Ísafold - 16.05.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.05.1894, Blaðsíða 1
Xemur út .ímint emu Biimi ¦oða tvisvar i viku. Vertv arg {minnst 80 arka) <1 kr.. erlendis B kr. eða 1'/« doll.i borgist fyrirmíðjan júlíman. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. JppsÖgn(skriiiOg,) bundin vif- áramót. ógild n«ma komín sje til útgefanda fyrir l.oktö- berm. Afgroiöslustofa blaos- ins er i Austurvtrœti 8 XXI. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 16. mai 1894. 27. blað. Kosningahorfur. Langt að frjettist svo sem ekkert af við- búnaði kjósenda undir alþingiskosninga- bardagann um fardagaleitið í vor. Má og vera, að hann sje ekki mikill. Þeir munu margir enn sem fyr lítið um það mál hngsa fyr eu líður fast að kjördegi, ef þeií þá •gera það þá einu sinni. Nema þar sem •eitthvert áfjáð þingmannsefni heflr smala Titi, einhvern freyðandi þjóðmálagosa, sem ríður bæ frá. bæ og spanar menn upp með ymis konar hjegómaglamri, hvern eptir því sem hann veit við hann eiga, en sjaldn- ¦ast komandi í raun rjettri minnstu vitund nærri sönnu gagni lands og lyðs. Um sum hin fjarlægari kjördæmi vita menn, ;að þar verður engin kappdeila um þingmennskuna. Svo er t. d. um Austur- -Skaptafellssýslu. Þar er eigi annar tekinn í mál en Jón prófastur í Stafafelli. Norð- mýlingar munu og nokkurn veginn ein- ráðnir í að endurkjósa sína þingmenn. Sömuleiðis munu Norður-Þingeyingar ekki taka í mál að skipta um. Af' Húnvetning- ¦ um er og líkt að heyra, og eins Stranda- mönnum. Sama mun mega búast við um ísftrðinga. Loks er í Barðastrandarsýslu eigi getið neins keppinauts við Sigurð pró- fast í Flatey. Hvað Dalamenn snertir, þá hefir heyrzt, að síra Jens Pálsson muni þeim afhuga, hvernig svo sem á því stendur. Það er •ótrúlegt, að liann hafl farið að láta glep.ja sjer sjónir af því, sem sagt er að standi i »Þjóðv.« ísflrzka. Hann kvað sem sje, »Þjóðv.«-maðurinn, hafa viljað senda síra J. P. forsending austur í Árnessýslu, til þess að greiða götu síns elskulega lags- manns, Sauðafellsvaldsmannsins, til þing- kjörs hjá Dalamönnum. En hvað sem því líður, væri það mjög misráðið, ef síra J. P. hætti við sitt fyrra kjördæmi, Dalasýslu. Það er slæmt að gefast upp fyr en a hólminn er komið, og illt að láta kjósend- ur hafa þá afsökun, ef þeir neyta óhyggi- lega kosningaiTJettar síns, að gott þing- mannsefni hafi ekki í kjöri verið. Dr. Jóni Þorkelssyni er auðsjáanlega mikil alvara að láta ekki sitt kjördæmi, Snœfellsnessýslu, ganga sjer úr greipum. Hann kom með póstskipinu um daginn, 5—6 vikum fyrir kjörfund og 13 vikum fyrir þing, hjelt jafnharðan vestur, og mun nú vera þar á yfirreið að telja trú fyrir Snæfellingum, þ. e. trúna á sig. En eptir er að vita, hvort það hrífur, — hvort síra Eiríkur á Staðastað verður eigi eins drjúg- ur, þótt hægra fari. Mýramenn eiga um þá tvo að velja, þingmann sinn frá i fyrra, Benid. próf. Kristjánsson, og Indriða Einarsson lands- revisor. Bæri þingkosning að skoða mest eða nær eingöngu sem sæmdarvott, væri meira en maklegt að hún kæmi þar held- ur niður á Benid. prófasti. Ennúer þing- mennskan fjarri því að vera eintóm sæmd, heldur þung kvöð og áríðandi erindarekst- ur fyrir almenning, og þááhinn (Indr. E.) að ganga langsamlega fyrir, jafn-fær mað- ur á bezta skeiði. Fyrir Borgflrðingum hefir rætzt betur úr cn á horfðist til skamms. Þeim býðst mí sjerlega álitlegt þingmannsefni, síra Þór- hallur Bjarnarson prestaskólakennari, og ætti þeim nú að vera ærið vandalítið valið, — búfræðingurinn frá Eeykjakoti annars vegar! I Kjósar- og GuUbringusýslu heyrast alls eigi aörir nefndir til þingmennsku en þessir tveir, er áður voru. Þórðarnir 2, er við kjör voru bendlaðir síðast, munu því nú alveg afhuga. í Reykjavík mælist almennt vel fyrir þingmennsku yfirdómara Jóns Jenssonar, og óvíst, að þar verði einu sinni fieiri í kjöri, nema ef hinn fyrv. þingmaður Eeykvík- inga (frá síðasta þingi) hugsar til að freista enn haming.junnar, þótt aldraður sje. Af Árnesingum er svo að heyra, sem þeim liggi mikið vel hugur til Tryggva bankastjóra Gunnarssonar, og væri það ekki óeðlilegt. En með því að hann mun síður en eigi láta sjer óðslega um þing- mennskuna — það er opt svo um þá, er mest eiga erindi á þing landsins vegna, en eigi sjálfs sín —, hafa einhverjir miður hlutvandir fylgiflskar hinna þingmanna- efnanna þar gert hvað eptir annað tilraun að gera kjósendur þar afhuga honunymeð því að láta berast um kjördæmið ymist að hann gefi alls eigi kost á sjer, eða þá ekki þar, heldur annarsstaöar. En kunn- ugir vita, að slíkt er tilhæfulaus uppspuni. Hr. Tr. G. hefir verið frá því um miðjan vetur einráðinn í að gefa kost á sjer ein- mitt í Árnessýslu og ekki annarsstaðar. — í sumum hreppum sýslunnar mun vera nokkur þytur í rnönnum gegn Þorláki Guðmundssyni, runninn frá einstökum mönnum, er maka vilja sinn krók. En al- mennt er það ekki, og mun naumast hafa mikið að þýða. Enda væri það annáls- vert, ef bændur, er löngum þykjast helzt til fáliðaðir á þingi,) færu að gera rækan einhvern hinn nytasta bónda, er þar hefir verið nú undanfarið, með 20 ára æflngu við þingstörf, og taka ef til vill heldur einhvern frakkaklæddan fieiprara, skóla- genginn, til engrar nytsemdar líklegan a þingi nema að vera atkvæðatól í vasa einhvers síns nóta. Hverju fleygjum vjer? Hvers vegna erum vjer fátækir? i. Eins og kunnugt er, lifa að minnsta kosti % allra íslendinga á kvikfjárrækt; það er því að mestu leyti komið undir henni, hvort hagur landsins stendur vel eða illa í efnalegu tilliti. En kvikfjárrækt getur ekki staðið í blóma, nema grasrækt- in geri það fyrst. Það mætti því ætla, að hún væri stunduð af fremsta megni, og ekkert látið ógjört, sem auðið er að fram- kvæma og getur verið henni til efiingar; en þegar gætt er að, hvernig hjer á landi er almennt farið með þau efni, sem berast upp í hendurnar, og nota má til áburðar, þá virðist þó nokkuð annað verða uppi & teningnum. Vjer höfum þó nú á síðari árum áttkostá, að kynnast helztu atriðum áburð- arfræðinnar, því, sem betur íer, eigum vjer nokkra menn, sem hafa leitazt við að leið- beina í riti og ræðu í því efni, og ef al- menningur hagnýtti sjer vel hinar mörgu og góðu bendingar, sem til eru á íslenzku þar að lútandi, t. d.: »Um áburð, eptir Torfa Bjarnason«, í X. árg. »Andvara«, og »Um áburð«, í fyrsta árg. »Búnaðarritsins«, þá mundi þó »mikið bætt úr skák«. Þegar um áburð er að ræða, þá verða einkum nautgripa-saurindin að koma til greina, því at þeirri áburðartegund höfum vjer mest, enda eru það einungis þau, sem jeg ætla lítið eitt að minnast á hjer. Jafnvel þó stöku menn sjeu nú á síðari árum farnir að hirða undan nautgripum nokkru betur en áður tíðkaðist, þá eru þeir enn svo fáir, að þeirra gætir litið í samanburði við hina, og enn er víst óhætt að segja likt og Toríi Bjarnason fyrir 9 árum, í áðurnefndri ritgerð í »Andvara«, að eins og venjulega væri farið með á- burðinn hjá oss, þá væri það einungis mykjan, sem kæmi túnunum að notum, en þvagið misstist gjörsamlega, og þar að auki mætti telja víst, að mikið af frjóefnum taðsins missist í slæmum haugstæðum, Flórarnir eru víðast enn þá með gamla laginu — eða ólaginu rjettara sagt —, og á stöku stöðum jafnvel með svo aðdáan- lega(!) gömlu lagi, að þeim er fyrst öllum látið halla fram að dj^runum, svo eru lagð- ar steinaraðir úr þeim fram í gegn um dyrnar, þannig, að þvagið geti runnið fram á milli þeirra, undir þrepskjöldinn og út; af því myndast svo forir og stækindi fram undan fjósdyrunum, og stundum eyði- leggur það jafnvel allan grasvöxt á stærri eða minni túnbletti. »Það er svo óþægi- legt að bera út, ef það er mjög blautt i fjósinu«, segja menn. Þannig er hagfræð- iskenning sumra manna enn þá; en það er þó vonandi, að fyrir henni liggi ekki sú framtið, að hún verði lesin við dagsljós tuttugustu aldarinnar. Flórarnir eru óvíða lagheldir, svo mikið af þvaginu sígur úr þeim ofan í jörðina.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.