Ísafold - 02.05.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.05.1894, Blaðsíða 1
Kenrar út ýmist emn sinni eða tvisvar i viku. Verð árg •(mmnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða l1/' doll.; borgist tfyrirmiðjanjúliman. (erlend. is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin vi* áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Aí'groiöslustofa blaos- ins er 1 Austurstrœti 8 XXI. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 2. mai 1894. 23. blaö. Gufubáturinn „ELÍN" fer þ. á frá Reyki'avík til Borgarness mai 11.. 17. og '20.; júní L., 6., 9„ 19. og 25.; .i'úlí 3., 9., 18. og 30.; sept. 4., 11.. 17., 22. og 29.; oktbr. 2. og 6 — P> frá Borgarnesi til Revkjavíkur maí 11.. 17. og 20.; júní 1., 6., 10., 20. og 26.; júlí -4., 10., 19. og 30.; sept. 5, 12., 18., 22. og 30.; oktbr. 8. og 7. — frá Reykjavík til Keflavíkur mai 3., 12. og 24.; _jání 3., 7., 22. og 28.; júli 5.; ágúst 9.; sept. 6. og 13.; oktbr. 4. og 9. — frá Keflavík til Reykjavikur maí 4., 10 , 12. •og 27; júní 4., 8.. og 23.; júlí 1. og 6.; ágúst 12.; sep't. 7. og 13.; oktbr. 5. og 10. 8já aö öðrn aðaláætlunina. Lausafólk og bændur. Eins og kunnugt er, má nú við því "búast, að lausamönnum og lausakonum fjölgi að stórum mun óður en langt um líöur, eptir lögunum nr. 3, fra 2. febr. þ. á. ¦Sem eðlilegt er, munu margir, konur sem karlar, nota sjer það, að lög þessi gera mönnum greiðari aðgang að lausamennsk- unni; en að sama skapi munu og þá hjú fara fækkandi hjá bændum. Lög þessi munu því að minnsta kosti sumstaðar hafa allmikla breytingu í för með sjer; eru það spár sumra, að þær breytingar muni verða bændum til niðurdreps. Um það skulum vjer ekkert segja; mun bezt að láta tímann og reynsiuna skera úr því máli. En það er annað atriði þessu máli við- komandi, sem vjer vildum hreifa. Það raá ráða það af orðum sumra, að 'þeir skoða lausarólk og bændur sem tvo ¦óvinveitta mannflokka, sem gjarna vilji hvor skóinn niður af öðrum. Benda þeir þessu máli til sönnunar á lausafólk .það, sem verið heflr, og segja, að það hafi unnið og vinni flest handarvik fyrir full- komna borgun, en hafl legið uppi ábænd- um og húsráðendum fyrir lítið endurgjald, þegið hjá þeim húsnæði, þjónustu, ljós á vetrum og mjólkurvökvun, sumt fyrir ekkert, en sumt fyrir svo lítið endurgjaM, að alls ekki megi borgun heita. Sumstaðar og stundum mun eitthvað tilhæft í þessu. En sökin er ekki að öllu leyti hjá lausafólkinu, heldur meðfram hjá bændum og húsráðendum sjálfum. Þess 'ber að gæta, að fyrirkomulagið var allt - annað en til stendur að hjer eptir verði. Lausafólkið var og er enn, að minnsta kosti margt af því, í pukri og laumi, eða ¦ sem í daglegu máli er kallað í »þjófs nafni«; ¦þeir hjetu í orði kveðnu vinnumenn, þær vinnukonur. Bændur hleyptu þessu fólki inn á heimili sín í ólöglega og óleyfilega lausamennsku, hylmuðu með þeim og hjálp- uðuþeim til að fara kring um lögin; engir . samningar gjörðir um neitt, rema máske lauslega og með óákveðnum orðatiltækjum talað um, að húsráðendur ljetu lausamann- inn hafa »einhver þægindi og aðhlynningu«, en lausamaðurinn lofaði apur »einhverjum greiða«. En sá »greiði« fór hjá frestum ¦eptir því, sem þeir voru mennirnir til, sumum vel, en sumum illa. Lausamenn- irnir stukku burtu, er þeim bauðst vinna, og margur bóndinn mðtti á þessa leið sjá á eptir vinnumanninum(H) sínum, er hann síztmátti missa hann. Þær stundirnar, sem hann var heima, var honum máske skömmt- uð öll vökvun og iðulega veitt kaffi eins og öðru heimilisfóiki; en hann greip þá líka hönd í eitt eða annað, sem gjöra þurfti á heimilinu við og við, ef hann hafði ekkert að gera fyrir sjálfan sig og hvergi fjekkst vinna. Enginn eða lítill reikningur á neinu. Allt í þessu pukri og yfirhylmingarbrutli. Lausamaðurinn sek- ur um lagabrot, ef sagt var hið sanna, og bóndinn sekur um yfirhylmingu, ef hann hefði áformað að n árjetti sinum í einu eða öðru gagnvart lausamanninum með aðstoð laga. Hvorum, sem fyrir skaðanum varð, var því nauðugur einn kostur að bera sinn kross með þögn og þolinmæði. En hver vbeiddi húsrððendur að fara út á þessa gal- eiðu ? Og hverjum gátu þeir í rauninni um kennt? En af öllu þessu óláns-ráðlagi gat ekki leitt nema illt eitt, því það, sem illa er stofnað, hlýtur illa að enda. Þetta verður nú allt að breytast hjer eptir og gefa áðurnefnd lög fullkomið til- efni til þess. Þegar lausamennskulögin ná nú gildi, er það einkum þrennt, sem bændur og hús- ráðendur verða að hafa hugfast: I. Að bylma ekki yfir nieð ólöglegu lausafólki, því sá eða sú, sem ekki vill eða tímir að borga hið litla lausamennsku- gjald, á ekki skilið að njóta þess frelsis að vera laus. II. Að gera hreinan og beinan samning við lausafólk, er húsbændur taka á heim- ili sitt, um það. hvað það skuli gjalda fyr- ir húsnæði, þjónustu, vökvun og hvað ann- að, sem það þarf að þiggja írá húsráð- anda hendi; og að láta það setja sjer ein- hverja tryggingu að minnsta kosti fyrir þeim gjöldum, sem húsráðandinn er að lögum skyldur til að hafa ábyrgð á fyrir þeirra hönd. III. Að koma ekki iðjulausu lausafólki upp á að geta haldið sjer uppi á flakki, held- ur selja því með föstu, en sanngjörnu verði beina þann, sem það þiggur. Þó að vjer leyfum oss að hreifa þess- um bendingum, þá er það alls ekki í þeim tilgangi, að þrengja að kosti lausafólks fram yflr það, sem rjett er og sanngjarnt. Það á að fá vinnu sína borgaða með sanngjörnu verði, en á líka aptur á móti að gjalda sanngjarnt verð fyrir það, sem það þiggur af húsráðendum sínum. Vjer erum þcirrar skoðunar, að eðlilegast sje, að hver maður megi hafa ofan af fyrir sjer á þann hátt, er honum þykir bezt lienta, meðan hann ekki aðhefst neitt það, sem varðar við lög; að þrælbinda einn flokk manna, og það hinn fjölmennasta í mannfjelaginu, með tjóðurbandi harðstjórn- ar, á ekki við/, og vier fáum ekki sjeð neina ástæðu til að amast við lausafólki, ef það rækir skyldu sína og hlýðnast þeim lagafyrirmæium, sem um það efni eru sett. En það á ekki heldur að komast upp á að lifa á sveita bændanna. Lausa- fólkslýður, sem iifir í yfirhylmingu, potar sjer með lítilmennsku-hugsunarhætti undán öllum skyidum og gjöldum í mannfjelagSj'' ins þarfir, liggur uppi á lítilsigldum hús- ráðendum og íþyngir þeim, eða liggur á < flakki og ferðalagi, er harðast er milli manna, hann er þjóðinni til lítils gagns og lítils sóma. Ætti það nú að vera allra þága, að lausamennskan gengi á eðlilegri fótum en að sumu leyti hefir áður tíðkazt. m. g. Utlendar frjettir. Khöfn 18. april 1894. "Veðrátta. Vorblíðan stöðug á norður- löndum, og hið syðra í álfu vorri kalla menn viða sumarið þegar komið með frjófg- un sinni og fegurð. Friðarhorf. Hvað ríkin og þjóðirnar í Evrópu snertir má með sanni segja, að hvergi sjáist sky á lopti. Það votta og stórhöfðingjar þeirra, hvenær sem svo ber undir. Fyrir skömmu átti blaðamaður frá París viðtal við Umbertó ítah'ukonung, og tók hann þvi sem fjarst, að neinum kæmi nú annað í hug en tryggja vébönd þjóða- friðarins. Hann á að hafa minnzt á, að ávíg og bardagar ættu nú öðru að sæta en fyr, sem nú hagaði til um mannskæði og bölvæni allra skotvopna, og því gæti engum dulizt, að meiri ófarsæld mætti af engu standa fyrir þjóðir og ríki en af styrjöldum. Friðarblærinn yfir viðmóti ríkj- anna í Evrópu hefir orðið sýnni við sam- komulagið með Rússum og Þjóðverjum (í tollamálum). Nokkuð öðru bregður fyrir, þegar menn skygnast eptir um þegnlegt friðar- eða bróðernisástand í löndunum. Hjer vill al- staðar heldur draga sundur en saman, þar sem um auðmenn ræðir og snauða fólkið og með því bjargálnamenn, en sjer í lagi um verkamenn og vinnuveitendur. Á þetta ójafnstæði hafa menn svo lengi starað, að mörgum þykir sem hjer sje tundrið fólgið til næstu stórbyltingar, eða slíkrar, sem dæmi hafa ekki fyr til fundizt. Vita henn- ar kalla menn þær mótreisnir og viður- eignir, sem verða þegar til verkafallanna er tekið. Eins og vant er þegar að vorar, er nú mjög talað í sósíalista blöðum um alþjóðlegt verkafall frá 1. degi maímánað- ar^ þeirra sjer í lagi, sem í námum vinna, hvað sem úr því verður. Til óeiru verka- lýðsins ber nú og atvinnubrestur og fæðis- brestur í ýmsum löndum, t. d. á ítalíu og Spáni og flestum vestur- og miðlöndum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.