Ísafold - 03.02.1894, Side 1

Ísafold - 03.02.1894, Side 1
ííemiir út ýmist einu sinni eða tvisvar í viku. Yerð árg. (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða l1/* dolló borgist fyrir miðjan j úlímán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(ski if'eg) bundin vi’ áramót, ógild nema komir sje til útgefanda fyrir 1. októ berm. Afgroibslustofa blabs* ins er í Au8tur8trœti XXI. árg Reykjavík, laugardaginn 3. febr. 1894. 6. blað Ræðubrot til ritstjóra „Þjóðó!fs“. Frá Þorláki í Fifuhvammi. Ekki þarf að óttast ástæður hjá ritstjóra »Þjóðólfs«, þegar hann á í deilum við ein- hvern, því hann er manna fátækastur af þeim. Hins má heldur vænta, að hann sendi stór orð eða dylgiur. Það er fögur játning, sem hann nú gerir 1 4. tbl. »Þjóðólfs«, að hann hafi ekki hugs- að, þegar brúarflugan flaug ofan í hann, að hún mundi valda honum jafnmikils geigs og nú er raun á orðin. Hann getur ekki neitað því, að hann er sá fyrsti og eini, sem hún heflr ofan í farið. Þvi það ■er fyrst þá, þegar roparnir úr honum fóru -að skemma friðarloptið, að menn tóku til máls, þó ekki jeg fyr en hann hafði opt- ar en eitt sinn dregið mitt naf'n inn í deilu þessa Það lítur út fyrir, að hann hafl langað til að fá mig til að sparka á móti sjer, til þess að geta sýnt mikilmennsku sína á mjer, gráhærðum á grafarbakkan- um. »Ungur má, en gamall skal«; en ærsl eru ekki vísari gömium en ungum. Það er mjer greiði, að hann bendir mjer á það, sem »Árnesingurinn« segír í 58. og 59. tbl. »Þjóðólfs« f. á. Það er auðsjeð, að sú grein er ekki úr ritstjórans penna. Þessi maður segir fleira en það, sem ritstj. slítur út úr sambandf við það, sem á eptir kemur, nefnil. að leggja á eitthvað ann- að en landbúnaðinn; en hann bendir ■ekki á, hvað það á að vera. Það er auðsjeð, að hann vill hjálpa ritstjóranura og breiða yfir þessa fávíslegu uppástungu; en það er ekki unnt að gera. Hann segir líka: »þó að það sje sanngjarnt, að þeir, sem á ein- hvern hátt nota brýrnar, borgi gæzluna«. Og viðvíkjandi tollunum segir hann: »Jeg hygg, að þeir næðu aldrei tilgangi sínum, heldur mundi tollgæzlan, sem hlyti að verða afar dýr, gleypa alla tollana ogmeira til«. Enda bendir hann á, að afnema mætti bitlingana(þar á meðal þá einnig landsskjala- safns bitlinginn, sællar minningarl). Þessi rödd úr Árnessýslu er því, að öllu yfir- veguðu, miklu fremur á móti ritstj. en með. Þó að honum þyki ástæður mínar ekki mikilsvirði, þá duga þær á móti honum, því að hann hefir enga þeirra hrakið og getur það aldrei, en er nú allt af að leiða vitni með mínum málstað; því að hann játar, að sýslubúar haíi vitað þegar fyrir fram, að þeir yrðu eitthvað af mörkum að leggja til gæzlunnar. »Þjóðólfur« sjálfur flytur brjef úr Biskupstungum í 1. og 2. tbl. þ. á., þar sem lýst er ánægju yfir gjörðum þingsins og sjerstaklega minnzt á brúargæzluna með sanngirni og rjettsýni, og er það þó eins og nú stendur sá hrepp- ur i Árnessýslu, sem fjjærst liggur beinum afnotum af brúnni. Hefði nú ritstj. upp- haflega skoðað málið eins og þessi maður gerir, þá hefði það valdið honum minni ógleði en nú er orðið. Hann bregður mjer og þingmönnum Rangæinga um óskiljanlegan hringlanda. Þessi orð benda til þess, að hann mundi verða ekki síður tilslakan- legur og sjeður í samvinnunni á þingi en hann hefir sýnt sig að vera mik- inn fjármálamann, sem síðar mun á minnzt. En að vjer, meiri hlutinn, slökuðum hjer til, var byggt á þinglegum hyggindum, sem hann hefir enga hugmynd um. Enda er gæzlufrumvarpið ekki því til fyrirstöðu, að þingið síðar gefi upp meira eða minna af afborgunarláninu, ef óvitrir menn ekki spilla því. Jeg hefi aldrei reynt að breiða yfir neitt af tillögum mínum á þingi og hefi heldur enga ástæðu til í þessu máli. Ritstj. »Þjóðólfs« er ráð, að gera ekki aðrar athugasemdir við mig en þær, sem hann getur rökstutt, en það er nú ekki orðið enn ; hann þarf að girða betur upp um sig brækurnar áður. Og þingmennska mín f'ramvegis er ekki á hans valdi, nema ef hann vill gefa það í skyn, að hann hafi atkvæði Árnesinga í sinni hendi. Það fer nú ekki dult, að hann ætli að bjóða sig þar fram, og til þess tekur enginn. En hinu mun gaumur gefinn, að hann hefir tekið mig fyrir einan af þjóðkjörnum þing- mönnum. Það skín út úr hverri setningu í þessu 4 dálka sparki hans, að hann vildi helzt,, að jeg væri hræddur við sig, og er enda að veifa því, að jeg ekki muni græða á því, ef jeg svari »Þjóðólfí«. Nú er hon- um farið að þykja ráð, að halda þessum vatnaskatti ekki. hátt á lopt, því að vera megi, að húskarlar gái til veðurs í vatna- hjeruðum kjörþingisdaginn, og sjái þá bliku í vestri; því hann segir, að ekki muni þurfa að óttast, að hún, uppástungan, verði borin upp á þingi fyrst uin sinn. Þetta er fyrirsláttur. Slíkur maður getur ekki verið þekktur fyrir annnað en að dríf'a skattinn á okkur á fyrsta þingi, er hann sæti á; annars væri þetta tóint hringl. Gengi þessi uppástunga f'ram, þá væri það hinn niesti ójafnaðarskattur. Það væri sama sem að fitja samgöngubætur lands- ins upp á hundafit og prjóna þær á lireppa- og hjerðapólitíkjjí stað þess, að þingið hefir komið sjer samanum^að fitja þær upp á gullflt og prjóna þær á allsherjar-prjónavjel lands- ins. Jeg fæ heldur ekki fremur sjeð á- stæðu til að stofna brúarsjóði en vegasjóð og strandferðasjóð. En svo ber á það að líta: Þolir þjóðin nýjan skatt, þótt jafnaðarskattur væri? Jeg segi nei. Hvernig er ástandið? Það er svo: Öll þjóð- in stynur undir oki verzlunarskulda. og óhag- stæðrar verzlunar í heild sinni; víða að berast kvartanir um skort á gjaldeyri og um vaxandi þarfir, en ekki að því skapi aukna framleiðslu, og þó er árferðið í land- inu hið bezta til sjós og lands. í sambandi við þenna skatt »Þjóðólfs«, mætti nefna þá uppástungu hans í tbl. f. á., að reisa svona til að byrja með tveinmr 1000 ára gömlum moldarhrúgum miimis- varða, og mundi þjóðin verða að f'ram- leggja það fje, er til þess þyrfti. Þetta er nú lítið sýnishorn af því, hversu ritstj. »Þjóðólfs« er nærfærinn með gjaldþol og hag fátækrar alþýðu, og er þetta þvi ept- irtektaverðara, sem maðurinn er upp alinn við smábúskap og fátækt. Það neit.ar honum enginn um námsgáfu, sögu og ætt- fróðleik; en hitt er eins vist, að hann skortir þær gáfur. sem óumflýjanlega nauð synlegar eru til þess, að þekkja atvinnu- mál og sannar þarfir þjóðar sinnar. og þetta eru gáfur, sem blaðamönnum og þing mönnum eru sjer í lagi, eptir stöðu þeirra, nauðsynlegar. Það sýndi sig, hvað óþrosk- aðan skilning á þinglegtím fjármálum hann hefir, þegar hann í þvi minnilega Matthí- asar-fargani vildi láta landshöfðingja greiða fje úr landssjóði t.il fararinnar, upp á vænt- anlegt samþykki þingsins (sjá »Þjóðölf«). Því með því hefði verið stigið spor til þess, að kippa fótum undan fjárforræði þjóðar- innar, og væri honum nú meiri þörf á, að biðja alla þjóðina fyrirgefningar á þessu en mjer að biðja kjósendur mína fyrirgefn ingar. Þetta gæti bezt orðið á þann hátt, að hann boðaði til Þingvallafundar og gerði þetta berhöfðaður með knjefalli að Lögbergi. Jeg mundi draga mig þangað til þess að taka þátt í athöfninni. Ekki skal jeg að því telja, þó hann ekki slái mjer gullhamra, því að jeg öfunda engan af gullhömrum hans. Því hann mun almennt ekki vera álitinn svo óhlutdrægur í dóm- um sínum um menn, að seinni tíðar menn geti á þeim byggt. Yiðvíkjandi áskorun hans um, að jeg sýni fram á, hvar hann hafi í blaði sinu farið óvirðulegum eða hneykslanlegum orðum um andleg efni, þá frábið jeg mjer. blátt áfram, að gera slíkt fyrir hann, af þvi að jeg hef hvorki skrif- að það nje talað, og verður hann í því efni að snúa sjer til annara; enda sjehon- um um að gera, að fá þetta sannað sjer til frægðar, mundi duga, að hann aug- lýsti það í «Þjóðólfi«. Hann var heldur seint á ferð i timanum til þess að leggja mjer lífsreglur, enda er óvíst, hverjum væri meiri þörf að leita til annars í því efni. Þar sem hann er að dylgja um leiðtoga minn á fyrri þingum, þá þykir mjer meiri sómi en óvirðing í því, að játa, að jeghefi lært mikið af mörgum þingmönnum, bæði á fyrri þingum og því síðasta, og hefði getað lært meira, ef mig ekki hefði skort hæfileika til; enda mætti jafnvel læra afrit- stjóra »Þjóðólfs« á — þann hátt, að hafa hann til viðvörunar. Að því leyti að hin andlega og efnis- lega fátækt knýr hann til, að vera að draga mig í eitthvert ískyggilegt sam- band við ritstjóra »ísafoldar«, af þvi að skrifa í blaðið, þá les enginn slíkt nema

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.