Ísafold - 06.01.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.01.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist emu siniii eða tvisvar í viku. Verð árg. (minnst 80 arka) 4 kr.. orlendis 5 kr. eða 1'/» doll.; borgist fyrirmiojanjúlímán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. UppsOgn(skrifleg)bundin vi6 aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroioslustofa blaÖB- ins er i Austurstrœti 8. XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 6. jan. 1894. I. blað. HOTEL TIL SALGL L. Jensens Hotel i Akureyri, som i 32 Aar har været drevet med Held, er, paa Grund af Eierens Död, til Salg, eller i Mangel deraf til Leie paa billige Vilkaar.— Om önskes kan alt Inventar, 2 Kartoffelhaver og „Tún", som aarlig giver c. 100 Heste Hö, fölge.—Reflecterende henvende sig til Faktor JOH. CHRISTEIYSEN, Akureyri. Árið sem leiö Mikil árgæzka yfirleitt til lands og sjávar, nema hvað austurskiki landsins (Múlasysl- ur og Þingeyjar) varð útundan. Hafís gerði að eins vart við sig á útmánuðum, en vann mjög lítið mein. Óþurkar talsverðir á á- liðnu sumri og umhleypingasamt í meira lagi framan af vetri, en endrarnær tíðar- far óvenju-blítt og hagstætt. Heyskapur því mikið góður yfirleitt. Aflabrögð fá- bær við Faxaflóa, og annarsstaðar sæmileg. Þilskipaveiði óvenjumikil. Verzlun þar á móti miðurgóð/innlend vara verðlág mjög^ einkum sjávarvara. Vesturfarir allmiklar, 8—900, þrátt fyrir árgæzkuna, enda und- irróður í mesta lagi og óhlífnasta 'af hálfu erindreka vestan að. Alþingi samþykkti stjórnarskrárbreytingu enn af nyju, en á- rangurslaust ócfað, og lauk við nokkur mál önnur meiri háttar, þótt mikið færi í súginn. f Helgi lektor Hálfdanarson. Hann andaðist 2. þ. mán. að kvöldi, eptir langa legu og þunga, 67 ára að aldri, fæddur 19. ágúst 1826, sonur síra Hálfdanar Einarssonar, síðar prófasts á Eyrí í Skut- ulsfírði (f 1866), Tómassonar prests að Grenjaðarstað, Skúlasonar, — og konu hans Álfheiðar Jónsdóttur prests hins lærða á Möðrufelli. Hann útskrifaðist úr Reykja- víkurskóla 1848, frá háskólanum í guðfræði 1854 með 1. einkunn, vígðist 1855 til Kjalarnesþinga, var prestur á Görðum á Álptanesi 1858—1867, kennari við presta- skólann 1867—1885, en síðan forstöðumað- ur skólans til dauðadags. Á alþingi sat hann nokkur ár. Kvæntur var hann Þór- hildi Tómasdóttur prófasts Sæmundssonar, er liflr mann sinn og börn þeirra mörg upp komín, þar á meðal síra Ólafur á Eyrarbakka, og Jón, háskólakand. í guð- fræði. Hann var landsins höfuðkennifaðir, bæði í orði og á borði, mikill gáfumaður og mikill lærdómsmaður, fyrirmynd að sið- prýði og vönduðu dagfari, trúmaður hinn mesti, skyldurækinn mjög og samvizku- samur.' í prcstsstöðu þótti hann ágætur kennimaður. Hann er aðalhöfundur hinnar nyju sálmabókar, er mikið lof heflr hlotið, og höf. barnalærdómskvers þess, er nú er nær eingöngu um hönd haft. TJpphaf kirkju- sögu gaf hann einnig út og nokkra smá- bæklinga. í handriti er og til eptir hann allmikið af guðfræðisfyrirlestrnm, sem mikið orð hefir af farið. „Framfarastefna" og „framfara- trú". Eptir Sœm. Eyjólfsson. »Það stóð á prenti« í blöðunum eigi alls fyrir löngu, að það væri auðsætt á því sem jeg skrifaði, að jeg hefði »megnustu vantrú á öllum framfaratilraunum nútim- ans«. Það er langt frá því, að mjer mis- líki þessi orð nokkuð, enda var greinin kurteislega og góðmannlega rituð, er orð þessi voru í. Jeg finn það og, að ummæli þessi eiga við nokkurn sannleik að styðjast. Það er ýmislegt í ræðum, ritum og athöfn- um landsmanna nú á tímum, er jeg hefl litla trú á. Hitt er eigi rjett, að jeg hafi »megnustu vantrú á öllum framfaratilraun- um nútímans«. Jeg þykist mega sjá margt í viðleitni manna nú á tímum, er til fram- fara miðar. Jeg hygg og, að jeg muni í þessu efni eiga sammerkt við flesta menn. Það mun vera fágætt að nokkur maður, sem athugar stef'nu einhvers tíma, hvort sem sá tími er liðinn tími eða nútími, að hann sjái þar eigi margt. er honum virðist ganga í ranga stefnu, svo sem hitt mun og vera fágætt, að hann sjái þar eigi ýmsa viðleitni, er hann telur líklega til þess, að mikið gott af hljótist. Í þessu efni hygg jeg að flestum mönnum eða öllum sje líkt varið og mjer. Það er eigi að marka þótt vjer verðum eigi varir við þetta í sumum »framfara-ritgerðum« í blöðunum, því að þar athuga höfundarnir alls eigi neinar stefnur, hvorki í nútima eða liönum tíma. Þeir eru eigi að atliuga • - þeir eru að eins að tala. Að vísu eru skoðanir manna mjög sund- urleitar, þá er um framíarir landsins er að ræða og um framfaraviðleitni landsmanna, því að einum sýnist það vera hamingju- vænt, er annar telur gagnslaust og skað- legt. Sumt í stefnu og viðleitni manna getur og verið svo vaxið, að eríitt sje að dæma um, hvort gott muni af því hljótast eða eigi. En í þeim höfuð-atriðum er mestu varða, mun þó eigi vera mjög erfltt að sjá það sem rjett er. Það er auðvitað, að þeir mega eigi kveða upp neinn rjettan dóm í þessu efni, fremur en öðru, er lítt eður eigi athuga, við -hvað þeir styðja dóma sína. Eigingirni og aðrar slíkar hvatir hafa einnig svo ríkt tangarhald á sumum mönnum, að þeim er þess varnað, að dæma rjett, þótt þeir annars væri færir til þess. Það er því skiljanlegt, þótt v.jer sjáum stundum deilur í blöðunum um þau ef'ni, er í raun og veru synast eigi geta verið nein ágreiningsefni. Vjer verðum að athuga marga hluti vandlega til þess, að geta fundið hvað það er, sem einkum má hefi'a þjóðina á hærra stig menningar og velmegunar. Það er eigi nóg að lesa einhverja »fram- fararitgerð« í blöðunum, og fá svo þaðan einhverja »skoðun« á framförum landsins. I blöðunum eru fluttar margs konar »fram- farakenningar«, og harla sundurleitar. Mjer kemur eigi til hugar að neita því, að opt sjeu margar góðar leiðbeiningar og hugvekjur í sumum blöðunum um hag og framfarir landsins, en vjer verðum að at- huga það sem vjer lesum um þetta efni. Vjer verðum að athuga, hvort það beri þess vott, að það sje ritað af þekkingu og einlægum áhuga á að bæta £hag al- mennings, og vekja athuga landsmanna á einhverjum mikilsverðum sannindum, er snerta hag landsins. Vjer lesum svo margar »framfararitgerðir« í blöðunum, er auðsjáanlega eru ritaðar af lítilli hugsun og lítilli þekkingu, og sumar þeirra bera eigi síður vott um viðleitni til að segja eitthvað, er lætur vel í eyrum al- mennings, en um hitt, að segja það sem satt er og rjett. Vjer þurfum að »rann- saka andana«, þá er vjer lesum blöðin, því að á þann hátt mega þau verða oss til leiðbeiningar á »framfaraveginum«, en að öðrum kosti er hætt við að þau leiði oss á glapstigu. Framfarir þjóðar vorrar eru háðar á- kveðnum lögum, svo sem allt annað. Vjer verðum varir við ýmislegt, er ávallt heflr stutt þjóð vora og eflt, og henni hefur liðið því betur, sem hún hefur átt meira af' því. Vjer þurfum eigi að efast í því, að þeir hlutir muni enn verða henni drjúg- astir, er ávallt hafa verið það áður. lvjer megum og vita það til víss, að| það sem hefur mest hafið aðrar þjóðir til þroska og menningar, það muni einnig mega hefja vora þjóð, Það er engum vafa bundið, að það stendur þjóð vorri einna mest fyrir þrifum nú, að hún srandar atvinnu sína með litlu meiri þekkingu en hún gerði á löngu liðnum öidum. Aðrar þjóðir hafa svo mjög aukið kunnáttu sína og þekkingu, að þær hafa »kastað ellibelgnum«, ef svo mætti að orði kveða, og stunda nú atvinnu sína með nýju lagi og nýjum kröptum. Ná- grannaþjóðum vorum hefir »vaxið ásmegin

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.