Ísafold - 11.04.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.04.1894, Blaðsíða 2
Fiskiveiðar Norðmanna. ii. (Síðari kafli). Þegar búið er að gera að fiskinum, raá gera úr honum hvort heldur vill saltfisk eða harðfisk. Það sem gera á úr saltfisk, er selt saltfiskskaupmanninum, sem lætur fletja fiskinn og salta niður í stóra stampa eða þá beint í lestina á skipi því, er hann er kominn á í fiskiverið til fiskkaupanna. Þegar hann er búinn að fá alfermi, siglir hann þangað, sem þerriplássið er, optast í innfjörðum, þar scm loptið er þurrara, og er fiskurinn breiddur þar á klettana. Þeg- ar hann er orðinn vel þurr, er hann full- verkaður og þá orðinn verzlunarvara til út- landa, og hefir Spánn öldum saman verið hinn bezti markaður fyrir norskan saltfisk. Harðfiskinn verka fiskimenn sjálfir; það er bæði hægra og kostnaðarminna en að verka saltfisk. í hverju fiskiveri er fullt af þerrigrindum, er Norðmenn kalla »hjalla«; það eru ekki annað en slár, lagðar á trje- kálfa — eins og smiðir hafa —. Þegar búið er að gera að fiskinum og þvo hann, er hann bundinn saman á sporðinum, tveir og tveir saman, og spyrður þessar síðan hengdar yfir um slárnar, svo sinn fiskur- inn verður hvorum megin. Það er gömul regla, að hjallhengja ekki fisk fyrir 14. apríl eða viku fyrir sumar, og taka hann ekki ofan aptur fyr en eptir 12. júní, viku eptir fardaga. Hangir hann þann- ig til þerris tvo mánuði fulla í minnsta lagi. Þann tíma allan hefir verið hljótt og kyrrt í verinu; hjallarnir látnir eiga sig, og þó ber varla til að stolið sje þaðan einum fiski. En þáverðurþar apt- ur ys og þys og mannferð mikil um hrið; sjómenn flykkjast að úr öllum áttum að hirða liver sitt af fiskinum, og kaupmenn koma með vörur sínar, er þeir ýmist kaupa fiskinn fyrir eða borga hann í peninguin. Það er annar aðalmarkaður í Lófót. — A sumrum er harðfiskur verkaður nokkuð á annan veg en á vetrum: fiskurinn er klof- inn eptir endilöngu, nema hangir saman við sporðinn, og hengdur þannig til þerris; þornar hann þá bæði fljótt og vel, með því að loptið kemst svo vel að sjálfum fiskinum. Slík^r harðfiskur er kallaður rdskerðingur. Þá er enn eptir að minnast á vorvertíð- ina í Finnmörk og á Hálogalandi norðan- verðu (í Tromsö-amti). Það er og haf- fiskur, er þar aflast, og gengur sá afli næst Lófótsaflanum og þeim á Sunnmæri. Eisk- ur sá er einnig nefndur loðnufiskur, af því að hann eltir loðnuna og lifir á henni. Hann er búinn að hrygna — enginn veit hvar, — og leitar þá af hafi utan á eptir loðnunni, er þyrpist i gríðarmiklum torf- um inn undir land til þess að hrygna. Loðnan er laxkynjaður fiskur, óhæfur til manneldis sakir óþefs, en er mesta lostæti fyrir þorskinn. Þá er síldin hið arðmesta sjófang Norð- manna annað en fiskurinn. Það er eins nm síldina og þorskinn, að hún aflast þar landsendanna á milli. Síldarvertíðirnar eru tvær, eins og þorskvertíðirnar, vorvertíð og sumarvertíð, og síldin eptir því kölluð vorsild og sumarsíld, en öðru nafni haf- síld og fitusíld (kópsíld?). Vorvertíðin byrj- ar raunar á útmánuðum eða fyr. Þá leit- ar sildin undir land til að hrygna, eins og þorskurinn. Sumarvertíðin byrjar í júní og stendur fram á haust. I sumarsíldinni eru hvorki hrogn nje svil, heldur »istra», er Norðmenn nefna svo; því er hún nefnd öðru nafni fitusíld. Það sem hana dregur aö landi, eru hin miklu kynstur af krabba- flóm og lindýra ungviði m. m., er þar eru um þann t.íma árs og hún hefir æti af. Ekki fara menn raunar i ver til að veiða sumaj^iíldina, eins og vorsíldina, heldur veiða hana heimamenn í sjóplássunum, og er hún söltuð þar sem hún veiðist, annað- hvort á flutningaskipum kaupmanna eða í salthúsum sveitaverzlara. Það eru hlunn- indi við sumarsíldina, að hún fæst með- tram endilöngum Noregi, en svo er eigi um vorsíldina. Aðalvorsildaraflasvæðið er milli Líðandisness og Staðar. Að vorsíld- arveiðinni hafa jafnan verið mikil ára- skipti, stundum mikil uppgrip, svo að fiski- menn hafa streymt að úr öllum áttum og um óraveg til að ná í krásina, en stundum alveg brugðizt eða því sem næst. Nú hin síöari árin hefir veiðinni farið hnignandi. Fyrrum var mikil hafsíldarveiði norður við Hálogaland og Finnmörk, en nú er hún hjer um bil alveg hætt. Nú sem stendur er þannig háttað, að sumarsíldveiðin er landinu arðmeiri en vorsíldaraflinn, en fyr- ir 1870 var það öfugt. — Þótt síldin sje nefnd ýmsum nöfnum, má ekki ímynda sjer, að það sjeu ýmsar og ólíkar tegund- ir. Það er allt sama tegundin, en á ýms- um aldri eða þroskaskeiði. Hinn nafntog- aði fiskifræðingur, Sars háskólakennari, fullyrðir, að vorsíld eða hafsíld sje 6 ára gömul, en sumarsíldin, sem er minni, sje yngri. Eins og fyr var á vikið er fiskúrgangur og aðrar afurðir af honum en fiskurinn sjálfur allmikils virði. Það var minnzt þá á áburðarverksmiðjurnar. Þá er og lýsið. Sú vara nemur hjá Norðmönnum um 150,000 tunnum á ári. Þá hrogn nær 50,000 tn. Hrognin eru söltuð niöur í óþjettar tunnur, til þess að pækillinn renni frá, og flytjast nær eingöngu til Frakklands; eru þau höfð þar í sardínubeitu. Með því að nú eru samgöngurnar orðn- ar margfalt betri og greiðari en áður var, þá er það allt af að færast í vöxt, að Norðmenn flytji fisk sinn glænýjan á út- lenda markaði, en þá er gefið svo miklu, miklu meira fyrir hann en hins vegar. Fyrir nokkrum árum (1886) voru helztu afla-föng Norðmanna úr sjó og vötnum metin þess virði, er hjer segir: Saltfiskur 11 miljónir kr.; síld, söltuð og reykt, nær 10 milj. kr.; harðfiskur rúml. 5V3 milj. kr.; lýsi 5 inilj. kr.; ný sild 1 >/5 milj. kr.; hrogn 1 milj. kr.; áburður úr fiski 1 milj kr.; nýr lax og makrili 1 milj. kr.; liumar 'p milj.; ansjósur 8/io milj. kr. Aflabrögð. Hjer hefir aflazt mætavel frá því um daginn, þangað til í gær, að talsvert dró úr því aptur, einkum misfiski mikið. Fiskur allt af magur. Hafnfirðingar og Álptnesingar fóru að fiska á Brúninni, sem kölluð er, 3. þ. m., og flskuðu síðan mætavel þar nokkra daga, þar til laugardag 7., þá mjög litið, en mánudag 9. aptur bezti afli þar. Þá daga (7.) fóru þeir að fiska grunnt á Sviði prýðisvel; Álptnesingar hlóðu þar á mánud. (upp að 70 í hlut) sunnarlega, en Ilafn- firðingar, sem reru til Sviðs norðarlega„ fiskuðu lítið. Á Vatnsleysuvík fór að fiskast 5. þ. m.,. og helzt það enn; það eru bátar, sem þang- að róa, og fá daglega fylli sína þar.. Skipin, sem róa vestur, bæði á Svið og í Leirusjó, fiska líka, en ekki betur en bát- arnir. Ágætur afli á grunni fram með allri- Strönd, og eins í Vogum og N.jarðvíkum. Þessa afla verða allir aðnjótandi, jafnt fá- tækir sem hinir efnaðri, og gamalmenni geta notið hans, þar sem svo stutt er að sækja. Virðist fiskur vera um allt á grunni,. suður með öllum Faxaflóa. »Það er líka. víða vaknaður reglulegur áhugi hjá rnönn- um að hera niður á grunni. Þetta er t. d._ 4. árið, sem Vogamenn gera það kostgæfi- lega, og hefir það sýnt hinn bezta árang- ur; þeir gerðu samtök um það sín á millif fyrir 4 árum, og síðan hefir Vogavik farið að líkjast sjálfri sjer aptur. Eins gera menn nú á Vatnsleysuvík, og þar var líka eins farið að í fyrra, og þar við lagðist þá fiskurinn«. I Herdísarvík og Þorlákshöfn gaf að róa alla vikuna sem leið og fiskaðist á- gætlega; en í Selvogi ekkert, sökum brima. Á Eyrarbakka farið að lagast með gæftir og þar með byrjaður ágætur afli þar. Á pilskip aflalaust að kalla; alveg sílis- laust í sjónum. Vöruverð. Kandís í pundum kostar hjer 34 a. (mispr. siðast 32). Strand. Aðfaranótt hins 7. þ. m. strand- aði saltskip til kaupfjelagsmanna í Garð- inum, á Býjaskerseyri, Franciske. Fór i spón hjer um bil. Skipshöfnin komst í skipsbátinn og var bjargað síðan af »Mar- grjeti«, fiskiskipi G. Zoega & Co., og flutt. til Keflavíkur. Sigling. Þessi 3 kaupför hafa komið hingað það sem af er mánuðinum: 7. Hansine (79 smál., skipstj. H. L. Hansen) frá Aren- dal með kol til Bryde,—lagði af stað með farminn frá Dysart (Skotl.) 19. okt. f. á.l 8. Johanne (66, Nissen) frá Khöfn til Bryde- með alls konar vörur. 9. Ragnlieiður (73', Bönnelykke) frá Khöfn til W. Christensens með alls konar vörur. Aðstoðarprestur. Próf. síra Þórarinn. Böðvarsson, K. Dbr., í Görðum, hefir hvatt sjer aðstoðarprest, prestaskólakand. Júlíus Þórðarson frá Fiskilæk, er á að vígjast: sunnudag 15. þ. m., ásamt Vilhjálmi Briem (til Goðdala). í kjöri um Glaumbæ eru þeir síra Hallgrímur Thorlacius á Ríp, síra Jónas Jónassoná Hrafnagiliog síraTómasBjarnar-- son á Barði. Prófastar. Prófasturinn í Suður-Múla- prófastsdæmi, síra Jónas Hallgrímsson, hefir fengið lausn frá því embælti, að beiðni sinni. í Norður-Múlaprófastsdæmi hefir biskup sett síra Einar Jónsson í Kirkjubæ til að gegna prófastsstörfum við burtför síra Sigurðar Gunnarssonar á Valþjófsstað. Strandferðaskipið Tbyra, yflrmaður Garde, kom hjer í morgun norðan um land og vestan, 3 dögum á undan áætlun; hafði gengið ferðin prýðisvel. Farþegar:

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.