Ísafold - 18.04.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.04.1894, Blaðsíða 1
*Kemnr út ýmist eiriu sinni tvisvar i viku. Verð árg (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða l1/* doll.; borgist fyrirmibjan júlímán. (erlend- is fyrir fram). 1SAF0LD Uppsögn(skrifieg) bundin viíV áramót, ógild nema komÍD sje til útgefanda fyrir l.októ- b erm. Afgroiðslustofa blabs- ins er I Austurstrœti 8 Reykjavík, miðvikudaginn 18 apríl 1894. 19. blað. XXI. árg. Bankastjórnin er til viðtals í bank- anum á sumardaginn fyrsta lcl. 11—12 f. m.; aðra daga eins og vanalega. Tr. Gunnarsson. Frá Danmörku Sáttin milli stjórnarinnar og hennarliða, ’hægrimanna, annars vegar, og hinna hóg látari vinstrimanna hins vegar, þeirra Boj- sens og hans liða, heflr fullgerzt 1. þ. mán., þannig, að þá voru regluleg fjárlög sam- þykkt í báðurn deildum, í fólksþinginu með 54 atkvæðum gegn 44. Þessir 44 voru Bergsliðar hinir gömlu, »hinir hreinu vinstrimenn«, og 14 að auki úr flokki Boj- sens, er ekki fengust til að fylgja honum framar. Þeii-ra 14 eru þeir Alberti, Bajer og Clausager nafnkenndastir, auk forset- • ans, Högsbro, er eigi greiðir atkvæði. Má þetta kalla allmikil tíðindi. Er þar 'með að sinni til lykta leidd barátta sú, er staðið heflr um 20 ár milli stjórnarinnar í Danmörku og landsþingsins annars vegar *og meiri hluta fólksþingsins hins vegar, með bráðabirgða-fjárlögum mörg ár sam- fleytt nú upp á síðkastið og öðrum ein- ræðistiltektum af stjórnarinnar hálfu, víg- girðing Kaupmannahafnar m. m. Það er í sáttinni, að hún skal standa óhögguð, og flest annað gott og gilt, er stjórnin heflr gert með bráðabirgðalögum, nema lög- regluliðið nýja (gendarmer); það skal leggjast niður. Kostnað þann til land- ihers, flotaliðs og sjóvarna, er stjórnin hafði fariö fram á nú í fjárlagafrumvarpi sínu, heflr og meiri hluti þingsins veitt hjer um bil óskorað. Af sáttaskilmálum er eigi annara getið verulegra, svo hátt sje með farið, en að bráðabirgðalög skuli eptirleiðis lögð fyrir báðar þingdeildir. Ilitt á hljótt að fara, að Estrup hafl heitið að segja af sjer völd- nm fyrir haustið. En vita þykjast menn, að það sje engum fastmælum bundið. Hann vjek þó 'orðum í þá átt í landsþing- inu: kvaðst vona, að sætt þessi leiddi til góðrar samvinnu meðal þingdeildanna ept- irleiðis, og að þá yrði útlit fyrir, að hann gæti losazt við sína erflðu stöðu. Síðasta umræðan í fólksþinginu um fjár- • lögin stóð meiri hluta dags 1. þ. m., eða frá hádegi til miðaptans, þótt sunnudagur væri; fjárhagsár Dana endar 31. marz og þurftu hin nýju fjárlög að vera tilbúin fyr- »ir kvöld 1. þ. mán. Urðu umræður snarp- ar mjög, sem að líkindum lætur, og ó- mjúkum kveðjum senzt á meðal miðlunar- manna og frekjuflokksins. Kvað einn þeirra garpa svo að orði, að sátt þessi við ^ stjórnina væri hin mesta niðurlæging, er dönsku þjóðinni hefði nokkurn tíma verið •gerð. Var þeim íjelögum öllum mjög .gramt í geði. En stjórnin og hægrimenn ,.gl©ttu og hrósuðu sigri með sjálfum sjer. Voru og ráðgjafarnir engu bljúgari að heyra við hina, vinstrimenn, en þeir áttu að sjer. Estrup kvaðst að sjálfsögðu meðal annars áskilja nauðsyniega fjárveitirigu handa lög- regluliðinu nýja, þessu sem leggja á nið- ur, þangað til hægt væri að veita lögreglu- þjónunum lausn, og Bahnson hermálaráð- herra kvaðst líta svo á ýmsar virkjagerða- fjárveitingar, sem þær væru að eins lauslega áætlaðar og áskildi sjer að fara fram úr þeim »á sína ábyrgð«. Bojsen hafði vikið á það í umræðunum, að þingið gæti geymt sjer rjett til, þrátt fyrir sáttina, að ákæra ráðherrana fyrir athæfi þeirra að undanförnu fyrir rikisrjetti, til hegningar og skaðabóta. En því svarði einn þingmaður svo, J. K. Lauridsen, að enginn maður mundi vita dæmi þess, að tveir menn sættust heilum sáttum með þeim fyrirvara, að fara í vonzku-mál þeg- ar á eptir. Slíkt væri til eintóms at- hlægis. (Prjettir þessar eru teknar eptir Khafn arblöðunum frá 31. f. mán. og 1. og 2. þ. mán., er komu í gær með herskipinu Díana). Alþingiskosningarnar í vor. iii. Borgfirðingar kusu síðast hinn lang-sízta af 4, er í boði voru, Björn búfr. Bjarnar- son. Framkoma hans á þingi hratt eigi þeim dómi; síður en svo. Hann rauk til og fitjaði upp á 3—4 nýmælum eða svo, en allt fór það neyðarlega í mola fyrir honum. í eina meiri háitar nefnd var honum dembt, kirkjumáls-nefndina — það voru fleiri kosnir í hana eins og í spaugi—, og rann hann þar sviplega undan merkj- um, er á herti. Hann mun hafa önglað sjer atkvæði til þings mest með sínumikla sparnaðar-s/cra/?, og á þingi beitti hann óspart brigzlum og ónotum til annara þing- manna fyrir bruðlunarsemi þeirra álands- fje, eða rjettara sagt í hinum prentuðu þingræðum, sömdum að meira eða minna leyti eptir á, enda mun á fárra vitorði, hvað hann hefir talað á þingi; hann gerði það optast í hálfum hljóðum og nauða-óá- heyrilega; en sjálfur vildi hann færa bún- aðarskólastyrkinn upp um 4—5 þús. kr. og búnaðarfjelagastyrk upp um 3000 — því rífari sem sá styrkur er sem sje. því betra hafa búfræðingarnir upp úr því —. Það er vonandi, að Borgfirðingar hafi nú einhver tök á að velja betur næst. Hall- dór hreppstjóri Daníelsson í Langholti yrði eflaust margfalt nytsamari maður á þingi. Mýramenn kusu síðast einn af þingsins gömlu, þjóðltunnu sæmdarmönnum, Beni- dikt próf. Kristjánsson. Hann er hniginn mikið að aldri og andiegum þrótt fremur en þó líkamlegum, og því tvísýnt, hvort hann treystir sjer framar á þing eða kjósendur honum. Bóndi sá, er þar bauð sig síðast, Asgeir í Knararnesi Bjarnason, vel metinn maður mjög og ástsæll, gefur núeigi kost á sjer. Ve,ra má, að þeirhafi einhvern annan líklegan mann í bænda- stjett, er fyrir kosningu gæti orðið. Öðrum innanhjeraðsmönnum mun þar varla til að dreifa, með því að Magnús próf. Andrjes- son er ófáanlegur. Sýnist þeim að leita utanhjeraðs, sem hyggnir kjósendur gera og eiga að gera hiklaust, hve nær sem þess er þörf, mætti benda þeim á Indriða Ein- arsson revisor, er enginn mun geta annað um sagt en að hann kæmi mikið vel fram á því eina þingi, er heflr setið — bægt frá end- ur-kosningu til hagsbóta fyrir frændmarg- an innanhjeraðsmann (í Vestmannaeyjum). Hann var til skamms tima hinn eini mað- ur á landinu, er tekið hafði embættispróf, og það mikiðgott, í þeim fræðigreinum, er þing- menn þurfa framar flestum öðrum að vera vel að sjer í, hagfræði og stjórnfræði, er vegna stöðu sinnar manna kunnugastur öllum skatta- og fjárhagsmálum landsins, og auk þess vel máli farinn, samvinnu- lipur mjög og vel verki farinn, einlægur framfaramaður. Hann flutti á þingi 1891 meðal annars eitt harla-mikilsvert nýmæli: um stofnun innlendsbrunabótafjelags, er ekki vantaði nema herzlumuninn að ganga fram í fyrra, og gerir það líklega í sum- ar, ekki sízt ef hann verður á þingi. Snœféllingar seildust síðast út fyrir poll- inn eptir þingmanni, gáfumanni og vel að sjer, en þar fyrir engum afburðamanni á þingi, auk þess sem hann þótti hugsa þar helzt til mikið um sjálfan sig. Mælt er, að þar muni menn nú honum almennt afhuga, nema frændlið hans auðvitað, og lítist þeim mætavel á Eirík prest Gíslason á Staðarstað. Hann er maður vel metinn og ágætlega þokkaður, grandvar og gætinn, eflaust vilj- aður mjög vel að láta gott eitt af sjer leiða á þingi sem utan þings, og er vel lík- legt, að hann reynist þar mikið nýtur maður, þótt ekki hafi honum dreift verið neitt við landstjórnarmál hingað til. Dalamenn ættu eigi að láta sjer til hug- ar koma að hafna sira Jens Pálssyni, að minnsta kosti meðan þeir eiga ekki kost á sínum langsnjallasta innanhjeraðsmanni, Torfa skólastjóra í Ólaísdal. Jens prestur Pálsson hefir komið svo vel fram á þingi, að það er hvert kjördæmi vel af honum sæmt. Hann hefir reynzt eindreginn og einlægur framfaramaður, mikið vel að sjer, áhugamikill, iðjusamur og samvinnuþýður, »ráðvandur og fölskvalaus«, staðfastur og einarður án frekju, viljaður hverj- um manni betur til að verða þjóð sinni til nytsemdar og mörgum mikið góðum kostum búinn til þess. Það kom óánægju- uppþot í kjósendur hans í haust út afþví, að hann hefði sleppt höfninni þeirra úr Randulffs strandferðaáætluninni. En hann var þar hafður fyrir alveg rangri sök; Randulff afsagði fyrir fram að hafa Stöð- ina í áætluninni. Það er síður en svo,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.