Ísafold - 21.02.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.02.1894, Blaðsíða 2
38 tekið, hversu það væri væmið og illt.Nog er það mikill ókostur, því gott vatn og góð heilsa fylgjast að, enda verða færri en fleiri langlíflr í Kanada. Þessi væmni og óhragð keinur og í mann af að sjá bókina, ekki einungis afþví hún er prent- uð á tóbaks- eða kardijs-pappír með eld- gömlu Norðra letri, heldur og af því, að hún er sumstaðar óprýdd af ýmsum vill- um og máileysum. A bls. 5 stendur »virki- legleiki«, á bls. 65 »óvirkilegt« og »virki- legt«, o. s. frv. Það gegnir og furðu, að maður alvanur ensku skuli láta sjást ann- að eins og »Decert« (bls. 12, fyrir »Desert«), »Lungeon« (bls. 11, fj7rir »Luncheon«); »Regent Park« (bls. 105, tyrir »Regents Park«); »Southark« (bls. 105, fyrir »South- wark«), alltaf Minnisota (fyrir Minnesota). Á bls. 104 fræðumst vjer um, að British Museum sje stofnað af Joseph Banks á síðara hluta 18. aidar, en það var stofnað af Hans Sloane með brjefl 20. júlí 1749, en Banks var þá ekki nema sex vetra og gat því ekki átt neinn þátt í stofnaninni; en náttúrusafn hans (c. 30,000 plöntuteg- undir) komst miklu seinna í Brit. Museum og er þar geymt. — Á bls. 99 liggur við að höf. líki sjálfum sjer við Gretti, en oss flnnst þar tveir ólíkir. Framan til í bók- inni er allt af ritað »rafmagn«, en aptan til er »ravmagn«; — skyldi það vera af því að höf. er kominn nær Danmörku? Ame- ríku íslenzkan heflr og komizt þar inn með þau venjulegu »bushel« og »prairie« eða »prerie« o. s. frv., þótt ekki virðist mik- ill vandi að hafa þetta á íslenzku, úr því íslenzka er rituð hvort sem er. Raunar er ekki ýkjamikill vandi að segja frá löndum og stöðum, eða sýning- um, þar sem allt er fullt af lýsinguin og myndum, sem fara má eptir, svo menn þurfa hreint ekki að koma á þessa staði — ekki sízt vegna þess, að alit þetta er í rauninni alstaðar svipað; »civilisationin« er »monoton«. Hvaðan höf. heflr fengið sumt, er ekki gott að sjá, t. a. m. á bls. 139, að »maskínuhöllin í París [sem hann heflr aldrei sjeð] gæti hlaupið fram og apt- ur þar inni» — ætli maskínuhöllin i París sje á hjólum ? eða hvað langt á hún að hlaupa? Á bls. 148 goppast óvart út, hvernig Feneyingurinn dæmdi um »smekk« þessa fólks; það »hefði ekki eyra fyrir söng fremur en asnar eða naut«. — Innan um allt Ameríku-»demokratíið« kemur »hin konunglega listahöll« (bls. 146), enda bregður víðar fyrir, að höf. er »royalisti«, eins og ekki er ónáttúrlegt. Á bls. 136 er »hin goðum líka garðyrkjuhöll«; þetta verður varla sagt um byggingu, en þar á móti mætti vel segja: »hinn goðum líki Matthías«. Á bls. 55 stendur: »Enga sá jeg þar þurfamenn« . ... og á bls. 142: »Betlarar voru þar engir, því slíkt brúkar Ameríka ekki, og miklu minna sjest þar af naktri örbirgð, óláni og ves- almennsku en í Evrópu«; þetta segirhöf., meðan hundrað og tuttugu þúsundir at- vinnulausra manna flakka um göturnar og hver sem betur getur reynir að komast úr þessu »sælulandi«. En þó að Amerika ekki kannske þekki »betlara (sem jeg leyfi mjer að ef'ast um), þá mun hún bæta það upp með annars konar lýð, sem ekki er betri, og er þetta öllum kunnugt. Hinn frægi »royalist« er eins og konungarnir; þeir sjá ekki örbirgðina. — Á bls. 65 stend- ur: »Hjer heima kveða menn og prjedika um ágæti ísafoldar eptir vanans og hje- gómans f'orskript«; ætli agentunum verði ekki dillað ! En þessi orð höfundarins eru raunar hrein og bein ósannindi. Á bls. 109 er talað um, að senda menn vcstur til að kynna sjer ástandið þar; þetta kom einhvern tima til orða hjer; en vjer vitum of'urvel, hvernig slíkar sendifarir muni verða; hjer höf'um vjer dæmið. Lýsingar bændanna á bls. 121—129 eru góðar, en ekkert að marka. -— Á bls. 117 stendur, að öllum [agentum] beri saman um, að Kan- ada sje í heild sinni eitthvert hið frjósam- asta land: og á sömu blaðsíðu stendur, að Kanada sje í heild sinni ekki hið frjósam- asta land. Það er orðið vani, að tala um Ameríku eins og »land«, þó hún sje heil heimsálfa, víða full af öræfum og eyöi- mörkum, og sama er að segja um Kanada. Óskandi hef'ði vei'ið, að höf. hefði gætt betur að þrem seinustu blöðunum hjá sjer, því hver sem vill má kalla það »skáld- skap«; annað eins »Galimathias« er varla unnt að hugsa sjer ; það er ekki væmið, það er hreint og beint uppsölumeðal, og er vonandi að síra Matthías fari ekki að »concurrera« víð apótekarana, heldur passi sitt embætti og gefi sínum söfnuði inn heilsusamlegan anda. Annars er bókin eins auðug af hnútum til íslendinga hjer eins og hún er af lofgjörð um Vesturheimsfólkið, og hafi hún annars nokkur áhrif, þá munuþaðverða þau, sem »agentarnir« helzt æskja. Það gagn gerir hún okkur. Öðrum þræði er kverið heldur skemmti- legt og girnilegt til f'róðleiks, og) mun verða almennt lesið með ánægju, eins og hinn þjóðfrægi höfundur á skilið. B. G. Strandasýslu 3. íebr.: Síðan jeg reit yður síðast, heflr ekkert borið til tíðinda. Ept- ir hina ágætu hláku, er gjörði um nýárið. voru stillur og góðviðri allt að þremur vikum. Hinn 20. f. m. hófst norðangarður með tals- verðu kafaldi, er hjelzt fram um mánaðamót- in. Nú er aptur komið góðviðri og hagi er nógur, en hann notast lítið hjer um þetta leyti, því sauðir eru óvíða til. Ekkert hefir orðið vart við hafís í þessum garði, og er þvi útlit fyrir að hann sje alfarinn, og væri þess óskandi. Hjer um pláss munu menn panta með mesta móti. I kaupstöðunum er nú sagt að ekki sje neitt af neinu til. Austur-Skaptafellssýslu 3. febr.: Það sem af vetri þessum er hefir mátt heita frem- ur hagstæð tíð, og jarðbönn ekki teljandi, eink- um austan við Breiðamerkur-sand; enda eru menn þar nýfarnir að strá f'ullorðnu fje með útbeit, og sumstaðar ekki f'arnir að gefa neitt því hrausta8ta at fje nje hrossum, enda eru nú alstaöar auðar jarðar að kalla má. Erost hafa að jafnaði ekki verið mikil. Mest frost, er komið hefir á vetrinum, var 30. nóv. 15 stig á R. í skugga (í Öræfum). Heilbrigði hefir verið almenn, þar til nú fyrir skemmstu, að fór að ganga almennt, vont kvef, er líkist inflúenza. Papós-verzlunarstaður hefir verið að mestu allslaus síðan eptir sumarlestir. Yoru því margir svo illa staddir, að þeir áttu ekki út í kindablóö sín í haust, og urðu því að sækja helztu nauðsynjar sínar austur á Djúpavog. Nú í svipinn er bætt úr þessum vöruskorti, því skip það, er átti að koma á Papós i haust, kom nú loks 17. jan. síðastl., samt með ærn- um kostnaði; þvi Eggert verzlunarstjóri á Papós gerði sjer ferð austur á Seyðisfjörð og samdi við O. Wathne um, að koma skipinu af Reiðarfirði — þar sem það var lengi búið að !iggia — °g suður á Papós, með gufuskipi. Er sagt, að Wathne hafi selt þaö viðvik á, 1400 krónur, og tafðist hann þó ekki við þaö' nema hálfan sólarhring. Hvit ull var tekin íi sumar á Papós: nr. 1 á 60 a. pd., nr. 2 á 55 a.; mislit 40 a. Kat'fi var 1 kr. 25 a, export 50 a., melís 30 a. 200 pd. rúg 17 kr., banka- bygg 23 kr., baunir eins. Steinkol 35 a. kút- urinn, salt eins. Steinolia 22 a. potturinn. Fundur var haldinn að Bjarnanesi 26. jan. til þess að saf'na vöruloforðum til lausakaup- manns, er kæmi á Hornafjörö í sumar. Mættu þar kosnir íulltruar, 3 úr hverjum hreppi sýslunnar, nema enginn úr Lóni, þvi þar hafði ekki verið haldinn aukaf'undur til að kjósa fulltrúa til aðalfundar. Vörulof'orðin urðu að eins 2000 pd. ullar úr hverjum 4 hreppunum: Öræfum, Suðursveit, Mýrum og Nesjum, eða. alls 8000 pd. Eundurinn afrjeð, að fara þess. á leit við Sig. Johansen á Seyðisfirði, hvort. hann væri ekki táanlegur til að koma f sum- ar til Hornatjarðar með vörur, að minnsta, kosti upp á þessi vöruloforð. sem rief'nd voru. I iok fundaiins kom járnsmiður Eymundur Jónsson í Dilksnesi með þá tillögu. að menn reyndu að mynda káupfjelag fyrir alla Austur- Skaptafellssýslu og meiri hluta Suður-Múla- sýslu, er bef'ði aðalstöð sína (svo sem hús og fjárbryggju) við Berufjörð, og Hornfirðiugar fengju svo fluttar vörur sínar með strandferð- um til Hornafjarðar. Tillögunni voru margir hlynntir; en vegna, efnaskorts almennt sáu menn sjer ekki fært, að byrja það að svo stöddu. Höfuðkauptún á Austf jörðum. Skárra var það nú fumið, sem kom á rit-. st]*óra »Austra« út af grein minni í 4y. tölubl. >Isaf.< 29. júlí, um höíubkauptún á Austfjörh- um. í 22. tölubl. »Austra« 22. ágúst þýtur ritstjórinn á stað til að refsa þessum ein- kennilega Austurlandsvini, sem hann kallar mig, og ber öll grein hans það með sjer, að csannleikanum verður hver sárreiðastur«. Rit- stjórinn þykist vera að hrekja grein mína frá upphafi til enda, og bregður mjer jafnvel um ósannsögli; en hvorki það nje háðglósur hans tek jeg nærri mjer, og ekki ætla jeg að fara að elta hann yfir öll þau hundavöð, er hann hleypir sjer út á. .Teg tek til dæmis uppá-. stungu hans um, að jeg vilji hafa svo sem hundrað þúsund krónur úr landssjóði til vita o. fl. vitleysnr og öf'gar; öllu þessu þarf ekkt að svara. Vjer Austfirðingar erum/ryrir löngu) orðnir svo leiðir á orðagjálfri hans til hróss. Seyðisfirði og öllu þar, áðvallar tilraunir hans í þá átt munu eptirleiðis verða Seyðisfirði meira til ógagris en hitt, meðal allra, erþekkja dálítið til ritstjórans. Jeg held enn fram öllu, sem jeg hefi sagt í grein minni, og kem þá fyrst til þess að tala um, að það má virðast þýðingarlítið og mikil fljótfærni, að hyggja eingöngu álit sitt á því, sem nokkrir sýslunefndarmenn hafa sagt um vegalagning á Fagradal. Anðvitað ríðurmest, á, að fá endingargóðan og haganlegan veg úr Hjeraðinu, og það verður að eins þessi vegur, hvað sem ritstjórinn segir. Er betra að ryðja Fjarðarheiði ár eptir ár fyrir 4—5 þúsund kr. á ári ? Nú er sá vegur, er kostað var til á Fjarðarheiði í sumar, orðinn illfær, og varb það strax eptir fyrstu rigningu; hiÖ einasta, sem eptir er og gagn er í, fram yfir það, sem áður var, eru vörðurnar, er hlaðnar voru; þær eru ómissandi á vetruin; en vegurinn er þó höfuðatriðib. Hverjir ókostirnir eru við byggingu á Búð- areyri, talar ritstjórÍDn ekki um, þó hann telji þeir sjeu miklir. Þessu næst her ritstjórinn það á borð, að engin höfn sje þar til, og stingur upp á, svo.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.