Ísafold - 17.02.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.02.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist emu sinni eoa tvisvar í viku. Vero arg. .(minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis * kr. eoa l»/a doll.i borgist rf'yrirmiojan.júliman. (erlend- ris fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin vi!> áramót, ógild nema komin Sje til útgefanda fyrir 1 oktö- berm. Afgreioslustoía blaof- ins er i Autturttrceti 6 XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 17. febr. 1894. 9. blað. Lestrarfjelag Keykjavíkur heldur ársfund, með uppboði, mánudags- kvöldið 19. þ. m. kl. 81/*, á »Reykja- víkurhóteli«. „Sannleikanum verður hver sárreiðastur". Opt heflr þetta sannazt, en hvergi betur en nú á ritstj. »Þ,jóðólfs«. Þegar hann fekk 'ræðubrot' mitt í »ísafold« 3. þ. m., þá heflr fyrst gengið upp í honum botninn, :svo það sjest vel, hvað djúpur hann er;— .og svo þessi ljómandi litur! Nú þenur ;hann sig íit eirugganna á milli, eins og jþegar flattur þorskur er þaninn út til þess að tákna flskhelgi. Öllu bulli hans um þingmennsku mína :svara jeg engu, því það gera Þingtíðindin ,og blöðin, og reka þetta sorp á sinn fæð- ingarhrepp, framan í vitin á honum, og ,verðurþað honum til óvirðingar, meðan að beggja okkar nöfn standa á sögunnar spjöldum. Hann hefir nú fyrst á æfinni komizt á torgið, sem hann hefir verið að leita að, og fengið varning sinn seldan, og meir en það; því nú er hann kominn í mikla skuld við sinn góða skiptavin (o: mig), svo að nú hefi jeg náð tilgangi mínum, með því, að láta hann mega til að þreifa á fjárhagslegum ástæðum meginþorra al- þýðunnar. Það er meiri von, að hann hætti að gera gys að efnahag hennar; en eptir sem áður mun honum þykja fullgóð- ur handa henni vatnsgrautur. Hann má gera svo lítið úr gömlum mönn- um og lífsreynslunni sem hann vill og menntunar-reigingur hans blæs honum í brjóst. Svo virðist, að eigi hafi annað tekið hann sárara af orðum mínum en það, að hann sje alinn upp við smábúskap. Þetta sýnir bezt, hvað hann álítur menntunina hafa lypt sjer hátt. Jeg er nú alinn upp við smábúskap og er smábóndi og bónda- ¦sonur, og uni þessi öllu vel. En það kann nú að vera djarft af rnjer, að bjóða þetta •slíkum manni, sem hjer & í hlut —, manni, ,sem komizt hefir gegn um lærða skólann ,og prestaskólann, og einu sinni 'upp á I hornið' og ætlaði að fara að ganga í þjón- i ustu kirkjunnar; en kirkjan vildi hann ekki. Þeir sáu frain í tímann, Kjalnesingar og Mosfellingar. (Sjá áskorun hans til mín í »Þjóðólfi« 19. f. m.). En hann hefir lært .meiraenguðfræðina. Því svo er að skilja . á orðum hans, að hann álíti sig einn af hinum mestu sjómvitringum heimsins. ÍVel má vera, að faðir hans, þótt smáhóndi væri, hafl verið þarfari sínu sveitarfjelagi en sonur hans er nú allri þjóðinnysem rit- stjóri. Því miki,ð hefði hann gert rjettara, þegar kirkjan ekkí vildi hann, að ganga t,út .með heiðarlegum verkamönnum að grjótvinnu eða aka skarni á hól; þá væri virðing hans meiri en er. Það eru menn, sem eru þarfir landinu, fremur ymsum, sem meira líta á sig, en eru ekki stöðu sinni vaxnir. Jeg mundi hafa tekið hann einn dag eða fleiri til að moka í haug, eða þá eitthvað annað, og mjer hefði ekki dottið í hug, að bjóða honum vatnsgraut, því jeg veit, að hann er fyrir löngu orðinn afvanur honum og þekkir hann ekki,held- ur en maðurinn, sem komizt hafði fyrir Reykjanes, hrífuna. Þó má vera, að hann þekkti skófirnar. Hver varð undir í Matthíasar-malinu ? Enginn nema ritstjóri »Þióðólfs«. Matthias hafði ekki annað upp úr því en leiðindin, að lesa þessa endileysu. Allt þetta spark hans um brúargæzluna gengur út yflr þingmenn Rangæinga, og mest þó Sighvat, því hann var formaður nefndarinnar og framsögumaður meiri hlut- ans; hann er nú elztur þingmanna, sem allt af hefir verið óslitið á þinginu síðan á ráðgjafarþingum, og manna bezt hefir gengið fram í brúarmálunum, enda sýnir ritstj. »Þjóðólfs« honum nú þá viðurkenn- ingu, sem hann er maðurinn til. Þar sem hann er að reikna það út, hvað jeg hef dregið mjer af landsfje, þá tekur hann þar með þingmenn Kjósar- og Gull- bringusýslu, til þess að ófrægja próf. síra Þ. Böðvarsson; hann hefir eins og Sighv. verið á þinginu síðan á ráðg.jafarþingum, og er því ráð að sæma haun eins og bænda- öldunginn. Jeg og þingmenn Kjósar- og Gullbr.sýslu reiknuðum okkur einum degi meir eptir þingtímann en að undanförnu, af því að þinginu var sagt npp á laugar- dag seint, og þingmenn gátu því ekki haf- ið peninga sína fyr en á manudag, og þá ekki heldur tekið sig upp og borgað fyrir sig. Áður hefir þess verið getið i blöðun- um, að þó aðrir þingmenn úr nflgrenninu hafi reiknað sjer ferðakostnað, hefi jeg engan tekið. Þetta er ekki í fyrsta sinn, að hann, ritstj. »Þióðólfs«, dettur ofan í forarpytt á þessari ritstjórnarbraut. Hann bregður mjer um róg í pakka-mál- inu fyrir atkvæði mitt á þingi móti bitlingi hans. Það er nú það, sem hans göfuga sál er að hefna síu á mjer fyrir. Hann byrjaði undir eins á þinginu, að standa þar með reidda blaðaöxina yfir orðum og atkvæðum þingmanna og tók okkur þrjA fyrir (sjá »Þjóð.« 11. ág. f. á): þingmann Dalamanna, Borgfirðinga og mig, en að 2. þingmanni Árnesinga hefir hann ekki þorað. Það var sá þingmaður, sem gat talað af verklegri þokkingu í þessu máli, og gerði það líka. Sarnt segir ritstj. »Þ,jóð- ólfs« við mig, að B. Melsteð hafi ekki neitt vit á þessu máli. Nú skora jeg á hann, aðhrekja með gildum ástæðum ræðu 2. þing- manns Árnesinga í þessu máli; þá fyrst hreinsar hann frá dyrunum. Það er þess vert, að þjóðin gefi því alvarlega gaum, hvaða afleiðingar það gæti haft, ef fleiri blaðamenn tæki upp á því, að »sæk,ja smjör í strokk« ofan í landssjóð, og brúka svo blöð sin til þess að sparka í þingmenn, ef þeir ekki tala og greiða atkvæði með þeim. Geri þjóðin sjer ljóst, hvert það er fyrir i- stöðulausa þingmenn, að mæta því, sem jeg hefl fengið fyrir þetta eina atkvæði. En aptur á móti er það eptirtektavert, að ritstj. heflr þegar klappað tveimur þing- mönnum, sínum úr hvorri deild, með gull- hömrum sínum, fyrir það, að þeir töluðu með bitlingnuin. Hann telur þetta fáar krónur og ofurlitla atvinnu. Gott þætti bændum að geta fengið 1000 kr. fyrirhjá- verk, og prestum o. fl. En það þakklæti til þingsins! Þar sem hann segir, að jeg eigi þátt i grein »Sveitabóndans« og fl., þa lýsi jeg hann ósannindamann að því. Nú 'kastaði hann út mörsiðrinu, sem hann hefir lengi geymt. Það er selurinn; hann er nú máske að temja hann. Því skrifar hann ekki um það mál? Ekki bið jeg hann neinnar vægðar þar. Sorp er honum ekki til neins að senda á markaðinn ; það er bezt fyrir hann að brenna því heima. Sjálfum sjer er hann þegar búinn að reisa minnisvarða, en hann hefir engan varan- legan samastað, því hann er alstaðar þar sem »Þjóðólfur« er. Líkara er það lærisveini úr svartaskóla en af prestaskólanum, að vilja fá sannað upp á sig, að hann hafi óvirt trúarbrögðin. Fifuhvammi 14. fobr. 1894. Þ. Guðmundsson. Enn um þilskipaútgerð o. fl. Eptlr Guðmund Einarsson í Nesi. Jeg h»fi aldrei sagt, að f'armannalög væru ónauðsynleg, en jeg heíi sagt, að þessi t'ar- mannalög valdi útgerðarmönnum skaða. Þe»- ar litið er til farmannalaganna frá 22. marz 1890 sem farmannalaga, þ. e. fyrir þau skip, sem eru í förum landa eða hafna á milli, þá heí' jeg ekkert á móti, að þau geti komið að tilætluðum notum, því það er sitt hvað, a& vera í förum landa á milli, þar sem skipshöfn- in þarf um ekkert annað að hugsa en að vinna í skipsins þaríir, en þar á móti þeir, sem stunda fiskiveiðar á þilskipum, þurfa að leggja mestan hluta af starfa sínum í sínar eigirj þarfir, þ. e. þeirra aðalmarkmið er að vera duglegir að draga fisk, því eptir því fer kaup- upphæðin hjá flestum þeirra; enda sýnist mjer lög þessi beinlínis vera ætluð skipum þeim, sem eru í förum landa á milli, en ekki fiski- skipum. Því 1. grein laganna hljóðar svo: bNú er hjerlent skip í förum landa á milli« o. s. frv., og svo eru öll lögin beint áframhald og hvergi í þeim nefnd á nafn þilskip, sem ganga til fiskiveiða, enda eru fleiri en jeg 4 þeirri skoðun, þar sem amtmaðurinn yfir norður-amtinu áleit, að þau næðu ekki til ís- lenzkra íiskiskipa (sjá Stj.tíð. 1891 B. 72), og var hann þó einnig alþingismaður þegar lögia

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.