Ísafold - 12.05.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.05.1894, Blaðsíða 3
Hátíðamessur. Á morgun, hvítasunnudag kl. 11 íslenzka messu í dómkirkjunni, kl.l'/t' dönsk messa; á annan í hvitas. isl. messa kl. 12. Samkvæmt-lögum 12. aprí] 1878, 20. gr. og oprra brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja eiga til skuldar í dánarbúi Bjarnar bónda Jónssonar, er andaðist í Kirkjubæ bjer 26. febr. þ. á., að lýsa. kröfum sínnm og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Vestmannaeyjasýslu, áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar áskorunar. Þess skal getið, að erfingjarnir taka eigi að sjer á- byrgð á skuldum búsins. Skrifst. Vestmannaeyjasýslu, 21. apr. 1894. Jón Magnússon. í Reykjavíkurapóteki fæst: Akvavit fl. 1,00, Cognac fl. 1,25, Whisky fl. 1,90, Sherry fl. 1,50, Portvín, hvítt, fl. 2,00, do. rautt 11. 1,65, Madeira fl. 2,00, Malaga fl. 2,00, Pedro Ximenes fl. 3,00, Rínarvín fl. 2,00, Champagne fl. 4,00. Vindlar: Renomé 1 hndr. 4,50, Nordenskiöld 1 hndr. 5.50, Donna Maria 1 hndr. 6,50, Brazil Flower 1. hndr. 7,40. Beaver-línan. Þar eð útsjeð er um, að Beaver-línan geti flutt beina leið þetta árið, af því að mjög lítið mun verða um útflutninga, þá verða vesturfarar að taka sjer far með hinum dönsku póstskipum. Með 6. ferð Lauru, er þá fer norður um land og leggur af stað hjeðan 4. júlí næstk., hef jeg ásett mjer að senda góðan túlk, er fylgir vesturförum alla leið til Vinnipeg, ættu því allir vesturfarar, er mögulega geta, að halda sjer tilbúnum til að fára með þeirri ferðinni, þar eð erfitt kynni að verða að útvega þeim túlk seinna. Orsökin til þess, að jeg ekki mun senda túlk með Thyru hinn 14. júní, er sú, að svo að segja enginn maðttryar búinn að ákvarða sig til vestu'rferðar þegar úniboðsmenn mínir rit- uðu mjer nú siðast með »Thyru«, enda hygg jeg, að fáir vesturfarar verði búnir að koma munum sínum eða gripum í pen- inga, í þessari miklu peningaeklu, fyr en bændur og aðrir eru búnir að þurka ull sína og fisk, sem vanalega mun búið i júlím. í>eir, sem flytja til Vesturheims, ættu sannarlega að taka sjer far með Beaver- linunni, því ef að menn ekki sinna henni, þykir mjer all-h'klegt. að hún hætti störf- um sínum hjer við land, og geta menn þá gengið að því vakandi, að fargjaldið kom- ist þá óðar aptur upp í 150 kr.; einnig væri þá að öllum líkindum útsjeð um beina flutninga framvegis. Þetta vil jeg biðja vesturfara og aðra alvarlega að íhuga. Allir þeir, er síðastliðið ár fóru með Beaverl., hafa lokið miklu lofsorði á hana, sbr. vottorð vesturfara þeirra, er fóru frá Seyðisflrði síðastl. ár með »Lake Huron«, áður auglýstu í »ísafold« og »Austra«, sbr. einnig, hvað síra M. Jochumsson segir um hana í »Chicagoför mín«. Enn fremur heflr Jón nokkur Vernharðsson úr Árnes- sýsiu, er fór með »Lauru« árlð sem leið með 20 manns með sjer og stóð fyrir för- inni, ritað mjer alveg ötilkvaddur á þessa leið: »Jeg get ekki hugsað mjer betri með- ferð en við urðum aðnjótandi yflr Atlanz- hafið á Beaverl.-skipinu. Þegar kvennfólkið og börnin urðu veik, var þegar breytt um fæði handa þeim og þeim sýnd öll ná- kvæmni. Beaverl. reynist þannig öllum vesturförum, hverrar þjóðar sem eru«. Beaverlínan hefir fyrst orðið til þess, að færa niður fargjaldið úr 150 kr. niður í 123 kr., og vill hvorki nje getur, sjer skað- laust, lækkað það meira, nje heldur verið á einlægu hringli með það, eins og sumar aðrar línur gjöra. Fargjald með Beaverlínunni verður því þetta árið: Fyrir fullorðinn . . . . . . .123 kr. — börn frá 5 til 12 ára . . . 61 — — — — l— 5 — ... 40 — Ungbörn yngri en 12 mánaða . 12 — Fullt fargjald er tekið af barni fullra 12 ára gömlu, en ekki 11 ára, eins og með Allanlínunni. Vesturfarar snúi sjer til mín og umboðs- manna minna við hinar ýmsu hafnir landsins* Eeykjavik 4. maí 1894. Þorgfr. Giiðinundsen. Prjónavjelar, með beztu og nýjustu gerð, seljast með verksmiðjuverði hjá Simon Olsen, Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn. Eptir vjelum þessum ermikil eptirspurn, af því, hve traustar og nákvæmar þær eru, og að þær prjóna alls konar prjónles jafnt úr smáu sem grófu bandi. Vjela- þessar má panta hjá P. Nielsen á Eyrarbakka, sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna og veitir ókeypis tilsögn til að brúka þær. Hjer á íslandi eru einkar hentugar vjelar með 124 nálum, sem kosta 192 kr do. — 142 — — — 230 — do. — 164 — — — 244 — do. — 166 — — — 280 — Verðlistar sendast þeim, er þess æskja. »Sameiningin«, mánaðarrit til stuðn- ings kirkju og kristindómi íslendinga, gefið út af hinu ev.lút.kirkjufjelagi í Vesturheimi og prentað í Winnipeg. Ritstjóri Jón Bjarnason. Verð í Vesturheimi 1 doll. árg., á íslandi nærri þvi helmingi lægra: 2 kr. Mjög vandað að prentun og útgerð allri. Níundi árg. byrjaði í marz 1894. Fæst í bókaverzl. Sigurðar Kristjánssonar í Reykja- vík og hjá ýmsum bóksölum víðsvegar um allt land. 3 herbergi, ásamt eldhúsi, fást leigð frá 14. maí, í björtum og loptgóð- um kjallara í miðjum bænurn. Ritstj. vísar á. 40 »En jeg get ómögulega hugsað til þess nú« svaraði hún og var mikið niðri fyrir. »Það er nú komið fram í nóvember. Eptir hálfan mánuð verða þessir uppdrættir að vera búnir i síðasta lagi. Það er svo lengi verið að búa til myndirnar í hin stóru, fagurfræðilegu tímarit. Lítið þjer á!« mælti hún og tók af borðinu tvo uppdrætti, og sýndi lækninum, »sveigurinn þessi af hnerrirót og pálmaviðargreinum á að vera utan um jólakvæði. Það er dálítill sænskur bóndabær með jólakornbindini á þak- inu og jólatrje, þar sem barnsandlit gægjast fram á milli greinanna; það á að vera upphafsstafaumgjörð í jólasögur«. »Þjer megið ekki draga eitt strik framar á þetta dót«, anzaði læknirinn og ýtti frá sjer blaðinu byrstur. »En það verður að vera búið fyrir jól«. »Það verður einhver annar til að ljúka við það«. »Og þá þora þeir aldrei að reiða sig á mig framar, ritstjórarnir, sem veita mjer atvinnu! Nei, læknir minn góður; ekki stoðar það. Auðmennirnir geta auðvitað leyft sjer þann munað, að vera veikur, en fátæklingarnir ekki«. »Fátæklingarnir deyja líka«, svaraði hann og leit undan. »Þjer teljið mig þá af«, mælti hún í hálfum hljóðum. »Hef jeg sagt það?« anzaði hann byrstur. »Ekki með vörunum, en með augununu. Hún þreif 37 snemma, en fullorðna fölkinu síður en eigi til yndis eða ánægju; því þótti ekki skemmtilegt að vaða ófærðina á götunum. B. læknir var einn þeirra, er erindi átti út þann dag, sem nærri má geta, að vitja sinna mörgu sjúklinga. Hann var maður lágur vexti og gildur, hálf-hraualegur í bragði, en þó góðmannlegur á svip. Hann tautaði við og við í hálfum hljóðum veðrinu og færðinni, er hann stikaði skafiana á götunni. Hann sá, hvar hálfvaxinn drengur, hnellinn og burða- legur, sat í sleða og ljet systur sína yngri miklu draga hann undir sjer, svo að taugin skarst niður i öxlina á henni. »Skammastu þín, sláninn þinn, að láta aumingja telpuna draga þig«, mælti hann. »Farðu undir eins nið- ur úr sleðanum og láttu hana setjast þar í þinn stað! Nú nu, ætlarðu ekki að hypja þig?« Strákur sat kyrr í sömu skorðum og glápti á lækninn, en hann gerði sjer lítið fyrir og stjakaði honum niður úr sleðanum og hjálp- aði litlu telpunni upp i hann aptur. »Hana nú ; át'ram nú með ykkur!* mælti hann og fleygði um leið í strák- inn hnefafylli af brjóstsykri. Strákur var þungbrýnn mjög, en nú hýrnaði fljótlega yfir honum. Hann hló út undir eyru og rauk af stað með sleðann undir systur sinni. Læknirinn stóð við og horfði á eptir þeim ánægju- legur í bragði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.