Ísafold - 17.03.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 17.03.1894, Blaðsíða 3
51 sem einni matskeið 4—6 sinnum á dag Sje aptur ofmikið gjört að vínnautninni, verður hún mjög skaðleg, eins hjer sem jafnan endranær. Af eiginiegum meðölum má einkum gjöra sier von um gagn af sótteyðandi lyfjum, svo sem antifebrín og kinín. Antifebrín skal taka í Vs grams skömmtum þrisvar til fjórum sinnum á dag. Hafi sjúklingur- inn mikinh höfuðverk og þar af leiðandi svefnleysi, er antifebrín opt gott meðal, en sumir sjúklingar verða þá að fá stærri skammt, >/2 gr. eða dálitið meira í einu, áður hrífur. Sumir, t. d. þeir, sem hafa einhverja hjartveiki, þola ekki vel antifebrín; getur því verið gott, að byrja ætið á litlum skammti (‘/s gr.) áður en tekið er meira. Kinín er bezt að taka í */« gr- skömmt- um og bi'úka 2—3 eða 4 skammta á dag. Sje þess kostur, er sjálfsagt að ieita reglulegs læknis og vera ekki að káka nayð skottulækningar; einkum skal varast að iáta taka sjer bióð öðruvisi en með læknisráði; því bióðtaka getur opt gjört mikið illt í þessari sótt og er mjög sjald- an tiltækileg, og það því að eins, að sjer- staklega standi á, en á því hafa læknar einir vit. Jeg leyfi mjer að endingu að mæiast til, að almenningur hagnýti sjer rækiiega þenna litla leiðarvísi, og vildi jeg óska, að sótt þessi yrði væg hjer á Jandi, og tálmaði sem minnst vinnu manna um bjargr-æðis- tímann. Reykjavík, í marz 1894. Schierbeck. Önnur blöð eru einnig beðin að taka grein þessa. Ný lög. Þessi 5 lög frá síðasta þingi hefir konungur enn fremur staðfest, öll 2. febr.: 26. Lög um aukatekjur þær, er renna í landssjóð. 27. Lög um aukatekjur, dagpeninga og ferðakostnað sýslumanna, bæjarfógeta o.fi. 28 Lög um breyting á 2., 4. og 15. gr. í tilskipun um iausamenn og húsmenn á Islandi 26. maí 1863 og viðauka við hana. 29. Lög um breyting á opnu brjefi 29. maí 1839 um byggingarnefnd i Reykjavík. 30. Lög um að leggja jarðirnar Laug- arnes og Klepp í Seltjarnarneshreppi undir lögsagnarumdæmi og bæjarfjelag Reykja- víkur. Amtmaður yfir norður- og austuramt- inu er sýslumaður Húnvetninga, Lárus Þórarinn Blöndal, skipaður af konungi 26. f. mán., frá 1. júlí þ. á. Brauð veitt. Helgafellsbrauð hefir kon- ungur veitt 26. f. mán. síra Sigurði próf. Gunnarssyni á Valþjófsstað, samkvæmt kosningu safnaðanna. Heiðursmerki. Uppgjafaprestur síra Jakob Benidiktsson í Glaumbæ gerður ridd- ari aí dbroge 26. f. m. og þeir Helgi kaup- maður Helgason í Reykjavík og Jónas hreppstjóri Gunnlögsson á Þrastarhóli dannebrogsmenn. Influenzasöttin er nú búin að ganga hjer i bænum */» mánuð, miklu, miklu magnaðri en síðast, fyrir 4 árum, leggur nær hvert mannsbarn í rúmið, marga tví- vegis, þá er eigi fara svo gætilega með sig, sem vera ber og á ríður, ef eigi skal meira að verða. Úr Múlasýslum segja frjettir mjög mikið manntjón orðið að sótt þessari, þar á með- al 30 manna dána í sóknum síra Einars Jónssonar í Kirkjubæ á */» mánuði, seinast i janúar og fyrst í febrúar. •Sömuleiðis talsverðar manndauði í Fjörðum. Sjálfsagt eru það eptirköst landfarsótt- arinnar sjálfrar, einkum lungnabólga, er mun dauðanum valda. Mannalát. Hjer í bænum hafa andazt á þessu sóttartímabili 2 þjóðkunn gamal- menni háöldruð, amtmannsfrú Ingileif Mel- steð (13.) og f. sýslumaður Eggert Ó. Briem (12.). Enn fremur að Görðum á Alptanesi 13. þ. m. prófastsf'rú Pórunn Jónsdóttir. (Verður þessa merkisfóiks minnzt frekar bráðlega). Hinn 1. f. m. andaðist í Khöfn f. adjunkt Jón Aðálsteinn Sveinsson, prófasts Níels- sonar, hálfbróðir hr. Haligríms biskups. Póstskipið Laura (Christjanssen) kom hingað á tilsettum degi 14. þ. m. og með því talsvert af farþegum: kaupmennirnir Chr. Zimsen, W. Christensen, Eyþór Felixson (með konu sinni), Sigurður Jónsson, Ólafur Arnason (Eyrarb.), faktor Ólafur Ámundason, verzlm. Benidikt Jónsson; cand. theol. Geir Sæmunds- son, cand. juris Halldór Bjarnason; fröken Guðrún Waage; Magnús Paulson, agent frá Winnipeg; Reinh. Andersen skraddari; kapt. Hansen og aðrir skipverjar á gufuh. »Elínu< Thorvaldsens-flelagið ætlar, eins og að undanförnu, að halda ó- keypis skóla fyrir fátæk stúlkubörn, mán- uðina apríl, maiogjúní frá kl. 5—7 e. m. Börn frá 8 vetra til fermingar verða tekin til kennslu. Kennt verður: prjón, saumar og þeim elztu einnig klæðasaumur. Menn snúi sjer til undirskrifaðra fyrir 24. þ. mán. Þ. Jónassen. M. Finsen. L. Finnbogasen. Hafnsögumannsstarfið í Reykjavík er laust, og eru þeir sem vilja sækja um það, beðnir að senda hingað bónarbrjef sín, stýluð til amtmannsins yfir Suðuramtinu, fyrir 20. þ. m. Nánari upp- lýsingar hjer á skrifstofunni. Bæjarfógetinn í Reykjavík 6. marz 1894. Halldór Daníelsson. Til sölu nýr sumaryfirfrakki mjög vandaður, sem kostaði 65 kr. fæst nú fyrir 25 kr. Ritstjóri vísar á. Epli, vínber og margt fleira er nýkomið í verzlun Jóns Þórðarsonar. 16 Snemma morguns daginn eptir kom hún að máli við Hans og mælti: »Heyrið mjer nú, Hollendingur! Jeg veit, að apinn þarna er jeg; en komið nú með mjer til dómarans snöggv- ast. Við skulum vita hvað hann segir um það mál«. »Hann segir, að mjer sje heimilc að draga upp hvað sem mjer sýnist yfir dyrnar hjá mjer«. »Við skulum nú vita«. Ungfrú Neumann ætlaði nærri að kafna af bræði. »Hvernig veit frökenin, að apinn þessi eruð þjer?» »Samvizkan segir mjer það. Komið með mjer til dómarans. Annars skal lögreglustjórinn draga yður þang- að i járnum. »Velkomið !« svaraðiHans; hann þóttist óhultur um rjett sinn. Þau lokuðu búðunum og fóru, bálvond og sennandi. En þegar kom heim að hliðinu hjá Dasonville dóm- ara, mundu þau eptir því, að hvorugt þeirra kunni nóg í ensku til þess, að geta lýst fyrir honum málavöxtum. Hvað áttu þau að gera ? Þeim kom ráð í hug. Lög- reglustjórinn var pólskur Gyðingur og kunni bæði þýzku og ensku. Þau tóku stjórann þangað sem lögreglustjór- inn átti heima. F.n hann var þá ekki heima. Hans stakk höndunum við mjaðmir sjer. 13 þess eigi lengi að biða. Eigendur verzlananna beggja settu opt auglýsingar utan á búðirnar hjá sjer um ýms- ar vörur og höfðu orðið »auglýsing« fyrir ofan, sem lög gera rá.ð fyrir, eða á ensku Notice. Meðal annars varn- ings höfðu þau einnig klaka til sölu, bæði handa veit- ingamönnum og öðrum, því enginn Ameríkumaður ber við að staupa sig, hvort heldur er á bjór eða brennivíni, öðruvísi en að hafa klakastykki úti í. Allt í einu varð hann þess var, að enginn maður keypti framar klaka hjá honum. Geysistór klakastykki, sem hann hafði keypt, bráðnuðu niður í kjallaranum hjá honum. Hann sá, að jafnvel dyggustu fylgismenn hans keyptu daglega klaka hjá ungfrú Neumann; hann gat sízt i því skilið, hvernig á þessu stóð, og hugsaði sjer að komast fyrir það. »Hvers vegna kaupið þjer ekki klaka hjá mjer?« spurði hann Peters veitingamann, er hann sá ganga fram hjá búðinni. »Af því þjer hafið engan klaka«. »Hvað þá! hef jeg engan klaka?« »Nie«. ».Tú, það hef jeg reyndar*. »Svo? En hvað á þá þetta að þýða?« mælti veit- ingamaðurinn og benti á auglýsingu, er límd var á vegginn. Hans leit þangað og sótroðnaði af vonzku. Það hafði einhver máð burtu <-ið í orðinu notice í auglýsing-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.