Ísafold - 06.01.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.01.1894, Blaðsíða 3
3 hafa þótt tiltækilegastar, til að koma í veg fyrir sjúkdóm þennan. Jafnvel kvalafull- nr dauðdagi vina og vandamanna, sem og kröptuglega sannfærandi ritgjörðir um þett- að efni, hverju harni skiljanlegar, hafa ekki fyr en seint og siðar meir getað komið almenningi til að beita hinum nauð- synlegustu varúðarreglum, sem hvorki hafa þó haft mikinn kostnað eða erfiðleika í för með sjer. Auðvitað er öðru nær en að jeg tali þetta undantekningarlaust til allra; en jeg þori aptur á móti að fullyrða, að það eru ótrú- lega margir, sem eiga þennan eða þessu líkan vitnisburð með rjettu, og jeg held, það sje fyrst nú eða nýlega, að það geti heitið, að almenningur hjer um slóðir, sem jeg til þekki, sje í framkvæmdinni farinn að færa sjer í nyt þau ráð og meðul, sem upp fundin hafa verið til þess, að koma í veg fyrir sullaveikir.a. Sem betur fer held jeg nú að talsverður sigur sje unninn í þessu efni. Skal jeg í þvi sambandi geta þess, að fyrir tilhlutun okkar duglegu og að maklegleikum vinsælu embættis- manna, sýslumanns og hjeraðslæknis, var á síðasta fundi sýslunefndarinnar hjer i sýslu 13. f. mán. útbýtt í alla hreppa sýsl unnar svo nefndu »areJcadufti«, til þess að lækna hunda af bandormum, ásamt prentuðum leiðarvísi til þess að nota það, sbr. 44. tölubl. ísafoldar þ. á., og sýslu- nefndarmönnum hverjum fyrir sig falið að útbýta því meðal hreppsbúa sinna. Meðal þetta, sem bæði jeg og aðrir hjer í hrepp hafa reynt, hefir reynzt ágætlega eða með öðrum orðum bókstaflega eins og verkunum þess er iýst í leiðarvisinum — sem einnig er prentaður í nefndu blaði — ef í engu er breytt út af því, sem f'yrir er lagt. Jeg hef til að byrja með útbýtt meðaii þessu á almeunum hreppsfundi þannig, að tilteknir menn hafa tekið að sjer, að sjá um inngjöfina á 3—4 bæjum hver; og hafa þeir alls ekki talið eptir dálitla snúninga og fyrirhöfn; og yfir höf'uð hefir enginn hjer í hreppi (þ. e. Landmannahreppi) sýnt mótþróa í þessa ef'ni, en margir miklu heldur látið í ijósi talsverðan áhuga, eptir að þeir höfðu sjálfir sjeð hinar fljótu og góðu verkanir þessa ágætismeðals, er all- ir, sem reynt hafa, munu sækjast eptir að við hafa framvegis. Jeg het skýrt frá þessu til þess, að eynsla sú, sem fengin er í þessu efni, yrði sem fyrst almenningi kunn, með því að Jeg geri ráð fyrir því sem sjálfsögðu. að mörgum muni þykja mikið til þess koraa, að jafn ágætt og undra ódýrt með- al er fundið til þess að sporna við hinni voðalegu suliaveiki, sem hjer í sýslu og sjálfsagt viðar má heita stórkostleg plága. Hvarrnni á Landi 17. nóvember 1893. Eyjólfur Guðmundsson. Peningaforði heimsins segir forstöðu- maður peningasláttunnar í Washington muni vera 13,363 miljónir króna í gulli, 15,079 milj. kr. í silfri og 9832 milj. kr. í ótryggðum seðl- um. Hinn stærsti gimsteinn i heimi fannst í vor, 20. júní, suður i Óraníu-þjóðveldi í Afríku. Það er demant, sem vegur 9713/4 karöt, er 3*/2 þuml. enskir á lengd, 2s/i þuml. á breidd og 12/e á hæð. Hann er metinn á x/2 milj. pd. sterl., sama sem 9 milj. kr. Finnand- inn var Kaffaþjóðar og hlaut í fundarlaun 160 pd. stefl. og hest með reiðtygjum. Gróð- inn lenti mestur hjá demanta-kaupmanni ein- um, er gert hafði samning við námueigand ann, að kaupa af honum alla demanta, er þar fyndust, fyrir ákveðið verð hvert karat, hvort heldur þeir væru stórir eða stnáir, góðir eða slæmir. Náman, sem demant þessi fannst í, er kennd við bæinn Jágersfontein, og er de- mantinn nefndur J/igersfonteins-Excelsior. Hinn stærsti gimsteinn, er áður vissu menn til, heitir Kohinoor, og er eign Bretadrottn- ingar. Hann á að hafa vegið upphaflega 793 karöt, en var sorfinn þangað til og fégaður, að hann vegur nú eigi nema 106 karöt. Mesta hókhlaða í lieimi er sú er reist hefir verið nýlega í Washington, höfuðstaðn- um í Bandaríkjunum. Þar komast vel fyrir 5 milj. bindi. En ekki eru nema H/a milj. bindi í hinu stærsta bókasafni, sem nú er til, þjóðbókasafninu í Paris. íbúar Chicagoborgar voru fyrir 12 árum '/2 miljón, ert eru nú P/s miljón. Með sama vexti og viðgangi verða þar orðnar 4 miljónir eptir 6 ár. Þá má London fara að vara sig. Mesta frímerbjasafn í heimi er mælt að Rússakeisari muni eiga. Hann er mjög áfjáð- ur að safna brúkuðum frímerkjum. Safn hans er sagt meira en 2 mili. króna virði. Itífleg lagamannsþóknun. Fyrir nokkr- um árum fekk málfærslumaður einn í Ameríku 900.000 króna þóknun fyrir eitt »handarvik«: að búa löglega út stolnun eins verzlunarfje- lags, semja lög fyrir það o. s. frv. hús tii söiu í Yesturgötu. hentugt hvort heldur er fyrir handiðnamenn eða sjómenn. Nánara á af- gr.stofu ísafoldar. Orónir sjóyetlingar eru borgaðir háu verði i verzlun G. Zoega & Co. Hús til söln frá 14. maí lítið og þægilegt fyrir litla familiu með stórum og góðum kálgörðum. Skilmáiar góðir. Nánara á afgreiðslustofu ísafoldar. Dugleg vinnukona, sem er vön sveitavinnu og kann vel til ullarvinnu, getur fengið vist frá 14. maí næstkomandi. Nánara á afgr.stofu Isatoldar. Hálft steinhúsið „Bræðraborg4 * * * * * * * * * 14 er til sölu fyrir mjög lágt verð og með að- gengilegum söluskilmálum. Lysthafendur snúi sjer til kaupm. G. Zoéga & Co., Rvík. Dugleg vlnnukona getur fengið vist 14. maí 1894. Hátt peningakaup. Ritstj. vísar á. Vandaður vinnumaður getur fengið góða vist 14. maí 1894. Peningakaup. Ritst. vísar á. Nýr ogvel vandaður bær, liggjandi í Kapla- skjóli, tvikarmaður, með eldavjel í miðju og kjallara, er til sölu og getur verið laus 14. maí næstk. Bænum fylgir vel afgirt lóð 2 dagsláttur að stærð og þar í er góður kálgarð- ur, og töluvert búið að rækta til slægju. Lpp- sátur fylgir með vergögnum. Óvanalega væg- ir kaupskilmálar. Ritstjóri visar á seljanda eða umboðsmann hans. 4 menn til rekkju með þeirri meðvitund, að næsta kvöld mundu þeir einnig brenna sorp á götunum. Hið eina mótlæti lögreglustjórans var það, að geta ekki fengið samborgarmenn sína ofan af því, að skjóta á villigæsir, sem flugu yfir bæinn á kvöldin. Það, var sem sje bannað í lögreglusamþykktinni, að skjóta á^göt- unum. »Hefði það verið í einhverri smáþorpsómynd, þá læt jeg þflð vera«, sagði lögreglustjórinn; »en í jafnstórri borg og þetta er það hrein og bein óhæfa«. Samborgarmennirnir hlýddu á mál hans, kinkuðu kolli til samþykkis og svöruðu oh yes; en er hina ijósgráu flokka bar við kvöldroðann upp yfir borgimni, gleymdu allir heiti síriu, þrifn byssuna og tóku til að skjóta. Hann Davis, lögreglustjórinn, hefði auðvitað getað dregið hina seku fyrir dómarann, og hann Dasonville hefði vitanlega getað dæmt þá í lögákveðnar sektir. En hinir seku vora hans sjúklingar, dómarans, hvenær sem eitthvað gekk að þeim, eða með öðrum orðum, að hann var líka læknir þeirra, og þeir voru á sama hátt nauðleita- menn lögreglustjórans, hvenær sem þeir þurftu að láta gera við skóna sina. Fyrir því atvikaðist það einhvern veginn svo, að lögunum hætti við að verða svefnsamt. Já. Það var friður og spekt í Olíulindarborg. En eigi varð það sæluástand eilíft, fremur en endrarnær hjer á jörðu. Giptusamleg leikslok. Ameriks saga. Fyrir fimm eða sex árum fannst steinolíuuppspretta á einum stað í Nevada. Einhverjir gróðamenn voru eigi seinir á sjer að koma á legg hlutafjelagi til þess að fje- nýta þessa ábatavænlegu auðsuppsprettu. Voru færð þangað kynstur af vjelum, reist lms handa verkmönnum, staðurinn skírður Oiiulind, og á skömmum tíma var risin upp i auðn þessari dálítil nýlenda, allvænt húsaþorp með nokkrum hundruðum verkmanna. Tveim árum síðar var svo langt komið, að Olíulind hjet Oiíulindarbær. Það var og ekkert ofnefni, að kalla það borg. Þar var skóari, þar var trjesmiður, þar var járnsmið- ur, þar var slátrari og þar var læknir. Læknirinn var frakkneskur og hafði verið rakari heima á fósturjörð sinni, envarannars meinleysismaður, og er það frásöguvert um ameriskan skottulækni.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.