Ísafold - 25.04.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.04.1894, Blaðsíða 1
Xomur út ýmist. emu sinni floa tvisvar í viku. Vero árg (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða l'/s doll.; borgist fyrirmiojan júlimán. (erlend- is fyrir íram). ÍSAF Uppsögn(skrifleg)bundin vM> aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktð- berm. Afgroioslustofa blaos- i as er í Austurstrœti 8 XXI. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 25. april 1894. 21. blað. Þingmál í sumar. Við miklu dagsverki er ekki búizt af ¦áukaþingi, sem hefir helmingi styttri vinnu- tima en regiulegt þing og er auk þess Taunar mest til þess ætlað, að ganga frá stjórnarskránni, til fullnaðar að nafninu til. Mörg mál er því og vitanlega alls eigi fært að kljást við, svo að haldi komi. En •ef það setti sjer það, sem hin reglulegu þing ættu raunar líka að gera: að taka ekki nema fá mál til meðferðar, og gefa sjer tima til að ihuga þau rækilega og ganga vandlega f'rá. þeim, gæti árangurinn orðið engu minni eða ómerkilegri en á reglulegu þingi. Þar er það hið mesta mein, hve hlífðarlaust þar er rutt inn þeim málasæg, sem enginn kostur er að komast yfir svo nokkurt verk sje á. Þar eru margsinnis þau ógrynni á dagskrá i einu, -að margur þingmaður verður að láta sjer nægja að renna rjett að eins auga á sum þeirra, treystandi því þá meðfram, að þeir sem um frumvarpið hafa fjallað á undan, hvort það er heldur nefnd eða stjórnin o. s. frv., hafi gert það svo, að við megi hlíta; en, sem vitanlegt er, getur það traust orðið til minnkunar. Þá eru og þar á of- an fjárlögin og hinir mörgu dilkar þeirra jafnanöðrumþræðiáöllumreglulegum þing- um, með öllum þeim óróa og jafnvel usla á þinginu, er þeim fylgja, auk þess sem þau- eyða beinlínis sjálfsagt halfum vinnutima og vinnuþrótt þeirra, er mest kljást við þau, hinnar fjölskipuðu nefndar í neðri •deild, og valda margfalt meiri umræðum -en nokkurt mál annað, Það allt er auka- þingið laustvið; það má ekki koma nærri því, ekki nærri neinum fjárveitingum. Með því að taka ekki til meðferðar í sumar nema svo sem 8—10 frumvörp, og það þau mál, er flutt hefði verið og rædd á siðasta þingi eða síðustu þingum — þar -er nóg af að taka —, með því að gera það þegar í þingbyrjun, með því að skipta sjer hyggilega og forsjállega í nefndir til -að búa þau í hendur á þingfundum, með því að hafa góða stj'órn á verkum, þá mætti vel verða ekki einungis eins mikið, ¦heldur meira lið að þessu stutta aukaþingi í sumar heldur en oröið hefir að mörgum reglulegum þingum. G-angi það vel frá þó' ekki sje nema fáeinum þörfum eða nauð- ^synlegum nýmælum, gerir það stórmikið gagn. Tölumergðinni er sjaldnast mest undir komið, og sízt í lagasmíðum. 1. Stjómarskrármálið. Það var, manni liggur við að segja, sómastrik af þinginu í fyrra, að eyða engum orðum eða sama sem engum að því margþvælda máli. En að hafa það nú eins í sumar? Því ekki það! Þó að aukaþingið sje til þess gert, að meðhöndla það f'rumvarp upp aptur, svo orðað sem það var samþykkt á síð- asta þingi, og þó að gera megi ráð fyrir, að nokkur hluti þingsins verði öðrum mönnum skipaður en þá, og þeim, ef til vill, sumum alveg nýjum, þá er alls engin nauðsyn að fara að flytja neinar þingfunda- eða þingtíðindaræður um það. Þingmenn geta skrafað um það hins vegar sín á milli, og látið s|er síðan duga að greiða um það atkvæði. ISÍý.ium hugmyndum þarf naumast við að búast, þó að umræður yrðu meiri eða minni, sízt þeim, er nokkurn á- vöxt gætu borið, enda breytingum öllum með lögum frá bægt ásiðara stjórnarskrár- þingi; að hleypa þeim að, hvað litlar sem væru, er sem sje sama og að fella málið eða ónyta, og er þá hreinlegra og ómaks- minna, að fella það breytingalaust. Þetta, að fella frumvarpið breytinga- laust og orðalaust, kann nú sumum að vera næst skapi; en aldrei munu þessar kosningar fara svo, að þeim verði það ekki um megn. ' Hafi og þingið sagt A, og það hvað eptir annað, eins og það hefir gert í þessu máli,jvirðist það höggva nærri sóma sínum og þjóðarinnar, ef það segir ekki B líka, þegar þar að kemur. Breyt- ing hefír engin orðið á horfum málsins og afstöðu frá því í fyrra; því þetta svar frá stjórninni, er nú höfum vjer fengið með opnu brjefi 15. des. f. á., — að því gengu allir vísu þá hjer um bil, ef eigi skipti um ráðaneyti í Khöfn. Hið eina rjetta virðist því vera, að láta frumvarpið ganga sína leið gegn um þingið aptur í sumar, helzt orðalaust. Það er og þá engin leið önnur til að syna, að landslýður sje enn sem fyr einbeittur á því, að þetta bráðabirgða- fyrirkomulag á stjórn landsins, er nú höf- um vjer, og að sumu leyti er lítilmyndá, verði alls eigi unað við til langframa, eða um aldur og æfi, sem kallað er. Má vera, að mörgum skynbærum mönnum líki all- vel,hvernig með landstjórnarvöldin er farið yfirleitt, eins og nú stendur. En það er sitt hvað, lagafyrirkomulag og einstakir menn; það á að lifa þá, og veita trygging fyrir, að ekki sje allt undir þeim komið. Sveitarútsvar á utanhreppsmanni Landsyfirrjettur staðfesti 2. þ. m. fögeta- úrskurð og lögtaksgjörð á Skagafirði fyrir 15 kr. aukaútsvari, er hreppsnefndin í Skefilsstaðahreppi hafði lagt haustið 1892 á kaupmann V. Claessen á Sauðárkrók fyrir það, að hann hafði salthús og fiski- töku á Selnesum og Sævarlandi í fyrnefnd- um hreppi. Ábúðarrjettur á Akureyjum. S. d. ónýtti yfirrjcttur uppboðsi'jettarúrskurð úr Dalasýslu, þar sem neitað hafði verið að taka gildan ábúðarrjett ekkjufrúar Sig- riðar Eggerz á þeim 3/4 úr Akureyjum, er hún á ekki, og dæmdi henni ábúðina með- an tengdafaðir hennar, síra Fr. Eggerz, lifði; segir, að óheimilt virðist að skilja á- kvæði makaskiptabrjefs 14. sept. 1866 um byggingarumráð síra Friðriks yfirjörðinni öðru vísi en svo, að þau stæðu að eins hans lífstíð, — honum að eins áskilið ept- irgjald og arður af jörðinni meðan hann lifði. Meiðyrðamál, Hinn 9. þ. m. dæmdi yfirrjettur í meiðyrðamáli mill ritstjóra »Austra«, Skapta Jósepssonar, og syslu- manns Einars Thorlacius á Seyðisfirði, út af grein í blaðinu 20. maí 1892, með tyr- irsögn : »Nýf'undið brot úr dómarabókinni*, — nafn sýslumanns skrifað aptur á bak til að reyna að koma að ýmsum mjög meiðandi ummælum um hann ábyrgðar- laust. Ritstjórinn dæmdur í 150 kr. sekt til landsjóðs eða til vara í 40 daga einfalt fangelsi, auk alls málskostnaðar í hjeraði— sýslum. Benidikt Sveinsson var skipaður setudómari í því þar — og 30 kr. til málfærslumanns sýslumanns E. Th. fyrir yfirdómi (Egg. Briem). Hjeraðsdómurinn hafði sektina 200 kr. Sullaveikin. Allur almenningur veit nú, að sullaveiki á mönnum og skepnum orsakast af band- ormi, sem lifir í innýflum hundsins, og, sem betur fer, mun vera vaknaður almennur áhugi á því að ná þessum bandormum úr hundinum með því að gefa honum óyggj- andi meðal (arekadupt). Það er því von- andi, >að sullaveikin minnki að mun; en si- vakandi verður almenningur að vera. Er hægt að fá betri sannanir fyrir skaðsemi hundanna en þau tvö dæmi, sem merkis. maður heíir skyrt mjer frá? Þetta eru hans orð: »Á bæ einum í Rangárvallasýslu átti bóndi er þar bjó, fyrir fáuin árum 3 lambhús, er hann hafði lömb sín í á vetrum; tvö af húsunum voru fjarri bænum og hjá þeim var heyhlaða, er hann gaf lömbunum úr; þau urðu heilbrigð og þriíust agætlega, svo um þau var ekki meira að tala. Þriðja húsið var næst bænum og valdi bóndinn það smæsta af lömbunum í það húsið og voru þau þennan umrædda vetur 18 að tölu; lömbum þessum gaf hann heyið úr heimaheygarðinum, og var meis sá, er lömb þessi fengu úr, látinn standa með heyinu í við heystálið og gjörðu hundarnir á heimilinu sjer það að vana að liggja á heymeisnum ekki einungis á nóttum, held- ur einnig á daginn; nú fór allt vel framan af vetrinum og lömb þessi þrifust sæmilega, en þegar kom fram á útmánuði fóru lömb þessi að tyna tölunni smátt og smátt úr höfuðsótt, og svo fór á endanum, að tveim- ur árum liðnum að öll voru lömbin dauð úr sullaveiki, að einum tveimur undan- skildum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.