Ísafold - 03.02.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.02.1894, Blaðsíða 3
23 ráðizt að svo stöddu, meðan skýli vantar á Þingvöllum og við Geysi m. m. Það fer varia hjá því, að skemmtiferðir hingað aukist smám saman. Þetta ferða- fjelag í Khöfn virðist gjöra sjer mikið far um, að örva ferðahuginn hingað. En það gerir sig ekki sjálft, og þyrfti sannarlega að taka betur í strenginn hjeðan en gert hefir verið. þorski, síðan hefir eigigefið; annars hefir hjer verið fiskilaust í allt haust og vetur. Búnaðarfjelagið eða trarntarafjelagið hjer hefir unnið eigi lítið að túnasljettun á þess- um vetri. Sumir í því fjelagi hafa fengið út- mælda nýja hletti undir tún við jarðir sínar, og mun einn hóndi hjer vera húinn að láta sljetta í vetur um 700 Q faðma af nýju túni; 2 aðrir hafa girt og sljettað talsvert af nýj- um túnblettum. Með nýjungum má telja, að hjer hefir í vet- ur verið komið á ábyrgð á kúm', er ábyrgðar- gjaldið 4°/c af matsverði kýrinnar, og fjelagar fá hætur að svo miklu leyti ábyrgðarsjóður- inn hrekkur til. Hinn nýi sparisjóður hóf störf sín nú viö áramót, og eru þegar lagðar í hann um 1000 kr. Hann gefur fyrst um sinn 3,60°/o vexti, lánar út gegn 5°/o vöxtum. Utlit fyrir að hann muni þrífast vel. Eeilsufar hefur yfir höfuð verið mjög gott. Nægar birgðir eru af flestum nauðsynjavör- um í verzlaninni. Ný lög. Þessi ellefu lög frá síðasta þingi hefir konungur enn staðfest, öll 24. nóv. 15. Lög um gæzlu og viðhald á brúm yfir Ölfusá og þjórsá. 16. Lög um af'nám athugasemdar um lög- dagslegging á stefnum. 17. Lög um breyting á 1. gr. laga 27. febr. 1880 um skipun prestakalla (árgjald- ið frá Stað). 18. Viðaukalög við lög 12. júlí 1878 um lausafjártíund. 19. Lög um breyting á 3. gr. í lögum 22. marz 1890 um löggiltar reglugjörðir sýslunefnda. 20. Lög um afnám kóngsbænadagsins sem helgidags. 21. Lög um að selja salt eptir vigt. 22. —25. Lög um iöggilding verzlunar- staða að Hlaðsböt í Arnarfirði, við Reykja- tanga, á Búðum í Fáskrúðsfirði og við Vogavik. Konungleg auglýsing. Stjóraarskrár- ávarpi neöri deildar i sumar er svarað svo i konunglegri auglýsingu 15. desbr. f. á.: »Vjer metum mjög mikils hollustu þá við Oss, er ávarp þetta ber svo hlýjan vott um, og er það einnig Oss gleðiefni, að lita yfir árangurinn af samvinnu al þingis og stjórnar Vorrar um liðin ár. En gagnvart slíku stjórnarskrárfrumvarpi og þvi, er nú hefir samþykkt verið, sjáum Vjer Oss eigi fært að breyta þeirri stefnu, er Vjer höfum ávallt fylgt í þessu máli og Vjer gjörðum síðast grein fyrir í aug- lýsingu Vorri til íslendinga, dagsettri 2. nóvember 1885, þá er um lagaf'rumvarp var að ræða, er fer mun skemmra en þetta frumvarp í þá átt, að skilja ísland frá ríkisheildinni. Af þeim sömu ástæðum, sem þar eru teknar frarn, verður þess heldur ekki vænzt, að þetta frumvarp öðl- ist staöfeslingu Vora, enda þótt það kunni og að verða samþykkt af hinu nýkosna alþingi, er Vjer höfum stefnt til fundar næsta sumar með opnu brjefi Voru, dag- settu í dag. Þetta höfum Vjer viljað gjöra Vorum kæru og trúu þegnum á íslandi kunnugt nú þegar, til þess að enginn láti leiðast af vonum i þessu máli, sem eigi munu geta rætzt, og til þess að gjöra með því það, sem í Voru valdi stendur til þess, að alþingi verði svo skipað eptir kosningar þær, er í hönd fara, að það, í stað þess að eyða til einskis kröptum landsins í til- raunir til þess, að koma fram stjórnarskip- unarbreyting, sem eigi verður'samrýmd ein- ing rikisins, kosti heldur kapps um, að halda fram uppteknum störfum að heili og framförum íslands með því stjórnar- skipunarlagi, sem er, og reynzt hefir svo viðunandi, að því má hlíta til fulls í þær þarfir, og að þessu heitum Vjcr enn að styðja af alhuga«. Aukaþing. Með konungsbrjefi 15. des. f. á. er alþingi boðað til aukafundar 1. ágúst 1894 og er svo ákveðið, að það megi eigi eiga setu lengur en mánuð. Ferð D. Thomsens kaupm. Hann skrifar 14. f. m. frá Barcelona ritstjóra Isafoldar allfróðlegt ferðaskýrsluágrip, er birtast mun í næsta blaði. Var þá búinn að ferðast um Portugal og Spán, auk Eng- lands og írlands, og ætlaði til Italíu, en siðan til Khafnar. Aukastrandferðirnar, þessar sem J. Randulff voru ætlaðar, á »Ernst«, með 25000 kr. ársstyrk, farast líklega fyrir í þetta sinn. Maður, sem vit hefir á og geröur var út af stjórninni í K höfn til að skoða »Ernst« í Stafangri, mat hann eigi hæfan til ferðanna samkvæmt skilyrðum þingsins. Randulff mun þá hafa farið að hugsa um annað skip, en varð lítið ágengt, enda áliðið orðið, undir jól. Þá bauð O. Wathne að taka að sjer ferðirnar, með 140 smá- lesta skipi, grunnskreiðu og all-hraðskreiðu (10 mílur); en sakir hinna einskorðuðu skilyrða þingsins — um 200 smálesta stærð á skipinu—varð ekki að því gengið. Ein- hverjar málaleitanir eða tilboð komu frá Englandi, eptir auglýsingum stjórnarinnar í blöðunum, en ekki búizt við að neitt hefðist upp úr því í þetta sinn. — Ætti heldur að geta iánast næsta ár; þá skortir eigi undirbúningstíma. Verzlunarfrjettir frá Khöfn, í miðjum janúar. Vestfirzk uU hvít seinast seld á 57 a.. sunnlenzk á 59, mislit 42—43, svört 47; óþvegin haustull hvít 46—45‘Þ, mislit 35'/a. Stór saltfiskur óhnakkakýldur síð ast seldur á 38—40 kr., smár á 41—33. eptir gæðum ; ýsa á 32, 30 og 28; langa 38; vestfirzkur saltfiskur stór hnakkakýldur á 62 kr. Harðfiskur gengur ekki út fyrir 120 kr. Hákarlslýsi í 30—30*/a kr.; þorska- lýsi dökkt 26—28, ljóst 29—30. Sauðakjöt á 46 kr. tunnan, sauðskinn 3 kr. 70, 3 kr. 60- og 3 kr. vönduilinn (2 gærur); óseltfrá f. á. 3—4000 vöndlar. Æðardúnn í 9^/a— 10 kr. bezti, lakari 87» til 8®/* kr. Ferðafjelagið danska ætlar að hafa hingað tvær ferðir í sumar, með Niðarós, ágætu 1. flokks skipi og þægilegu, sem fer frá Khöfn 6. júlí, og aðra ferð með Laura 5. ágúst. Er ferðinni heitið til Þingvalla, Geysis og Heklu í fyrra skiptið, en í síð- ara skiptið að eins til Þingvalla og Geys- is. Fyrri hópurinn er ætlazt til að verði 30 manns; fjelagiö hefir eigi ráð á meira rúmi á skipinu en svo. Það verða að vera vaskir ferðamenn, því ekki stendur skipið við nema 8 daga. Fjelagið ætlaði að fá viðstöðuna lengda hjá gufuskipa- fjelaginu, en af því gat ekki orðið, og mun þó þessi aukaferð með Niðarós hafa ráðin verið meðfram vegna væntanlegra útlendra ferðamanna. Bezt hefði verið, ef ferðafjelagið hefði getað leigt sjer sjálft skip; en það mundi líkiega of mikið í Búnaðarfjelag Suðuramtsins. Fyrri ársfundur fjelagsins verður hald- inn laugardaginn 10. dag næstkomandi febrúarmánaðar kl. 5. e. h. í barnaskóla- húsinu. Verður þar fram lagður ársreikn- ingur 1893 og rædd önnur málefni fjelags- ins. Reykjavík 19. dag janúarmán. 1894. H. Kr. Friðriksson. Seldar óskilakindur í Villingaholtshreppi í Arnessýslu haustið 1893. 1. Golsótt geldingslamb. Mark: sýlt h.; heilt v. 2. Hvítt geldingslamb. M.: stútriiað, stig apt. h.: hálftaf fr. v. 3. Hvítt geldingslamh. M.: stýft, gatf stig apt. h.; standtj. fr. y. 4. Hvít.t geldingslamb. M.: blaðstýft, hófbiti apt. h.; blaðstýft apt. v. 6. Hvítt geldingslamb. ÍM.: stýít, standfj. apt. h.; geirstýft v. 6. Hvítt hrútlamb M. sneiðrifað apt. h.; stúf- rifað, standfj. apt. v. 7. Hvítt hrútlamb. M.: stýft, gagnbitað h.; geirstýft v. 8. Hvítt hrútlamb. M.: heilrifað, biti apt. h.. blaðstýft, biti apt. v. 9. Hvítt gimbrarlamb. M.: sýlt, gagnfjaðrað h.; stýft, standfj. apt v. 10. Hvítt gimbrarlamb. M.: sneiðrifað fr., gagn- bitað h., tvístýf't apt. v. 11. Móflekkótt gimbrarlamb. M.: heilrifað, biti apt. h.; hálftaf f'r., standfj. apt. v. 12. Hvítt gimbrarlamb. M.: biti apt. h.; tvístýft fr., standtj. apt. v. 13. Hvítt hrútlamb. M.: stýft, gagnhitað h.; blaðstýft fr., biti apt. v. 14. Hvítflekkótt ær. M.: miðhlátað h.; hálfur stúfur apt., standfj. fr. v. 15. Hvítfiekkótt ær. M.: blaðstýft, hangtj. apt. h.; sýlt, gat v. 16. Hvítt gimbrarlamb. M.: sýlt, standfj. apt. h.; hálfur stúfur fr'., hiti apt. v. 17. Hvítt hrútlamb. M.: hamarskorið, hragð fr. h.; blaðstýft, stig apt. v. 18. Hvít lambgimbur. M.: blaðstýft f'r., biti apt. h.; tvístýft fr. v. 19. Hvít lambgimbur. M.: sneitt fr., gagnb. h.; heilrifað v. 20. Hvitlambgimbur. M.: sýlt í hamar h.; stand- fj. fr., biti apt. v. .21. Mórauður lambhrútur. M.: kalið ofan, biti fr. h.; miðhlutað v. 22. Hvítur hrútur veturg. M.: stúfrifað h.; gagn- bitað v. Andvirði þessara sauðkinda fá rjettir eig- endur hjer borgað hjá undirskrifuðum, aðfrá- dregnum öllum kostnaði, ef þeir gef'a sigfram fyrir jvilímánaðarlok næstkomandi. Villingaholtshreppi 16. jan. 1894. Arni Pálsson. Seldar óskilakindur í Miðneshreppi haust- ið 1893: 1. Hvíthníflótt gimbur veturgömul mark: sýlt hægra, sneiðrif'að framan vinstra. 2. Hvítkollótt gimbrarlamb, mark: stýft hægra, ® stúfrifað vinstra. 3. Hvíthyrnd lambgimbur, mark: tvístýft fram- an hægra, hvatt vinstra, biti aptan. 4. Hvíthyrndur geldingur, mark: stýft hægra, biti aptan vinstra. Rjettum eigendum kinda þessara verður út- borgað andvirði þeirra að trádregnum kostn- aði, ef þeir gefa sig fram við undirskrifaðan fyrir næstkomandi fardsiga. Fuglavik þ. 16. janúar 1894. Magnús J. Bergmann.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.