Ísafold - 20.01.1894, Blaðsíða 4

Ísafold - 20.01.1894, Blaðsíða 4
12 Heiðruðum almenningi auglýsist hjer með, að jeg hefi nú fyrir- liggjandi mikið af tilbúnum karlmanns- fatnaði fyrir mikið vægt verð, svo sem hina alþekktu, vatnsheldu havelocks, er hafa má bæði fyrir vanal. yfirhöfn og regnkápu, frá 20 kr. til 26 kr. og þar yfir. Enn fremur vetraryfirfrakka, Ulstercoats, vetrarjakka, alfatnað á ýmsri stærð, staka jakka og vesti og buxur. Múffur þær og vetrarhanzkar, sem eptir eru, seljast nú 20 % ódýrra en áður. Enn fremur er saumakaup á fötum lægra nú en áður, þ. e. a. s. ef borgað er út í hönd eða með milliskript um leið og hið saumaða er afhent. H. Andersen. 16. Aðalstræti 16. Hjer með er samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 skorað á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi ekkjunnar Sesselju Þórðardóttur, sem and- aðist hjer í bænum 2. þ. m., að lýsa kröf- um sínum og sanna þær fyrir skiptaráð- andanum í Reykjavík áður en 6 mánuðir sjeu liðnir frá síðustu birtingu þessarar innköllunar. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 19. jan. 1894. Halldór Danielsson. í verzlun Jóns Þórðarsonar fæst salt- að sauðakjöt fyrir peninga og fisk; sömu- leiðis reykt kjöt, kæfa og smjör. Enn fremur rjúpa frá áreiðanlegum mönnum. Spikfeitt kýrkjöt í dag. Búnaðarfjelag- Suðuramtsins. Fyrri ársfundur fjelagsins verður hald- inn laugardaginn 10. dag næstkomandi febrúarmánaðar kl. 5. e. h. í barnaskóla- húsinu. Verður þar fram iagður ársreikn- ingur 1893 og rædd önnur inálefni fjelags- ins. Reykjavík 19. dag janúarmán. 1894. H. Kr. Friðriksson. Uppboðsauglýsiug. Þriðjudaginn 23. þ. m. kl. 12 á liád. verður opinbert uppboð haldið á Melstað á Bráðræðisholti hjer í bænum til að selja kindur, fola, ótaminn og nokkuð af góðu heyi (töðu), tilheyrandi dánarbúi Kristins Olafsonar. Söluskilmálar verða birtir áður en upp- boðið hyrjar. Bæjarfógetinn í Reykjavík 19. jan.1894. ] ,'g Halldór Danielsson. í gæi dag hafa tapazt 2 hvitar kindur önnur á 1. v., en hin á 3. vetur. Finnandi er beðinn að skila þeim til J. P. 1. Brydes verzlunar í Reykjavík. legur; ölæði fyrirlíta orðið flestir skynberandi menn. Stúkan heflr nú með veikum mætti komið sjer upp allstóru fundarhúsi. Að hjer komst á í fyrra vetur ábyrgð fyrir opin skip, kalla jeg stigið stórt spor til fram- fara; þess mun hafa verið áðurgetið í Isafold; þó ekki væri nema 37 skip í ábyrgðinni í fyrra vetur, 21 skip í vor og 12 í haust og sjóðurinn því ekki orðinn nema 62 kr. 66 a., er það hezti vísir og von um alvarlegt fram- hald. Sem betur fer heíir ekkert verulegt slys orðið hjer i ár. Nú missum við okkar góða lœkni og lista- mann Björn Ólafsson til Reykjavíkur, en við lifum í þeirri von að við fáum einhvern góð- an aptur, því hingað til höfum við einatt ver- ið svo heppnir að fá hvern lækninn öðrum betri, þó þeir haíi ekki sloðað hjá oss lengi<; mun það ekki oss að kenna, heldur því að þeim heflr boðizt annað betra: hærri laun. Prestskosning fórfram í Stykkishólmi (Helgafellsbrauði) 19. f. mán. og varð síra Sigurður próf. Gunnarsson á Valþjófsstað hlutskarpastur. Hann fekk 47 atkv. af86, er kosningarrjettar neyttu, en 116 voru alls á kjörskrá. Síra Sigurður próf. Jens- son í Flatey hlaut 32, öll úr Stykkishólms- sókn, og sira Helgi Arnason í Olafsvík (settur prófastur) 7 atkv. Kjörfundur átti að vera daginn fyrir, en var frestað sakir illviðris, samkvæmt fyrirvara i kjörfundar- boði prófasts. Miklir flokkadrættir voru á undan kosningu þessari og æsingar af hálfu nokkurra fylgismanna umsækjenda. Skúla-málið. Landsyfirrjettardómnum í því er áfrýjað til hæstarjettar snemma i þ. mán. Skiptafundur í fjelagsbúi eand. phil. Ásmundar Sveins- sonar og konu hans Guðrúnar Pjetursdótt- ur verður haldinn á bæjarþingsstofunni í Reykjavík föstudag 26. þ. m. kl. 12 á há- degi. Verður þar lögðfram skrá yfir tekj- ur og skuldir búsins, til athugunar og úr- skurðar. Settur 8kiptaráT)andi i búinu, Hafnarf. 19. jan. 1894. Franz Siemsen. í ensku verzluninni fást góðar skozkar kartöfiur — 8 kr. tunnan, ekta hveiti — 12 aura pundið. Epli. Laukur. Citroner. Pickles. Jerseylíf. Vefjargarn, hvítt og mislitt. Fataefni. Ljerept. Milliskyrtuefni og margs konar vefnaðarvörur. Virðul. almenningi utan Reykjavíkur auglýsist, að pöntunum verður eigi sinnt nema gegn borgun fyrir fram, eða þá að hlutaðeigandi hafi umboðsmann hjer, er jeg geti átt við. Jeg treysti mjer ekki til að láta föt hjeðan af nema gegn borgun út í hönd. Verðið skal verða 10 % væg- ara. Virðingarfyllst H. Andersen. 16. Aðalstræti 16. Hjer með er samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 skorað á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi Kristins bónda Ólafssonar, sem andaðist 9. þ. m. á Melstað hjer í bænum, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skipta- ráðandanum í Reykjavík innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar innköllunar. .. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 19. jan. 1894. Halldör Daníelsson. Proclama. Smkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla þá, sem telja til skulda í dánarbúi Guðmundar Bjarnasonar frá Melrakkadal í Húnavatnssýslu, er ljezt síðastl. sumar á Brimbergi í Seyðisfirði hjer í sýslu, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Norður-Múlasýslu inn- an 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar innköllunar. Skrifstofu Norður-Múlasýslu 13. des. 1893. Einar Thorlacius. Jörðin Reykhólar í Barðastrandarsýslu fæst til kaups með góðu verði og góðum afborgunarskilmálum. Hún er einhver bezta og mesta jörð landsins, sem framfleytir um 1000 fjár og 20 nautgripum, auk margra hrossa. Túnið er því nær allt rennisljett. Selveiði er þar mikil bæði vor og haust (um 200 kópar að meöaltali á ári), svo og dúntekja og kofnatekja. Jörðunni fylgja margar eyjar, þar sem, auk æðarvarps, eru slægjur miklar af töðugæfu heyi og vetrar- beit svo góð, að þar ganga venjulega sjálfala allan veturinn um 100 lömb og um 20 folöld og tryppi. Svo fylgja og jörðunni eyjan Stagl- ey í Bjarneyjaflóa20 hr. að dýrleika, og jörðin Barmar. Menn snúi sjer til undirskrifaðs. Reykhólum 3. jan. 1894. B.jarni Þórðarson. Hjer með auglýsist, að höfuðbólið Ingj- aldshóll, 36,8 hndr. að dýrleika, í Nes- hreppi utan Ennis, og jörðin Saurar, 10,5 hundr. að dýrleika, í Staðarsveit, fást til ábúðar í næstkomandi fardögum. Þeir sem vilja fá ábúð á jörðum þessum semji við umboðsmann Arnarstapa- og Skógar- strandarumhoðs Einar Markússon í Ólafs- vík f'yrir lok næstkomandi febrúarmánaðar. ^Jörðin Vatnsendi í Skorradal erj til ábúðar í næstu fardögum. Jörðin er að nýju mati 26,8 hundr.; hefur töðuvöll góð- an og beitiland ágætt. Semja má við Þorbjörn Ólafsson á Steinum í Stafholts- tungum um ábúð nefndrar jarðar. L.jós.jörp hryssa 2, vetra mark : stýft bæði eyru, er í óskilum. Eigandi vitji hennar að Laugarnesi og borgi áfailinn kostnað. 18, jan. 1894. Gísli Björnsson. Seldar óskiíakindur í Garðahreppi í Gullbr.sýslu 1893: 1. Hvítt geldingslamb: stútrifað, biti fr. h., hálft af apt. v. 2. Grátt gimbrarlamb: blaðstýf't, ogstandfjöður apt. h., hófbiti apt., standfj. fr. v. 3. Hvítur lambhrútur: sýlt í hálft af fr., biti apt. h., tvístýft ír., biti apt. v. 4. Hvít lambgimbur: tvístýft apt. h., stúfrifað, biti apt. v. 5. Svartbotnóttur lambgeldingur. hamarskorið, biti fr. h., sýlt, biti fr. v. 6. Hvítt geldingslamb: sneitt fr. h., stýf't v. Hver sem sannar eignarrjett sinn að ofan- greindum kindum, fær hjá undirskrifuðum það sem honum ber af andvirðinu til næsta manntalsþings. Hysjum 31. desember 1893. M Brynjólfsson. Nýbýlið Óskot í Mosfellssveit fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Góðar engjar og hagbeit (300 hesta heyskapur í með- aiári). Semja má við Finnboga Árnason á Iteykjum sem fjárhaldsmann hins ómynduga eiganda Guðmundar Kláussonar. Hjólhestur (Cycle), dálítið brúkaður, er til sölu fyrir mjög vægt verð. Ritst.’ vísar á. Veðurathuganir í Rvík, eptir Dr. J. Jónassen jan. Hiti (á Celsius) Loptþ.mæl. 1 (millimet.) | V eðurátt A nótt. | um hd. fm. | em. | fm. | om. Ld. 13. + 1 + 1 741.7 744.2 [0 b 0 b Sd. U. — 3 — 1 751.8 756.9 0 b 0 b Md. 15. — 2 0 756.9 756.9 0 b A h b Þd. 16. — 1 0 756.9 756.9 0 b 0 b Mvd. 17. — 6 — 2 756.9 756.9 0 b 0 b Fd. 18. — 8 + 3 756.9 749.3 0 b A h b Fsd. 19. Ld. 20. 4 — 6 + 2 741.7 744.2 741.7 0 b 0 b N hv b Blæja logn undanfarna daga og optast heið- skírt og fagurt veður; fór að gola á norðan síðari part dags h. 19. I morgun (20.) logn hjer og bjart veður. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentsmi&ja íaafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.