Ísafold - 12.05.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.05.1894, Blaðsíða 2
102 & hendur hr. L. Kr. Bjarnason, er í kær' nnum stóðu og mörg hundruð manna höfðu verið látin undirskrifa i fyrra,—með ókjör- nm af vitnaleiðslum og vottorða-skrásetn- ingum. En allt reyndist það unnið fyrir gýg. Ófáanlega nokkur sneflll at sönnun fyrir nokkru einu einasta atriði í ákærun- um. Urðu því dómsúrslitín þau? hjá setu- dómara B. Bjarnarson frá Sauðafelli, að fyr nefndir 3 kærendui; voru dæmdir í 65 kr. sekt hver, auk alls málskostnaðar (líkl. á 2. þús. kr.), eins og málið hefði ekki verið gjafsóknarmál, og öll hin átöldu orð í kærunni dæmd dauð og marklaus. S. d. var af sama dómara upp kveðinn dómur í svo nefndn barsmíðarmdli, er Guðmundur nokkur Sveinsson frá Hnífs- dal hafði höfðað gegn sýslum. L. Kr. Bjarnason, sem Guðm. þessi bar upp á að hefði barið sig. Yitnaðist það allsendis ó- satt að vera, og var stefndi (L. Kr. Bjarna- son) sýknaður af öllum kærum og kröfum stefnanda og nokkur meiðandi ummæli um stefnda dæmd dauð og marklaus, en — málskostnaður samt látinn falla niður, enda hvað hr. L. Kr. Bj. ætla að áfrýja dómin- um þess vegna. Þriðja málið, brennivínsmálið svo nefnt, var nokkru áður dæmt þar í hjeraði, af sýslumanni Páli Einarssyni sem setudóm- ara. Það var út af drykkjuskapar-áburði á setudómara B. Bjarnarson í vetur. Hann var sýknaður af þeim áburði og kærend- ur (6) dæmdir í 40 kr. sekt hver, auk málskostnaðar, með því að þeir höfðu orð- að kæruna svo freklega, að setudómarinn (B. B.) hafi verið »svo drukkinn« (í dóm- arasæti), »að hann auðsjáanlega naumlega vissi, hvað hann gerði«; en 3 vitni sóru Þó, að »heyrt hefði á mæli hans og að hann hefði verið óstöðugur á fótum og átt bágt með að standa kyrr«. Húnavatnssýslu 20. apríl: Tíðarfar var i allan vetur mjög óstöðugt, svo að þó hag- ar væru, notaðist það ekki vegna illviðra, og hafa því hey gengið upp með meira móti; úr páskum brá algjörlega til góðviðra og heíir það haldizt síðan. PÞegar hlákurnar byrjuðu kom mjög mikill vatnsgangur/ sem á sumum stöðum gjörði töluverðar skemmdir', til dæmis er flæðiengi það, sem iiggur með Biöndu beggja vegna, stórkostlega skemmt af aur og möl, sem áin hefir borið á það. Heilsufar helir verið heldur í lakara lagi og hafa ýmsir sjúk- dómar stungið sjer niður, svo sem lungna- bólga og hálsbólga m. fl. Ekki get jeg sagt um sveitunga mína, eins og Eyfirðingurinn í »Þjóðólfi» segir um sina sveitunga að þeir hafi gaman af höggorustu Þjóðólfs og Isafoldar; nei, hjer er almenning- ur orðinn leiður á blaðaskömmum, og á því get jeg frætt »Þjóðólf» eða ritstjóra hans, að hann hefir mikið spillt vinsældum sínum hjer í sýslu með greinum þeim, sem hann hefir ritað um alþm. Þörldk í Fífuhvammi, en hversu svartan sem hann reynir að mála Þorlák, þá verður hann jafnan heiðvirður maður í sinni stjett og óeíað einn með nýt- ustu bændum, sem á þingi hefir setið nú í nokkur ár og áreiðanlega hetri þingmaður en ritstjórinn sjálfur getur nokkurn tíma orðið. Strandasýslu (Hrútaf.) 27. apríl: Tíðar- far heíir verið hið beztá síðan á páskum. Farið er að votta töluvert fyrir gróðri í tún- um og útiverk væru sjálfsagt almennt byrjuð, ef veikindin hömluðu ekki. Fáir heyrast nefna þingmál hjer í Stranda- sýslu, um þessar mundir eins og reyndar er ekki venjulegt. Það mun mega telja víst, að hinn fyrverandi þingmaður (Guðj. Guðlaugss.) verði endurkosinn í vor, ef hann býður sig, sem varla þarf að efa. Tvö verzlunarskip til Rils verzlunar (liggja hjer á Hrútafirði, en komast ekki inn á hötn- ina fyrir lagnaðaris, sem er seigur á að fara vegna staðviðranna. Vestmannaeyjum 28. apríl: I marzmán- uði var veðrátta mjög stormasöm. Fyrri hluta mánaðarins var optast norðanátt, síðari hlut- ann nærri stöðugar sunnanáttir; iþessi mánuð- ur hefir einnig verið mjög vindasamur, og hefir vindstaðan ýmist verið austlæg eða suð- læg. Mestur hiti var 28. 10,2°, minnstur að- faranótt þess 6. -f- 6,7°, úrkoman 12. 3,8 milli- metrar. í þessum mánuði heíir mestur hiti verið þann 11. og 27. 11,3°, minnstur aðfara- nótt þess 3. og 18. 0,0°. Sakir hinna nærfelt stöðugu storma hefir þessi vetrarvertið verið hjer hin gæftaversta, sem elztu menn muna; allan fyrri híuta ver- tiðarinnar var einnig nál. íiskilaust hjer á öllum miðum; en síðustu 3 vikur hefir tals- verður fiskur verið hjer á einu stóru hrauni, en gæftirnar bæði sjaldgæfar og stirðar mjög; þó haía menn komizt 11 sinnum á sjó í þess- um mánuði; langhæstur hlutur mun vera um 160, en meðalhlutur tæplega 100. I gær var hjer annar góði sjóveðursdagurinn á allri ver- tíðinni. enda almennt hlaðíiski. Síðasta hálfa mánuðinn hefir veðrátta verið mjög hlý, og er jörð mjög farin að grænka, og margir því byrjaðir að pæla garða, og einn er jafnvel þegar búinn að setja niður kartöfl- ur. Fjenaðarhöld eru hin beztu. Eitt kaupslcip kom hingað 26. f. mán. Verð- lag á öllum varningi óbreytt, kornvara eigi lækkuð í verði, heldur eigi katfi, sem kostar hjer 1,25 pundið. Af œðarfugli hefir hjer mikið fallið í vetur, svo hann hefir legið nálega í hrönnum með- fram sjónum, og þykir mönnum hart að mega ekki hirða fiðrið. Annars hefir æðaríuglinn fallið hjer nokkuð á hverju ári, síðan þessi nafnkunnu 11 kr. lög komu út; hina miskunn- arlausu náttúru, sem drepur fuglinn hrönnum saman, er þó eigi hægt að sekta. Holdsveikislæknirinn, sem getiö hef- ir verið um hjer í blaðinu að hingað væri væntanlegur í sumar, Ðr. Edv. Ehlers frá Kaupmannahöfn, hefir breytt til um til- högun á ferðalagi sínu, þannig, að nú ætlar hann að koma hingað til Keykja- víkur beina leið í júlímán og leggja af stað hjeðan umhverfls land með Thyra 14. ágúst. Ættu þá þeir, sem hans vilja leita, að vera þá til taks á viðkomustöðum skipsins. Hann tekur enga borgun af þeim, sem leita ráða hans í ferðinni. Það eru líkúr til, að þeir og landið allt jafn- vel hljóti gott af þessari ferð tjeðs læknis og efnilega visindamanns. Hinn góðkunni fyrv. yfirmaður á »Thyra«, kapt. A. P. Hovgaard, er honum sinnandi og leiðbein- andi hingað, og mun það siður en eigi spilla fyrir viðtökum hans hjer. ' Prestsköllun frá Ameriku. Sam kvæmt köliun frá Bræðrasöfnuði í Nýja- íslandi gerist síra O. V. Gíslason á Stað í Grindavík prestur þar og flytur sig vestur með fólk sitt allt snemma sumars; — hefir sagt lausu brauði sínu hjer frá fardögum þ. á. í kjöri um Valþjófsstað eru þeir Guttormur prófastur Vigfússon á Stöð, síra Kristinn Daníelsson á Söndum og síra Þór- arinn Þórarinsson á Felli í Mýrdal. Óveitt brauð. Staður í Grindavík, laus fyrir uppgjöf síra 0. V. Gislasonar, er metinn 780 kr. 75 a. og á að veitast. frá þ. á. fardögum. Augl. í gær. Eptirmæli. Hinn 9. npríl þ. á. andaðist að Alfsnesi £ Kjalarneshreppi konan Guðrún Sigríður Þor- steinsdóttir, 72 ára að aldri. Hún var dóttir Þorsteins hreppstjóra á Stokkahlöðum, af hinni alkunnu Stokkahlaðaætt, og voru systkin hennar mörg. Eitt af þeim var Dómhildur Þorsteinsdóttir, kona Ólafs Briems á Grund ,. Eyjafirði. — Guðrún sál. kom ung að aldr^ á Suðurland og giptist Sigurði Tómassyni j Þerney. Attu þau saman 5 börn og lifa 4 af þeim. I öðru sinni giptist hún 1864 Bjarna. trjesmið Jónssyni. Þau áttu ekkert barn. Bjuggu þau lengst aí í Alfsnesi. Guðrún sáh. var greindarkona og hin ágætasta húsmóðir,. góð og guðhrædd, trygg og vinföst, ástrík eig- inmönnum sínum og bezta móðir börnum sin- um. í einu orði að segja var Guðrún sál- mesta. sæmdarkona og sjerlega vel metin af' öllum. Fyrir ráðdeild og dugnað bæði henn- ar sjálirar og eiginmanna hennar söfnuðust henni svo góð et'ni, að þá er hún bjó með' seinni manni sínum, voru þau hjón bezt efn- um búin í þeirra byggðarlagi. Þ. B. Hinn 28. jan. þ. á. andaðist að Brekku £ Geiradal Gisli bóndi Jónsson, 71 árs gamalL »Hann var sonur merkishjónanna Jóns Sig- urðssonar og Guðrúnar Aradóttur á Hvítadai og bróðir Sigurðar sál. Johnsens, kaupmanns i Flatey og þeirra systkina. Hann giptist. 1863 eptirlifandi ekkju sinni Sigríði Jónsdótt- og bjuggu þau lengst af á Brekku. Et'nahag- ur þeirra bjóna var allt af fremur þröngur, en heimili þeirra var sönn fyrirmynd að sið- prýði og friðsemi, gestrisni og greiðasemi langt, fram yfir það, sem efnin leyíðu. Sjálf vortt þau barnlaus, en tóku fleiri börn, sumpart skyldmenna sinna, sumpart at' vandalausum, og ólu þau upp sem sín eigin börn. Gíslii heit. var maður mjög vandaður og vildi hver- vetna koma fram til góðs. Hinn 5. apr. þ. á. andaðist á sama heimili tengdamóðir hans, ekkjan Karitas Nielsdóttir,. 83 ára. Hún var fædd á Kleifuin í Gilsfirði, dóttir merkishjónanna Níelsar Sveinssonar og- Sesselju Jónsdóttur, er þar bjuggu, og alsyst- ir prófasts og riddara síra Sveins sál. Niels- sonar. Hún giptist rúmlega tvítug Jóni bónda. Magnússyni, og bjuggu þau iengst af á Tind- um i Geiradal. til þess er hann andaðist 1863.. Af börnum þeirra eru4á tífi: 1. Sigríður ekkja. á Brekku, 2. Pjetur, ógiptur, 3. Jón fyrvér. bóndi á Tind, giptur Halldóru Halldórsdóttur- prests í Tröllatungu, og 4, Kristín, gipt kona í Vesturheimi. Karitas sál, mátti margra hluta. vegna teljast með fremstu konum í bændastjett. Hún var gædd mjög góðum sálargáfum, í dag- fari, stillt og þolgóð. blið og glaðlynd i við- móti; ástrik eiginkona og móðir barna sinna, og stóð með dugnaði og skyldurækt í stöðu. sinni, hafði guð jafnan með sjer í verki köll- unar sinnar. því hún var trúkona mikil, virti og elskaði allt sem gott var. Hinn 15. marz þ. á. andaðist i Fagradals- tungu í Saurbæ eptir langa og þunga legu 1 sullaveiki ekkjan Kristbjörg Daðadóttir, 63. ára gömul^ ekkja Þorsteins sál. Sigurðssonar, er þar bjó lengi og andaðist 7. apr. 1891. Kristbjörg sál. var ’mesta þrek- og dugnaðar- kona; trygglynd og staðíöst, ráðdeildar- og- fyrirhyggjukona; hún lætur eptir sig 4 börn, efnileg, 2 dætur giptar og son og dóttur, sem, voru heima hjá henni. X. Hinn 12. marz þ. á. andaðist merkisbóndinn. Ingimundur Sigurðsson í Draumbæ í Vest- mannaeyjum. Hann var einn af hinum efn- uðustu bændum hjer og mesti atqykumaður, þrátt íyrir langvinnt heilsuleysi. Abúðarjörð' sína, sem hann átti í 25 ár, bætti hann stór- um, sljettaði mikið í túni, og byggði upp bæði íveruhús og útihús. Sparsemdarmaður var hann hinn mesti, og hataði allt prjál og óþarfa kostnað, sneið sjer jaínan stakk eptir vextii og forðaðist lántökur og skuldir sem heitan eldinn, enda mun hann enga skuld eptir sig látið, en talsverð efni. Hann lætur eptir sig- ekkju og 4 syni uppkomna; varð tæplega sextugur«.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.