Ísafold - 07.04.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.04.1894, Blaðsíða 3
63 bragði, eins og hjer. Um Mýrar og Borg- arfjörð hefir hún geysað kringnm mðnaða mótin siðnstu og er þar enn, býsna- mögnuð sumstaðar —; skepnur orðið að standa málþola dögum saman á sumum bæjum, af því að enginn hefir getað skreiðzt á fótum. í upp-hreppa Boi garfjarðar (Eeykholtsdal o. fl.) var hún ekki komin á helginni sem leið. Að norðan heyrist hennar ekkigetið, og mun hún ekki hafa verið lengra komin en í Þingeyjarsýslu, er póstferð fjell síð- an; í gær komu póstarnir hingað aðnorð- an og vestan. Aflabrögð. Hjer var hinn fyrsti góði afladagurígær á þessari vertíð, 30—50 í hlut nokkuð almennt. Hlaðfiski í fyrra dag lijá Alptuesingum og Hafníirðingum; lík- lega eins í gær. Sömuleiðis byrjaður góð- ur afli lengra suður með sjó alla leið. Austanfjalls mesta aflaleysi allt til þessa, eða rjettara sagt gæftaleysi, sem kemur í sama stað niður. Mikill bjargarskortur þar manna á maðal, þeirra er reitt hafa sig á sjóinn, sem eigi lieiir brugðizt þar mjög mörg ár undanfarin. Auglýsingakostnaður. Arið 1885 varði íjelag það í Lundúnun, er býr til hina alþekktu /’ear-sápu, 623,000 kr. í auglýsingar, en græddi líka 1,900.000 kr. Nú ver það um 2 milj. á ári í auglýsingar. Vesturfarir. I í'yrra var tala innflytjenda til Norður-Ameríku 480,793. Það er 141,034 færra en árið þar á undan. Nær 1100 var synjað landgöngu og 577 sendir aptur af þvi þeir voru óhæíir að vinna sjer brauð. Sendiherralaun. Bretar gjalda sendiherra sinum í Paris (Duíierin lávarði) 162,000 kr. í árslaun, þeim í Vín og Miklagarði 144,000 kr. lrvorum, þeim í Pjeturshorg 140,000 kr., þeim í Berlín 135,000 kr. og þeirn í Róm 126,000 kr. Manchester-skipaskurðurinn. Englend- ingar luku í vetur við eitt at' sínum stórkost- legu mannvirkjum. Það er hat'skipaskurður inn í land að borginni Manchester og er hún orðin fyrir það aö sjóborg. Hann er 15 mílur danskar á lengd eða 3 þingmannaleiöir. Hann kostaði 304,000 miljónir króna. Hann var vigður á nýársdag. Til kristniboðs meðal heiðinna þjóða vörðu Engleudiugar árið setn ieið n*r 27 mil- jónum króna. Til Bismareks-minnisvarða eða líknesk- is af honum er búið að draga saman á Þýzka- andi um 1,200,000 kr. með frjálsutn samskotum. Norðurlandaþ.jóðir i Ameríku. Eptir fólkstalinu í Bandaríkjunum í Noiður-Ameríku 1890 var tala norrænna manna þar sem hjer segir (Islendiugar þó ekki neíndir): Pæddir í Norvegi............. . 322.665 Fæddir í Svíþjóð............... 478,041 Fæddir í Daumörku.............. 132,543 Samtals 933,249 Leiðarvísir Ísaí'oldar. 1337. Jeg tíunda þær skepnur, sem jeg á sarnan við móður mína, sém jeg er hjá. en ntjer er þó gert sjerstakt útsvar til sveitar eptir etnum og ástæðum; et' það rjett? Sv. Hafl spyrjandi sjáltur avðinn at skepn- um sinum, virðist vel mega jatna á hann sveitarútsvari eptir eí'nutn og ástæðum, en þar sem hottum er heimii samtíund við móð- j urssína, verður hann ekki sjersr-vklega kraflnn um neinna tiund af tjenaði sínnm. 1338. Ef sú' kýr sern mjer var afhent i tar- ■ áögum sem leigukúgildi tneð jörð, ber á næsta j vetri 6 vikum seinna en rnjer var sagt, á jeS ekki skyldar skaðabætur að afhendanda, og hve mikiar? Sv. Haíi kýrin borið fyrir lok nóvember- mánaðar, á spyrjandi eigi heimtingu á neinum skaðabótum; annars virðist spyrjandi geta átt tilkall til sem svarar 6 vikna arði af kúnni að frádregnum öllum tilkostnaði. 1339. Heíir lánveitandi heimild til að heimta borgun af lántakanda fyrir þinglestur á skuldabrjefi, ef það ekki er tiltekið í hrjeíinu sjálfu, að lánveitandi megi þinglýsa því? Sv. Skuldabrjefum með veði i fasteign verður að þinglýsa, tii þess þau að lögum gild gagnvaTt 3. manni, hvort sem það er til- skilið i brjefinu sjáltu eður eigi, og lántak- andi á eflaust að greiða allan þann kostnað, sem af láutökunni leiðir, þar á meðal þing- lestrargjald, nema öðruvísi sje beinlínis unt- samið. 1340. Hefir viðkomandi upphoðshaldari nokkta heimild til að taka 10°/o tyrir að seija muni þá sem látnir eru inn á annara uppboð, eður ber honum meira en 6°/o undir þannig löguðum kringumstæðum? Sv. Það fer eptir samningum við hlutað- eigendur, en ekki er neitt um það tilskilið i lögum. 1341. Jarðeigandi iætur annan mann hafa réikningshald sitt á hendi; reikningshaldari selur jörb eiganda án þess ab hafa umbob til þess og ab eiganda fornspurðum. Er það lög- mæt sala?; og hvert á jaröeigandi að snúa sjer, ef reikningshaldari er dáinn og bú hans er g,jaldþrota? Sv. Salan er ólögmæt, eigandi getur heimt jörðina aptur at kaupanda án endurgjalds. Skaðabætur á hann að einsað búi reiknings- haldara. Ia42. Land jarðar minnar liggur undir á- gangi, enda eru ertgin glögg landamerki að jörb minni. Get jeg ekki skyldað þann, er land á móts við mig, að kosta upp á merkja- skurð eða merkjagarð til jafns við mig? Sv.: Jú, sbr. iandamerkjalög 17. marz 1882 2. gr. 1343. Hverju varðar það, ef annar tnaður án míns leyíis og vitundar slær í minni land- areign og kirðir heyið beim til sín? Sv.: Sektum og skaðabótum. 1344. Er mjer eigi leyfilegt að vera lausa- mabur hjá foreldrum mínum, ef jeg tíunda saman viö þau, en hef ekki alduv til að öðl- ast lausamennskuieyfi að lögum? Sv.: Ekki er þess konar lausamennska heimil aö lögum. Hitt or efamál, hvort slík staða, sem spyrjandi talar utn, mundi kölluð lausa- mennska. 1345. Jeg er sóknarleysingi og hef tekið mjer kjörprest til allra prestlegra aukaverka. Koua, sem er á sveitarframfæri, elur barn á öðru heimili, en er flutt á heimili mitt eptir ráðstöf- un hreppsnefndar meb barninu 3 nátta og ó- skírðu. Kjörprestur minn og sóknarprestur þrátta rtú um, hvorum beri að skíra barnið. Hvorum ber að gjöra það ? Sv.: Óefað kjörpresti. 1346. Eru prestar skyldir að greiða kirkju- tiund at lausafje sínu ? Sv.: Nei, ekki af því lausafje sem þeir hata til notkunar og búskapar á heimilum sínum sbr. tilsk. 14. maí 1834. 1347. Eru prest.ai- skyldir að inna af hendi hreppsvegagjald fyrir sig og sína sem bændur? Sv.: Já. 1348. Má eigi greiða prófasti vísitazíulaun í góðum-og gildum landaurum, og hverjir eru þeir aurar? Sv.: Jú, í fríðu: ullu, smjöri, tólg, fiski og dún, sjá tilsk. 27. jan 1847, 6. gr. 1349. Hvernig á ab skilja 5. gr. í fiskiveiða- samþykkt 9. júní 1885? Er þeim, sem búa fyrir utan Hólmsberg, leyft að hirða og leggja inn í verzlanir hrogn úr þeirn fiski, er íiskast á svæði því, er samþykktin nær yflr? Sv.: 5. gr. í samþykkt 9. júní 1885 er nuntin úr giidi samkvæmt 4. gr. i fiskiveiðasamþykkt 11. janúar 1888. öli hrogn, sem ekki eru hötð til manneldis, úr fiski þeim, sem fiskast á svæði því, er samþykkt 11. jan. 1888 nær yfir, skal bera niður samkvæmt fyrirmælum samþykktarinnar, enda þótt fiskimenn eigi heima fyrir utan Stakk við Hólmsberg. Öllum þeim, er fylgdu móður okkar, frú Ingileif Melsted, til grafar, eða á aniian liátt heiðruða minningu liennar við útförina, vottum vjer hjer með inni- legt þakklæti vort. Fyrir hönd mína. stjúpbarna og uppeldisbarna binnar látnu 31/3 1894. Hallg/r. Melsted. Öllum þeim uær og fjær, sem í dag fylgdu konu minni til grafar, eða á aunan hátt hafa heiðrað minningu henn- ar, og sýnt mjer hluttekningu í sorg minni, votta jeg hjermeð innilegt þakk- læti fyrir mína eigin hönd, barna henn- ar og tengdabarna. Götðutn 6. apríl 1894. Þórarinn Böövarsson. Uppboðsauglýsing-. Samkvæmt ráðstöfun skiptarjettarins í dánar- og þrotabúi Eiríks Eiríkssonar frá Skatastöðum, er andaðist 15. marz f. á., þá verða 17 hndr. í jörðinni Skatastöðum í Akrahreppi og Skagafjarðarsýslu (sem öil er að dýrleika 19.9 hndr. n. m.) seld við 3 opinber uppboð ásamt tveimur kú- gilduni og húsum þeim, sem jarðeigninni tilheyra. Þess skal getið að nefnd jarðeign er veðsett rneð fyrsta veðrjetti landsbankan- fyrir 730 kr. 43 a. og vextir ógoldnir frá 1. oktbr. 1892; sama jarðeign er veðsett með öðrum veðrjetti Zophoniasi prófasti Halldörssyni í Yiðvík fyrir 180 kr. auk vaxta. Tvö f'yrstu uppboðin verða haldin á skifstofu sýsiunnar á Sauðárkróki laugar- dagana 5 og 19. maí þ. á., en hið þriðja og síðasta á jarðeigninni sjálfri laugardag- inn 2. júním. s. á. , Uppboðin byrja kl. 2 eptir hádegi nefnda daga, og vcrða söluskilmálar tii sýnis 1 degi fyrir hið fyrsta uppboð, og síðan upplesnir á uppboðsstaðimm fyrir hið síð- asta uppboð. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu 1. marz 1894. Jóhannes Ólafsson. Skiptafundur í þrotabúi kaupmanns Gnðmundar Isleifs- sonar á Stóru-Háeyri á Eyrarbakka verður haídinn á Eyrarbakka þriðjudaginn 19. næstkotnandi júnímánaðar kl. 12 á hádegi. Settur skiptaráðandi í þrotabúinu. Árbæ í Holtum 9. marz 1894. Páll Briem. Skiptafundur í dánarbúi Þorkels heitins dbrm. Jónssonará Ormsstöðum verður hald- inn í barnaskólattum á Eyrarbakka laugar- daginn 5. maí næstk. kl. 12 á hádegi. Verður þá iögð fram, skrá yflr skuldir bús- ins og gerðar nánari ráðstafanir um sölu á lausafjenu. Skrifstofu Árnessýslu, 21. marz 1894. Sig'urðui* Ólafsson. Undirskrifuð veitir kennslu í söng, á Forte- piano og Guitar. Guörún Waage, Pósthússtræti 16. Töðu kaupir Siguvður Jónsson fangavörður.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.