Ísafold - 17.03.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.03.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmiat einti sinni trisrar i viku. Yerð árg (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eöa 1 */* doll.; borgist fyrirmibjan j úlimán. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin vjb áramót. ógild nema komir s je til útgefanda fyrir 1 .októ- berm. Afgroiöslustola blabt- ins er i Austurstrœti ð XXI. árg. Reykjavik, laugardaginn 17. marz 1894. 13. blað. Útlendar frjettir. Khöfn 1. marz 1894. Veðrdtta. Stöðug þíðviðri á uorður- löndum, en víða á suðurlöndum heflr harðra frosta kennt og snjóveðra, eink- um í hinutn eystri fylkjum Rússlands. 11. 0g 12. febrúar reiö sá stormur ýfir uorðurhluta álfu vorrar, að fáir muna meiri; hann rauf þök af húsum, felldi rammlegustu girðingar.og fjöldann all- an af skógatrjánum. A Norður-Þýzka- landi hrundu 'sumstaðar fyrir honum í grunn kirkjuturnar, en mannskaða var ■ekki getið. Af óaldarmönnum. Þrátt fyrir ár- vekni löggæzlunnar hafa þeir enn komið fram nokkrum tilræðum sínum í París eptir aftöku Vaillants, og kalla hjer til hefnda unnið og hóta stöðugt fleiru. Hinn 11. febrúar var tunduröskju varp- að meðal gesta og þjóna í veitingasal gestahallar nálsegt einni járnbrautar- stöðinni og meiddust 8 eða 10 menn af .hleðslunni, naglabrotum og járurusli. Hlvirkinn sat nálægt dyrum og rauk út þegar, en eptir honum hlupu margir, og löggæzlumönnunum tókst brátt að hafa hendur á honum, en áður hafði hann skotið á þá úr marghleypingi, sært þrjá af þeim og einn nær til ólífis. Hann* sagði fyrst rangt til nafns, en hjet Emile Henry, fronskur að ætt og hafði komið i janúar frá Lundúnum, en sótt þar lengi fundi óaldarliða. Ilann svaraði öllu með stæltum svíra og sagð- ist hafa unnið verkið í hefndarskyni fyrir aftöku Vaillants og slíkt mundi fylgja sinni aftöku. Bróðir hans situr í hegningarhúsi fyrir morðræðaeggjan/ en faðir þeirra var dæmdur til lífláts fyrir frammistöðu sína í Parísarupp- reisninni 1871; komst þó undan til Spán- n,r. Seinna gekk Plenry við, að hann hefð* búið til sjálfur tundurvjel sína og tvær aðrar sömu tegundar, sem hann kvaðst ekki vita, hvar niður væri komn- ar. Þær komu þó, að því ætlað er, í leitirnar skönnnu síðar. Hinn 19. febr- úar sprakk tunduraskja fest á herberg- ishurð í einum gestaskála, en datt nið- ur á gólfið, er upp var lokið. Hjer við fekk veitingafrúin þá lemstran, sem varð henni að bana, en tveir gestir hennar urðu illa til reika. Rjett á eptir fundust tvær sprengivjelar í öðrum gestaskálum, en önnur þeirra sprakk ekki, þó niður dytti; hin var ískyggi- legri, og þótti ráðlegast að sprengja hana þar sem hún lá eða hjekk, og var svo varlega að farið, að engan sak- aði, en herbergið skemmdist til muna. Nú tókust nýjar rannsóknir um alla París og í öllum borgum, og tundust mörg skjöl og brjef í hirzlum óaldar- manna, en á sumum stöðum vjelar og ■tól og tundurgerðarefni,log var nú fjöldi manna í höpt settirJ Fám dögum á undan var frjett frá Greenwich á Eng- landi, að ungur maður hefði fundizt í andarslitrunum í lystigarði bæjarins, en tundurvjel, er hann hafði meðferðis, íhafði orðið honum að bana. Hann var franskur. Bourdin að nafni, og hafði ætlað að heimsækja bróður sinn, en vjelina ætla menn helzt fyrirhugaða miklum stjörnuturni, sem stendur í garð- inum. Við þetta vaknaði löggæzlan í Lundúnum til eptirgrennslunar og ljet nokkra af þjónum sínum vitja óaldar- garpanna á fundastað þeirra. Þeir voru þar fyrir 80 að tölu og urðu að selja íram fjölda af skjölum sínum, en segja til nafna sinna og hvaðan þeir voru. Iljer voru menn frá flestum löndum Evrópu, og því komu hjeðan margar þarfar skýrslur til meginlandsins frá lögreglustjórninni í Lundúnum. A Spáni voru nýlega 6 óaldarliðar settir í varð- hald, en í Vínarborg dómi lokið á 8 þeirra manna, bandaflokkur þeirra fund- inn í Alzír, og í Cincinnati í Ameríku fannst fyrir skömmu listi hjá einum af þeim, og á honum nöfn 120 bandamanna hans í þeirri borg. Því má hjer við bæta, sem nýlega hefir borizt frá París, að svo sje sundrung koinin í þetta ófagnaðarlið, er þeir hafa gengið sjer í bandalag, sem vilja hætta morðræðum og eyðileggingum og kalla svo beint breytt eptir atferli ríkjanna (þ. e. bardögunum). Hinsvegar beri mönnum að halda fast fram kenning- um um endurbætur ogendurskipun þegn- legs fjelags, um sem óháðast frelsi ein- staklinganna, samneyzlu allra í nautn heimsgæðanna, afnám ríkisins í nútíð- arskilningi, o. s. frv. Hvað sem um kenningarnar má segja, þá er þó lík- ast, að sundrungin dragi ekki lítið til niðurfalls óaldiirinnar. Danmörk. Óútkljáð er enn um flest höfuðmál á þinginu, t. d. um skattauka á brennivíni, breyting á álögum, bæja og hreppa og um fjölgun kjörþinga, og þykir mjög ósýnt um, hvernig þeim reiðir af. Um fjárlögin er ekki hægt neinu að spá, þó margs sje til getið um heyking miðflokksins eða sambræðsluna við hægrimenn. Hjer hafa ekki fáir sýkzt af bólu, og skal þess getið, að nýrri lækningarað- ferð hefir verið beitt, en höfundur henn- er helzt talinn landi vor Niels Finsen. Hún er í því fólgin, að gera Ijósið rauð- leitt með rauðum gluggum eða tjöldum í herbergjum sjúklinganna, því svo verður þeim ljósgeislum út rýmt, sem hafa verst áhrif á hörundið (lifrauðum og bláum). Ef slíks er neytt áður en gröftur kemur í bólurnar, þá hjaðna þær svo, að engin ör sjást eptir. Það láðist eptir að geta þess í frjett- unum seinustu, að ráðherratalan er ein- um aukin, þar hinum svonefndu innan- ríkismálum er deilt á tvö embœtti. Hjörring heitir sá sem nú stýrir fyrri deild þeirra mála og póstmálum(?), en In- gerslev hinni eða því sem til mannvirkja tekur eða vinnu í ríkisins þarfir, svo sem vegagerðir, járnbrautir, vatnsskurð- ir og stýflur, ferjur, konunglegir aldim garðar og póstsendingar á sjó og landi. Dáinn er F. L. Liebenberg, sem með elju og vandlæti hefir starfað að útgáfu rita eptir marga helztu rithöfunda Danmerkur (Holberg, Oehienschlæger, Evald, Schak Staffeídt. F. F. Hansen, Bredahl og Aarestrup). Hann varð 83 ára að aldri. Noregur og Svíþjóð. Til þingstarfa nú tekið í báðum ríkjunum, en af þeirn ekkert roarkvert enn að herma. Bor- izt hefir, að stjórn Svía búi undir í kyr- þey skipun konsúla erlendis fyrir Svía- ríki og vilji verða á undan Norðmönn- um í því efni. England. 1 miðjum janúar hjelt Gladstone til Biarriz að hressast éptir þingstreituna og er sagt, að það hafi vel tekizt, þó aðrar sögur beri á móti. Það þó rjett hermt kallað, að sjónin sje biluð á öðru auganu. 12. febrúar byrjuðu aptur umræðurn- ar í neðri málstofunni. Menn bjuggust við tíðindum, þegar tekið var til nýmæl- anna um framlagsskvldu verkveitenda við verkamenn, sem slasast við vinnu. Þau voru þá (20. febr.) komin aptur frá lávarðadeildinni, en svo breytt í sumum aðalgreinum, að sumir "köll- uðu þeim umhverft. Flestir ætluðu, að Gladstone mundi nú eggja lið sitt til aðláta til skarar skríða með lávörðunum, og því kom öllum rnjög á óvart, er hann tók nýmælin aptur í stað þess að gera breytingarnar apturreka. Sumir höfðu orð á, að hann hefði borið rök síu svo stirðlega fram, sem hann hefði aldrei fyr átt vanda til, og aðrir kváðu hjer vottast, að honum væri nú farið að förlast. Nú fóru líka hviksögur að ber- ast um, að Gladstone hefði í hyggju að segja af sjer, en allar hafa þæ'r borizt aptur til þessa, og margir segja, að hann muni hafa þau ráð undir rifjum, sem engum sje kunnugt um. Vel er yfir því látið meðalverkmanna, að stjórnin hefir ákveðið 8 stunda dags- vinnu tyrir þá sem að vinnu standa á verkastöðvum hers og flota. Ráðherra innanríkismálanna, Asquit, hefir tekið því ekki fjærri, að stjórnin gengist fyrir samkomulagi við önnur ríki um tilbeining gegn óaldarmönnuín. Lobengulá Matabelakonungur er nú dáinn sagður afhörmum og þrautum á flóttanum. Þýzkaland. Hjeðan er fyrst þá fregn að bera, að þeir Vilhjálmur keisari og Bismarck hafa nú sæzt heilum sáttum. Því mjög fagnað um allt Þýzkaland, en keisarinn fvlgdi hjer göfuglegu hugboði sínu. Hann hafði heyrt getið um las- leik Bismarcks af kvefi og sendi til hans einn af fylgiliðum sínum með brjeflegar vinaemdarkveðjur,' og ljet þeim fylgja sending afargóðs og ga'm- als víns. Hjer hýrnaði yfir karli, og kvaðst hann mundi heimsækja keisar ann og þakka honum ljúfmennsku sína, en vart koma fyr en eptir afmælisdag hans (27. janúar). Degi síðar kom brjef frá keisaranum og í því bað hann furst- ann að koma til sín daginn fyrir af- mælið, og það þekktist hann.' Út á járnbrautarstöðina í Berlin ók Heinrich prins keisarabróðir eptir honum, en lýðurinn stóð alstaðar í þyrpingum og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.