Ísafold - 03.02.1892, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.02.1892, Blaðsíða 3
39 höfðu allir verið bólusettir á síðast þegar bólusetning fór þar fram, og einmitt sá ▼eiktist fyrst, er þá var eigi bólusettur (og kannske aldrei). Verzlun hjer eigi hagstæð í haust. Sauð- fje í mjög lágu verði, en útlend vara í háu verði. Var því alls ekkert fje selt hjer til útlendinga, en menn neyddust til að selja fje í slátur til kaupmanna. Manna á með- al því mjög mikið peningaleygi. Vörubyrgðir enn öflugar hjá Stykklshólms kaupmönnum, en engar í Ólafsvík, nema hjá kaupm. Jóni Árnasyni. Útlit fyrir mjög lágt verð á skepnum í vor. Blautfisksverzlun í Ólafs- ▼ík í haust eigi mikil. Sparisjóður Stykkishólms tekinn til starfa Bormaður hans er Sig. sýslumaður Jónss., fjehirðir S. Richter og skrifari Sæm. Hall- dórsson. Fyrsta sinni lagt inn 1 hann 100 kr. Framfarir annars hjer eigi mjög miklar, nema jarðabótavinna mest á síðastliðnu sumri, og mun verða haldið í horfi eptir- leiðis. Barnauppfrceðsla heldur á framfarastigi í öllum hreppum. Umgangskennarar með langflesta móti. Barnaskólar sömu og und- anfarið: í Stykkishólmi, Ólafsvík [og Sandi. f>ó er Breiðuvíkurhreppur á eptir f þessu sem öðru sumu, nema að barnakennsla mun vera við Stapa og Hellnan. Vestur-Barðastr sýslu 12. des. 1891. •Eptir hið ágæta sumar varð heyskapur hjá mönnum með lang-bezta móti, bæði að vöxtum og heygæðum, svo að allir munu vel undir það búnir að mæta vetrinum, sem til þessa hefir að mestu verið hagstæður og snjóaljettur, svo að enn er eigi farið að gefa fullorðnu fje að mun. Frost hefir verið mest 10 stig við sjó, en blindbylur af norðri að eins í 2 daga í þessum mánuði. Haustið varð ógæftasamt til sjósókna, svo lítið bættist úr aflateysinu frá vorinu; var þó fiskur nokkur fyrir á stöku stöðum, mest ýsa, en brim og umhleypingar því til fyrir- stöðu, að notað yrði. Með því jörð var al- þíð fram í nóvembermánuð, hefir talsvert verið unnið að jarðabólum í búnaðarfjelög- unum hjer, og verður því ekki neitað, að talsverður áhugi og framfarir í þessum efn- um eiga sjer nú stað í Yestur-Barðastr.- sýslu; þar er búfræðingur 1 hverjum hreppi og regluleg búnaðarfjelög í 4 þeirra; eru flestir þeirra, sem í búnaðarfjelög þessi hafa gengið, sjálfseignarbændur, allt minna um afreks-leiguliða í þeim efnum, enda er sú skoðun ríkjandi helzt til víða, að það sje eigi tilvinnandi fyrir leiguliða, að bæta á- býlisjarðir sínar, það sje að vinna öðrum í hag en eigin afkomendum, það sjeu einungis sjálfseignarbændurnir, sem upp skeri það, sem þar verður niður sáð og niðjarnir njóti verka þeirra handa á ókominni framtíð. þessi skoðun kann nú að lýsa talsverðri eigingirni, en það dugar ekki að skoða manninn öðruvísi en hann er, og þá mun reyndin jafnan verða sú, að hver er sjálfum sjer næstur. Bráðapestin hefir enn ekki gjört vart við sig að mun, nema vestur í Selárdal; þar er sagt að margt fje sje dautt úr henni. Aflalítið varð haustið, með fram vegna ógæfta. Matvöruskortur mikill í kaupstöðum, ekki fáanlegt út á askinn sinn, hvað sem í boði er. Lítil fyrirhyggja af kaupmönnum það. Ekki gleymdu þeir samt að hækka verðið á kornvöru þeirri, seni þeir áttu eptir þegar Thyra kom seinast. Hún gekk út samt, og þó að rneira hefði verið; því »neyð er engiun kaupmaður«. Slátursfje var í afleitu verði, og allt, sem innlent heitir, fremur dauflega þegið, — hið útlenda dýrt eða ófáanlegt. Skuldasúpan sívaxandi; þó má kannast við það, að ekki ganga kaupmenn hjer hart eptir skuldum sínum, nema helzt einn, sem ákærir bæði lifendur og dauða. Hvenær ætli við getum spilað upp á okkar spýtur?« •f Sunnudaginn 20. desember andaðist að heim- ili sinu Tungu í Gaulverjabæjarhreppi konan Kristín Bjarnadóitir eptir fárra daga legu. Hún var 72 ára. Maður hennar Bannes Einarsson lifir enn nær 80 ára; hann er nú búinn að vera nær 20 ár sjónlaus. þau votu í hjónabandi 48 ár og eignuðust 12 börn; þar af eru 6 á lífi. þau voru fyrir 6 árum hætt við búskap, og hafa sið- an verið hjá yngsta barni sinu, Guðmundi Hann- e9syni, sem þá tók við búi þeirra. Leiðarvisir ísafoldar. 961. Bóndi einn kaupir jörð að haustinu tiJ með þeim skilmála, að seljandi þá hafi landskulá hennar í næstu fardögum, og-hefir það auðvitaft áhrif á upphæð söluverðsins. Fyrir þessi kaup> er hann næsta vor eptir orðinn eigandi að meiru en 20 lindr. í föstu og lausu til samans. tíer honum þá í það sinn að greiða offur til prests? Sv.: Hann getur eigi færzt undan því, meó því svo er að sjá, að hann hafi orðið rjettur eig- andi jarðarinnar þegar að haustinu: því að þótt seljandi taki landskuld vorið eptir, er næst að lita svo á, úr þvi að það hafði áhrif á kaupverð- ið, sem landskuldin sje nokkurs konar borgun upp í jarðarverðið. 962. Jeg er hjónabandsbarn og er upp- alinn hjá vandalausum; og mjer gefið uppeldið’ en ekki foreldrunum, á jeg þá ekki uppeldi mitt inni i búinu eptir foreldra mína? Nú er búið að skipta fyrir nokkrum árum og var jeg þá f fjarlægð; get jeg nú ekki fengið leiðrjettingu þessa máls fyrir því, þótt svona standi á? og hverjir eiga að svara mjer uppeldi minu ? Sv.: Um leið og barn er tekið af foreldrum til uppfósturs fyrir ekkert, er framfærisskyldunni Ijett af þeim, enda þótt svo sje kallað, að barn- inu sje gefið fóstrið, og getur því barnið engan. veginn krafizt uppfósturkostnaðar síðar af þeim eða úr búi þeirra. Um leiðrjetting á skiptum, er uppfóstur, þar sem svo er ástatt, hefir eigi vetið tekið til greina, getur því eigi verið að tala, og engum ber að svara uppeldinu. f>að, sem eptir er af eigum hins sunn- lenzka síldveiðafjelags, sem er kr. 1,90 fyrir hvert hlutabrjef, greiðir undirskrifaður hluta- brjefseigendum úr því þessi mánuður er lið- inn. Reykjavík 25. janúar 1892. L. E- Sveinbjörnsson. Kaupfjelag. Kaupmenn þeir, er kynnu að vilja selja Kaupfjelagi Reykjavíkur vörur á yfirstand. ári, snúi sjer til stjórnar fjelagsins fyrirI6. þ. m. Rvík 2. febr. 1892. Sigfús Eymundsson. Sighv. Bjarnason. Halldór Jónsson. 40 sjer upp glaðlegt og vingjarnlegt yfirbragð, svo sem þeir væri frelsisenglar, er alls góðs mætti af vænta. þá snöri einn illvirkjanna, er ætla má, að verið hafi foringinn, sjer að henni, horfði hvasst í augu henni og mælti: »Er okkur óhætt að trúa yður? Er það full og föst alvara yðar, að vilja ganga f lið með okkur?« — »Já! Já! Víst er um það!« anzaði hún viðstöðulaust, og var svo sem fögnuður skini út úr augum henn- ar, og tókst henni svo að viuna bug á tortryggni þeirra. »Jæja! Gjörztu þá leiðtogi okkar. Annars má skrattinn trúa kvenn- fólkinu. En við verðum að eiga það á hættu í þetta sinn. En látið yður eigi detta í hug að svíkja okkur eða reyna til að forða yður, þvi það er ygar bráður bani, ef við verðum þess varir«. »þið skuluð þegar geta gengið úr skugga um, að mjer er hjartanleg alvara og þið eruð mjer innilega velkomnir gestir. þið skuluð ekki þurfa að hafa fyrir að leita upp gripi mína og gerseinar. Jeg skal vísa ykkur á þær«. Síðan greip hún ljós það, er næst var bendi, og fór mt með þessa ræningja- sveit úr einu herbergi í annað, lauk sjálf upp hverri hurð, opnaði hvern skáp og hverja hirzlu. Hún hjálpaði þeirn til að hirða það, sem fjemætt var í hverju hólfi og að búa um það. Hún var hin glaðlegasta í viðmóti, steig ljettilega yfir líkin á gólfinu, og yrti á ræningjana til skiptis, svo sem hún væri þeim gamal kunnug, og var boðin og búin til hvers, er þeir vildu. þá er ræningjarnir voru búnir að smala saman heilmiklu af peningum, gripum, klæðnaði og öðru fjemætu, bauð foring- inn þeim að buast til burtferðar. f>á greip barónsfrúin f hönd Snarræði. Barón v. R. varð að takast ferð á hendnr í nauðsynlegum erindagjörðum, er hlaut að standa nokkra daga, en baróns- frúin, ung kona og fríð, á tvítugsaldri, varð ein eptir heima f höll þeirra með þjónustufólki þeirra. Orstutt var frá höllinni til næsta þorps, og viðlíka langt stóð hún frá þjóðveginum,. Ekkert orð ljek á, að stigamenn hjeldust við þar í grennd. Annan dag að kvöldi eptir heimanför barónsins ætlaði barónsfrúin að fara að taka á sig náðir, en þá heyrði húm allt í einu ofboðslegt hark og háreysti í herbergi því, er næst lá svefnherbergi hennar. Hún kallaði þá inn þangað og spurði,. hvað á gengi, en enginn svaraði henni, og allt af varð báreyst- ið meira og meira. Hún smeygði sjer þá í kjól og lauk síðan upp hurðinni, til þess að sjá, hvað um væri að vera. En það var sfður en eigi geðsleg eða gleðileg sjón, er þar blasti við henni. Tveir af þjónum hennar lágu flatir á gólfinu, löðrandi í blóði, og margt var þar ókunnugra manna, er voru hver öðrum illilegri útlits. Erammi fyrir einum þeirra lá herbergisþerna frvxarinnar, er fallið hafði á knjebeð og beidd- ist vægðar. En í bili því er frúin lauk upp hurðinni, reið af högg og þernan fjell örend til jarðar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.