Ísafold - 20.01.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.01.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einn sinni eða tvisvar í viku. Verð arg. <minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eöa l'/a doll.; borgist fyrirmiðjanjúlíman. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vib áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroiðslustofa blaðs- ins er i Aueturstrœti ts. XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 20. jan. 1894 3. blað. HOTEL TIL SALG. L. Jensens Hotel i Aknreyri, som i 32 Aar liar været drevet med Held, er, paa Grund af Eierens Död, til Salg, eller i Mangel deraf til Leie paa billige Vilkaar.—Om önskes kan altlnventar, 2 ILartoffelhaver og „Tún", som aarlig g-iver c. 100 Heste Hö, fölge.—Reflecterende henvende sig til Faktor JOH. CHRISTEIVSEN, Akureyri. IMauðsyn og nytsemi farmannalaga. Eptir skólastj. M. F. Bjarnason. I. Með því að greinin »Um þilskipaútgerð* í síðasta bl. snertir efni, sem mjer er nokk- uð kunnugt um, og efni bennar þarf ieið- Tjettingar við, þá leyfl jeg mjer að biðja yður, herra ritstjóri, að ljá þessum línum rúm í yðar heiðraða blaði. Hið helzta, sem höfundurinn (G. E.) segir að staðið hafl þilskipaútgerð vorri fyrir þrifum, er fátækt landsmanna, og skal jeg siðar tala rækilegar um það atr- iði; en svo hefir höfundurinn auk þess fundið einn spánnýjan agnúa, er sje þil- skipaútveg vorum til fyrirstöðu, og það eru farmannalögin frá 22. marz 1890. Sökum þess, að jeg þráfaldlega fekk tækifæri til, meðan jeg var skipstjóri, að horfa fram á það bersýnilega tjón, sem agaleysi, óregla og skeytingarleysi manna á þilskipum hjer við land hlaut að hafa í för með sjer, þá vakti jeg fyrstur máls á því, að reynt yrði til að bæta úr þessu, og var það gert með farmannalögunum, og flnn jeg mjer því skylt að andmæla ó- rökstuddum árásum á fyrnefnd lög. Það er næsta fljótfærnislegt af höfund- inum, að segja það, að lög þessi geri út- gerðarmönnum þilskipa stórskaða, og það því fremur, sem lögunum er enn ekki beitt eins og vera ber; og jeg þori að segja, að hann getur ekki komið með eitt einasta dæmi, ekki eitt einasta atvik, sem sýni,að farmannalögin standi þilskipaútveg vorum fyrir þrifum. Það vill svo vel til, að jeg hefi fengið tækifæri til, þótt iítið sje, að reyna þau, og sannfærðist jeg þá enn bet- ur um hið ómetanlega gagn, er farmanna- lögin hafa í för með sjer, og heíi jeg ekki lifað ánægjulegri stund úti á skipi en þann litla tlma, sem jeg hafði yfir löglega ráðn- um hásetum að segja; þá heyrðist aldrei nokkurt mótþróa- eða möglunarorð frá há- setum, og allir voru til taks á rjettum tírna, hvenær og til hvaða vinnu som þeir voru kallaðir. Þeir fáu af skipstjórum vorum, sem reynthafa lögin, og allir þeir, sem nokk- uð skynbragð bera á verkahring þilskipa, ljúka upp einum munni um það, að á engri rjettarbót hafi verið meiri þörf, og ekkert geti fremur stuðlað að framförum þilskipa- útvegsokkaren einmitt farmannalögin. Lög- gjafarvaldið á margfaldar þakkir skilið fyrir það, að hafa rutt greiða braut fyrir þilskipaútveg vorum með þessum ómiss- andi lögum. Það lítur út fyrir, að höfundurinn beri ekki rjett gott skynbragð á, hvaða þýð- ingu farmannalög hafa og í hvaða til- gangi þau eru búin til, þar sem hann segir: »Hvort nokkur þörf hefir verið á slíkum lögum, læt jeg ósagt«. Enda kem- ur hann hvergi við það atriði, sem lögin eru grundvölluð á. Það er m.jög einfalt, að skýra grundvallaratriði laganna fyrir honum, og sanna, að þeirra var brýn þörf, eins og líka hvað ber til þess, að skipa- eigendur geta ekki ráðið háseta á þilskip sín eptir öðrum lögum en farmannalögum. Tilgangur farmannalaga er fyrst og fremst sá, að veita skipstjóra fullkomna heimild til, að neyta þeirra krapta og vits- muna, sem hann er gæddur, sem og að koma í veg fyrir aila óreglu og skeyting- arleysi frá hálfu hásetanna, sem getur bakað útgerðarmanni óbætanlegt tjón. I annan stað tryggja lög þessi rjett háset- anna gegn skipstjóranum, ef hann á nokk- urn hátt misbeitir því valdi, sem honum er veitt sem skipstjóra gagnvart hásetum sínum. Farmannalög eru því ekkert »in- strúks« fyrir útgerðarmenn þilskipa, held- ur að eins fyrir skipstjóra og háseta. Lög þessi heimta fullkomin skil af báð- um pörtum. Af hendi hásetans alla þá hlyðni, trúmennsku og undirgefni, sem hann getur yfirmanni sínum í t.je látið; af hendi skipstjórans alla skilsemi, mannúð- lega umgengni og góða meðfc>,rð á há- setum. Nú skal jeg benda höfundinum A, hvort vjer munum ekki hafa haft fullkomna þörf á farmannaiögum. Aður en far- mannalögin öðluðust gildi, var, eins og flestum, sem þekkja til, er kunnugt, eng- inn háseti ráðinn á þilskip, aö minnsta kosti hjer á Suðurlandi, öðruvísi en samn- ingslaust, og sízt að nokkurn tím-a væri gerður skriflegur samningur. Þetta átti sjer stað líka & Vesturlandi á meðan jeg þekkti þar til. Hvað viðurgerning og kaup- gjald háseta snerti, hafði þetta í sjálfusjer ekki mjög mikla þýðingu, með því að lengi fram eptir voru færri skip og minni samkeppni en mi gerist, og þau 20 ár, sem jeg var við útveg herra G. Zoi;ga riðinn, heyrði jeg háseta hans aldrei kvarta um það, að ekki væri staðið í fullum skiium við þá með kaupgjald, og viðurværi var á hans skipum hið sama og nú gerist. Hvað gerzt hefir á öðrum skipum, ermjer ekki vel kunnugt um. En þrátt fyrir þetta leiddi samt af lagaleysinu megna óánægju, misskilning og framúrskarandi þrjózku meðal skipverja, og það bar til dögum optar, að|hásetarnir, margir hverj'ir, álitu það mesta ójöfnuð og jafnvel ósvífni, ef skipstjóri heimtaði af þeim það verk i skipsins |)arfir, sem þeim var ekki geð- feilt, og kvað svo rammt að yfirgangi há- seta á stundum, að þeir álitu sjer ekki skylt að halda vörð á skipinu, hvort held- ur var á höfnum eða úti á hafi, þegar þeim var goldið kaupið með helming þess fiskjar, er þeir drógu. Eins neituðu hásetar margopt að koma upp á þilfar, þegar þeir voru kallaðir, hvort heldur var til að draga fisk eða til annara verka, nema þeim væri það geð- fellt. Þegar komið var til lands þar, sem vinna, í skipsins þarfir, varð að fara fram á landi, þá voru þeir horfnir frá vinnu sinni áður en mann varði, og þegar þeir komu aptur, þá voru þeir meir eða minna ölvaðir og gerðu svo ekki annað en tafir og stundum uppistand meðal þeirra, sem voru að vinna, og kæmi maður á ókunnar haínir, þar sem var hægt að ná í ölföng, þá var bæði vanvirða og hneyxli, að verða að senda óreglusama háseta á land, og gat verið ábyrgðarhluti fyrir skipstjóra. Væri háseti sendur á land snöggva ferð, sem yarla var gjðrandi nema að yíirmað- ur væri með, og jafnvel þótt svo væri, þá var það algengt, að hásetinn sást hvergi, þegar fara átti út aptur. Væri háseta skipað að gæta skipsbáts við bryggju, þegar ókyrr var sjór, var það algengt, að hásetinn var stokkinn á burt þegar litið var af lionum augunum, og þegar að var komið, lá skipsbáturinn stundum fullur af sjó upp í íjöru, opt stórskemmdur eða hálf- brotinn, ef hann var á floti. Þegar átti að sigla út af höfn, einkum þar sem há- seti átti heima, bar það varla nokkurn tíma við, að ekki þyrfti að bíða eptir ein- hverjum háseta, þrátt fyrir það, þótt hon- um væri stranglega fyrirskipað, að koma á rjettum tíma. Og svo jeg reki enda- hnútinn á þetta með dálitilli áherzlu, þá ætla jeg að geta þess, að jeg vissi einu sinni til, að hásetar höfðu áformað að gera aðsúg að skipstjóra sinum og taka af hon- um raðin, út af mikilvægu mðlefni, sem kom fyrir á skipinu og var á ábyrgð skipstjórans eins; en sökum þess, að hann var einbeittur og hafði fylgi stýrimanns- ins, sem var röskur maður, þa komst á- form þeirra ekki nema á varirnar. Slíkur yfirgangur háseta varðar nú betrunarhúss- vinnu. Væi-i nú liáseti ávítaður fyrir athæfl sitt, og skipið var við land, þá gat skipstjóri átt það á hættu, að hásetinn gengi tafar-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.