Ísafold - 13.01.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.01.1894, Blaðsíða 3
7 hægum boi'garstrætum. Yon er þótt víða sje pottnr brotinn til sveita hvað kosning- arskyldurækt snertir, svo langt og erfltt sem þar er opt á kjörfundi, þegar helztu menn í höfuðstaðnum sýna enn af sjer slikt fyrirmyndardæmi. Ekki fekk W. Ó. Br. kaupm. nokkurt eitt einasta atkv. í þetta sinn. Dönsk búnaðarsýning. í Bandarósi á Jótlandi á að halda í sumar, dagana 26. júní til 1. júlí, almenna búnaðarsýningu, bæði landvöru og sjóvöru, gripa á fæti o. s. frv. Þar verða og fyririestrar haidnir um ýms búnaðarmál. Það er gert ráð fyrir, að íslendingar taki þátt í þessari syningu, og er yfirkennari H. Kr. Frið- riksson kvaddur af syningarstjórninni um- boðsmaður fyrir Island. f Tónias Hallgrímsson, lœknaskólákennari. Ort á jóladaginn 1898. Snngió solo í kirkjnnni vi?) útförina af stúdent Ben. Gröndal. Daprast jól. Dró flrir sól. Hverflst ótt alda hjól. Frændi minn góði! Hve föl.er þin kinn! Fir var svo aldrei á burðardag þinn, Frelsarans fæðingartíð. Líkams bönd leist hefur önd. Hjartað kirt, köld þín hönd — líknsama höndin, sem læknaði sár, linaði kvalir og þerraði tár, stirðnuð og aflvana er. Blessuð tíð! Búið er stríð langt og strangt. Lausn er blíð. Heillaósk færi’ eg á fæðingarstund: Frændi minn, sofðu nú djúpværan blund, leistur frá þjáning og þraut. Drottins sól signi þín jól! Veiti oss öllum skjól, huggi og gleðji, og græði vort sár, geri oss farsæl hin komandi ár, geft oss gleðileg jól! Björn M. Olsen. Um þilskipaút^ðrð. Það er fátt, sem íslendingum heflr sárn- að meir um langan undanfarinn tíma en það, hvað útlendar þjóðir hafa verið nær- göngular við fiskiveiðar við strendur lands- ins, og það jafnvel inn á flskimiðum, og um leið hafa menn sjeð, hvað þjóðin er skammt komin á menningarstiginu, þar sem þeir hafa sjeð útlendingana ausa upp hinum feikna-mikla afla, án þess að hafa hin minnstu not af honum sjálflr; og þar sem Frakkar. Englendingar, Danir og Norð menn, sem um langan veg, mörg hundruð mílur, hafa þurft að ferðazt til að ná afl- anum, hafa haf't hag af sinni þilskipaút- gerð við ísland, þá hafa einstakir menn fundið til þess, að sú útgerð mundi ekki síðúr borga sig fyrir okkur sjálfa, oghafa Norðlendingar og Vestflrðingar gengið á undan öðrum með að koma á fót þilskipa- útveg, og hefir það komið í ljós, fað þil- skipaútgerð er miklu aflavænlegri ogtrygg- ari en bátaútgerð, enda hefir hún verið stunduð að miklum mun af landsmönnum hin seinni ár. Hinir helztu yfirburðir, sem hún heflr fram yfii' bátaútgerðina, eru, að aflinn er miklu vissari, og það svo viss, að nú hin síðustu 10—15 ár heflr hann aldrei brugð- izt að neinum mun, sem kemur af því, að þilskipin geta elt flskinn og náð honum hvar sem er við strendur landsins. Svo er og reynsla fyrir því, að þilskip, með tilteknum manna fjölda, hefir fiskað miklu meira, jafnvel helmingi meira en jafnmargir menn, sem róið hafa á opnum bátum, ef tekið er tillit til meðalárferðis. Einnig hefir þilskipaaflinn farið til muna vaxandi hin siðari ár, sem kernur af því, að menn eru því nær nyfarnir að stunda þá atvinnu hjer á landi og lærist það eptir því sem þeir venjast því. Það hafa þvi margir þá von, að hún fari hjer eptir vaxandi og að bátaútgerðin ryrni fyrir henni að nokkru leyti. Því það þykir sýna sig, að hún auki meir auð og velgengni landsmanna en bátaútgerðin. Hið helzta, er staðið hefir þilskipaút- gerðinni fyrir þrifum, eins og öðrum fram- kvæmdum, er fátækt landsmanna, og í sambandi við það vöntun á innlendri á- byrgðarstofnun. Því að þótt sjaldan hafl borið við, að skip hafi farizt af Suðurlandi, þá mundi fátækum mönnum verða hægra fyrir að eignast skip, ef þau yrðu sett í ábyrgð, því þá væru þau miklu betri eign. Þö það, sem jeg nú hefl talið, sje þil- skipafjölgun til fyrirstöðu, þá hefir einn agnúi nýlega myndazt, sem gerir sitt til í þá átt, og það eru Farmannalögin frá 22. marz 1890. Þó að þau hafl eflaust verið búin til í góðum tilgangi, þá er hinn sýni- legí ávöxtur þeirra ekki annað en stór- skaði fyrir útgerðarmanninn. Það hefir líklega heldur ekki verið tilætlun þings- ins, að þau næðu til skipa þeirra, sem stunduðu flskiveiðar, heldur að eins til þeirra skipa, sem væru eða kynnu að verða í förum landa á milli eða hafna á milli. En hvað sem því líður, þá hefir verið úrskuröað, að þau nái einnig til skipa þeirra, sem stunda flskiveiðar. Hvort nokkur þörf heflr verið á slíkum lögum, læt jeg ósagt. Það sýnist svo vera, að ráðning háseta á skip sje ekki þyðing- armeiri en vistarráðning eða aðrir við- skiptasamningar, sem vanalega eru gerðir skriflegir, en ekki staðfestir af lögreglu- stjóra. Ekki hefir það heldur heyrzt, að ágreiningur hafl orðið á milli háseta og skipaútgerðarmanna áður en þessi lög urðu til, enda má gera þá samninga skriflega og vottanlega, eins og aðra samninga, sem hafa fullt gildi. Það getur verið óþægilegur kostnaður, að vera skyldugur að láta lögreglustjóra skrásetja hvern mann. Ef t. d. skip ligg- ur tilbúið á laugardagskveldi, en vantar 1 eða 2 háseta, sem væri von að kæmi þá samstundis; því ef þeir kæmu ekki fyr en eptir kl. 7, þá má skipið bíða f'rá þeim tíma til kl. 9 á mánudaginn, einungis til þess að fá þessa menn skráða; og þó út- gerðarmaður ráði vinnumann hjá sveita- bónda á skip sitt, og, ef til vill, borgi hon- um kaupið fyrir fram, þá má maðurinn ekki fara út á skipið fyr en hann er sjálf- ur búinn aðjáta það fyrir skráning arstjóra og hver kjörin sjeu, sem hann, ef til vill, veit ekkert u.m, enda jafnvel varðar ekk- ert um. Kostur sá, sem menn haldið að lög þessi hefðu, er sá, að þau gerðu meiri reglu á skipinu og hlýðni meðal háseta en áður var. En það hefir, því miður, ekki synt sig enn. Aptur á móti hafa hásetar orðið heimtufrekari og útgerðarkostnaðurinn miklu meiri síðan en áður. Þar á mótj eru tæplega dæmi þess, að sektum eða begningu hafl verið komið f'ram gagnvart hásetum, þó þeir hafi til þess unnið, og það þó þeir hafl strokið af skipi. Löggjöfin hjer á landi gerir engum lands- mönnum eins erfltt fvrir eins og hún gerir þilskipaútgerðarmönnum með þessum lög- um, þar sem þeir eru skyldaðir til að brúka vissan skammt af tollskyldum vör- um, og það jafnvel áfengi, sem hvergi hefir góðar afleiðingar í för með sjer, og sízt hjá sjómönnum. Aðrir mega láta það liggja á sínu valdi, hvort þeir brúka tollskyldar vörur eða ekki, enda mun það ekki vera of mikið í lagt, sem einn skipaútgerðar- máður sagði, að það væri óhætt að meta lögin 300 til 400 kr. árlegan aukakostnað fyrir hvert skip, beinlínis og óbeinlínis, og er það allt of mikið fje, þegar talin eru saman öll þilskip landsins, ef lögunum annars er hlýtt. Beyndar heflr heyrzt, að sumir Vestflrðingar, og jafnvel fleiri, sjeu ekki bókstaflega fastir við þau, og er það að nokkru leyti náttúrlegt, þar sem þau geta verið ástæða til þess, að skip standi uppi, og margir, og það jafnvel lögfræð- ingar, álíta, að þau nái ekki til íslenzkra flskiskipa. En lög, sem ekki er hlýtt, eru verri en engin lög, og ætti að stryka þau burt hið bráðasta. Þilskipaformennirnir eru líka farnir að verða nokkuð erflðir útgerðarmönnum, þar sem þeir í seinni tíð margir hverjir eru ekki orðnir ánægðir með minna en 200 krónur um mánuðinn í kaup og premíu, auk fæðis, og sumir ekki ánægðir með það; því þó þeir sjeu vanalega duglegir menn, þá haf'a þeir ekki kostað miklu sjer til menntunar, þó flestir þeirra hafi lesið sjómannafræði 5—10 mánuði. Auk þess mundi lærdómur þeirra koma að litlum notum, ef í hafvillur bæri, þar sem fæstir þeirra hafa hin nauðsynlegustu mælingar- áhöld á skipinu. Það var því mjög ósann. g.jarnt af þeim, að vilja hækka kaup sitt þetta ár, þar sem flestir útgerðarmenn hafa haft skaða á útgerðinni. En þó að margir hafl haft skaða á út- gerðinni árið sem leið, sem kemur af hinu lága verði á fiskinum, ásamt þeim ástæð- um, er jeg hefl talið, þá er leiðinlegt, ef menn láta hugfallast með þilskipaútgerð- ina. Því þó að bátaaflinn hafi verið góð. ur árið sem leið, þá bregzt hann allt af þegar ininnst varir. Auk þess gefa þil- skipin af sjer árlega mjög mikla atvinnu, sem rennur inn í landið og einhverjir hafa gott af. Ef þar á móti fiskverðið er í meðallagi, svo sem 40—45 kr., þá er ekki vel á haldið, ef útgerðin borgar sig ekki með vanalegum aflabrögðum. Enda er illa farið, ef sú útgerð þyrfti að færast saman fyrir óþarflega afskiptasemi löggjaf- arvaldsins eða ósanngirni skipstjóranna. Guðmundur Einarsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.