Ísafold - 06.01.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.01.1894, Blaðsíða 2
2 hálfu«, á síðari öldum, og fyrir því stönd-- um vjer þeim svo langt að baki. Vjer erum orðnir svo máttlitlir í baráttunni fyrir líflnu, — í samkeppninni við aðrar þjóðir. Oss vantar þann krapt, er mðttugastur er og sigursælastur í stríðinu og baráttunni fyrir hagsæld og velmegun. Því að eins má oss verða verulegra framfara auðið, að vjer leggjum alla stund á að afla oss sem mestrar kunnáttu í atvinnu-greinum vorum. Oss vantar kunnáttu í öllu. Vjer þekkjum eigi jarðveginn, sem vjer ræktum ; vjer vitum eigi, hvernig vjer eigum að rækta hann. Vjer kunnum eigi að nota hin aigengustu áhöld, er allar menntaðar þjóðir nota við þau störf, er vjer vinnum daglega. Nálega aliar vörur, er vjer höf- um öðrum þjóðum að bjóða, eru í afar- lágu verði, af því að oss vantar kunnáttu til að gera þær svo úr garði, að þær verði útgengilegar og boðlegar. Þjóðin getur eigi tekið framförum nema því að eins, að hún leggi miklu meiri stund á, að afla sjer kunnáttu og þekkingar á at- vinnuvegum sínum, en hún hefur gjört. Hvort sem þessi kenning er kölluð »aptur- haldskenning« eða eigi, þá er það víst, að hún er sönn. Það mun þó vera vegna þessarar kenn- ingar, að það hefir verið sagt um mig í blöðunum, að jeg hefði »megnustu vantrú á öllum framfaratilraunum nútímans«. Hvernig er þá þessum »framförum» varið, sem »frarafaramenni/rnir« eru að tala um, og hvernig er þeirra »framfaratrú«? Koma framfarirnar af sjálfu sjer, ef nógu mikið er um þær talað í blöðunum? Er »fram- förunum« líkt varið og hvalreka? Það ber opt við, að bvalinn rekur meöan bónd- inn sefur. »Framfarat,rú« sumra manna er full af hjátrú og hindurvitnum. í ritgerð minni »wt landbúnaðinn ísl. fyrrum og nú« talaði jeg, svo sem margir aðrir hafa gert, um þjóðrækni og ættjarð- arást í sambandi við framfarir landsmanna. Þjóðin verður að þekkja það sem hún á sjálf, hún verður að þekkja kosti og gæði landsins, og kunna að nota það. En þó er þetta eigi einhlítt; hún verður einnig að elska og virða allt gott sem hún á. Við þetta er hagur þjóðarinnar bundinn. Þar liggur hennar þroskakraptur falinn __ en hvergi nema þar. Sumum blaða- mönnunum þykir þessi kenning hneyxlan- leg. Það er skiijanlegt, að ritstjóri »Fjk.« hneyxlist á þessu; en hitt er undarlegra, hversu böfundi þeim farast orð, er ritar í 57. nr. Þjóðólfs f. á. um »tvær ólíkar stefn- ur«, þar sem hann þó virðist leggja alian hug á að segja það eitt, er hann hyggur satt vera og rjett. Hann segir, að gamla »apturhaldsstefnan«, sem jeg fylgi', eigi fáa opinbera formælendur; »en í kyrþey eru víst eigi allf'áir henni hlynntir«, segir hann, »einkum eldri menn, og mennramm- íslenzkir í anda«. Það lítur svo út sem þessi kenning sje svo hneyxlanleg í aug- um hinna ungu »framfaramanna«, að margir þeir, sem henni fylgja, fari leynt með það, til þess að verða eigi kallaðir »apturhaldsmenn« og »apturfaramenn«. Hvað sem öðrum líður, þá tel jeg mjerenga óvirðingu að því, að fylgja þessari »apt- urhaldsstefnu«. Jeg vil miklu heldur vera kallaður »apturhaldsmaður«, og það sje sagt um mig, að jegsje »islemkur í anda«, heldur en hitt, að jeg sje kallaður »fram- faramaður«, og það fylgi með, að jeg fyrirliti allt sem islenzkt er, þjóðerni og tungu, þjóðlegar bókmenntir og fræði, kosti landsins og atvinnuvegi, en trúi því, að framfarir landsins aukist og eflist, án þess nokkur elski, virði eður rækti þá krapta og þau gæði, er þjóðinni sjálfri fylgja og landinu. í einu atriði er það enn, er jeg hefl orð- ið sumum »framfaramönnum« til hneyxl- unar. Jeg hefi sagt, að efnahagur lands- manna hafi staðið með meira blóma á t'yrri öldum en nú á timum, og fært rök til þess. Þetta atriði skiptir að vísu eigi mjög miklu,"’ þá er talað er um framfarir og framfarastefnu nútímans; hitt er mest vert, hversu landsmenn standa að vígi í samkeppninni fvið aðrar þjóðir, og hve mjög þeir láta sjer annt um að fá jafnör- ugg vopn i bendur í baráttu lifsins sem aðrir menntaðir menn. Jeg hefi þó bæði sjeð þess merki í blöðunuin, og orðið þess var á annan hátt, að sumir eru mjög and- stæðir þessum samanburði mínum á efna- hag landsmanna fyrrum og nú. Það má öllum vera kunnugt, að íslendingar stóðu betur að vigi í samkeppninni við aðrar þjóðir fyr á tímum en þeir nú gera, og þetta eitt gerir það mjög líklegt, að efna- hagurinn hafl verið betri áður. Þetta er að vísu eigi full sönnun, en svo kemur sagan, og bendir einmitt til hins sama. Hún ber þess ljóst vitrii, a-ð sá tími hafl verið, að efnahagur landsmanna hafl verið miklum mun betri en nú. Þrátt i'yrir þetta eru þó þeir menn til, er segjast hafa þá »skoðun« eða þá »trú«, að efnabagur landsmanna hafi aldrei staðið með meira blóma en nú á þessum »framfaratím.a«. Hvaðan kemur mönnunum þessi skoðun og þessi trú? Það heflr engin áhrif á söguleg sannindi, hvað menn trúa eða vilja, en hins vegar er það undarleg »fram- farastefna«, að vilja láta það vera satt, að efnahagur þjóðarinnar hafi ávallt verið verri en nú. Jeg fæ eigi sjeð, að slík stefna beri vott um sanna framfaratrú, heldur um vesalmennsku og aumingjaskap. Þeir menn, er þessari stefnu fylgja, leita við að flnna þá huggun í fátækt og vesal- dómi þjóðarinnar nú, að henni hatt liðið enn þá ver áður; þeir leita við að flnna líka huggun sem karlinn, er sagði í ha.ll- ærinu: »Guði sje lof; — það eru þó aðrir' ver staddir en jeg«. Þaö lítur svo út sem þessir menn þykist efla manndómsanda í landinu með því að ala þennan hugsun- arhátt. Oss ætti að vera það ljóst, að miklir og margbreyttir kraptar liggja enn faldir og ónotaðir með þjóðinni, og margir kraptar ganga í ranga stefnu, er að miklu gagni mættu þverða. Yjer eigum svo margt, er vjer annaðhvort alls eigi notum, eða þá eigi nema til hálfs. Því segi jeg, að oss sje nauðsynlegt að afla oss kunnáttu og þekkingar til þess að geta fært oss þetta í nyt, og vjer þurfum að fá ást og traust á þessu öllu, tii þess að oss verði ljúft og kært að leggja rækt við það. Þetta er hinn eini grundvöllur sannra framfara, og við þetta hvílir framfaravonin, og sú von styrkist eigi lítið við það, að vjer vitum, að sú var tíðin, að landsmenn áttu við all- góðan hag að búa, því að þaðan styrkist sú von, að svo megi enn verða. Sje það satt, að hagur þjóðarinnar hafl aldrei verið betri en nú, og framfaravið' leitnin gangi í rjetta stefnu, og þjóðin noti vel og hyggilega sína eigin krapta og sín eigin gæði, þá getur framfaratrúin eigi átt heima í hugum landsmanna og hjört- um, heldur að eins á vörum »framfara- mannanna«. Bæjarstjórnarkosning. Kosinn var 3. þ. m. af hinum almenna gjaldendaflokki í bæjarstjórn Ólafur Ólafsson fátækrafull- trúi, með 105 atkvæðum af 131, er greidd voru alls. Hann hefði líklega fengið helm- ingi fleiri atkvæði, ef bærilegt hefði verið veður; en það var mesta hrakviðri, er kyrrsetti menn heima. Hin 26 atkv. dreif'ð- ust á 4. Þar á meðal marði W. 0. Br. kaupm.. því upp í — 16 atkv.! A mánudaginn 8. þ. mán. kjósa hinir hærri gjaldendur 4 menn í bæjarstjórn. Munu þeir almennt hafa í huga aðendurkjósa þá 3, er kost gefa á sjer, og bæta við sem 4. manni Eiríki Briem prestaskólakenn- ara. En lítið stoðar samt að hafa það í huga eða æskja þessara manna í bæjar- stjórn, ef' rnenn nenna ekki á kjörfund nema í bezta og blíðasta veðri, og jafnvel ekki þá. Þar með væri og aumleg fyrir- mynd gefln hinum lægri gjaldendum, sem sóttu að tiltölu margfalt betur fundinn 3. þ. m. Eða hvað lengi geta hinir búizt við að hafa vel nýta menn og mennt- aða í bæjarstjórn, ef þeir kynoka sjer við að leggja á sig ekki þyngri kvöð en það,. að bregða sjer upp í þinghús rjett sem, snöggvast einusinni 3. eða 6. hvert ár til þess að nefna nöfn þeirra, er þeir vilja trúa fyrir stjórn og umsjón bæjarmála og ætlast til að verji miklum tíma og kröpt- um til slíkra hluta án nokkurs endurgjalds? Kjósendur þessir ættu því ekki að láta ann- að um sig spyrjast en að þeir sæki almenni- lega fundinn á mánudaginn og verði sam- taka að kjósa þessa 4: Eirík Briem, H. Kr. Friðriksson, Dr. J. Jónassen, Síra Þórhall Bjarnarson. Dýrmaet er heilsan. Engum heilvita manni dettur í hug að bera á móti því, að heilsan sje dýrmæt, og aö án hennar sje iífið ekki einungis gleðisnautt, heldur jaf'nvel óbærileg byrði. Heilsan er í einu orði svo dýrmæt, að þeir sem hana hafa misst, af hverri helzt orsök sem það er, vilja gef'a f'yrir hana aleigu sína, hversu mikil sem vera kann. Og þó að mörgum verði hjálpað, er það samt æði-opt, að það er ekki á neins manns valdi, að hjálpa hinum sjúka til að fá heilsuna aptur. Honum getur ekkert hjálp- að, nema óvinur lífsins, dauðinn, eptir hryllilegar og langvinnar þjáningar opt og tíðum. Af þessu, sem öllurn er kunnugt, mætti ætla, að almenningur væri fljótur og fús. að grípa, þegar gef'st, hvort það ráð eða bendingu, sem vísindamenn hafa fundið upp og gert almenningi kunnugt, til þess að viðhalda heilsunni, eða koma í veg- fyrir sjúkdóma. En því miður heflr sorg- leg reynsla sýnt, að almenningur er yfir- leitt frámunalega skeytingar- og hirðulaus í þessu efni. Svo sem áþreifanlegt dæmi þessa held jeg mjer sje óhætt, að nef'na það, hve erfitt og seint heflr gengið að sannfæra almenn- ing um orsakir til hins voðalegu sjúkdóms,, sem nefnist sullaveiki, og að fá menn til að beita þeim varúðarreglum, sem til þessa.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.