Ísafold - 27.01.1894, Side 1

Ísafold - 27.01.1894, Side 1
Keraur út ýmist eum sinni eða tvisvar í viku. Yerð árg. (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. e?ia l1/* doll.í borgist fyrir mibjan júlímán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn(skrifleg) bundin vií* áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroibslustofa blabs- ins er í Austuratrœti ö. XXI. árg Reykjavík, laugardaginn 27. jan. 1894 1 4. blað. Vesturheims-sælan. Norskt blað í Amoríku, Slcandinaven, gef- ið út í Chicago, fiutti i liaust svolátandi grein, sem þýdd er í »Austra« og mörg- nm mætti að góðu verða: »Það er nú í fyrsta sinni á síðusta 30 ára tímabili, að þjóðflutningurinn gengur burt úr Norður Ameríku. Öll skip hjeðan úr álfu hafa í sumar vmrið troðfull af út- flytjendum til Norðurálfunnar. Síðasta laugardag fór gufuskip til Genúaborgar, troðfullt af burtflytjendum, og á bryggj- unum mændu þúsundir manna á eptir skip- inu, sem ekki höfðu getað fengið far með því fyrir rúmleysi. »Agentarnir« fyrir gufuskipalínunum segja, að i sumar haii helmingi fleiri flutt sig burtu úr Norður-Ameríku, heldur en inn í landið. Það eru harðindin og atvinnuleysið, sem veldur þessu fádæmi í sögu landsins. Menn hafa misst alla atvinnu nú sem stendur, og það eru litlar horfur á því, að þetta muni svo fljótt breytast til batnaðar, og svo flytja menn til gömlu átthaganna aptur. Þeir, sem heim fara, eru að eins þeir, sem geta keypt sjer fargjaldið. Það eru þeir starfsmenn, sem hafa grætt fje hjer vestra, sem nú fara burtu. Nú missir því Norður-Ameríka marga af nýtustu íbúum landsins og mikið fje með þeim, sem allt fer aptur heim til Norðurálfunnar. Og þó heidur innflytjendastraumurinn áfram, þrátt fyrir það, þó að hinir efnaðri fyrri innflytjendur yflrgefl landið sökum atvinnuskorts. Margir þessara innflytjenda eru ekki sjálfbjarga, og koma hingað til þess að fá sjer og sínum atvinnu. Og hvað hitta þeir svo h.jer fyrir? Bæi fulla af atvinnulausu fólki, fólki sem dæi úr hungri, ef því ekki væri lagt hjer annaðhvort úr fátækrasjóði eða ef góðgjarnir einstakir menn hjeldu eigi í því lifinu«. IMauðsyn og nytsemi farmannalaga. Eptir skólastj. M. F. Bjarnabon. II. Höf. segir: »að kostur sá, sem menn hafl haldið að lög þessi (þ. e. farmannalögin) heföu, sje sá, að þau gerðu meiri reglu á skipunum og hlýðni meðal báseta en áður var; en það hafl því miður ekki sýnt sig enn«. Nú heflr höf. rekið sig óvart á, þar sem með þessari athugasemd er gefið í skyn, að regla og hlýðni meðal háseta hafi ver- ið mjög ábótavant, og játar þannig sjer ó- afvitandi þörf farmannalaganna. En höf. getur naumast ætlazt til þess, að tilgangi laganna hafl enn þá fyllilega orðið náð; því eins er um þessi lög og önnur, að menn verða bæði að hafa vilja og vit á, að færa sjer þau rjettilega í nyt; en slíkt lærist, ekki allt i einu, heldur smámsaman, og þá fyrst ber að kveða upp fullnaðar- dóm um lögin í heild sinni. Það ætti hverjum manni að vera ijóst, að farmanna- lögin geta ekki fyllilega náð tilgangi sín- um, nema þeim sje beitt afdráttarlaust af öllum skipstjórum, og svo framarlega sem skipstjórarnir erú menn vaxnir stöðu sinni, þá munu lögin gera hið tilætlaða gagn, og Jeg' það það beina skyldu hvers útgerðarmanns, að krefjast þess af skip- stjóra sínum, að hann að öllu leyti fram- fylgi lögunum. Þilskipaútgerðarmönnum ætti að vera manna mest um það hugað, að komið verði á góðu skipuiagi á skip- um þeirra, þar sem þeir eiga mest á hættu, ef mikil óregla og agaleysi á sjer stað meðal hásetanna. Útgerðarmennirnir geta haft mikil áhrif á skipstjórana suma hverja í því efni, því sje útgerðarmanni ekki geð- fellt að farið sje eptir lögunum, sem jrví miður hefir átt sjer stað hjá fleirum en höf. áminnztrar greinar, þá geta þeir, sem svo eru sinnaðir, talið allan kjark og dug úr lítilsigldum og ósjálfstæðum skipstjór- um, jafnvel þótt skipstjórinn ætti að vita, á hvers ábyrgð það er, og jeg þykist vera viss um, að það á, ef til vill, mikinn þátt í, að lögunum heflr enn ekki verið beitt eins og vera ber. Hver skipstjóri, sem jeg hefi átt tai við, og hafl hann eigi jafn- framt verið útgerðarmaður, heflr kannazt við nytsemi farmannalaganna; og ekki að eins skipstjórarnir, heidur líka þeir háset- ar, sem lögunum heflr verið beitt við, vilja ekki vera án þeirra; og það getur verið efamál, hvort nokkur nýtur háseti fáist nú til að fara út með þilskipi, nema hann sje löglega ráðinn; því, eins og eðli- legt er,i kjósa ástundunarsamir hásetar helzt að lögunum sje beitt, því í lagaleysinu verða þeir fyrir mestu skakkaf'allinu; þá lendir sú vinna á þeim, sem hinir trassa- fengnu vani’ækja, og þetta veldur opt óá- nægju og óspektum meðal háseta; en með lögunum er slíkt fyrir girt, sje þeim beitt. Og það er bersýnilegt, að vjer fáum yfir- leitt ekki verulega góð yfirmannsefni, fyr en farmannalögunum er beitt alvarlega og almennt; því sá sem aldrei heflr lært að hlýða, verður aldrei f'ær um að stjórna öðrum. En hlýðnin er það, sem einna mest ríður á að innræta þjóð vorri, og þá ekki sízt sjómannastjettinni, en það er al- veg ókleyft, nema lögunum sje hlýtt af æðri sem lægri. Því er ver og miður,. að skipstjórar hafa allt of víða látið hjálíða að beita því valdi, er lögin heimila þeim, til þess að koma á góðri reglu og skipulagi á skip- um sínum, en þó hefir sá trassaskapur ekki náð til allra skipstjóra, því jeg veit fyrir víst, að lögunum var að öllu leyti beitt á skipum i'ei ra G. Zoega & Co. og skipi þeirra Engeyinga árið sem leið, og munu hlutaðeigendur bezt geta um það borið, hvort lögin hafa ekki fylliiega náð þar tilgangi sínum. Það er því ekki rjett, sem höf. segir, »að tæplega sjeu þess dæmi, að sektum hafl verið komið fram gagn- vart hásetum«, því tveir hásetar af skip- um herra G. Zoéga voru sektaðir, annar fyrir að hafa flutt brennivín um borð i leyflsleysi, en hinn fyrir óhlýðni, og auk þess voru, eptir sögn skipstjórans, tveir hásetar af sama skipi kærðir munnlega fyrir lögreglustjóra, annar fyrir að hafa strokið af skipinu, en hinn fyrir óráð- vendni; en hvaða refsingu þeir hafa hlotið er mjer ekki kunnugt; enn fremur var einn háseti af skipi þeirra Engeyinga sekt- aður fyrir óhlýðni. Viðarrekamál. Landsyfirrjettur dæmdi 22. þ. m. í máli milli sýslumannsins í Skaptafellssýslu f'yrir hönd hins opinbera og eigenda og umráðamanna reka(jaranna í Hvamms- og Dyrhólahreppum (Halldórs Jónssonar, Ólafs Pálssonar og um 20 ann- ara) út af uppboði á viðarreka. Hafði sýslumaður selt rekann sem landssjóðseign, en bændur mótmælt. »Málinu háttar svo, að nálægt miðjum síðastliðnum febrúarmán. rak upp á fjör- ur í Leiðvallar-, Alptavers- og Hvamms- hreppum í Skaptafellssýslu nokkuð á ann- að hundrað tylfta af samkynja söguðum plankavið; enn f'remur mastursbútur 9 ál. (í Leiðvallarhreppi), bugspjótsbrot 15 ál. (í Álptavershreppi), smáfleka og brot nokkur úr skipi. Síðustu daga marzmánaðar næst á eptir og í byrjun aprílmánaðar barst aptur á land í of'annefndum hreppum, svo °g í Dyrhólahreppi, mjög mikið af planka- við og nokkur skipsbrot. Auglýsti þá sýslumaður, hinn stefndi, uppboð á vog- rekum þeim, sem rekið höfðu, í Meðallandi 13. apríl, í Álptaveri 14. s. m. og í Mýr- dal 17. s. m. Á uppboðinu, sem haldið var í Loptsalahelli í Mýrdal, risu bændur (áfrýjendurnir) upp og mótmæltu þvi, að tiinbrið yrði selt til handa hinu opinbera, en gerðu tilkall til þess sem eigendur fjar- anna, er timbrið hafði rekið upp á. Úr- skurður uppboðshaldara fór í þá átt, sem að framan er f'rá skýrt, nefnilega að greirnl- um mótmælum gegn sölunni var hrundið. Aðalspurningin í máli þessu, sem að eins snertir umgetinn reka að því leyti sem hann bar upp á fjörur í Hvamms- og Dyrhólahreppum, er sú, hvort það er rjett álitið í hinum áfrýjaða úrskurði, að reka þenna beri að heimfæra undir og með- höndla eptir 1. gr. í opnu brjefi 4. maí 1778, sbr. lög um skipströnd 14. jan. 1876, 4. og 22.—25. gr., en ekki, eins og áfrýj- endurnir hafa kraflzt, eptir 2. og 3. gr. nefnds opins brjefs, sbr. op. br. 2. apríl 1853. Það virðist mega ráða af málinu, að plankareki sá, sem rak í tjeðum hrepp- | utn og var alls um 80 tylftir, hafi eigi

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.