Ísafold - 21.02.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.02.1894, Blaðsíða 3
39 sem til að gjöra gys að mjer, að jeg láti lardssjóð gera hana. Þetta er vitleysa, sem naumast er svarandi. Allir vita, að allur inn- hlutinn af Reiöaríirði frá Bakkagerðiseyri og inn aí) Leiru er ein stór höfn meðfram háftum löndum og gott afdrep víðast. Seinustu 5—10 árin hafa einungis 2 skip driíið i land á Beið- aríirði og það uro hávetur; bæði þessi skip lágu á óhentugum stað á höfninni við síld- veiði, svo þetta er lítið að marka. Annað skipið laskaðist að eins lítið eitt, af því nærri alstaðar er fyrir á landi mjúkur sandur. Að aldrei haíi að horið skipströnd á Seyðisfirði um sama leyti og þessi skip drifu þar á land veit jeg ekki grein á; en það veit jeg, að á Seyðisfirði. síðan hann hyggðist,, hafa þráfald- lega strandað skip. Aldrói hafa menn að þessu hlotið skaða af ís á Reiðarfirði, þó rit- stjórinn telji það nú einn höfuðgallann við höfnina. Hann ætti að hugsa um, að í svo ótal mörgum sjóstöðum erlendis geta verið ísalög á vetrum; þeir eru alveg sama lögmáli háðir og Reiðarfjörður; við skulum lofa Seyðisfirð1 að vera með í tölunni líka í viðlögum. Þó fjörumálið á Reiðarfirði sje nokkuð langt við Búðareyri, þá er þar mjög hægt að setja góð- ar bryggjur/með ekki allmiklum kostnaði, svo skip gætu legið við, vegna þess að aðdýpi byrjar strax og fjörumálinu sleppir. Það sem ritstjórinn segir um þetta atriði. er að eins röng tilgáta, sprottin af ókunnugleika. Að telja nokkurri höfn það til gildis, að hún sje djúp, eins og Seyðistjörður — 20 faðmar — er fávizkulega gjört af ritstjóranum. Það má auðvitað vel liggja á svo djúpu, en hentugast dýpi er 10—12 taðrnar, og það er dýptin á Reiðarfirði viðast hvar, þar sem skipalægið er. Þá kem jeg til að tala við ritstjórann um þessa miklu aðsókn, sem hann segir vera að Seyðisfirði bæði af sjó og landi. Eitthvert slangur mun vera á Seyðisfirði ’ af og til á surnrin af útflutninga- og pöntunaríjelagsskip- um f'remur en á Reiðarfirði, en þá höfum við hjer líka póstskipin, svo þess konar skipa gjörist litt þörf um það leyti árs. Meira er i það varið, að skip korni á . vetrum, og hefir það eingöngu verið Reiðarfirði að þakka sein- ustu árin. Þangað hafa komið ótal skipeptir sild, sem allt af heGr fengizt nóg þar, þó á Seyðisfirði hafi mátt heita dauður sjór. Ekki get jeg talið það Seyðisfirði til gildis, þó nokkrir útróðrarmenn hafi glæpzt til að fara þangað að sumrinu; optlega hafa þeir aflað þar lakara en annarsstaðar hjer á öðrum fjörðum, bæði fyrir sunnan og norðan Seyðis- fjörð. Það væri óskandi, að þessir kæru gest- ir ritstjórans þyrftu ekki eptirleiðis, eins og opt að undanförnu, að fara burt á miðju sumri, kauplitlir og fisklausir; það mun ekki veita af að þeim gengi dálítið betur, tii að halda saman nýa kaupstaðnum. A Seyðisfirði hefi jeg reyndar ekki verið að Staðaldri um kauptíð nýlega, en jeg kom þar þó í sumar um hákauptiðina; ekki ógnaði mjer aðsóknin, sem ritstjórinn talar um. Þar voru nokkrar hræður á strjálingi, sem mjer veitti alls ekki örðugt að komast f'ram bjá, svo þjettir voru þó hvergi mannhópar, bestar nje ullarpokar, en þetta er eölilegt, þar sem ströndin er svo víðáttumikil er gott að fá pláss fyrir þetta í fjörunni ut og tram með firðinum, jeg á bágt meö að skilja að ritstjór- inn skuli ekki haf'a getað þverfótað fyrir þessu um kaupstaðinn; skyldu það ekki vera dálitlar ýkjur ? Yið Eskifjörð og Reiðarfjörð flytja kaupmenn mestallar vörur til bænda. og er því eðlilegt að þar sje minni umferð manna; þessir flutningar hafa aldrei komizt á við Seyðisfjörð, þar sem bændur mega enn sækja allt sjálfir bæði salt og annað. TJm byggingarplássið á Seyðisfirði vildi jeg helzt ekki tala optar, en skal þó enn geta þess, að innst með firðinum er ekkert undir- lendi; en þetta óendanlega byggingarland, sem ritstjórinn talar um, er mýrarfen, sem víst yrði mjög óhollustusamt að byggja á; það þarf ef til vill ekki annað en þurka það upp, og til þess ritstjórinn geti fengið peninga til þess úr landssjóði, skal jeg lofa honum því, að jeg skal ekki ágirnast neitt af sjóðnum til að laga til við Búðareyri. Jeg ætlaði engan að hræða með snjóflóðum; þau gjöra það víst nóg sjáli: Seyðistjörður ber fullkomin merki bæði eptir þau og fjall- skriður margar. Það var annars leiðinlegt að jeg sá ekki fyr þessi umbrot í Austra i vor út af kaup- staðarmálinu, því þá skyldi grein mín hafa komið fyrri, svo það hefði ekki litið svo út sem ritstjórinn segir, að jeg hafi ætlað að villa mönnum sjónir á málinu með því, að læðast svo seint með greinina í Reykjavíkurblöðin. Þetta var alls ekki tilgangur minn; jeg vildi að eins láta fram koma það sem satt var og rjett, og held ennþá fram skoðun minni hinni sömu og þá. Þrátt fyrir allt það traust er ritstjórinn ber til þingmanna og annara til að relta þessa apturhaldsmannavillu mína útí yztu myrkur o. s. frv., trúi jeg því fullt og fast, að þó að Seyðisfjörður muni nú að nafninu til verða kominn í kaupstaðatölu landsins þá muni sú dýrð skammvinn og gagnslaus f'yrir oss alla Austfirðinga. Áður en jeg skilst við þetta mál, skal jeg geta þess, að þó jeg sje gamall hjeraðsbúi, sem þekki bæði til veganna og hatnanna á Austurlandi, þá hefi jeg nú sem komið er svo sem ekkert við plássið að sælda. Gætu greinar mlnar komið því til leiðar, að vel yrði athugað, hvar böfuðveg skal leggja til Fjarða úr Hjeraði, þætti mjer jeg ekki hafa unnið árangurslaust. Það er (því miður þegar búið er að kasta allt of miklu af fje landsins í ófyrirhugaðar og ónýtar vegabætur. Á end- anum ættu menn þó að sjá, að svo búið má ekki standa. I staðinn fyrir f'ávísa og hirðu- litla vegabótamenn verða að koma reglulegir vegfræðingar, sem bæði geta hvervetna sagt fyr- ir um, hvar vegurinn á að vera og hvernig á að leggja. hann. Sjerhver ráðstöfun í þessa átt mundi spara landssjóð ógrynni peninga og í landið mundi koma með tímanum hægir og góðir vegir, er hæði mætti aka eptir sleðum og vögnum. Austurlandsvinur. Atha. G-rem þessi barst ísafold fyrripart vetrar, B—6 vikna gömul þá samt orBin, en liefir orBið að biða þetta vegna rúmleysis. Búnaðarfjelag- Suðuramtsins hjelt fyrri ársfund sinn 10. þ. m. Forseti (H. Kr. Friðriksson yfirkennari) skýrði frá efna- hag f'jelagsins. Sjóður þess við árslok 28,050 kr. Fjelagsmenn um 290. Forseti gat þess, að amtráð vesturamtsins og amts- ráð norður- og austuramtsins hefðu hafn- að tilboði búnaðarfjelagsins í fyrra, um að gera það að búnaðarfjelagi fyrir allt land- ið; en fundurinn samþykkti, að þessu máli skyldi haldið vakandi, og að stjórnin til- kynnti amtsráðunum nyrðra og vestra, að þeirn stæði enn opið að sæta þessum til- boðum fjelagsins. Samþykkt var að veita úr fjelagssjóði 1500 kr. til búfræðinga þetta ár, þar á meðal 200 kr. lianda Grímsnes- ingum til að iauna búfræðingi, veitt með sjerstöku tiiiiti til framkvæmda þeirra og dugnaðar í jarðabótum. Styrkbeiðni frá Yigfúsi bónda Þórarinssyni á Ytri-Sólheim- um í Mýrdai til að veita, Hólmsá yfir Sól- heimasand var synjað. Tvær ritgerðir um húsabyggingar höfðu borizt fjelaginu í verðlaunaskyni, önnur eptir Björn búfr. Bjarnarson í Reykjakoti, og hin eptir Sig- urð bónda Guðmundsson í Vetleifshelli í Holtum. Yar samþykkt að láta ritgerðir þessar, er komið höfðu báðar eptir hinn tiltekna frest, bíða dóms til næsta nýárs, 1895, svo að fleirum gæfist kostur á að keppa um verðlaunin (100 kr.) til þess tima. Gullnámur í Vestur-Ástraliu, ný- lega fundnar, eru sagðar auðugri en fund- izt haf'a nokkursstaðar áður. Þær eru í gróðurlausri auön og vatnslausri, nær 70 mílur danskar frá bænum Perth. Vatn handa 500 málmnemurn, er þangað höfðu safnazt í haust, varð að flytja óraveg þang- að á kerrum, er uxar ganga fyrir, og geyma í þar til gerðum steinþróm. Búið var að grafa nær 150 fet niður, og fundust þar ógrynni af því nær skíru gulli. Hvað kolaskrúfan kostaði. Svofelld áætlun heflr verið gerð um það, hve mikið fjártjón hin mikla kolanámuskrúfa á Eng- landi í sumar sem leið og haust muni hafa bakað þjóðinni. Það voru fullar 16 vikur, er kolanemar í nokkrum hinum helztu kola- námum á Englandi gengu iðjulausir, til þess að reyna að skrúfa sjer út hærra kaup.1 Við það varð kolaframleiðslan 24 milj. smáiestum minni á því tímabili en ella mundi. Kaupmissir kolanemanna sjáifra nam 86 milj. krónum; kanpmissir járnnema — sem urðu að hætta vinnu vegna kola_ leysis,—nam 156 miij. króna. Aðrir verka. inenn biðu nær 100 milj. kr. kaupmissi af sömu ástæðum. Kaupmissir verkamanna alis um 330 milj. kr. Þá er tekjumissir námueigenda, bæði kolanáma og járnnáma, sömul. ýmissa verksmiðjueigenda og járn- brauta um 240 milj. kr. Þá kemur 32 milj. kr. skaði, er húseigendur og aðrir, er kol þurftu að kaupa, , urðu að kaupa þau dýrari en ella mundi. Er þessi beinp tekjumissis allur nær 600 milj. kr. eða 5V3 milj. kr. á dag. Þó segja menn, að hið óbeina tjón muni mega meta hjer um bil annað eins, svo sem einkum hinn mikla verzlun- arhnekki, er Englendingar hafl haft af kolaskrúfunni og ekki sje fljött bitið úr úálinni með, og mundi því hafa verið vel t.il vinnandi að gjalda kolanemum 1200 milj. kr. til þess að láta ógert hið liáska- lega tiltælci þeirra. Kaupskipafloti heimsins 1893 var 1972 niilj. smále^tir, hjer mu bil helmingur af hvoru, gufuskipum og seglskipum. Seglskipin þó nokkuð meiri að farmrúmi, eða 9,829,000 smálestir; gufuskipin 9,674,000 ámál. Undir ensku merki siglir hjer um bil helmingur allra kaupskipa í heimi; það eru 2/3 af gufuskipuuum og 73 af seglskip- unum. Nú er hver seglskips-smálest gerð 90 kr. virði að meðaltali —100 smálesta seglskip 9000 kr. virði —, og hver gufu- skips-smálest 270 kr. virði; verður þá matsverð alls brezka kaupskipaflotans 2,000,000,000 milj. kr. Næstir Bretum eru Bandamenn í Vesturheimi, en þriðja sigl- ingaþjóðin eru Norðmenn. Þeirra kaup- skipafloti er 1,739,000 smálestir, þar af 239,000 smál. í gufuskipum; matsverð 200 milj. eða ‘/i0 á við hinn brezka verzlunar- fiota. í kvöld verður leikið í Good-Templara- húsinu: Yörðurinnn °g Y araskeifan.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.