Ísafold - 10.02.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.02.1894, Blaðsíða 1
Kemtrr iit ýmist einu sinni "eba tvisvar í viku. Varð árg. ¦(minnst 80arka)4kr.. erlendis '5 kr. eða 1*/« doll.; borgist ifyrirmiðjanjúlimán. (erlend- ?is fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn(skrifleg)bundin vto aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgroioslustofa blaos- ins er i Austurgtrceti 8, XXI. arg. Reykjavík, laugardaginn 10. febr. 1894. 7. blað. Ferðapistill frá kaupmanni Ditl. Thomsen. Barcelona 14. jan. 1894. Háttvirti hr. ritstjóri! Þjer báðuð mig, "þegar jeg fór í haust, að rita yður eitt- Tivað um ferð mína, og leyfl jeg mjer því að senda yður stutta lýsingu á þeim kafia ferðinnar, er jeg hefi nú lokið við. Jeg fór fyrst til Englands. í Newcastle •og Leith heimsótti jeg þá menn, sem verzla með fje á fæti og hesta frá íslandi og fekk ýmsar bendingar um, hvað það er, sem verðinu ræður, og hvað muni mega gjöra á íslandi til þess að fá hærra verð fyrir þá vöru. í Hull og Qrimsby heimsótti jeg þá kaupmenn, er flytja þangað nýjan flsk i ís, og hin miklu gufitskipafjelög, er veiða heilagfiski og kola við ísland. Þar var nýkomið gufuskip með nýja síld í ís frá •kaupmanni á Bskiflrði, og hafði farmur- inn verið seldur við uppboð fyrir mjög á,- litlegt verð. Að eins eitt af gufuskipafje- lögum þessum heflr fastar stöðvar á ís- landi og kaupir fjelagið þar nýjan fisk af landsmönnum. Einn hinna útgerðarmann- anna kvaðst ætla til Islands að sumri og vita, hvernig sjer iitist á að koma þar upp nýrri beykistöð eins og hinum. í Bradford heimsótti jeg helztu ullarkaupmenn og ull- arverksmiðjumenn og skrifaðist á við 40 minni háttar kaupmenn. Það var að heyra & þeim, að þeir hirtu eigi um að fá ull- ina til Englands óþvegna. Það sem þeir ljetu verst yfir, eru einhverjar smáagnir 1 ullinni, sem taka ekki lit. I Liverpool var jeg viðstaddur hin miklu ullaruppboð og talaði við menn, er kaupa ull handa verk- smiðjunum í Ameríku. Meiri hlutinn af sunnlenzku ullinni (frá íslandi) fer annars til Ameríku; en þetta ár hefir ekkert ver- ið sent þangað, með því að verksmiðjurn- ar hafa verið iðjulausar og af því að bú- izt er við að tollinum verði af Ijett nú í vetur. I Liverpool og Leith kynnti jeg mjer enn fremur verzlunina með íslenzkan fisk, er þangað flyzt. Mikið lítið af fiskinum er brúkað á Englandi sjálfu, en með því að gufuskipagöngur eru þar svo greiðar, einkum í Liverpool,) þá er fiskurinn send- ur þaðan í smám sendingum til Norður- spánar, Portúgals og um a!lt Miðjarðarhaf, og til írlands. I Lundúnum gengur mikið lítið út af saHfiski. Á ullaruppboðum þar er eingöngu seld ull frá Astralíu og Afríku ; öll önnur ull er seld í Liverpool. Aptur eru þar míkil uppboð á sauðskinnum og öðrum skinnum. Þar var og áður góður markaður fyrir æðardún, en nú hafa verið upphugsaðar og tilbúnar nýjar vjelar, sem tína hið allra- smágervasta úr gæsadúninnm, og vilja menn því eigi framar kaupa hinn dyra æðardún. Þar er og ágsetur markaður fyrir nýtt kjöt. Jeg sá hina miklu ískjall- ara með sauðakjöti frá Ástralíu, en það er selt mjög ódýrt, og mun því eigi svara kostnaði að taka það eptir. Mest er gefið fyrir skozka sauði, og mun ekki vera svo sjaldgæft, að þar slæðist með kindur. sem eigi hafa alizt upp á Skotlandi, heldur á stórri eyju úti í reginhafi, iangt fyrir norð- an Skotland. I Lundtinum barst mjer sú fregn, að til Kaupmannahafnar væri komið nokkuð af linverkuðurc saltfiski frá Austurlandi, og með því að jeg vissi, að á Suðurenglandi borða menn mikið linverkaðan fisk, sendi jeg hraðskeyti til Kaupmannahafnar eptir sýnishorni. Þetta sýnishorn náði í mig í Exeter, smðbæ á suðurströnd Englands. Þangað flyzt mikið af saltflski frá Labra- dor og eins til annara bæja á Suðurenglandi; en það er mikill munur á honum og ís- lenzkum fiski. Labradorflskurinn virðist vera illa þveginn og mikið lítið þurrkað- ur, en er þö haldinn miklu ljúffengari en íslenzkur fiskur. Samt er að jafnaði geflð minna fyrir pundið af honum. en fyrir ís- lenzkan fisk fæst annarsstaðar. Kaupmað- ur nokkur þar kvaðst hafa sent sýnishorn af honum til Keykjavíkur og Akraness, og eiga menn því kost á að sjá hann þar. Mjög er þó varasamt að breyta til með fiskverkunina á íslandi fyr en sannað er með tilraunum, að ábati sje að því. A Irlandi er mikill markaður fyrir salt- fisk, en sú verzlun er mestmegnis í hönd- um 2 kaupmanna í Liverpool. Til Cork flyzt þó opt nokkuð af flski beint frá ís- landi og sömuleiðis hefir verið nú upp á síðkastið seldur fiskur beint til Waterford. Kaupmennirnir í Liverpool voru mjög óá- nægðir með þá sölu beina leið og þóttust geta sannað, að hún spillti verðinu. í Cork og Waterford er seldur norskur og íslenzkur saltíiskur; í Dublin mest ianga og í Belfast mest upsi. A Skotlandi er mest selt af saltfiski frá Skotlandi sjálfu, Hjaltiandi og Orkneyjum; en hans er mikið litið neytt þar. í Greenock og Liverpool heimsótti jeg hin miklu verzlunarhús, er reka verzlun á Newfoundlandi. Þau selja flskinn til Suð- urenglands, Spánar, Portúgais og ítalíu, en mest þó til Brasilíu og Vesturheimseyja, enda er þar mest geflð fyrir hann. ^rá Englandi gerði jeg iykkju ;l leið mína til Bordeaux á Frakkiandi.^ Þar er mestallur sá afli verkaður, er fæst A hinar frönsku fiskiskátur við ísland, og með því að af þeim afla eigum vjer mesta sam- keppni við að kljást á Spáni, þótti mjer fróðlegt að vita, hvernig sá flskur væri verkaður. Þaðan ferðaðist jeg til Norðurspánar, til Pasages St. Sebastian, Bilbao, Santander, Leon og Vigo. Bilbao er langhelzti saltflsksaðflutnings- staðurinn, og þar fekk jeg góðar bending- ar um söluna og um æskilegar breytingar á verkuninni og afgrciðslunni. Annars voru kaupmenn þar allvel ánægðir með verkunina á flskinum og hældu því, hvað hún hefði verið umbætt síðustu árin. Álit þeirra um, hvað sje góður saltflskur, er hjer um bil eins og kunnugt er á íslandi. Þeim er mjög illa við fisk, sem Jegið hefir lengi i netum, en meta mest þunnan skinnfisk, sem opt er talinn úrkast á íslandi. Hrogn á að salta með pækli og fara mikið betur með þau í verkuninni. Saltfiskur frá Frakklandi var í mðrg ár slæmur keppi- nautur hins íslenzka fisks; en nú, er tollur heflr verið hækkaður á honum, er hann nærri hættur að flytjast. Orsök hins lága verðs þetta ár heflr verið hið afleita fjár- hagsástand hjer á Spáni, og svo hitt, hve mikill var aflinn á íslandi. Peningaástand- ið er nú þannig, að nú er ekki geflð meira fyrir 123 pesetas erlendis en 100 áður. Geymsluhús eru hjer mjög smá, og því flskurinn seldur undir eins og hann kemur. Berist því mikið að í einu, Iækkar verðið, eins og gefur að skilja. Það er þess vegna nauðsynlegt annaðhvórt að útvega fleiri markaði eða að geyma nokkuð af fiskin- um lengra fram eptir yetri. Á Spáni er ekki gott að geyma hann lengi vegna hit- ans. — Eitt er mikið þráð hjer; það eru áreiðanlegar skýrslur frá íslandi um aflann, eins og frá Norvegi, svo ætla megi á, hve mikið muni berast að á markað af full- verkuðum flski. Frá Norðurspáni ferðaðistjeg til Portúgals og hafði nokkra viðdvöl í borgunum Oporto, Figueira og Lissabon. I Portúgal er eytt hjer um bil 3 sinnum eins miklum saltflski eins og allur aflinn er á íslandi og með því að þar er gefið yfirleitt meira fyrir hann en á Spáni, gerði jeg mjer mik- ið far um að rannsaka, hver eru skilyrði fyrir því, að íslenzkur fiskur geti notið góðs af þeim ágæta markaði. íslenzkur saltflskur þykir í Lissabon vera betri en nokkur annar, en hann hefir slæman keppi- naut við að tefla. þar sem er Portúgals- fiskurinn, er líkist mjög hinum íslenzka. Saltflskskaupmenn þar (í Lissabon) hafa gengið i nokkurs konar fjelag (Syndikat), eins og í flestum öðrum bæjum hjer syðra. Útgerðarmenn hinna 6 portúgölsku fiski- skipa hafa kúgað þetta fjelag til að hætta að kaupa íslenzkan saltflsk upp frá þvi er portúgalskur flskur kemur á markaðinn, en það er frá októberlokum fram í apríl- mánuð, og er því aðflutningur saltflsks frá íslandi bundinn við sumarmánuðina að eins. Einn hinna meiri háttar kaup- manna heflr þó sagt sig nú úr tjelaginu, og með því að hann er mjög fús á að selja íslenzkan flsk, er vonandi, að saltfiskur vor hreppi þar mikinn og góðan markað. — í Figueira eru 3 portúgölsk flskiskip, og með því að þar er mikið brúkað af saltflski, mun þar og geta orðið mikið góður mark- aður fyrir íslenzkan saltfisk. — Til Oporto flytjast um 77,000 skpd. af saltfiski & ári, nærrieingönguharðþurkuðum,fráNewfound-'

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.