Ísafold


Ísafold - 14.04.1894, Qupperneq 1

Ísafold - 14.04.1894, Qupperneq 1
Kemur út ýmiflt emu sirmi •eða tvisvar í viku. Verð árg Knainnst 80 arka) 4 kr.. erlendis kr. eí>a 1V* doll.í borgist vfy r i r m iðj a n j úli m á n. (e r] en d. >is fyrir íram). Uppsögn(skrifleg) bundin vi& Aramót, ögild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ* berm. Afgroiðslustofa bla^s- ins er i Austurstrœti tf Beykjavík, laugardagÍED 14. apríl 1894. 18. bíað. XXI. árg. || Alþingiskosningarnar í vor. II. Svo að byrjað sje á suðuramtinu og haldið síðan boðleið rjetta kring um land- 'ið, skall hjer minnast fyrst á kjördæmi Austur-Skaptfellinga. Þeir eru vonandi •einráðnir í að endurkjósa sinn fyrri þing- mann, Jón prófast Jónsson á Stafafelli, mesta skýrleiksmann, mjög vel að sjer, fast- ráðan og einarðan ðn frekju, fölskvalausan ■ ættjarðarvin og framfaramann. Vestur-Skaptfellingar. Það er langt síðan að komið hefir á þing nýr maður jafnsnjall þeim er þeir sendu í fyrra. Það var einleikið mál skynbærra manna og óhlutdrægra, að betur máli farinn en Guð- laugur Guðmundsson væri enginn maður & þingi þá. Að því skapi er hann skarpur og glöggskyggn á það, sein er mergurinn málsins í hverju málefni, áhugamikill um veruleg velferðarmál íandsins, sjerílagi samgöngu- og atvinnumál, tillagagóður, greiður og afkastamikiil verkmaður við þingstörf, samvinnuþýður og enginn flokka- fyigismaður. Því miður mun vafasamt, hvort hann treystir sjer til að missa sig að heiman til þingfarar. En mikið kapp ættu kjósendur hans á að leggja að halda slíkum fuiltrúa áfram og munu óefað gera það. Sje þess enginn kostur, virðist Jón i Hemru Einarsson eiga helzt að hljóta þar kosningu, af innanhjeraðsmönnum. Rangvellingar. Fyrir þá er og engin ástæ.öa til annars en að endurkjósa söinu menn og þeir höfðu á þingi síðast. Vita- skuld gerist Sighvatur Árnason nú gamall nokkuð, og farinn er hann að láta undan ihvað líkamsþrek snertir; en sálargáfur hefir ihann óbilaðar, og allir vita, að sómamaður hefir hann veri'ð á þingi sína löngu þing- tíð, er veitt heíir honum mikla reynslu og æfingu við þingstörf umfram óreynda ný- •græðinga. Treysti hann sjer því enn á þirig, væri ómaklegt af kjósendum hans að synja honum þess trausts, er hann hefir lengi notið þeirra á meðal í hvívetna. Þórður hreppstjóri í Hala Gubmundsson reyndist í fyrra með líklegri nýjum þingmönnum: greindur vel og gætinn, fastráður og tillögugóður, einarður og fylginn sjer, og dável máli farinn. Vera má, að þar sjeu til innanhjeraðg einhverjir honum jafnsnjallir, en það væri óhyggilegt hviklyndi. að fara að skipta um án neinn- ar vissu eða jafnvel líkinda fyrir, að það yrði til bóta. — Að Rangvellingar vildu samt gjarnan fá sýslumann sinn (P. Br.) á þing, skal þeim eigi láð; en það er óhætt að liafa það eptir, að hann gefur eigi kost á sjer. Vestmannaeyingar. Þingmaður þeirra í íyrra, nýr, Sigfús Árnason, er maður, sem lítur mikið vel út og er eflaust vænn pilt- ur; ken tilkomuminni maður hefir varla sjézt á þingmannabekk hjer nokkurn tíma, .enda_inun það vera rjett hermt,/að haön hafi hlotið kosningu fyrir ötult fylgi og at- kvæðasmölun sinna mörgu vandamanna'í hinu qrsmáa kjördæmi og að þeir hafi skoðað þá þingmannsstöðuna mest eins og atvinnuauka fyrir hann. Hann mátti heita afskiptalaus með öllu um hvert einasta þingmál, nema eitthvert ofursmávægilegt samþykktarmál fyrir eyjarnar, sem engum datt í hug að amast við. Það er nú mikið ólíkiegt, að maður, er ómögulega getur gengið þess dulinn, hve nauðalítið nyt- semdarerindi fyrir almenning hann á til þings, geti fengið af sjer að reyna að troða sjer upp á kjósendur framar. En fari svo ólíklega, þá ættu þeir sannarlega að taka rögg á sig og vera ekki að láta aðra eins bernsku eptir honum. Kjósa þá. heldur Sigurð Sigurfinnsson, er á boðstólum var síðast og verður það að líkindum nú aptur, mesta greindarmann og alþekktan að ráð- deild og atorku. Sje hann og jafn vel máli farinn munnlega sem hann hefir sýnt að hann er í riti, þurfa kjósendur hans engan kinnroða að bera fyrir hann á þingi. Heyrzt hefir, að landi einn í Khöfn sje að viðra sig upp við Vestmannaeyinga til þingmennsku; en misráðið virðist að vera mjög ginkeyptir fyrir mönnurn úr öðru landi og þess vegna meðal annars mjög dýrum á þing, nema afbnrðamenn sjeu. Að láta landssjóð vera að borga fvrir þá skemmtiferðir hingað í sumarleyfinu, virð- ist, heldur ónærgætnislegt. Arnesingar. Það er talsvert aðdráttarafi, sem þeir hafa. Það mun vera nú þegar ymprað á ekki færri en 6 þingmannaefn- um, er þiggja vilja atkvæði þeirra til þings. Þeir höfnuðu síðast Tr. Gunnarssyni bánka- stjóra, en gera það vonandi ekki aptur. Þá mun iðra þess yfirleitt. Tryggvi Gunn- arsson er einhver hinn mikilhæfasti maður, er vjer höfum átt á þingi, og fölskvalaus föðurlandsvinur, svo sem hann hefir þrá- sinnis sýnt í verki. Hann er hverjum manni lcunnugri högum lands og lýðs, ekki af bókum einum, heldur af sjón og raun sjálfs sín. Á síöasta þingi var eng- inn verzlunarfróður maður, — í »yfirfjár- laganefndinni« svo nefndri voru verzlun- arfróðar persónur, en það voru utanþings- menn—,og virðist forsjárlítið, að hafa það eins aptur, helzt er kostur er á manni, sem er íslenzkum verzlunarmálefnum ef til vill hverjum manni kunnugri yfirleitt, bæði ut- an lands og innan, og mjög mikils virtur einmitt af verzlunarstjettinni sjálfri fyrir það, sem og aðra góða hæfileika og mann- kosti.— Hitt sætið eiga Árnesingar áhorfs- laust að skipa sínum gamla þingmanni af bændastjett, Þorláki Guðmundssyni, er verið hefir fuiltrúi þeirra í 20 árogkomið siður en cigi sleituiega fr.am eða ódyggi- Tega fyrir þeirra hönd, reynzt með færustu bændum á þingi, bæði að hyggindum, mælskú og atorku við þingstörf, og aflað 'sjer því meiri virðingar og trausts sinna sessunauta þar, er hann liefir kynnzt þeim lengur. — Bogi Meisted, sem enginn neitar að er álitiegur maður að ýmsu leyti og drengur hinn bezti. getur vel hvílt sig frá þingmennsku nokkur ár, meðan hann er að vinna sem óðast og kappsamlegast að Islands-sögu sinni, og ineðan hann er ekki orðinn ílendur hjel’, sem mælt er að hann ráðgeri að veröa með tímanum. — Að nokkrum manni skuli detta í hug að fara að senda ritstjóra »Þjóðóifs« á þing, öðrum en venzlamönnum og hugsunarlausum fylgifiskum þeirra, er allsendis óskiljan- legt, eptir þau kynni, er almenningur hefir af'honum sem blaðamanni; en hann kvað vilja ólmur komast að hjá Árnesingum. — Fleiri liggur ekki á að nefna að þessu sinni. Kjósar- og Gullbringusýsla. Hún má vel una við þá þingmenn tvo, er hún hefir haft á undanförnum þingum, annan meira en 20 ár, og hann, Þórarinn prófast Böðv- arsson, um langa tíð einn hinna helztu virð- ingarmanna á þingi og meðal mestu merkis- manna þjóðarinnar. Um hinn, Jón Þórar- insson, getur enginn annað sagt en að hann hafi komið vel fram á þingi. Honum er mjög svo lipurt um mál, en áhugi og alúð víð þingstarfið óyggjandi, auk þess sem hann er mikið vel að sjer og svo vel þokkaður sakir drengskapar síns og val- mennsku, að hann má heita hvers manns hugijúfi meðal þingmanna. Reykvíkingar munu flestir á því, að skipta um þingmann. Það var megn andróður gegn hinumgamla þingmanni þeirra síðast, yfirkennara H. Kr. Friðrikssyni; þótti hann meðal annars þá og þykir þ ví fremur nú býsna- gamall orðinn til 6 ára þingsetu. En þýð- lega og virðulega ættu bæjarmenn að kveðja hann fyrir hans löngu alúðar- og eljumiklu þjónustu í þingmanns-sessi sem annarsstaðar. Þótt kynlegt sje, er Reykja- vík eitthvert hið örðugasta kjördæmi við- fangs hvað þingmennsku snertir. Það er margur boðinn og búinn til að taka að sjer þingmennsku í öðrum kjördæmum, sem ekkert vill hafa með Reykjavík að sýsla. Má rekja orsakh’ þess að sumu leyti, þótt eigi sje lijer gert í þetta sinn. — Nokkrir eru til nefndirnýir menn, er höf- uöstaðnum kynni að lítast á, og munu þeir Jón Jenssen yfirdómari og Hannes Hafstein landritari vera þar einna efstir á biaði. Þar af virðist ekki áhorfsmál að taka heldur Jón Jensson. H. H. er að vísu mjög vel geröur maður, sem kallað er, gáfumaður mikill, þýður og lipur; en talsvert er hinn (Jón Jensson) eldri og þroskameiri, og í ágætri stööujil að sitja á þingi, bæði næðissamri og mjög sjálf- stæðri. Það er landritara-staðan stórum mun síður. Jón Jensson yfirdómari er skarpleiksmaður mikill, ágætur lagamaður og alúðarmaður mesti við hvert það starf, er hann tekur að sjer. Ófrjálslyndi þarf

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.