Ísafold - 21.02.1894, Síða 1

Ísafold - 21.02.1894, Síða 1
Kemur út ýmist emu sinni nöa tvisvar i viku. Verð krg. (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis B kr. eöa l1/* doli.; borgist fyrirmiöjan júlímkn. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn(skrifleg)bundin vil> áramót, ógild nema komin a j e til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroiöslustofa blabs- íns er i Austurstrœti b XXI. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 21. febr. 1894. 10. blað. Nýtt rit. „Chicagó-för mín. Eptir Matthías Jochumssonu. Ferðasögu þessa hafði höf. boðað tviii löngu, og hafa menn verið langeygir eptir að fá að hevra sagt frá þeim afreksverk- um, sem »Þjóðólfur« hafði prjedikað fynr mönnum að skáldið mundi vinna þar fyr- ir vestan hafið. En bókin er talsvert öðruvísi en flestir munu hafa gert sjer hugmynd um. Höf. segir hreinskilnislega og vel) frá þvi hugarástandi, sem hann var i. þegar ferð- in kom til mála, og dregur ekki fjoð- ur yfir neitt, heldur skýrir frá með hóg- værð og þó einurð, og hlýtur þaö að gera góð áhrif á hvern lesanda. En þar sem hann tekur það fram á 5.- 6. b s., a •engin dæmi sjeu til meðal íslenzkra manna, að^gera svo mikil samskot sem Yestur- heimsmenn gerðu til fararinnar, þá er þess gætandi, að þeir þar fyrir vestan eru margir eins og nýfæddir og í fjön, en vjer /hjer erum að berjast við aö hrista af oss .gamlan deyfðarvana og oss finnst allt ó- mögulegt, þrátt fyrir allt framfaraþvaður, þar sem allir vilja mjólka landssjóðmn, almúgafólkið engu síður en hinir, en varla nokkur fæst til að leggja neitt sem neinu munar til neins, segjast ekkert hafa og ekkert geta. Þetta gátum vjer sagt fvrir tvö hundruð árum, og þetta segjum vjer enn Á bls. 4 kvartar höf. um, að hann hafi ekki getað látið myndir fylgja bók- inni ■ vjer erum enn ekki komnir svo langt A framfaraveginum, að vjer getum gefið ut bækur með myndum, eins og aðrar þjóðn Hvílíkar framfarir ! Alþingi veitir styrk ti myndasmíðis, sem landið hefir ekkert gagn af, en verður útlöndum til nautnar, eins og Thorvaldsen (ef nokkuð verður úr þv í); — en að veita einn eyri til þess að myndir verði gerðar fyrir bók — þar er ekki nærri komandi. Það er ekki unnt að gefa sig við öllu því einstaka, sem höf. segir frá; ímyndað gætum vjer oss að rnarga muni fýsa til Vesturheims, er þeir lesa upp alla þessa dýrð, þessar stórkostlegu byggingar, öll þessi furðuverk og margfalda prýði, sem hin víðlenda heimsálfa hefir að geyma, og um hina fögru skóga og dýrðlegu náttúru — það er'eins og höf. og fleiri hafi a.ldrei haft augun opin & íslandi, þeir sjá enga náttúrufegurð fyr en í Ameríku. Einnig hlýtur það að hafa áhrif á frásöguna. þeg- ar manni er vel tekið og hann borinn á höndum: en því má heldur eklti gleyma, að ferðamaður, sem dvelur einungis or- stuttan tíma, getur ekki skygnzt djúpt mn í lífið, eða sjeð það eins og það er í raun og veru; af þeim tíu þúsundum, sem nú byggja Kanada-nýlendurnar, hefir hann einungis sjeð fáeina, og yfir höfuð ekld sjeð þá nema prúðbúna og í hátíðafötum. Þegar gestur kemur, þá er allt hið bezta tekið fram og ekki sparað, en þótt heim ilið ekki sje sem byrgast. Engum dettur í hug að neita því, að mörgum liður all vel í Ameríku og ýmsir hafa kannske orð- ið þar nokkkurn veginn efnaðir; en finna mætti einnig dæmi þess á íslandi. enda er ekki sagt, hvort efnin í Ameríku sjeu fram- búðarbetri en annarsstaðar. Höf. hefir ekki heldur sjeð veturinn í Ameríku; hann hefir einungis sjeð hana meðan allt er i blóma og meira að segja í sparifötunum. Eitthvert hið merkilegasta, sem stendur í bókinni, er ræða »Ameríkum'annsins« um ísland (bls. 83-86). Þótt sumt í henni sje ekki nema satt (t. a. m. bls. 84, þar sem hann líkir íslandi við stjúpu. sem telur eptir barni sínu hvern bita og sopa), þá er öll ræðan full af gorgeir og hroka, sem sýnir gjörsamlegan ókunnugleika ung- mennis þessa á því sem það er að tala um, og hið gífurlega álit sem Ameríku- menn hafa á sjálfum sjer — eða rjettara sagt á peningunum, því Ameríkulífið er ekkert annað en peningar. Hann segir meðal annars, að vjer sjeum ekki gjörðir til að læra sögu annara, heldur til að skapa sögu sjálfir —; það er nú ekki fjarskalega merkileg saga, sem Ameríkumenn hafa »skapað« enn. Hann nefnir skoðanir Dar- wins og segir, að liún hafi kennt mönnum að sigra náttúruna — af þessu má ráða, hve vel ungmennið er að sjer. Þessi ræða sýnir ljóslega, hvers vænta má af hinni upprennandi kynslóð Vesturheims- íslendinga og hvernig þeir muniverða: náttúrlega »ameríkanskir« í húð og hár, sem og er eðlilegt og sjálfsagt, fullir af fyrirlitningu fyrir öllu nema sjálfum sjer. Síra Matthías svaraði þessari ræðu ekki nema út í liött, sem og var von, þvi slíku þvaöri er ekki svarandi; en síra M. gat heldur ekki sem vel metinn og þiggjandi gestur andæpt Ameríkuferðunum; og þar sem hann á 111. bls. ritar »álit um vest- urfarir« o. s. frv., þá skin í gegnum allt, að hann heldur ekki með þeim, en hlýtur eptir afstöðu sinni, að tala sem varlegast, svo hann ekki styggi neinn; samt sem áð- ur má skilja hvað hann meinar, þar sem hann segir: »Hvað agentasögur snertir« (hann á hjer við farand-agentana), »er nú enn meiri vandi, að vita, hverju menn eigi að trúa — ekki svo að allur fjöldi þeirra vilji segja ósatt, heldur sakir þess, að þeir eru menn, og — agentar«. »Da licgt der Hund begraben« ! Ilvað sjálfa Chicago-sýninguna snertir, 1 þá er sjálf bókin minnst um hana, en stutt lýsing á þessari stórkostlegu Babýlon Vest- urheimsins (sem liklega hverfur einhvern tíma aptur eins og Babýlon) og svo á því, sem fyrir höfundinn hefir borið á ferðinni ,bæði á sjó og landi, og er það allskemmti legt að .lesa og vel frá sagt. Sýningunni sjálfri er lýst aptast í bókinni, og er hún ekki alveg ókunn þeim, sem hafa getað náð í útlend hlöð, en höfundinum virðist hafa tekizt vel að koma orðum að öllum þeim furðusjónum, sem honum hafa fyrir augu borið. Það hefir staðið í mörgum Evrópublöðum, að þessi sýning hafi verið stórkostlegust allra sýninga, það stórkost- legasta og dýrðlegasta liumbug, sem sól hefir á skinið, ekkert frumlegt (originalt) nema »Ferryhjólið« (sem hann kallar Fereshjól«), eins konar stórkostleg róla »fyrir fólkið«. Sýningin var ekkert nema peningaverk, þótt hún útheimti mikið hug- vit, sem allt var byggt á evrópeiskri reynslu, og Ameríkumenn, sem hrósa sjer af öllu og þykjast öllum meiri, hrósuðu sjer mest fyrir það að þá munaði ekkert um þær fimmtán miljónir, sem þeir töpuðu á sýn- ingunni — frá Evrópu komu einungis 200,000 manna, en allt hitt var alls konar fólk úr Ameríku sjálfri; og svo þegar sýn- ingin var á enda, þá átti að selja allar byggingarnar, sem höfðu kostað margar miljónir, fyrir eina miljón, ef hún fengist (þetta stóð í Review of Reviews). Og hvað heyrir maður svo um þessa borg? »Him- inskaíar«, »lyptarar«, eintómar furðuvjelar og allt og allt — en ekki nefnd nokkur vísindi, engin bók, engin andleg hreifing, nema kannske trúarmas og peningaglam- ur. Því sagði Kipling, mikið efnilegt enskt skáld, að hann hefði dvalið hálfa viku í Chicago, og óskaði að hann sæi aldrei aptur þá borg. Engu að síður er það náttúrlegt, þó höf. hafi orðið frá sjer numinn af sýningunni; það má enginn lá honum. En aptur á móti er það ekki rjett, að ausa atyrðum yfir Evrópu (bls. 130); hún er móðir Ameríku og- frá henni hefir Ameríka fengið flest, sem hún hefir; það er heldur ekki rjett að atyrða Napoleon III., því að Frakkland var aldrei dýrðlegra nje álitlegra en þau tuttugu ár, sem hann ríkti, og honum var það ekki að kenna, hvernig fór milli þeirra og Þjóðverja, enda mun engum lifandi manni detta í hug að jafna Ameríkumönnum við Frakka að neinu nema peningunum. Og þótt verið sje aö glamra um »frelsið« í Ameriku, þá fara misjafnar sögur af því frelsi; enginn veit hvað framtíðin felur í sjer, og hver veit nema Bandarikin verði einhverntíma leið á lýðveldinu og þar verði eintóm konungaríki ? Það helzta, sem höf. tekur fram um Chicago, er svínaslátranin, og hann endar með þessum hnittilegu og merkilegu orð- um, sem svo ljóslega sýna hver áhrif Ame- ríkulífið hefir gert á hann: »En hins óska jeg, að þetta sundlandi svínadráp mætti verða líkamleg ímynd niðurskurðar þessarar voldugu boi’gar á öllu andlegu siðleysis »svínaríi« hins stór- fengna nýja heims« (bls. 50). Á bls. 58 minnist höf. á vatnið í Kan- ada, og höfum vjer áður heyrt til þess

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.