Ísafold - 02.05.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.05.1894, Blaðsíða 2
90 Bandaríkjanna í Norður-Ameriku. Sjá frjettagreinirnar þaðan. Danmörk. Það rættist þó, sem höfuð- blað vinstrimanna (»Politiken«) hafði lengi spáð, að »sambræðslan« (miðflokksins og hægrimanna) mundi takast í þessari þing- setu. 30. marz fjellst samgöngunefnd þing- deildanna — eða meiri hluti hennar (23 atkv. gegn 7)— á fjárhagslögin, eptir nokkr- ar breytingar til málamiðlunar á sumu, sem hvor deildin hafði farið fram á. Auð- vitað, að nú mundi atkvæðaaflinn í fólks- deildinni nógur til framgöngu málsins, þó miðflokkurinn deildist og þeir yrðu 44, sem mæltu á móti. Eptir samkomulag nefnda kom nú fram ákvæði í báðum þingdeild- um, sem áskildu þinginu rjettindi og kvað- ir gagnvart stjórninni, en hjer er svo ó- glöggt til atriðanna tekið, að ýmsir af sjálfum hægrimönnum þykjast ekki sjá, að hjer sje nein trygging fengin, t. d. gegn líkri bágareið í fjárhagsmálum framvegis, sem svo lengi hefir komið óskilasniði á þingstjórnarlíf Dana. Þess þarf ekki að geta, að allir einharðari vinstrimanna láta sjer málalokin illa eira og kalla þaö líka stundarfrið einn, sem hjersje fenginn, því nú hljóti menn að búast til nýrra bardaga fyrir fyrirheitum ríkislaganna frá 1849. Sama dag, sem úrslitin urðu í samgöngu- nefnd þingsins, sigruðu hægrimenn gjör- samlega við kosningar 8 fulltrúa til borg- arráðsins í Kaupmannahöfn. Þau Friðrik konungsefni, kona hans og elzta dóttir eru nýkomin úr kynnisferð til Stokkhólms, þar sem viðtökurnar voru bæði blíðar og tignarlegar. Látinn er að segja ágætismanninn E. M. Dalgas yíirliða, sem hæði hefir stofnað »móafjelagið« og veitt því forstöðu með dug og eljan í 27 ár. Af lyngmóunum á Jótlandií' sem ná yflr 130 □ mílur, eru nú 50 □ míl. undir ræktun og yrking. Norðmenn og Svíar. Yfirburðirnir á þinginu norska eru að vísu vinstra meg- in, en heldur litlir að svo komnu til að fá þeim stórmálum framgengt, sem barizt er fyrir. Kappið og harðfylgnin ermikil/ en stundum horfir svo við, sem gátið bresti heldur. Svo virtist fyrir skömmu, er því var hreift á þinginu, að halda aptur árs- launum krónprinzins þangað til hann bæri af sjer orð, sem eptir honum voru höfð í sænsku blaði. Hann hafði átt að segja við mann, »að það yrði vart annað en skemmtiganga«, að halda með' sænskan her til Kristjaníu, ef svo bæri undir. Lengi mikill hávaði í blöðum Norðmanna, en sænski maðurinn, sem hafði komið orðun- unum á prent, gerði loks þá grein fyrir, að þau stöfuðu frá munnmælum einum. Þessu vildu vinstrimenn eða blöð þeirra ekki hlíta, en nú er bágt að vita, hvað þeir ráða af, því prinzinn — sem um tíma hefir verið á Suðurlöndum — befir nýlega skrifað í brjefi til hirðmeistarans norska, að það væri of langt fyrir neðan sig að fara að bera af sjer kvittyröi, sem sumir mundu kalla gert peninganna vegna. Ann- ars mætti þingið fara með launin sem því sýndist. Á þinginu ráðið að kjósa menn í þing- nefnd til meðferðar á konsúlamálinu. Til Björgvinar er kominn maður frá Norður-Ameríku, Walter Wellman að nafni’ með 7 öðrum sinna landa. Hann ætlar að halda frá Trums í nýja norðurleit 24. þ.m. og er ferðinni heitið til Spitzbergen, en með lionum ráðast 11 menn frá Noregi; meðal þeirra náttúrufræðingar. Frá Spitz- bergen skal sótt norður hvað vinnast má á 60dögum yfir heimskautsísinn á sleðum með hundum fyrir. Að áliðnu sumri sæk- ir gufuskip aptur þá menn, sem frá ey- landinu verður þá forðað. — Kostnaðurinn reiknaður á 90 þús. króna. England. Það mætti heldur kalla það aðdraganda pólitiskra nýjunga en við- burði, sem hjeðan er að bera. Allir skygn- ast nú eptir veðratáknum, eða sliku, sem vita kann á bráð þingslit eða á forlög Roseberys og hans sessunauta, og með þeim á úrslit þeirra höfuðmála, sem nú eru uppi. Sjö kosningar í auð þingsæti hafa gengið stjórninni í vil, en hinir huggast við, að á öllum stöðum hafi atkvæðamunurinn orðið minni en seinast. Þeir þykjast ósmeikir fyrir nýjum kosningum og sjá ókyrrð á fylkingum Vigganna, einkumáírum, enda eru mest líkindi til, að Parnellsfiokkurinn ráðist undan merkjum stjórnarinnar. And- stæðingar þess flokks á írlandi eru ekki heldur allstryggir og lýsa stundum yfir vantrausti, að Rosebery sje full alvara. Forustumenn verkamanna á þinginu, þeir Keir Hardie og John Burns, og eins La- bouchére, forvígismaður hinna frektækari lýðvina, standa að vísu í liði stjórnarinn- ar, en gerast stundum óviðráðanlegri en henni þykir góðu gegna. Tvö nýmæli má nefna, sem nýlega hafa verið upp borin á þinginu, og geta þau komið stjórninni í góðar þarfir þegar til nýrra kosninga kem- ur. Annað þeirra varðar þing í Edinaborg, þar sem öll sjerleg Skotlandsmál skulu rædd og útkjáð, samkvæmt því sem Rose- bery hafði bent á í ræðu sinni í Edinaborg. Hitt er um útfærsJu kosningarrjettnr, en í því er það höíuðatriði, að kosningarrjettur skal ekki við skattgjald bundinn. Bæði hafa fengið betri undirtektir á þinginu en við var búizt við f'yrstu umræðu, og það jafnvel af sumum hinna frjálshuguðu bandaliða Torýmanna, en auðsjeð, að þeir vilja núfara sem gætilegast í allar sakir,— Ennfremur borið í dag, að frumvarp til laga sjesamþykkt i neðri málstofunni, sem sviptir lávarðadeildina rjetti til að gera nýmæli apturreka, sem þaðan koma. — ÍAf þessu má skynja, að hjer eru mörg veður í lopti og í mörg horn að líta, en nú verður að sjá, hverju fram vindur. Flestir ætla, að þingslit geti vart verið langt fjarri, en sumir geta til, að stjórnin vilji helzt fresta þeim — ef kostur gefst á— þangað til Gladstone gamli hefir náð sjer aptur eptir þá skurðarviðgérð á öðru auga hans eða báðum, sem nú er sögð ráðin. Nýlega hafa Englendingar helgað sjer til yfirráða Uganda í Austur-Afríku, í norð- ur frá Yiktoríuvatni, en hljóta nú að senda hersveitir á hendur einum Afríkukonungi áþeim slóðum, er Kaba Rega heitir, en hef- ir opt reynzt kristniboðum frá Evrópu og fleirum hinn óþjálasti og illur viðureignar. Yiktoría drottning hefir um tíma dvalið í Florens á Ítalíu, en vitjar í dag sonar síns Alfreðs hertoga í Kóburg, en þar skal á morgun setið brúðkaup dóttur hans og- stórhertogans af Hessen. Þýzkaland. Vilhjálmur keisari fylgdi fyrir nokkru drottningu sinnijil hlýinda- vistar í Abbazía á Istríutanga í Austurríki, og átti um leið samfundi við bandavini sína, Austurríkiskeisara þar og Ítalíukon- ung í Feneyjum. Af fundafagnaðinum margt sagt í blöðunum, kossarnir taldir og faðmlögin, en meira vita þau ekki af þeim fundum að segja. Frá þingi að segja, að það hefir gert ógild forboðslögin gegn landsvist jesú- munka á Þýzkalandi. Enn er ekki hægt að segja, hver úrræðin verða til ijárhags- bótanna. Afmælisdaginn (1. apríl) hjelt Bismarck enn við mikla tilstreyming fagnandi gesta til hallargarðsins. Meðal þeirra var nefnd þýzkra, meyja, sem færðu honum kveðju- ávarp frá 100,000 þýzkra kvenna. Eptir fagurlegt andsvar kyssti Bismarck meyj- arnar á kinnar og munn. Frakkland. Frá Timbúktú hafa Frakkar sótt nýlega meö hersveitir á hend- ur Túaregum ogfelldu af þeim 120 manna, en þeirra á meðal voru sumir helztu höfð- ingjar þeirra. Var þar mikið herfang heimt i fjenaðarhjörðum. — Frakkar haí'a aukið svo ráðaneytið, að ráðherra er nú settur- fyrir nýlendumál ríkisins. Ein tundurdósin enn sprungin í veiting- arskála í París 4. þ. m. Auk spellanna i skála.num og gluggabrota í nándinni varð* hún að eins tveim mönnum að áverkameini. Annar þeirra var [blaðaritari af sósíalista liði, sem skömmu áður fhafði farið þeim orðum um sprengiafrek óaldarmanna: »hverju varðar það, er þau kunna að baka mönnum, þegar verkin eru góð í eðli sínu«!' Nú varð honum þó annað til en að flíka Jofi eða hraustyrðum. Hann bölvaði óaldar- bófunum í sand og ösku. — Frakkar halda nú í varðhöldum 105 óaldarliðum, og bíða þeir þar saksókna, sem eiga að byrja við útgöngu þ. m. Ítalía. Alþjóðafundur lækna haldinn í Rómaborg og byrjaði 20. marz. Á fyrsta fund komu þau konungur og drottning, en stjórnarforsetinn, Crispi, kvaddi gestina, i snjöllu erindi. Hundruð þúsunda streymdu til borgarinnar þá, daga, að sjá viðhöfnina, sem viðtökunum fylgdi. Hj'er komu fræg- ustu læknar frá norðurlöndum og öðrum löndum Evrópu, en þó láta sum vel metin. blöð minna yfir fræðilegum afrekum fund- arins en þeim kynningarfögnuði, er slik- um mótum fylgir. Á þinginu bíður enn úrslita um fjár- hagsúrræði stjórnarinnar. Frá Ungverjalandi. Stjórn Ungverja sendi menn til Túrínar að koma sjer sam- an við! syni Kossuths um heimsending líksins, og var því vel tekið, eða þeim virktum og heiðri, sem hjer var boðinn. Þann 30. marz kom líkfylgdin til Pestar, en óx þegar stórum við þann stórfjölda, sem fyrir var skipað í skrúðgönguflokka og fylgdu líkvagninum til þjóðsafnahaHar borgarinnar. í hátíðasal hennar stóð kistan á sýnisstalla i tvo daga, og sagt, að þar kæmi um hálfa miljón manna að sjá liinn framliðna skörung. Frá einum bæ komu 5000 manna fótgangandi um 10 milur vegar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.