Ísafold - 27.01.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.01.1894, Blaðsíða 3
15 Forngripasafnið 1893. Alls heflr safnií) á þessu ári aukizt um rúm 200 einstakra gripa og tilheyra þeir búniugum karla og kvenna, húsbúnahi og ýmsum öðrum áhöldum utan stokks og innan. Nokkrir menn og konur hafa orðið til þess að gefa safninu gripi og sýnt með því veg- lyndi sitt og ræktarsemi við sainið; gefendur voru: Eirikur Eiríksson, vinnum. í Hólabrekku við Itvík: 2 eirpeninga. Ólafur F.yjólfsson, skólapiltur frá Flatey: Brot af einhverju stein- tóli. Olafur Sveinsson, gullsmiður í Rvík: Sessu og sessuver, floslinda og gamlan lykil. Sigurður Gunnlaugsson, yngissveinn í Rvík: Eirpening. Frú Olina Vigfússon í Rvík: Inn- sigli. Dr. J. Jónassen í Rvík: 21 franskan eirpening og 1 silfurpening. Jón Jónatansson, vinnumaður á Laugalandi í Eyjaflrði: Gam- alt istað. Sigurður Jónsson, hóndi á Drafla- stöðum í Fnjóskadal: Altarisklæði fornt með myndum, spjald af altaii og annað úr milli- gerð kórs og framkirkju. Þórður Stefánsson> hóndi i Snæhvammi í Breiðdal: Steinker frá fornöld, 3 nisti eða dálka, pjötlu úr grænum vefnaði oghrossbein; allt fundið í jörð. Svein- björn Árnason, yngismaður á Oddsstöðum, nú í Ameríku: Silfurpening. Grímólfur Olafs- son, hóndi í Mávahlíð, nú í Ameríku: Rúm- fjöl. Magnús Sigurðsson, hóndi í Hrauntúni i Biskupstungum: Blað af tígilknífi, fornlegt. Grímvr Gíslason, óðalshóndi í Óseyrarresi: Gjarðarhringju úr eiri, fornlega Georg Pjet- ursson, yngissveinn i Rvík: Eirpening. Árni Árnason, hóndi í Höskuldarnesi á Melrakka- sljettu, nú í Ameríku: Hárgreiðu frá fornöld. Frú Sigurborg Olafsdóttir í Flatey: Hringju úr látúni frá fornöld og 2 hnappa. Til jafnaðar hafa 7 manns skoðað safnið hvern dag, er það hefir verið opið, en auk þess hefir fjöldi ferðamanna, innlendra og út- lendra, fengið að sjá það á öðrum tímum. Pálmi Pálsson. Þilskipaafli á Bildudal sumarið 1893. ö M o- C s° CK5 k w Sö H cr K cn? Sö Q << c* & p od o *-< 09 cu o w 5* p Þ °' p © Q 5 co œ D o Q D* ö M » CO CD g" X » ' s o o o 2 Q O' P V o W V & 2. g crc ö ö' CO ÍO O ö ^ ^ 05 tO ^ CO L L L L L L L L 3 ö ö O. ö >1 Q o D •<} œ C. p 'o 2s co Oð 52 10 cn o» 05 ^ to 'bo 8 8 8 8 tO i-1 CD OO CD tO IO H- C5> to -vl to oi to to S 82 to {rr fc to ^ 05 05 if. hD 05 * Q tO O O tO 05 p O to <X> -<l 05 05 5 CD «<1 OD SS sg 8B B, g . p? £ g* oo o# 05 Pi Jarðræktarfjelag Eeykjavikur. Að alfundur Jarðræktarfjelags Reykjavikur var haldinn 20. þ. m. Forseti skýrði frá fram- kvæmdum fjeiagsins og jarðahótum fjelags- manna næstliðið ár, og nema þær rúmum 1500 dagsverkum, eða framt að helmingi minna en árið á undan, sem aðallega mun stafa frá hinum góðu vertiðum hæði vor og haust. Varnargarðar, tvíhlaðnir úr grjóti, höfðu verið lflaðnir 476 faðmar; varnarskurðir skornir 429 faðmar, fram- ræsluskurðir 7823 fet, lokræsi 142 faðmar, matjurtaieitir nýir teknir upp 3819 □ faðm- ar, eða fullar 4 dagsláttur, og þúfnasljett- ur 6491 □ faðmar, eða fullar 7 dagsláttur. Fimmtíu dagsverk og þar yfir höfðu unnið : Einar hóteihaidari Zoöga 141 (var og hæst- ur í dagsverkum 1892), Sturla kaupmaður Jónsson 117, Árni Gíslason póstur 114, Þor- steinn Tómasson járnsmiður 87, Magnús Benjamínsson úrsmiður 67, Signý Gunn- iaugsdóttir á Grímsstaðaholti 53 og Hann- es Erlendsson á Mel 50. Búfræðingur Gisli Þorbjörnsson haföi vor og haust verið í þjónustu fjelagsins. Fjelagsmenn voru árið sem leið 106 að töiu, og átti fjelagið í sjóði 970 kr. 40 a. Um 800 kr. hafði árið sem leið verið varið til að kaupa fyrir 2 hesta og hey handa þeim og ýms jarð- yrkjuverkfæri. Fjeiagið á meðal annars 4 sleða með norsku lagi og áfestum kössum, 1 vagn, 1 pióg, 1 heríi og 2 vallarkvarnir. Auk hinna 2 hesta, sem fjeiagið á, hefir það 2 aðra vísa til leigu. Fyrir afnot hesta og verkfæra, sem fjelagsmönnum er iánað fyrir mjög væga horgun (shr. ísaf. XX, 67), fjell til fyrir síðustu mánuði árs- ins rúmar 60 kr. Byrjað var á þvi á stöku stað, að plægja maturtagarða, og reyndist það hinn mesti verksparnaður. Samþykkt var, eptir uppástungu fjelags- stjórnárinnar, að kaupa í ár nýjan plóg og 1 vagn. Sömuleiðis var samþykkt, að verja allt að 200 kr. til að leigja verkamenn með húfræðingnum til að vinna ókeypis að jarðabótum hjá nokkrum fátækum fje- lagsmönnum, er fjelagsstjórnin með ráði 2 manna. er hún sjálf kýs, áliti þess mak- legasta. Stjórninni var eins og að undan- förnu veitt heimild til að verja allt að 50 kr. til verðlaunaverkfæra. í fjelagsstjórnina voru endurkosnir yfir- kennari H. Kr. Friðriksson og prestaskóla- kennararnir Eirikur Briem og Þórhallur Bjarnarson, og sömuleiðis endurkosnir end- urskoðuuarmenn ritstjóri Björn Jónsson og yfirdómari Jón Jensson. Leiðarvísir ísafoldar. 1318. Vitskertur maður er bundinn svo ó- gætilega, í heilan sólarhring, að hann er skemmdur á háðum höndum eptir, — krepptur og máttvana, getur enga björg sjer veitt, þótt með ráði sje. Hverju varðar slíkt? Sv.: Það mun geta varðað fangelsi eða sekt- um samkv. 209. gr. hegningarlaganna. 1319. Jeg er yfirsetukona, en er þó vinnu- kona hjá öðrum og hefi 40 krónur í föst laun úr sýslusjóði. Nú leggur niðurjöfnunarnefnd- in á mig 4 kr. útsvar. Ber mjer að greiða þetta allt, eða nokkuð, af ekki hærri launum? Sv.: Löglegt er það fyililega, að nelndin hefir lagt á spyrjanda. Hún má leggja á vinnu- hjú, ef henni virðast þau hafa »efni og ástandi til (lög ð/i 1880, 1. gr.J. Þyki spyrjanda út- svarið bátt, getur hún kært það fyrir sýslu- nefnd. En litlar líkur virðast vera til að það hrífi, þar sem spyrjandi hlýtur að hafa eitt- hvert vinnukonukaup, í útlögðum eyri eða öðru- vísi, sje hún í íaun og veru vinnukona, auk hinna föstu yfirsetukonulauna og auk ljós- móðurþóknunar þeirrar, er henni gelzt þegar hennar er vitjað til sængurkvenna. 1320. Hvað mundi segjast á þvi, ef hjer- aðslæknir gegndi ekki, þegarhans væri vitjað til konu í harnsnauð í hans umdæmi og hreitði sig ekki hót fyr en eptir langan tíma (3 klukku- stundir), heldur sæti kyrr í samsæti, máske við vin ? Sv.: Læknir sá mundi að minnsta kosti fá mjög harða áminningu hjá yfirboðurum sínum, ef kært væri, þótt ekkert hefði orðið að sök, en ella þunga hegningu, jafnvel embættis- missi, ef ekkert hetði sjer til málsbóta. 1321. Er það lögum samkvæmt, að leggja aukaútsvar á einn vinnumann i hreppi, þar sem í hreppnum eru 10 vinnumenn aðrir og þeim ekkert útsvar gjört að borga? Sv.: Já, ef þessi eini vinnumaður hefir þeim mun meiri efni og hetri ástæður en hinir, að rjettlátt sje að gera þannigupp á milli þeirra. Annars liggur útsvarið undir yfirúrskurð sýslu- nefndar. Hjer með er samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 skorað á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi ekkjunnar Sesselju Þórðardóttur, sem and- aðist hjer í hænum 2. þ. m., að lýsa kröf- um sínum og sanna þær fyrir skiptaráð- andanum í Reykjavík áður en 6 mánuðir sjeu liðnir frá siðustu hirtingu þessarar innköllunar. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 19. jan. 1894. Halldór Danielsson. Hjer með er samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu hrjefi 4. janúar 1861 skorað á aila þá, er telja til skuldar í dánarhúi Kristins hónda Ólafssonar, sem andaðist9. þ. m. á Melstað hjer í hænum, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skipta- ráðandanum í Reykjavík innan 6 mánaða f'rá síðustu hirtingu þessarar innköliunar. Bæjarfógetinn í Reykjavik, 19. jan. 1894. Halldör Danielsson. P r j ó n a v j e 1 a r, með heztu og nýjustu gerð, seljast með verksmiðjuverði hjá Simon Olsen, Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn. Eptir vjelum þessum er mikil eptirspurn, af því, hve traustar og nákvæmar þær eru, og að þær prjóna alls konar prjónles jafnt úr smáu sem grófu bandi. Vjelar þessar má panta hjá P. Nielsen á Eyrarbakka, sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna og veitir ókeypis tilsögn til að brúka þær. Hjer á íslandi eru einkar hentugar vjelar með 124 nálum, sem kosta 192 kr. do. — 142 — — — 230 — do. — 164 — — — 244 — do. — 166 — — — 280 — Verðlistar sendast þeim, er þess æskja. Undirboösauglýsing’. Á síðasta sýslunefndarfundi ísatjarðarsýslu var Alyktað, að verja skyldi aílt að 1000 kr. til vegagjörðar á svokölluðum Dag- verðardal, norðanvert við Breiðadalsheiði hjer í sýslu. Ætlazt er til, að vegurinn verði 5 álna breiður og upphækkaður, sem og, að byrjað verði á vegagjörðinni þegar á næstkomandi vori. Samkvæmt þessari ályktun sýslunefnd- arinnar og fyrirmælum síðasta amtsráðs- fundar Vesturamtsins, auglýsist hjer meö, að undirboð á vegagjörð þessari verður haldið hjer á skrifstotunni laugardaginn þ. 31. marzmánaðar næstkomandi. Sýslumaðurinn í ísafj.sýslu 25. nóv. 1893. Lárus Bjarnason, settur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.