Ísafold


Ísafold - 11.04.1894, Qupperneq 1

Ísafold - 11.04.1894, Qupperneq 1
Kemur út ýmiflt emu sinni ■eða tvisvftr í viku. Verð árg (minn6t 80 ftrka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eda l1/* doll.; borgist fyrirmibjanjúlimíin. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin s je til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreibslustofa blaba- ins er í Austurstrœti 8 XXI. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 11. apríl 1894. 17. blað. (iiifiibáturiim „Elín“ fer aukaferð að Borgarnesi og Straum- firði, og kemur við á Akranesi, sunnu- ■daginn 22. apríl þ. á., og geta Borgfirð- ingar og Mýramenn þannig komizt hing- að með bátnum 19. apríl, staðið hjer við í tvo daga og komizt heim aptur '22. april. Alþingiskosningarnar í vor. i. Það er almenningi kunnugt, að kjósa skal kringum fardagana í vor (1.—lO.júní) um land allt til alþingis, til 6 ára, — þótt verið geti, að það verði ekki nema til 2 ára -eða 2 þinga, þ. e. að þing verði rofið haustið 1895, sakir samþykktrar stjórnar- skrárbreytingar þá á þingi um sumarið, og kjósa þurfi síðan aptur vorið 1896. En hinu skal þó ráð fyrir gera, sem skapleg- ast er, að þingmenn þeir, er kosningu hljóta í vor af þjóðarinnar hálfu, fari með löggjafarumboð sitt um 6 ára tímabil ó- skert eða á 3 þingum reglulegum. Er fyrir þá sök að því orðum vikið hjer, að eigi láti menn tómlætisástríðuna hvísla að sjer þeirri viðbáru gegn samvizkusamlegri og rækilegri hlutdeild í kosningunum, að líklegast gildi þær i þetta sinn ekki nema eitt eða tvö þing, þar af hið fyrra ómerki- Jegt aukaþing. Það er heimsku-viðbára. Auk þess sem hver skyldurækinn kjósandi hiytur að vanda jafnt kosninguna, hvort sem hún á að gilda lengur eða skemur. Það er þetta, að vanda kosningarnar, sem þjóðin þarf að brýna fyrir sjálfri sjer í hvert skipti. Hún getur eigi gengið þess dulin, að hún heíir opt látið sjer áfátt verða í þeirri grein í einstökum kjördæmum að minnsta kosti. En »til þess eru víti að Varast þau«. Vandaðar kosningar* fást eigi öðru visi en með því tvennu, að kjósendur sæki vel kjörfundi, og að þeir neyti þar atkvæðis- rjettar sins eptir beztu vitund og samvizku. Til þess að »bezta vitund« dugi til þess sem henni er ætlað vinna, þarf raunar enn fremur þriðja skilyrðið: góða þekkingu á ■því, hvað eru góðir þingmannshæfileikar, og hvaða menn, sem kostur er á, hafa slíka hæfiieika. Heyrum þá, hvað landsins mesti þing- skörungur, Jón Sigurðsson, segir um þing- >mannshæfileikana. Þingmaðurinn þarf að hafa »sanna, brennandi, óhvikula föðurlandsdst«. Ekki ’þá föðurlandsást, »sem þykir allt fara bezt sem er, en allar breytingar óþarfar eða 'ömögulegar*. Ekki heldur þá föðurlands- ást, »sem vill gera landinu gott eins og 'ölmusumanni, er einskis eigi úrkosti, vill láta umhverfa öllu og taka upp eitthvað •það, sem liggur fyrir utan eðli landsins og landsmanna, eða sem íhann hefir þótzt sjá annarsstaðar, vegna þess, að hann sjer ekki dýpra en það sem fyrir augun ber«. Föðurlandsástin, er þingmaðurinn þarf að hafa til að bera, það er sú föðurlandsást, »sem elskar land sitt eins og það er, kannast við anntnarka þess og kosti, og vill ekki spara sig til að styrkja framför þess, hagnýta kostina en bægja ann- mörkunum; þá föðurlandsást. sem ekki lætur gagn landsins eða þjóðarinnar hverfa sjer við neinar freistingar, fortölur nje hótanir, skimp nje skútyrði; þá föður- landsást, sem heimfærir allt það, sem hann sjer, gott og illt, nytsamt og óþarft, til samanburðar við þjóð sína, og sjer allt eins og í gegn um skuggsjá hennar, heim- færir allt henni til eptirdæmis eða viðvör- unar«. Annar þingmannskostur er kunnugleiki á landinu og ástandi þess í öllu tilliti, — sá kunnugleiki, »að þekkja og kunna rjett að meta alla andlega og líkamlega krapta, sem í landinu eru (eða í einstökum pört- um þess), og geta sagt.hvemikið geturiþeim legið til framfara á hverjum tima«. — »En þessi kunnugleiki á landi og þjóð verður ekki fenginn nema með margri annari þekkingu; því liver grein þekkingarinnar skorðar og styður aðra, svo að engrar má án vera, ef bezt ætti að fara« — svo sem sögufróðleik (sinnar þjóðar og mannkyns- ins), landstjórnarfræði, hagfræði o. s. frv.; en um fram allt þarf þingmaðurinn að hafa »virðingu fyrir vísindunum, að svo miklu leyti sem þeim verður varið til nytsemdar mannkyninu, en eigi til gorts og sjervizku; hann verður að hafa stöðug lega fyrir augum, að vísindi og kunnátta eru lykill að allri framför manna og hag- sældum«. Þá þarf þingmaðurinn að geta »skýrt frá hugsunum sínum einfaldlega og skilj- anlega, og f'ært til ástæður þær, sem hann veit«; »það er meira um vert en að hann sje eiginlegur mælskumaður«, þótt »mál- snilli sje þar fyrir engan veginn lítils verð«. »En ekki ríður kvað minnst á, að full- trúinn (þingmaðurinn) sje svo skapi farinn, sem hann á að vera. Að hann sje ráð- vandur og fölskvalaus, forsjáll án undir- ferlis, einarður og hugrakkur án frekju, staðfastur án firályndis og sjervizlcu, og að öllu óvilhallur mönnum, stjettum eða hjeruðum. Sannleikann á að meta um fram allt og láta sig af hans röddu leiða«.— Þessi lýsing á æskilegum og nauðsyn- legum þingmannskostum er svo rjett og fögur, vel hugsuð og vel framsett, að leit mun á annari betri; en harla fáir kjós- enda þeirra, er nú eru uppi, munu hafa hana í höndum (Ný Fél. II. 18—22) eða þá muna eptir henni, og ætti þeim fyrir því að koma í góðar þarfir, að hún sje rifjuð upp fyrir þeim, eins og hjer hefir gert verið í ágripi. Hún veitir þeim og kost á, að bera saman, hvort þeir hafa haft það sjónarmið í kosningum að und- anförnu, og eins, hvort það, sem þeir œtla sjer að gera við þessar kosningar, sem nú fara í hönd, kemur heim við hana, að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stendur. Það er gott að hafa jafnan rjetta og fagra hugsjón fyrir augum í hverju sem menn aðhafast, en ekki sízt er það þegar um mjög áríðandi og mikilsverða athöfn er að tefla, ekki einungis fyrir sjálfan mann eða fáa menn, heldur fyrir heila þjóð. Fjarri stefna menn framangreindri hug- sjón, er þeir kjósa á þing mann, sem um ekkert hugsar nema sjálfan sig, ánægju þá* er hann geti haft af dvölinni í höfuðstaðn- um um skemmtilegasta tíma árs, upphefð þá, er þingmennskunni fylgir, og svo þingpeningana. Sömuleiðis þeir, sem fyrir vináttu eða venzla sakir láta atkvæði sitt koma niður á manni, er þeir vita allsendis óhæfan til þingmennsku fyrir fákunnáttu sakir, uppburðarleysis og dáðleysis. Sömu- leiðis þeir, sem ginna sjálfir eða ginnast láta til að beita reglulegum strákskap við kosningar, t. d. kjósamann, sem hefir brenni- vínstunnu á stokkunum í túnfætinum á k.jör- staðnum, eins og óvandaðir menn hafa stundum gert á uppboðum, í því skyni að fleka þá til að geraþað vitskertir, er þeir mundu ófá.anlegir til með fullu viti, og eigandi ekki annað erindi á þing en að gera gys að sjálfum sjer og öörum. Sömuleiðis stórbóndinn, sem reið um kjördæmið rjett á undan kosningu með vasana fulla af peningum og ýms ráð ölmur undir rifi hverju til þess að fá hina litilsigldari kjósendur til að gefa atkvæði hortugum ónytjung, er hann vildi senda á þing ein- göngu til að »stríða höfðingjunum« ; tjeður stórbóndi var sem sje hinn mesti höfðingja- eða embættismannahatari, vegna þess, að hann vildi láta halda sig meiri höfðingja heldur en þá alla, sakir hins mikla upp- gangs sins og stórgróða á ári hverju. Slíkt háttalag er, sem betur fer, undan- tekning, og sumt af því fáheyrð undan- tekning eða eins dæmi. Sem betur fer mætti og til nefna fjölda mörg dæmi þess, að kjós- endur hafa lagt sig alla fram um að kjósa vel og samvizkulega á þing og ekki horft í mjög mikla fyrirhöfn til þess.— Að svo mæltu mun reynt verða að gefa kjósendum í ýmsum kjördæmum landsins lítils háttar bendingar um, hvernig eða hverja þeir ættu að kjósa á þing í þetta sinn: hverja að endurkjósa, hverjum að hafna og hverja að taka nýja.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.