Ísafold - 17.03.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.03.1894, Blaðsíða 2
 með fagnaðarópum þar sem þeir komu fram á leiðinni til hallar keisarans. Þar tók keisarinn við honum með hirðsveit sinni og mörgu stórmenni. Eptir það settust þau keisari og drottning með gesti sínum að morgunverði. Síðan sátu þeir á eintali heila stund, en laust ept- ir miðaptan var gengið til dagverðar, og þar voru þau keisari og drotting og 10 menn aðrir, en meðal þeirra Sax- landskonungur. Þar á eptir tylgdi keis- arinn Bismarck út til járnbrautarinnar og skildust þeir með sömu blíðu og í fvrri daga. Þann 19.febr. gisti keisarinn BismarckáFriedrichsruhe, en viðtökurn- ar lotningarfullar og með mestu blíðu og risnu. Það rættist nú sem haf't er eptir Bis- marck, þegar hann um árið íór í byrst- um hug frá Berlin: »hann skal sjá mig aptur!«, en með öðru móti en hann þá mun hafa hugsað. Sem vita mátti, varð sætt þeirra mesta umtalsefni allra blaða og allir voru þar á einu máli, að hún mundi miklu sæta. Það sem berast þykir í ljós komið er, að fylgiblöð Bis- mareks 'hafa hætt að ámæla Caprivi kansellera og verzlunarsáttmála hans við Rússa, og þetta þykir votta, að hann (B.) ætli að skiljast við jarðeig- enda eða stórbændafiokkinn, er mest gengst fyrir að fella samninginn, sök- ura þess skaða, er þeir segja hann baki landbúnaði Þýzkalands. Svo vinnur Bismarck bezt í keisarans þágu, því hann berst af alefli sínu fyrir samningn- um og segir, að fall hans verði alríkinu til mestu óhamingju. Bismarck á fyrir skömmu að hafa mælt hjer um bil á þessa leið: »jeg hefi allt af verið mót- íallinn verzlunarsamningunum nýju, en nú hefir þingið þegar gengið að svo mörgum — við Rúmeniu, Svissland, Spán og áður við Austurríki—og því skyldi nú af bregða, þar sem Rússland á i hlut?« Samningurinn er gerður og flestir búast við, að hann nái framgöngu á þingi. Hjer eru fleiri hólmgönguefni þing- flokkanna, t. d. nýmæli um nýja skatta, því í nauðir vill reka, er 72 miljónir marka vantar til jafnvægis með tekjum og útgjöldum fyrir komanda ár. Það siys vildi til á nýju herskipi við Kíiarborg, að um eitt loptspeldið hagg- aðist svo, að glóðheitur gufustraumur- inn þaut inn í gufuvjelarúmið og varð 43 mönnum að líftjóni. Frakkland. Hávaðasamt opt á þing- inu, þegar minnast verður á óaldarvið- burðina, og opt verða f'rekjuflokkamenn svo æfir, að löggæzlumenn verða að leiða þá út úr þingsalnum. Allstrfðar viðureignir hafa tekizt um hækkun tolla, en fjármálaráðherrann fylgir tollvernda- kenningum og færir tolla upp á korn- vörum sem öðru, þó sumir uggi, að Rússum kunni að mislíka. Behanzin Dahomeykonungur er nú á valdi Frakka, en þeir hafa gefið hálf- bróður hans konungsnafnið, og hefir hann heitið að vera þeim trúr og hlýð- inn. Suður við Niger í Afriku er bær, sem Timbuktú heitir, 200 mílur fyrir austan hafnarbæ Frakka, St. Louis, eníþeir hafa hjeðan eða sunnan frá ármynninu haldið þangað upp á fallbyssubátum og) tekið sjer hersetustöð í hinum fyrst- nefnda, bæ. Auðvitað, að þeir æt!a sjer að koma á samgöngum og flutninga- tengslum milii Niger og landa sinna norður f'rá (Alzír og Tunis). Upp frá Niger og á Saharaslóðum allt norður að j Túnís býr þjóðkyn sem Túaregar heita; I 50 þeir hafa opt ráðizt á ferðalið Frakka, en veitt Timbuktúbyggjum þungar bú- sifjar. Fyrir skömmu hjelt liðsveit Frakka 150 manna upp frá bænum á njósnarleið, en á næturþeli rjeðust Túa- regar á þá sofandi og drápu af þeim 78, og meðai þeirra f'yrirliðann. Þetta hiýtur að draga til, að Frakkar f'æra' út völd sín á útnorðursvæði Afriku, hvað sem til verður að kosta. ftalía. Allar óspektir nú niðurbæld- ar, en annars er hjeðan enga nýung að segja, því fjárvandræðin og baráttan við þau eru gömul tíðiúdi. Sonnino heitir fjármálaráðherrann, og hann segir, að næsta ár vanti 177 miljónir franka til jafnaðar með fjárreiðum og tekjum. Skufdir Ítalíu taldar til nær því 13 miljarða(!).—Seinustu frjettir segja Crispí einráðið að heimta at þinginu eins konar alræðisleyfi til nýrra ráðstatana, t. d. afnáms fjölda embætta í umboðsstjórn- inni. Enn fremur er búizt við niður- hleyping leigugjalds af skuidabrjefum ríkisins. Austurriki. Nýlega flutti Rieger, for- ustumaður Gamal-Tjeka, ræðu á þingi í Prag, þar sem hann lagði ríkt á við þjóðbræður sina, að hætta allri frekju en leita samkomulags og friðar við Þjóðverja. Hins vegar hjelt hann fast á öllum rjettarkröfum Böhmens og kvað því bera sama sjálfsforræði, sem Ung- verjaland nyti. Sakir nýlega dæmdar í Prag á hendur 77 mönnum af leyndarfjelagi, er »Om- ladina« (æskan) nefnist. Það var 1 önd- verðu stofnað í nafni hins slafneska þjóðernis, en varð bráðum svipað Fení- um á Irlandi og ljet bendlast við ólög og ódáðir. Sagt, að það hafl stundum komizt í mök við Ung-Tjeka. Tveir af hinum ákærðu dæmdir sýknir saka. Látinn er að segja Theodor Billrod (f. 1829), einn hinn frægasta holdskurð- arlækni á þessarri öld. Hann varð prófessor við háskólann í Zúrich 1860, en við Vínarháskólann 1867. Rit hans í græzlufræði útlögð á flest Evrópumál. Frd Spdni. Friður á kominn við Marokko og Martinez Campos heim kom- inn eptir góð erindislok. Nokkuð tilslak- að við keisarann um kostnaðarbætur, einkum hvað gjaldfrestinn snertir. Serbía. Astandið ótrútt kallað af ýmsum orsökum. I byrjun ársins reiddi að miklu sundurþykki með konungi og ráðaneytinu, en 1 því Rússavinir og menn ,af frekjuflokki, sem þar er kall- að. I miðjum janúar gerði konungur föður slnum boð til Parísar og bað hann koma til sín. Þá sagði ráðaneytið af sjer og kallaði forseti þess hjer ólög framin, er Milan konungur ætti ekki apturkvæmt til landsins. Hann kom samt 22. janúar, og ræður nú syni sín- um til að breyta rikislögunum. En yrði þess freistað, er eptir að vita, hvort ekki breyttist um fleira í Serbíu, eða um forlöghins unga konungs. Hjer eru margir, sem betur mundi lítast á að taka sjer tilkonungs Pjetur Kara-George vic, son þess fursta, er fyrrum hafði hjer völdin og tengdason furstans af Montenegro. Bolgaraland. Ferdinand fursti hefir nú eignazt son, og heitir hann Boris, prins af Tirnovo. Mikill fögnuður um allt land og höfuðborgin uppljómuð 1 þrjú kvöld í röð eptir fæðing sveinsins. Frá Ameriku. Strlð í Mið-Ameríku með Honduras og Nicaragua, og ófriðn- um i Brasilíu ekki lokið, en þar skal nú nýr forseti kosinn í þessum mánuði. í Rio Janeiro geisar nú »pestin gula«. Inflúenza-sóttin. Með því að inflúenza-sóttin er nú sezt: að hjer í bænum, og mun að líkindum dreifast hjeðan út um þá hluta landsins, þar sem hún er elcki búin að koma, kynnu nokkrar skýringar um sótt þessa og með- ferð hennar að koma í góða þágu aptur; jeg vil því biðja yöur, hr. ritstjóri, að taka eptirfarandi stuttar athugasemdir um sótt þessa í yðar heiðraða blað. Vjer þekkjtim ailir hina ajgengu kvef- sótt, með hósta þeim, er henni fylgir, og meiri eða minni lasleika um alJan líkam- ann. Inflúenza-sóttin er nú talsvert lík kvefsótt; en þó ber þar rnargt á miJli, og það tvennt helzt, er nú skal greina og mikils er um vert: 1) Inflúenza-veikinhi fyJgir óvenjumikið magnleysi, sien og drungi, og þar með talsverð hitasótt. 2) Inflúenza veilcin gengur eins og land- farsótt, þ. e. leggst á mikinn fjölda lands- fólksins í einu og færist út frá einum stað- um geysimikla, víðáttu. A mjög mörgum mönnum fylgir veiki þessari einnig ýms óregJa í meltingarfær- unum, í taugakerflnu og öðrum fleiri líf- færum. Loks getur vel borið- til, að ofan á in- flúenza sóttina bætist ýms önnur veikindi,, og það ekki sízt, þegar hún er nærri því bötnuð, svo sem t. d. lungnabólga. Þótt svo sje, sem beturfer, að inflúenza verði eigi talin með mjög hættulegum sjúk- dómum, þá verð jeg að vara menn mjög fastlega við að gjöra of lítið úr þessari veiki; opt verða svo mikil brögð að sótt- veikinni, magnleysinu o. s. frv., að sjúk- lingurinn má til að leggjast; eníjeg vil‘ vara menn við, þótt sóttin sje heldur væg, að vera þá að reyna að dragast á fótuni? sjálfsagt að Jeggjast ætið, éTlnaður heflé- hitasótt (feber). Gjöri maður það, að drag- ast á ferli með hitasótt, er mjög hætt við,. að einhver önnur veikindi leggist Ofan á hina eiginlegu inflúenza-sótt, og sama máli er að gegna, ef of sneinma er farið á fæt- ur og út. Optast mun nóg að liggja 1 viku í rúminu, til þess að sjúklingnum sje nokkurn veginn óhætt. Það er sjálfsagður hlutur, að gjalda verður varhuga við því, svo sem hægt er,. að of margt sje af sjúklingum í sama her- hergi eða of þröngt í rúmum, og lopti þarf að halda svo hreinu, sem a.uðið er,. en varast þó allan súg. íGlott er að halda brjöstinu hlýju með uJl eða vatnsbökstr- um. Bezta næringin er hafrasúpa eða bygg súpa; með mjólk er bezt að vera nokkuð- varasamur, þar eð margir sjúklingar fá þrá- Játlegt harðlífi af henni, en sumir aptur undir eins niðurgang og vindbelging; eng- inn læknir getur sagt fyrir fram, hvernig sjúklingur muni þola rnjólk; það verður að reyna fyrir sjer með hana með gætni. Sætsúpu, nýjan fisk soðinn, franskbrauð og vatnsgraut má gjarnan borða, hafi sjúkl- ingurinn lyst á því, þó að hann liafi, nokkra hitasótt. Kalt vatn eða mysu má sjúklingurinn og gjarnan drekka, þó ekkii í óhófi eða of mikið í einu. Sjeu mikil brögð að magnleysinu, slen- inu og drunganum, og sjúklingurinn geti eigi nærzt á öðru, þá er mikið gott að- bragða á víni (sherry eða portvíni,) svo-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.