Ísafold - 13.01.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.01.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni •eoa tvisvar í viku. Vero árg- ¦(minnst 80arka)4kr.. erlendis B kr. eoa l^/a doll.; borgist íyrirmiojan júliman. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrineg)bundin viÖ aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroioslus.ola blaös- ins er 1 Austuratrœti H, XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 13. jan. 1894. Landsreikningurinn 1892. H,jer eru nokkur fróðlegustu atriðin úr þeim reikningi, er landshöfðingi hefir gert svo vel að gefa kost á að yfirfara í því skyni, þótt ekki sje endurskoðaður. Landsbúskapurinn hefir gengið mikið vel það ár, þótt eigi jafnaðist við árið 'þar á undan. Tekjuafgangurinn hefir verið í árslok(1892) 101,762 kr. Það er þriðja árið í röð, sem tekjuaf- gangur hefir orðið, og hann mikill. Fjögur ár samfleytt þar á undan var tekjuþurð, — tekjur landssjóðs miklu minni en útgjöld hans, en þar áður jafnan meiri eða minni tekjuafgangur, síðan er landið fór að eiga með sig sjálft. Annars er hjer yflrlit yfir 10 árin næstu á undan 1892: 1882-f 118,500 kr. 1887 -4- 114,700 kr. 1883 + 108,200 — 1888 — 46,200 — 1884-f 98.200- 1889^- 69,000- 1885_|_ 22,000— 1890+102,254 — 1886-^ 88,400— 1891+131,035 — Tekjurnar (1892) hafa orðið 54 þús. kr. meiri en f járlögin gerðu ráð fyrir, eða 590,000 i stað 536,000. Hafa tekjuliðirnir farið flest- allir fram úr áætlun, þessir mest: Ábúðar og lausafjár- Fjdnog Reikmnfíur skattur.....40,000 48,769 Útflutningsgjald af fiski og lýsi . . • 25,000 30,845 Aðflutningsgjald af áfengum drykk.jum 95,000 103,300 Aðflutningsgjald af tóbaki.....43,000 57,250 Aðflutningsgjald af kaffl og sykri . . 120,000 128,300 Tekjur af póstferðum 20,000 21,233 Tekjur af jarðeignum landssjóðs .... 26,000 28,878 Útgjöldin hafa og víða orðið minni nokkuð en við var búizt, nema hvað farið hefir til vegabóta 43,270 í stað 35,900. Spar- azt hefir alveg allur strandferðastyrkur, 36 þús., sem sje 21,000 til venjul. strandferða og 3000 kr. styrkur handa 5 gufubátum. Ennfremur hafa sparazt 1000 kr. til fyrir- hugaðra ránnsóknarferða Þorv. Thoroddsen. Af vegabötafjenu hefir verið varið nál. 32,300 kr. til vegagerðar á 5 stöðum: a) Ölfusvegurinn: frá Varmá að kr. Kögunarhól og austur með Ingólfsf'jalli 11,622 b) í Húnavatnssýslu: á Miðfjarðarhálsi, í Vatnsdalshólum og viðar .... 11,430 c) í Noröurárdal: í'rá Selöxl að Hvammsmúla..........1,245 d) milli Akureyrar og Oddeyrar . . 4,000 e) 'frá Gilsferju að Vaðlaheiði í Eyja- firði..............4,000 Innstœða viðlagasjóðs var í árslokin 866,890 kr.; hafði aukizt á árinu nm 44 þús. En útistandandi átti landssjóður nær 43 þús., nefnil. óinnkomnar tekjur, þar á meðal um 9000 í brennivínstolli, 7,600 í umboðsjarðatekjum, 6,300 í ábúðar- og :iausafjárskatti o. s. frv.________ 2. biað. „Gorgeirsmóðan". Landsyfirrjettardómur í máli milli meistara Eiríks Magnússonar og ritstjóra Isafoldar. Út af grein í blaði þessu fyrir 3 missir- um, með fyrirsögn: »GorgeÍ7'smóðan cam- bridgska«, reis hinn alkunni »meistari« i Cambridge, Eiríkur Magnússon, upp á nyj- an leik til að svala sjer á ritstjóra ísa- foldar (B. J.) með lögsókn, í sk.jóli sinnar erlendu ríkishelgi, er meinar hverjum manni hier að gera honum sömu skil í móti, hvaða óbóta-munnsöfnuð sem hann við hefir A prenti. Hann höfðaði málið í fyrra vetur fyrir bæjarþingsrjetti Reykja- víkur, með svofelldum smávægilegum íjett- arkröfum: að hann (ritstj. ísaf.), auk ómerkingar á meiðandi ummælum, verði dæmdur í sekt eða fangelsi fyrir þau; að hann verði dæmdur til að borga (til E. M.) 10,000 kr. í gulli(!) fyrir »tort« og á- litsspjöllun; að hann ver'ði dæmdur til að sæta hegn- ing fyrir »suppressio veri« og »suggestio falsi«; að hann verði dæmdur »in contumaciam« og sektaður eða settur í varðhald fyrir að hafa sýnt yfirrjetti »contumaciam« og rofið dómhelgi á E. M.; og að hann verði látinn greiða allan máls kostnað. Bæjarþingsdómur var upp kveðinn í mál- inu 27. apríl f. á. og ritstjóri ísafoldar sýknaður þar af öilum kærum og kröfum meistarans, nema að fáein ummæli um hann (E.M.) f'engu ómerkingardóm og honum þar af leiðandi dæmdar 20 kr. í málskostn- að frá stefnda. Með dóm þennan var »meistarinn« eitt- hváð lítillega óánægður og skaut honum því fyrir yfirdóm, með hinum sömu rjett arkröfum á hendar ritstjóra ísafoldar, og að því viðbættu, að hann stefndi undir- dómaranum, bæjarfógeta Halldóri Danícis- syni, til ábyrgðar fyrir dóminn samkvæmt 124. gr. hegningarlaganna, þ. e. til em- bættismissis og allt að 10 ára hegningar- vinnu(!) eða fangelsis o. s. frv. Yfirrjettur dæmdi malið 8. þ. m. og komst alveg að sömu niðnrstöðu sem und- irdómarinn hvað ritstjóra Isafoldar snertir, en segir um kröfuna um ábyrgð á hendur hinum (undirdómaranum), að fyrir henni sje »engin átylla«. Svo dœmdi og yfirrjett- ur meistarann (E. M.) til að greiða rit- stjóra Isafoldar 30 krónur i málskostnað fyrir yfirdómi. Meistarinn hafði og í sama máli stefnt fyrir meiðyrði í 5 öðrum blöðum ísafold- ar, frá 1890 og 1891; en þau voru löngu fyrnd, er hann hóf málssókn, og því und- anskilin allri ábyrgð í báðum dómunum. Um fyrnefnda grein í ísafold 4. júní 1892, Gorgeirsmóðuna, segir yfirdómur svo í á- stæðum sínum: —»þá er hún lýsing eða dómur stefnda (B. J.) um ritgjörðir áfrýj- andans (E. M.) um bankamál íslands, og þó að stefndi (B. J.) fari þar lítilsvirðandi orðum um ritgjörðir þessar og skoðanir þær, er áfrýjandin hefir látið þar uppi, þá varðar það eigi við lög, enda synir og greinin s.jálf, hvílikar fjarstœður ritgjörðir þessar [eptir E. M.] hafa inni að halda svo sem að landshöfðingi, rdðgjafi, þing- menn og ritstjórar landsins hafi gjört sam- særi við Gyðinga í Kaupmannahöfn um að svíkja í ágóða skyni allt ísland, með fyrirkomulagi bankans, í hendur Gyðinga eða Danmerkur. En að þvi leyti sem í greininni eru einstaka orð, svo sem »bíræfn- um rangfærslum«, sem geta talizt meið- andi fyrir áfrýjandann, þá hefir stefndi (B. J.) sannað, að áfrýjandi heflr við haft um hann áður í ritgjörðum sínum meið- yrði, sem geta jafnazt fullkomlega við hin umstefndu meiðyrði, svo sem» o. s. frv. (nokkur þeirra eru nefnd) — —. »Fyrir »tort og álitsspjöllun« er engin ástæða til að dæma áfrýjanda (E. M.) neinar skaða- bætur hjá stefnda (B. J.)«. Loks eru upptalin í dómsástæðunum ýms ummæli úr greininni frá 4. júní 1892, er »meistarinn« heimtaði dæmd dauð og ó- merk, en undirrjettur hafði ekki gert, og yfirdómur segir sömuleiðis ekki ástæðu til að dæma ómerk, svo sem: »jafnleirug hefir hún allt af verið [gorgeirselfan frá Cam- bridge], enginn sjeð þar botn, sjálfur meist- arinn sízt allra«; »sami leirinn bæði undir og ofan á, eintómur leir og froða«; »út- i-eiðin, sem hann bakaði sjálfum sjer, hin gjörsamlega kaffæring alls trausts og álits frá fornu fari«; »því meiri endileysu hefir enginn menntaður . maður óbrjálaður frá sjer látið nokkurn tíma«; »skyjatildur af fölskum Alyktunum, — hraparlegum mein- lokum«; »hefir verið sundur tætt fyrir löngu bæði i ísafold« o. s. frv.; »meinguð æru- leysis getsökum og smanaryrðum um flesta, er höfundurinn telur við riðna mál þetta, einkum »svikamylnufarganið«, er hann nefnir svo, landsstjórnina, alþingismenn og blaðamenn«; »lokleysum og óhróðri meistarans«; »allan sinn óhemjulega, gjör- samlega ástæðulausa óhróður«; »banka- •málsskömmum». (Leturbreytingar og (!) eru hjer settar, en eru ekki neinar í dómnum). — Fyrir báðum rjettum, undir- og yfir- dómi, ljet »meistarinn« leggja fram sókn- arskjöl eptir sjálfan sig, fei'knaianglokur, heila bók hvort um sig, mestallt rækilega útlistun á hinni alkunnu bankamáls- og póstávísanaspeki sinni, upptuggu af hinum víðfræguí!), mýmörgn ritgerðum hans um það efni síðustu 5—6 árin, þessu (meið- yrða-)máli vitanlega allsendis óviðkomandi, en þjóðráð til að lengja dónisgjörðirnar og' hina dönsku þýðingu þeirra handa hæsta- rjetti, er ganga má að vísa að »meistar- inn« láti fá mál þetta til meðferðar, áður lýkur, sjálfsagt með kröfu um að fá yfir- rjettinn dæmdan allan frá embætti og i tukthúsið fyrir dóminn, — eins og undir- dómarann (fyrir »vísvitandi ranglæti«!).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.