og hafði almenningur því sem ekkert af fundar- mótum þessum að segja ; þau voru ekki efyrir fólkið«. Kappræður mun mega hugsa sjer helzt t. a. m. fyrra árið um flutning latínu- skólaus til Reykjavíkur, er allir nefndarmenn voru mótfallnir nema stiptamtmaður, háyfir- dómari og sýslumennirnir tveir (P. Melsted og St. Gunnlögsen), og síðara árið um al- þingisstaðinn, er þeir Bjarni amtm. Thorar- ensen og Jón sýslum. Jónsson vildu hafa á |>ingvöllum, en Blöndal sýslumaður á Bessa- stöðum ; hinir allir í Reykjavík. Vera Bardenfleths hjer varð endasleppari en hann eða aðrir munu hafa ímyndað sjer. Vorið 1840, er hann var búinn að vera hjer stiptamtmaður í tæp 3 ár, fekk hann eigin- handarbrjef frá Kristjáni konungi áttunda, þar sem konungur tjáir honum lát fyrirrenn- ara síns, Friðriks sjötta, er að bar 6. des. árið áður, og kvaddi hann jafnframt til þess embættis, að vera hirðstjóri hjá syni sínum, Friðriki konungsefni, er þá var verið að koma í hjúskap aptur, við þýzka prinzessu, Maríu frá Mecklenburg- Strelitz, er var miðkona hans fað varð þá að sitja í fyrirrúmi fyrir land- stjórnarembættinu hjer; sá var vilji konungs, er Bardenfleth ljet sjer eigi til hugar koma annað en hlýða viðstöðulaust, þótt honum þætti miður fýsilegt, með þvf hann þekkti hjóllyndi konungsefnis, enda fór svo, að hann

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.