Ísafold - 21.04.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.04.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu ainni *ðFVa tvisvar í viku. Vero árg '(minnst 80arka) 4 kr.. erlendis *5 kr. eda ll|« doll.; borgist fyrii miðjan júlimán. (wrlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin yift áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreiðslastofa blafis- ins er i Auaturttrœti 8 XXI. árg. Reykjavik, laugardaginn 21. april 1884 20. blað. Gufubáturinn „ELÍN" fe. þ. á frá Reyki'avík til Borgarness apríl 22 . maí 1. ogll.; jú'ní'l.,5.. 9.. 19. og25.; jfttí 3., 9., 18. og 30.: sep't. 4., 11.. 17., 22. og 29.; oktbr. 2. og 6,— frá Borgarnesi til Reykjavíkur apríl 23., maí 2. og 11.; júní 1 , (5.. 10.. 20 og 2(5.; júlí 4., 10, 19. og 30.; sept. 5, 12., 18., 22. og 80.; oktbr. 3. og 7. — frá Reykjavík til Keflavíkur maí 3., 12. og 24.; j'úní 3., 7., 22. og 28; júlí 5.; ágúst 9.; sept. 6. og 13.; oktbr. 4. og 9. — frá Keflavík til Reykjavíkur maí 4., 10 . 12. og 27; júní 4., 8. og 28.; júlí 1. og 6.; ágúst 12.; sep't. 7. og 13.; oktbr. 5, og 10. Sjá að onru aðaláætlunina. Aukaferðir má fá bátinn til að fara, þeg- ar því verður við komið og þörf gerist. Alþingiskosningarnar í vor. IV. ísflrðingar. Þeim yrði svaraf'átt, ísfirð- ingum, ef þeir ættu að leysa úr þeirri spurningu, hvað nytsamlegt og merkilegt hann hefði afrekað á þingi, átrúnaðargoð- ið, sem var fyrri .þingmaður þeirra síðast. En oftrúin eða hjátrúin spyr ekki um það; hún læsir sig blindandi við hjáguð sinn, meðan sa gállinn er á. Þarf því eigi að sök- ¦um að spyrja um það, að þeir muni, meiri Ihlutinn, endurkjósa sinn hálofaða píslarvott, ¦Skúla Ihoroddsen, hvað sem hver segir, og þá auðvitað einnig fóstbróður hans og hægri hönd, Vigurklerkinn nafnkennda, Sigurð Stefdnsson, sem hefir nóga mælsku ¦og raunar fleiri kosti til að vera góður þingmaður, en nýtur sín hvergi nærri til 'hlítar meðan hann er samgróinn við »písl- arvottinn« á höfði, höndum og fótum, eins •og Síams-tvíburi. Strandamenn. Þeir höfðu nyjan mann á þingi síðast, Gubjón Guðlaugsson, all- vaskan og greinagóðan, einarðan, en ekki án frekju, all-vel máli farinn, en nokkuð skrafmikinn. Áhugasamur framfaramað- ur er hann og vel innrættur. Eru líkur Ali, að hann verði með tímanum mikið :góður þingmaður. Ættu því Strandamenn ¦ekki að hrapa að því að fara að hafa skipti á honum fyrir einhvern alveg óreyndan. Það eru og meðmæli með honum, að hann •er búfræðingur sem búnast vel, en það þykir reynslan sýnt hafa hjer á landi að fari helzt til sjaldan saman. Sá, sem stund- ar atvinnu sína með góðri ráðdeild og at- orku, er stórum líklegri til að verða nýt- ur maður við alþjóðleg störf, en hinn, sem liggur við sveit fyrir dáðleysis sakir og ráðleysis ; en það ber ósjaldan við, að al- þýða heflr heimskulegt traust á slikum ó- nytjungum, ef þeir hafa óbilugt »kjapta- vit«, sem kallað er í daglegu tali. Húnvetningar. Því miður stendur enn við sama, að hann er ekki fáanlegur á þing, þeirra ágæti, gamli þingmaður, Eirík- ur Briem prestaskólakennari. Að honum frágengnum mun þeim isnjallast að endur- kjósa þingmenn sína síðustu, Þorleif Jóns- son og Bjöi-n Sigfússon, er var nýr á þingi í fyrra, en þótti koma dável fram: glögg- ur og gætinn, tillögugóður og allvel máli farinn. Skagflrðingar. Þeir hafa átt á þingi í mörg ár mann, sem sessunautar hans þar mundu ef til vill sízt vilja á bak sþ\ það- an allra þingmanna; svo ágæta þingmanns- kosti hefir hann, þótt eigi verði talinn neinn mælskuskörungur. Það er Ólafur Briem. Hann kjósa þeir orðalaust og lik- lega í einu liljóði, eins og síðast. Hitt sætið verður sjðlfsagt ðgreiningur um, Kosn- ing Jóns Jakobssonar sætti talsverðri mót- spyrnu síðast. Hann virðist raunar hafa reynzt betur á þingi í fyrra en mótstöðu- menn hans bjuggust við. Hann er dável máli farinn, heldur skörulegur og einarð- ur, en stirður og einrænn. Gefi sýslumað- ur þeirra, Jóhannes Ólafsson, sig fram, verðúr Jón sjálfsagt að lúta í lægra haldi; þvi vinsælla yfirvald getur naumast hjer en Jóhannes sýslumann, og þó að eigi muni hann hafa geflð sig ínikið að þing- málum til þessa, má eiga víst, að hann verður eigi áhugaminni um þau, er til kemur, en hinir betri þingmenn aðrir, og gott eitt mun hann til þeirra leggja; hann er af þvi bergi brotinn og drengur hinn bezti. Fölskvalaus föðurlandsvinur er hann, lipur og þó fylginn sjer. Eyflrðingar ættu tvímælalaust að halda tryggð við Jón frá Múla Jónsson. Hann er með greindustu bændum og bezt að sjer gervum, er verið hafa hjer á þingi. Menntað hefir hann sig sjálfur og það furðu- vel. Sýslumaður þeirra, er þeir sendu á þing síðast, er og vel gerður maður og álitlegur að mörgu leyti; en sennilega eiga þeir fullt eins iíklegt þingmannsefni þar sem er Stefán Stefdnsson kennari á Möðru- völlum, gáfumaður góður, lipur og málsnjall. Suður-Þingeyingar þurfa að vanda kosn- ingu i vor, að eigi komi »köttur i ból bjamar«, þar sem var Einar í Nesi. Þeir munu að vísu. eiga eigi allfáa menn inn- anhjeraðs, er fyrir greindar sakir og mennt- unar eru vel færir á þing, en skortir mjög reynslu Einars og þroska í skoðunum. Þeirra mun Pjetur á Gautlöndum Jónsson (Sigurðssonar) einna líklegastur. Hann er gáfumaður, sem hann á kyn til, og áhuga- mikiil þjóðvinur, og nú stilltari orðinn miklu og þroskameiri en á dögum »Þjóð- ]iðsins« sæla. Norður-Þingeyingar kjósa sjálfsagt orða- laust og eiga að kjósa Bcnedikt sýslumann Sveinsson, þíngsins elzta mælskuskörung og nafnkenndasta, alúðar- og áhugamann hinn mesta um hin mikilvægari veiferðar- mál þjóðarinnar. Norðmýlingar bæta sig naumast á að skipta um þingmenn. Jón Jónsson frá Bakkagerði er nú buinn að vera á mörg- um þingum við góðan orðstír, og hann maklegan; og sira Einar Jónsson kom svo fram a þingi í fyrra, nýr þ;l, sem við mfltti búast um ,jafn-g;'ifaðan mann og vel skapi farinn að drengskap og þjóðrækni. Þá eru loks Sunnmýlingar. Þeirra fyrri þingmaður, Sigurbur prófastur Gunnarsson, er alkunnur sæmdarmaður og góðum þing- mannskostum búinn, sem raun heflr vitni um borið. Vonandi fara kjósendur ekki að sleppa honum, þótt hann færi bólstað sinn í annan landsfjórðung. Þeir vita þó, að hver þingmaður er þingmaður alls landsins, og því sama, hvar hann á heima þar; en kunnugleikanum í sínu fyrra byggðariagi heldur hann lengi. Hitt sæt- ið skipuðu þeir miður síðast og höfnuðu úrvalsmanni fyrir. Það er vandaður mað- ur, Guttormur búfræðingur Vigfússon, en reyndist nauða-atkvæðalítill á þingi, dauf- gerður og ljelega mðli farinn. Þeir ættu sannarlega að gera nú þegar bragarbót, Sunnmýiingar, og kjósa aptur í hans stað sira Lárus 'Halldórsson, einn af landsins snjöllustu gáfumönnum, og eigi síður kjark- mikinn og einarðan. Honum er auk þess alvarlega annt um landsins gagn, og eru þeir teljandi, er meiri eptirsjá var að og væri að af þingi. V. (Niourlag). Þá eru nú yflrfarin öll kjördæmi lands- ins. Hvort sem mönnum líka tillögur þessar bet. ur eða ver,munu allir verða við það að kann- ast, að þær eru ekki miðaðar viðneitt fiokka- fylgi. Þeirerutil,er miða slíkar tillögur mest- megnis eða eingöngu við einstrengingslegt flokksfylgi eða væntanlega auðsveipni manna að ganga undir merki einhvers einstaks manns, er ráða vill þannig lög- um og lofum á þingi, þótt lítið sem ekk- ert hafi ef til vill í það nema metnað sinn og hjegómagirni. Hjer er farið eptir því, hverjir liklegastír eru til að reynast nýtir þingmenn yfirleitt: þjóðræknir, vel að sjer og kunnugir högum lands og lýðs, »ráð- vandir og fölskvalausir, forsjálir án undir- ferlis, einarðir og hugrakkir án frekju, staðfastir án þrályndis« o. s. frv. (orð Jóns Sigurðssonar, sem seint verða of opt kveð- in). Vitrir menn, hreinlyndir og þjöðræknir munu kunna þvi mjög vel, að ráðið er af- dráttarlaust til að hrinda þeim f'rá kosn- ingu, sem miður hafa reynzt eða litlar lfk- ur eru til að lið verði í. Heimskir menn og illgjarnir munu aptur láta espast af þvi til þess að styðja slíka menn suma til þings af »trássi« og strákskap. En þeir um það. »Ekki veldur sá er varir«. Sumir munu kalla það kenna þröngsýni, að leggja á móti hinum erlendu mönnum vorrar þjóðar, er til þingmennsku hugsa, og bera fyrir meðal annars kostnaðarauk- ann. En fjarri er það skapi ritstjóra þessa blaðs, að hafna erlendum mönnum, ef fengur er í þeim fram yfir innlenda. En annars kostar eða að ððru jöfnu er

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.