Ísafold - 14.04.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.04.1894, Blaðsíða 2
f I 70 ekki að óttast hjá honum; hann er frjálslyndari en veraldlegir embættismenn eiga almennt að sjer — prestar vorir eru almennt mjög frjálslyndir —, og vissulega kippir honum að ýmsu leyti í kyn til síns fræga föðurbróður, Jóns Sigurðssonar. Útlendar frjettir. Khöfn 18. marz 1894. I. Veðrátta. Svo má kalla, að vorið sje komið fyrir löngu með blíðu og þíðviðrum um alla álfu vora. Hjer skal nú stuttlega helztu tíðinda getið. Frá Danmörk er að segja, að fjár- lögin eru komin í »landsþingið«, og nú þykja meiri líkur til en nokkurn tima fyr, að bráðabirgðalagaöldin muni áenda og samkomulagsleiðin fundin með miðflokkin- um og stjórnarliðum. En sjáum hvað set- ur! — í Noregi horfir í aðra átt, og hjer Vilja vinstrimenn hvorki gugna nje heykj- ast. Viðureignin hörð þegar, en einstakra mála eða þrætuatriða skal þá getið, er lengra líður fram, en búizt er við, að þingi verði ekki slitið fyr en í júní(?). Ráðin er járnbraut frá Kristjaníu til Björgvinar með mörgum áfangastöðum (bæjum), og ekal hún búin á 15 árum. Lengd hennar 63 mílur, en kostnaðurinn talinn til 48 milj. króna. — Frá Englandi það að bera, sem meiru kann að skipta en númáfyrir sjá, er Gladstone hefir gefið upp forstöðu ráðaneytisins, en við henni tekið Rosebery lávarður. Öldungurinn ber einkum fyrir sig heyrnardeyfu og sjóndepru (ský á auga), sem lækningar skal við freistað. Þó hann sje nú á fimmta árinu yfir áttrætt, fannst öllum mikið um mælsku hans, þol, þrek og djarfleik í ræðunum siðustu, þar sem kall- að var, að hann skoraði á hólm lávarða- deildinni. Seinasta ræðan er kölluð »Glad- stones pólitiska testamenti«. Fyrir sjálfs- forræði írlands skyldi barizt þar til er fram gengi, en lávörðunum mundi nú mál að sjá að sjer og spilla ekki fleirum nýt- ustu nýmælum fyrir þeirri þingdeild, er 6 miljónir manna hefðu kosið fulltrúa til. Rosebery lávarður er mikill atgerfis skör- ungur og hefir ávallt reynzt hinn bezti fylgisliði Gladstones og tvisvar í hans ráðaneyti. Tvimælalaust hefir hann sagzt ætla að fylgja ferli Gladstones í írlands málinu, því ríkinu yrði fyrir beztu, að sjálfsforræðisstjórn kæmist á ekki að eins á írlandi, heldur líka á Skotlandi og í Wales. Þó hefir hann gefið í skyn, að á þessu þingi mundi það mál vart upp tek- ið, en írar eru bráðlátir og kunna því illa. Eitt höfuðmál, sem bráðum verður lagt til umræðu, er aðskilnaður ríkis og kirkju i Wales, eða afnám ríkiskirkjunnar. __h Þýzkalandi gekk keisaranum og kan- sellera hans allt að vild og óskum með verzlunarsamninginn við Rússa, enda mun hjá fáum dýrara drottins orðið en hjá Þjóðverjum. Samningurinn löggildur frá 20. f. m. — Á Frakklandi ætluðu menn að tundurhríðirnar væru á enda, til þess á fimmtudaginn var (15. þ. m.). Þá sprakk ein vjelin við dyr Madeleinekirkjunnar, þó öðrum yrði ekki að bana eða meini, en þeim, sem með hana fór. Af skjölum hans sást, að hann var landflóttamaður frá Belgíu, Pauwels að nafni. Menn ætla, að hann hafi komið vjelum í báðar gestahall- irnar, sem um var getið í síðustu frjettum til »ísafoldar«. Síðan tilræðið var gert á veitingaskálanum við járnbrautarstöðina, hafa meir en hundrað manna verið settir í varðhald í París og sömu yfirgangsmun- um beitt í öllum borgum, en fjöldinn allur rekinn út yfir landamæri. Allt um það huggar óaldarlýðurinn og frekjugarpar sósíalista sig við spár um þá stórbylting, sem nú fari í hönd/eðd umturnun þegnfje- lagsinsjog á öllum málí'undum sjá þeir »Surf fara sunnan með sviga lævi«. Um margt má nú líka enn ugga í París, þar sem 2/s partar borgarráðsins eru af liði sósíallsta. — Frá ítaliu, eða Rómaborg, barst og saga af tundursprenging 8. þ. m., en hjer var vjel borin að þinghöllinni, og sprakk hún laust eptir miðaptan, en mín- útu síðar en flestir voru á heimleið frá höllinni. Á vjelinni hjelt maður, Angeli að nafni, sem segist hafa tekið við kassa, er hún var í, af ókenndum manni, sem hefði beðið sig að halda á honum þangað til hann sem bráðast kæmi aptur. Auk hans meiddust 3 eða 4 nær því til ólífis, en einn fekk bana þegar af þeim, er fram hjá höllinni gengu. Þrír aðrir fengu minni áverka, og fyrir nokkrum dögum dó einn af þeim,rsem stórmeiðslin hlutu. Illvirkinn ekki fundinn, en Angeli ætla menn nú saklausan vera. — Hverju fram vindur á þinginu, verður að bíða seinni frjetta. — Frá Brasilíu. Þau tíðindi eru þaðan bor- in, að skothríðarsókn uppreistarmanna að höfuðborginni, Rio Janeiro, frá virkjum og skipum hafi resið að þrotum þann 13. þ. m. og fiotaforinginn da Gama hafi ásamt öðr- um fyrirliðum orðið að leita sjer griða og hælis á herskipum annara þjóða — Frakka og Portúgalsmanna. Þá voru þau herskip komin á höfnina, sem Peixótó forseti hafði keypt í Norður-Ameríku, og mögnuðu þau svo eldhríðina f'rá borgarvirkjunum, að ekki mátti við haldast. Þó Mello aðmíráli, sem fyrir nokkru hjelt með nokkur skip suður að Rio Grande da Sul, hafi að sögn unnizt þar nokkuð á, munu uppreistarmenn úr þessu litinn árangur úr býtum bera. — Nú er líka nýr maður, doktor Prudente de Moraes, fyrrum forseti öldungadeildar- innar, kosinn til ríkisforstöðu, og segja menn það góðu gegna til staðfestu friðar- ins i ríkinu, enda er fólkið fyrir löngu þrekað og þreytt af styrjöldinni. II. Með seglskipum þessa daga hafa hingað borízt dönsk blöð fram undir lok f. mán. Frá Danmörku er það tíðinda, að meiri hluti hinna fjölskipuðu, sameiginlegu fjár- laganefndar úr báðum þingdeildum, 23 af 30, jhafði orðið sammála um ágreiningsat riðin í fjárlagafrumvarpinu, en það þýðir sátt milli hægri manna og miðlunarflokks- ins vinstra megin, og að þá fást regluleg fjárlög, í stað bráðabirgðalaga í mörg ár undanfarin. —■ Við bæjarstjórnarkosningar í Khöfn höfðu sósíalistar og hinir frekju- meiri vinstrimenn beðið mikinn ósigur, eutir kappsamlegan bardaga af hvorra- tveggja hálfu. Lúðvík Kossuth, hin fræga þjóðhetja Ungverja, andaðist 20. f. m. í Turin á tí- ræðis aldri, f. 16. sept. 1802. Likið flutt til Pest og jarðað þar á bæjarins kostnað, með hinni mestu viðhöfn. Aflabrögð. Misfiski mikið hjer, og; fiskur allt af magur. Sumir dágóða hluti., Róa gefur á hverjum degi. Á Akranesii byrjaði afli laugardag 7. þ. m.; ágætur þar síðan, en sami fiskur og hjer. Suður i Garðsjó og Leiru sæmilegur afli í net. Sunnan Skaga (Miðnesi og í Höfnum) afla- laust. Þilskip fá varla neitt, ekki 1 þús- und á 3 vikum ; þau eru nú að búast til Vestfjarða, skip G. Zoega & Co. Sigling. Þessi kaupskip hjer komin frá því síðast: 11. Sylphe (149, Chr. Jensenþ með salt frá Englandi til G. Zoega & Co.; 8 daga ferð. 12. August (78, N. H. Drejo) með alls konar vörur frá Khöfn til G. Z. & Co.; 11 daga ferð. 12. Waldemar (89,. Albertsen) með alls konar vörur frá Kköfn til W. Fischers verzlunar; jafnfijótur og »Au- gust«. 13. Venus (91, A. Friis) frá Khöfn. meö alls konar vöi'ur til E. Felixsonar. 13. Charlotte (65, Oisen) frá Khöfn með alls konar vörur til Bryde, mest til Brákarpolls Enn fremur í gær (13.) stórt kolaskip frá Englandi til W. Christensens, Emhla, um. 270 smál. Eyrarbakkaslysið. Það er villa í síð- asta bl., að þeir Oddgeir Vigfússon og Þórar- inn Arnbjörnsson haii verið kvæntir; þeir voru, báðir ókvæntir. Fjarðarheiði. Til leiðrjettingar missögn- um eða misskilningi, er komið hefir fram út. af vegarviðgerð þeirri á Fjarðarheiði eystra, er jeg átti við sumarið sem leið, bæði í »Austra« (nr. 27 f. á.) og »ísafold« (nr. 10 þ. á.), vildi jeg mega biðja yður, herra ritstjóri, fyrir stutta athugasemd. »Austri« segir, að fara megi nú heiðina á. sumardag á þriðjungi styttri tíma en áður. Það eru ýkjur, nema með því mannýðarminni meðferð á skepnunni, sem riðið er, og kasta þarí þó mæðinni eptir mestu brekkurnar. Það- er nóg að segja */s skemmri tíma. Höí. greinarinnar »Höfuðkauptún á Aust- fjörðum® í >Isaf.« nr. 10 þ. á. segir tjeðan veg hafa verið orðinn illfæran þegar eptir fyrstu rigningar í haust. Þetta hlýtur að vera mis- hermi — enda fer þvert otan í það, er segir í »Austra frá sama tíma—nema máske ef átt er að eins við nokkrar smábrýr, ótroðnar og ó- mölbornar; þær geta hafa troðizt eitthvaðupp, í haustrigningum, svona nýjar, þótt þær harðni. og verði góðar, er frá liður, sem dæmin sýna. Að Fjarðarheiði hafi þurft að ryðja árlega fyrir 4—5 þús. kr. og að vörðurnar sjeu hið eina sem gagn er í af því sem þar hefir ver- ið gert til umbóta, hlýtur hvorttveggja að- vera átyllulítið eða átyllulaust. Það var að vísu minni hluti heiðarinnar, er vegur var bættur á fyrir nokkrum árum, og hafa þær Vegabætur staðið sig mikið vel, með litlu eða engu viðhaldi; en til ruðningar á hinum kafl- anum er ómögulegt að veittar hafi verið 4—5 þús. kr. ár eptir ár. Að öðru leyti læt jeg mjer nægja að vitna í skoðunarskýrslu 2 sltip- aðra, eiðsvarinna manna um vegabæturnar á heiðinni t fyrra (ágrip af henni síðar). En vitaskuld þarf vegur sá stöðugt viðhald, sem fjölfarinn verzlunarvegur; þess þurfa allir vegir, og það er miklu ódýrara að bæta skemmdir i tíma en ótíma. Rvík 24/2 1894. PáU Jónsson. Gufuskipafjelagið danska eða samein- aða hjelt ársfund sinn seint í f. m. í Khöfn. Tekjur þess árið 1893 hötðu verið 13,209,000 kr.; útgjöld til skipanna 10,423,000 kr., í ábyrgð goldnaU 217,000 kr., í stjórnarkostnað 300,000 og rentu 344,000. Afgangur eða gróði 2,309,000. Þar af 1,593,000 kr. lagðar í varasjóð, en 167,000 kr. í ábyrgöarsjóð, 15,771 kr. goldin stjórninni í aukagetu, nema framkvæmdarstjóra, Normann; hann fekk sjer á parti 10,500 kr. í aukagetu,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.